Dagblaðið - 03.01.1979, Síða 5

Dagblaðið - 03.01.1979, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979. 5 ÐHnSShOLI Innritun daglega frá 10-12 og 13-19 fsímum 20345,38126, 74444,24959 Kennslustaðir Reykjavík: Brautarholt 4, Draf narfell 4, Félagsheimili Fylkis Kópavogur: Hamraborg 1, Kársnesskóli Hafnarfjördur: Góðtemplarahúsið Kennum alla samkvæmisdansa, nýjustu táningadansana, nkk og tjútt Sérstök námskeið í dönsunum úr kvikmyndinni Grease Sjálfsmorðsatriðið i sýningunni er citt þeirra atriða scm gerir sjninguna ekki við hæfi barna. I þessu atriði cr Inga Bjarnason leikkona kviknakin. Hún kvaðst ekki feiminn i þcssu atriði þá er leikið væri erlendis, en sagði að hér heima stæði henni ekki eins á sama um nekt slna, einkum þá er sk> ndmcnni sln væru meðal s> ningargcsta. Annað kvöld, fimmtudag. verður fyrsta leiksýning af fjórum, sent Saga Theater. gestaleikflokkur frá Brellandi. cfnir til i Norræna húsinu. Verkið sem sýnt verður nefnist The Exquisitors. Textinn er á íslenzku og ensku og er settur saman úr linum úr verkum amerisku skáldkonunnarSylviu Plath og efni. sem leikhópurinn hefur spunnið upp. The Exquisitors fjallar um einmana leik þeirra sem þjóðfélagið kallar geðsjúka og samhengi hans við cin manaleik þeirra. sem taldir cru og telja sjálfasig ..normal". Á sýningunum í Norræna húsinu er hönnun leiksvæðisins þannig að aðeins er gert ráð fyrir 59 sætum á hverri sýningu. Tilraunaverkefnið sem hér er sýnt nú er ekki talið við hæfi barna. Sýningar hafa verið á verkinu i Wales. Skotlandi og Englandi og ráðgerð er löng sýningarferð um Evrópu með þessa sýningu siðari hluta þessa árs. Saga Theater er stjórnað af Nigel Watson og Ingu Bjarnason. Var það stofnað í Reykjavik 1976 undir nafninu Hreyfileikhúsið og frumsýndi þá sitt fyrsta verk. Fröken Júlía alveg óð. og byggt er á leikriti Strindbergs. Núver andi bækistöð flokksins er hjá Chapter Arts Center i Cardiff i Wales. Sú leik stöð nýtur alþjóðlegrar viðurkcnningar sem meiriháttar miðstöð nýskapandi leikhúsvinnu i Bretlandi og eru þar fimm aðrir leikflokkar starfandi. Með þeini vinnur Saga Theater flokkurinn auk þess aðsýna sjálfstætt. The Exquisitors er eitt af þrcmur nýj- um verkum leikflokksins sem sýnt var á árinu 1978. Hin verkin tvö eru Last temptation. sem (jallar um’vandamál unv hverfisverndar og Smiles Below Zero. scm fjallar um vandamál flóttamanna. Last Temptation varð frægt af endemum í brezkum blöðum vegna máls er brezka dýraverndunarfélagið höfðaði gegn flokknum fyrir „grimmúðlega og illa meðferð" á lifandi gullfiski á sýningunni. Leikflokkurinn var sýkn aðuraf ákærunni. ■ASt. Snjómoksturinn kostar 4 milljónir kr. á dag — þegar öll tækin 30 eru nýtt og 60 manns eru að „Um sextiu manna lið með 30 tæki. ruðningstæki og bila vinnur nú sleitulaust að snjómokstri I höfuðborginni.” sagði Ingi Ú. Magnús- son gatnamálastjóri I viðtali við DB. Það var byrjað um miðja nótt aðfara nótt þriðjudags og haldið var áfrarn fram i myrkur i gærkvöldi. Aftur var tekið til við moksturinn klukkan 3 i morgun og gert er ráð fyrir að sæmilega greiðfært verði orðið um eða upp úr há deginu i dag. „Dagar sem þessir í mokstrinum. er allt er á stampi og öll tæki og allir menn að verki myrkranna á milli kosta um 4 milljónir króna."sagði Ingi. Um áramótin hófst nýtt fjárhagsár í snjómokstrinum, sem öðru hjá borginni. Áætlað fé til gatnahreinsunar. snjó moksturs og hálkueyðingar, er á árinu 1979 110 milljónir króna. í fyrra var áætlunin 60 milljónir króna en kostnaður við hálkueyðingu og snjó- mokstur varð rétt um 100 núlljónir króna. Gatnamálastjóri sagði að áherzla hefði i byrjun verið lögð á að opna sem flestar götur, en á mánudagsmorgun var tekið til við opinber bilastæði. svo að vinnandi fólk kæmi bílum sínunt fyrir við hinar ýmsu götur. Viða I ibúðahvcrf um hefði vcrið skirrzt við að ryðja snjó þvi ibúar hefðu verið búnir að moka sig út og bíla sina og ruðningstæki myndu hafa lokað þeim útgönguleiðum aftur cf rutt hefðiveriðáþeimgötum. Ingi sagði að afköst ruðningsmanna væru mest að næturlagi áður en bílaumferðin hæfizt. Borgarstarfsmenn ryðja ekki bila stæði við ibúðarblokkir. Slíkt verða íbú ar húsanna að- sjá um sjálfir. Valda órudd bilastæði miklum erfiðleikum fyrir íbúana og því að menn skilja bila sina eftir á umferðargötum og þar sem þau skapa hættu i umferðinni. -ASt. Brezkur gesta- leikf lokkur sýnir f Norræna húsinu — fjórar sýningar ráðgerðar á The Exquisitors Beat-dans fyrir dömur. ^ Sérstakir eftirmiðdagstímar ® fyrirdömursem viljafágóðar íw " hreyfingar. A DnnssHou sTuniDssonnn

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.