Dagblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 Brennurómantíkin er dauð Borgarkrani mokar borgardrasli af borgarbfl á borgarbrennu „Farðu,” sagði Atli, „ og spjallaðu við krakka sem eru að hlaða bálkesti og svo leiðis.” „Já,” sagði ég. Við Hörður rennum um bæinn þver- an og endilangan. Og ekki vantaðu brennurnar. En það voru engir krakkar nálægir. Við Fellaskólann í Breiðholti komu þó tveir snáðar með föður sínum í appelsínugulum fólksvagni með gamlan svefnbekk á toppnum. Hörður smellti af þó þetta samrýmdist ekki hugmyndum okkar um krakka að vinna í brennum. Þegar við vorum í æsku (fyrir ekki svo mjög löngu að okkur fannstl gengum við i hús ásamt heilu stóði af krökkum og sniktum dót á brennur. Vikan milli jóla og nýárs var hrein pina fyrir foreldra sem skyndilega uppgötvuðu að húsgögn in voru liðónýt og brennumatur einn. Er brennurómantíkin virkilega búin? Við Bjamleifur gerðum aðra tilraun <1 Siðdegismynd frá bálkestinum við Fcllaskóla. „Við erum bara að passa að enginn kveiki I,” sögðu strákarnir. DB-mynd Bjarnleifur. eftir hádegið. Brenndum beint upp í Fell aftur. Kösturinn við Fellaskóla hafði hækkað verulega frá þvi um morguninn. Og viti menn. Við köstinn stóðu einir 10 strákar. En höfðust ekkert að. Stór krani frá borginni mokaði rusli frá borginni af vörubíl frá borginni. „Við erum bara að passa að enginn kveikti í brennunni,” sögðu strákarnir. „Við eruni að reyna að hjálpa til.” Þeir voru spurðir hvort ekkert væri um það lengur að farið væri i hús og sníkt i brennur. Forviða hristu þeir höfuð. Fannst greinilega langt siðan ég var í æsku. í bakaleiðinni í Siðumúlann renndum við fram hjá einum þrent brennum í viðbót. Ekki sála. Rannsóknarblaða mennskan hefur þvi sýnt að brennu- rómantikin er dauð. a.m.k. í Reykjavik. DS. 0 Morgunmynd frá bálkestinum við Fellaskóla. Svefnbekkurinn gamli og góði fer sína síðustu ferð. DB-mynd Hörður. Gripið simann gcriðgóð kaup Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld Innbrot íapótek — talsverðu magni af vímugjöfum stolið Innbrot var framið í lngólfsapótek að faranótt jóladags og töluverðu magni stolið af lyfjum. Ekki hafði i morgun tekizt að hafa upp á innbrotsþjófnum eða þjófunum, að sögn Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Viss atriði benda til þess að hér hafi „vanir menn verið að verki. meðal annars virðast lyf þau sem stolið var hafa verið valin með það i huga að vímu- ástand yrði af notkun þeirra. Bæði voru það sterk svefnlyf svo sem mebumal natri og eins vægt örvandi lyf eins og mirapront. Að sögn kunnáttumanna getur notkun mebumal natri samtimis áfengisdrykkju verið hættuleg og beinlínis banvæn. BS. Gott jóiaveðurá Eskifirði Fjölmennt íkirkjur ogjólaboð Gott veður var á Eskifirði um jólin. logn og frostlaust en snjór yfir öllu. Gátu menn farið urn á blankskóm í öll þau jólaboð sem haldin voru og til kirkju. Á jóladag messaði séra Davið Baldursson. Áminnti hann Eskfirðinga um að gefa sér tíma til að ræða við börn- in. Var þetta vel til fundið þar sern i messunni voru skírð 6 börn. þar af einir tvíburar. Eskjukórinn og kirkjukórinn sungu við messuna og gerðu mikla lukku. Eskjukórinn stóð uppi við altarið sem er nýlunda s'em mæltist vel fyrir. Kórinn hefur i vetur fengið nýja Stjórn endur. Eru það ensk hjón. Stuart Crahan og Susan Hynt sem einnig leikur undir með kórnum. Létt er yfir þeini hjónum og söngur kórsins allur léttari en var undir stjórn fyrrverandi stjórn- anda. Regína/DS. Sverja af sér þátt í upp- sprengdu verði rjúpna Sveinn Sæmundsson blaöafulltrúi Flug- leiöa hringdi: I DB birtist fyrir nokkru frétt um upp- sprengt verð á rjúpu. Þar kom fram að verðið hefði m.a. verið sprengt upp af Hótel Loftleiðum. Sveinn sagði: „Starfsmenn innkaupadeildar eru heldur óhressir vegna þessarar frásagn- ar. Aldrei hefur komið til greina að hót- elið keypti rjúpur á svo uppsprengdu verði. Ekki er tekinn þáttur i slikri upp- sprengingu verðs. Engin rjúpa hefur verið keypt til hótelsins fyrir þessi jól.” BJÖRNINN Smurbrauðstofan Njálsgötu 49 — Sími 15105

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.