Dagblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 * Flugeldamarkaóir Hjálparsveita skáta Kjarvalsstaðir Umsóknarfrestur um stöðu listráðunauts Kjarvalsstaða hefur verið framlengdur til 7. jan. nk.' Laun skv. kjarasamningi Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. List- ráðunauturinn skal vera listfræðingur að mennt eða hafa staðgóða þekkingu á myndlist- armálum og öðru því, er snertir listræna starf- semi. Umsóknum skal skila til stjórnar Kjar- valsstaða. Starfskraftur óskast Óskum eftir að ráða vanan starfskraft til að sjá um mötuneyti okkar. Þarf að geta hafið störf um áramót. Nánari uppl. í síma 92—3630 og 92—7570. Skipasmiðjan Hörður hf.r Ytri-Njarðvík. B/aðbera vantar / eftírta/in hverfi í Reykjavík: Skúlagötu, Hringbraut — Meistaravellir UppL í síma27022. mBLAÐIÐ Útvarpsvirki Viljum ráða útvarpsvirkja, kaupið er gott, aðstaða góð. Umsóknir sendist af- greiðslu Dagblaðsins merkt „Útvarps- virki 79” ásamt upplýsingum og með- mælum. Bandaríkin: Sýknaður af nauðgunarákæru eiginkonu sinnar Dómstóll í Oregon í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í gær- kvöldi, að sýkna bæri hinn tuttugu og eins árs gamla veitingahússstarfs- mann John Rideout af nauðgunará- kæru eiginkonu hans. Var þetta í fyrsta skiptið sem slíkt mál mun hafa verið höfðað. Var það gert á grund- velli nýrra laga, sem nýlega voru sett I Oregonríki. í kviðdómi, sem komst að ofan- greindri niðurstöðu, sátu átta konur og 4 karlar. Talsmenn kvenréttinda- hreyfinga, sem fylgdust með réttar- höldunum sem stóðu I sex daga, sögðu að þessi niðurstaða væri þeim vonbrigði og yrði til þess að hin nýju lög mundu síður vernda eiginkonur sem eiginmenn misþyrmdu. í kæru eiginkonunnar var sagt að eiginmaður hennar hefði beitt hana líkamlegu ofbeldi og síðan nauðgað henni fyrir framan tveggja og hálfs árs gamla dóttur þeirra. Að sögn eigin- mannsins hafði komið til átaka milli þeirra hjóna fyrr um daginn. Síðan hafi þau sætzt og hafið ástarleiki, sem eiginkonan hafi tekið þátt I af fúsum og frjálsum vilja. Hjónakornin búa ekki lengur saman og stendur skilnaðarmál þeirra nú yfir. Ekki var ljóst i gærkvöldi hvort eiginkonan mundi una þessum dómi eða áfrýja til æðri dómstiga. Danmörk Sex þúsund kjúkling- ar drápust úr hræðslu Svo virðist sem flug þyrlu einnar frá danska flughernum hafi orsakað ótimabæran dauða um það bil sex þúsund kjúklinga á býli einu i Dan- mörku. Varð þetta skömrnu fyrir jól en þyrlan flaug mjög lágt yfir kjúklingabúið þar sem voru tuttugu þúsund kjúklingar, sem slátra átti 27. þessa mánaðar. Andartökum eftir að þyrlan var farin varð mikið fjaðrafok ogöngþveiti meðal kjúklinganna. Dóu þá samstundis fimm þeirra af hræðslu eða köfnuðu I troðningnum. Eitt þúsund kjúklingar létust siðar. Mjög er dregið af þeim fuglum sem eftir lifa, að sögn eigandans. Talið er að herþyrlan hafi brotið reglur um flug yfir búið. En yfir þau má ekki fljúga i litilli hæð fremur en minkabú hunda- og önnur slík. Eigandi kjúklinganna mun ætla að krefjast bóta, sem nema jafnvirði þriggja milljóna íslenzkra. Kanaríeyjar: Vonir um lausn verkfalls dofna —atök a milli verkfallsmanna og þeirra sem enn vinna Vonir um lausn á vinnudeilu starfs- manna hótela á Kanarieyjum dofnuðu mjög í gær er fundur þeirra með eigend- um hótelanna fór út um þúfur. Starfsmenn krefjast lágmarkslauna, sem ekki nemi minna en þrjátiu þúsund pesetum á mánuði, sem er jafnvirði eitt hundrað og fimmtíu þúsunda. Verkfallið kemur á einhvern hátt við um það bil eitt hundrað þúsund ferða-1 menn og hafa nokkrar evrópskar ferða skrifstofur þegar hafið undirbúning þess að flytja gesti sína, sem, á Kanarieyjum eru, til meginlands Spánar eða jafnvel Afríku. Verkfallið nær ekki til gistihúsa eða veitingahúsa á Tenerife. Flestir veitingastaðir og barir munu enn opnir á Kanarieyjum þrátt fyrir verkfallið. Komið hefur til nokkurra óeirða við þá á milli verkfallsmanna og þeirra, sem þar eru við störf. Rúður munu hafa verið brotnar á nokkrum veitingastöðum. Verkfallið mun mest snerta fólk sem býr á gistihúsum þar sem full þjónusta er veitt. Flestir íslendinga, sem á Kanaríeyjum dvelja, munu hafa íbúðir með eldhúsi og því ekki vera eins háðir þjónustu starfsfólks.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.