Dagblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 3 „ALLT ORKAR TVÍ- MÆUS ÞA GJÖRT ER” Allmikil blaðaskrif hafa verið að undanförnu um úrskurð Kjaradóms i kjaradeilu hjúkrunarfræðinga með próffrá Háskóla íslands. Kjör félaga og aukafélaga Hjúkr unarfélags Íslands. HFÍ. hafa talsvcrl verið tekin til umfjöllunar i skrit'um þessum og hefur þvi kjararáð HFÍ ákveðið að konta á framfæri fácinum atriðum er varða þau. Úrskurður Kjaranefndar i kjara- dcilu HFÍ var kveðinn upp i feb. sl. Samkvæmt úrskurðinum er byrjun'ar launaflokkur hjúkrunarfræðinga II. Ifl. BSRB. Við samanburð á mánaðar- launum hjúkrunarfræðinga HFÍ og BS hjúkrunarfræðinga kemur i Ijós. að siðarnefndi hópurinn hefur verið úr- skurðaður i launaflokk. sent er sarn- bærilegur við 13. Ifl. BSRB. þ.e.a.s. eftir níu mánaða starfsreynslu. Launamunur hjúkrunarfræðinga Þann I. des. sl. eru byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga HFI kr. 231.931.00. Byrjunarlaun BS hjúkr unarfræðinga eru fyrstu niu mánuð ina eftir lokapróf kr. 232.470.00. cn siðan kr. 249.026.00. Þegar öllum launahækkunum vegna starfsaldurs hcfur verið náð eru laun hjúkrunar l'ræðinganna þessi: HFÍ hjúkrunar fræðingar kr. 259.128.00. BS hjúkr unarfræðingar kr. 276.101.00. Tölur þessar sýna. að launamunur er nokkur ntilli hjúkrunarfræðinganna eða sem svarar a.m.k. tveim launa flokkum i launakcrfi BSRB. Það cr ckki ætlun kjararáðs að verja gerðir Kjaradóms. enda hefur hann nteð nýj asta dómi sínunt dæntt hærri laun til hjúkrunarfræðinga en félagar HFÍ hafa. Hins vegar má vera. að vandi dómsins hafi verið nokkur að þcssu sinni. þar sem hann varð að gera upp við sig. hvort vægi meira námsmat BHM eða það réttlætissjónarmið. að sömu laun skuli greiða fyrir sömu vinnu. Það er mikil einföldun máls að telja það alfarið misrétti og það herfilcgt misrétti. þegar Kjaradómur virðist að einhverju leyti hafa valið síðari kost- inn. Ef Kjaradómur hefði farið eftir námsmati BHM hefði dómurinn sennilega verið misrétti og það herfi legt misrétti gagnvart félögum HFÍ. cn innan þess félagseru um 1050 starf- andi hjúkrunarfræðingar. Starfsmat Hjá þvt verður ekki komist, að um leið og verið er að leggja mat á störf háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga til launa. er verið að leggja mat á störf félaga HFÍ. Hjúkrunarfræðingarnir geta sjálfsagt verið sammála uni, að þetta mat er mjög lágt. Af þvi sem hér hefur verið rakið er það furðulegt, svo ekki sé meira sagt. að þrír félagar HFÍ hafa ritað i dag- blöðin og lýst mikilli hneykslan á margnefndum kjaradómi. Grein lngibjargar R. Magnúsdóttur námsbrautarstjóra hjúkrunarnáms- brautar Háskóla íslands i Morgun- blaðinu 5. des. sl. nefnist Kjaradóntur — Mistök eða hvað? Meginefni þeirr- ar greinar fjallar um þann dóm Kjara dóms, að „hjúkrunarfræðingar braut- skráðir frá Háskóla íslands skuli Ijúka niu mánaða starfsreynslu áður en þeir taki laun samkvæmt þeim launaflokki er þeini er siðan skipað í." eins og segir i greininni. Kjararáð HFÍ tekur undir það hjá námsbrautarstjóranum. að það eru einkennileg -vinnubrögð að nefna ekki i dómnum byrjunarlaunaflokk hjúkr- unarfræðinganna. Samkvæmt upplýs- ingum fjármálaráðuneytisins fá þessir hjúkrunarfræðingar grcidd laun eftir launaflokki 102 BHM fyrstu niu mán- uðina eftir lokapróf. en sá launaflokk- urgefur svipuð laun og 12. Ifl. BSRB. í grein Ingibjargar og öðrum blaðaskrif um um þetta málefni er margtekið fram. að nemendur námsbrautar Há skóla íslands njóti aldrei námslauna Hjúkrunarfræðingar við störf. og er þvi erfitt að skilja. hvers vegna námsbrautarstjórinn kallar þennan byrjunarlaunaflokk nemalaun. Nemendur Hjúkrunarskóla íslands fá visst hlutfall af launum í 11. Ifl. BSR B oger þetta hlutfall nákvæmlega tiltek- ið i grein námsbrautarstjórans. Náms- brautarstjórinn heldur þvi fram. að laun nemenda HSÍ á þriðja ári séu hin sörnu og laun BS hjúkrunarfræðinga og það sýni, að „þekking nemenda við Hjúkrunarskóla Íslands að loknu tveggja ára námi sé lögð að jöfnu við þekkingu hjúkrunarfræðinga með fjögurra ára nám við Háskóla íslands og niu mánaða starfsreynslu.” Þetta endurtekur námsbrautarstjórinn i við tali i Visi þ. 7. des. sl. Námslán í stað lélegra námslauna Námsmat er oft haft til hliðsjónar við ákvörðun launa. en það. að laun ákvarði þekkingu eins og nánts- brautarstjórinn heldur fram. eru ný sannindi i herbúðum þeirra sem um kjaramál fjalla. Það er alls ekki rétt með farið. að nemendur HSÍ hafi sömu laun og BS hjúkrunarfræðingur með níu mánaða starfsreynslu. Laun nemenda á þriðja námsári eru 57.80% af 11. Ifl. 2. þrepi. Mánaðarlaun þeirra eru því nú kr. 134.056.00. en laun BS hjúkrunar- fræðinganna eru aftur á móti kr. 249.026.00. Mismunur er kr. 114.970.00. í yfirvinnu eða á auka vöktum hafa þessir nemendur full byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga HFÍ. Hjúkrunarfélag Íslands hefur vitað um þetta samningsákvæði og ekki talið ástæðu til að gera athuga- semd við það. enda öilum sem þckkja til náms og starfs hjúkrunarnemenda Ijóst. hvað að baki þess býr. Benda má á. að nemendur námsbrauta hafa sömu möguleika á að taka aukavaktir og fá þá væntanlega greitt fyrir þær. Nemcndur HSÍ berjast nú fyrir þvi. að námslaun þeirra verði afnumin og þeir fái rétt til lánstöku úr Lánasjóði islenskra námsmanna. Bctra nám og bætt aðstaða til nánts er þessurn nem- cndum meira virði en léleg námslaun. Ingibjörg R. Magnúsdóttir hefur haft samband við ýmsa aðila, sent hún taldi geta gefið upplýsingar um upp runa þeirrar „kröfu" að BS hjúkrunar- fræðingar skuli Ijúka níu mánaða starfsreynslu áður en þeir fái laun skv. Ifl. 103. Kjararáð HFÍ tclur þvi rétt að taka frani. að það hefur engin afskipti hafl af kjarasamningum háskóla- mcnntaðra hjúkrunarfræðinga. Tveir aðrir félagar HFÍ hafa skrifað i blöðin um þennan kjaradóm. Þeir eru Maria Pétursdóttir, i Morgunblaðinu 23. nóv. sl„ og Elin Eggerz-Stefáns- son. í dagskrárgrein i Þjóðviljanum 14. des. sl. Báðar komasl þær að þcirri niður stöðu. að laun þau sem BS hjúkrunar- fræðingum er úthlutað séu langt fyrir neðan það sem þeim beri. Elínu Eggerzt-Stefánssyni finnst dómurinn vera „herfilegt misrétti” og að hann „beri vott um djúpstætt vanmat á þjóðfélagslegu gildi hjúkrunar innan heilbrigðisþjónustunnar og talsverðri tilætlunarsemi gagnvart starfsframlagi hjúkrunarfræðinga og kvenna al mennt". Rangt að mótmæla ekki úrskurðinum Úrskurður Kjaranefndar varðandi flokkaröðun félaga HFÍ kom i febr. sl. og eins og fy.rr er frá grcint eru laun þeirra nokkru lægri en þeirra sent Kjaradómur fjallaði um. Hjúkrunar- félag íslands mótmælti ekki þessum úrskurði af ástæðum sem ekki verða raktar hér. Það er skylt að viðurkenna. að sú ákvörðun að mótmæla ekki úr skurðinum hefur verið röng. þegar álit félaganna er það, að nokkru betri úrskurður sýni djúpstælt vanniat á þjóðfélagslegu gildi hjúkrunar og tals verða tilætlunarsemi við starfsframlag hjúkrunarfræðinga. María Pétursdóttir er þeirrar skoð unar, að kjaradónturinn sýni launa mismunun karla og kvenna. Kjararáð HFÍ telur hins vegar. að dómurinn sé kennslubókardæmi um ranglátt launa kerfi. þar sem hann sýni launamis- munun milli stétta með söniu stöðu- ábyrgð. BHM hefur sent frá sér mótmæla yfirlýsingu vegna niðurstöðu Kjara- dóms. 1 henni segir m.a.: „Verði starfs- svið BS hjúkrunarfræðinga ckki skýrar markað og launakjör þeirra santræmd kjörum annarra háskóla- manna má búast við að háskólanám í hjúkrun leggist niður. þar sem völ cr á mun styttra nánii með launum á námstima. sem gefur söniu réttindi." Svo virðist sem BHM fallist á það sjónarmið HFÍ, að söniu laun beri að greiða fyrir sömu vinnu. En til þess að hópnum. sem Kjaradómur var að dæma. auðnist að fá hærri laun. virðist BHM vera þeirrar skoðunar að slarfssvið hans verði að vcra eitlhvað annað en honum er ætlaö skv. hjúkr unarlögum. Öllunt breytingum á starfssviði hjúkrunarfræðinga verður ntótmælt og mætt ntcð hörku af félög- um HFÍ. Tilgangurinn rneð þeim vcröur a.ni.k. að vera háleitari en svo. að beinhörð peningasjónarmið ráði þar ferðinni. Kjararáð Hjúkrunarfélags Íslands Valgerður Jónsdóttir Sigurveig Sigurðardóttir Þuriður Baekman y Spurning dagsins Hvernig fannst þér Silfurtúngl Sjón- varpsins? Suntarliði Mariusson verkamaður: Ég sá það ekki alniennilega. Ég gct þvi ekkcrt sagt unt það. i.ovisa Jónsdóttir hárgreiðsludama: Mjög gott. Þetta var cinhver sú albezta uppfærsla sem ég hef séð i sjónvarpinu hingað til. Andrea Guðmundsdóttir húsmóðir: Mér fannst það allsæmilcgt. Eins gott og ivað gat verið miðað við Kiljan llelga Flíasdóttir , þjónar ellinni: Eg skil nú ckki þessi visindi. Ég horfði aðeins á þetta leikrit af þvi að ég var að bíða eftir þvi scni á eftir fór. Jóhannes Þórðarson nemi: Mér fannst þaö mjög gott. Eitthvað það bezta sent sjónvarpið hefur sýnt. Sveinn B. Þórðarson styrkþegi: Eg sá það ckki. Hins vegar sá ég Silfurtúnglið l'yrir mörgum árum þegar það var sýnt í Þjóðleikhúsinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.