Dagblaðið - 08.01.1979, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1979.
Skylduspamaðurinn frá
76 úborgaður 1. febr:
Hvað
viftu
vita?
3572—9097 hringdi:
Hvar og hvernig getum við fengið
þann skyldusparnað sem tekinn var af
okkur „hátekjumönnum”?
Svan
DB hafði samband við Sigurð Þor-
kelsson ríkisféhirði sem tjáði okkur að:
„ef þið „hátekjumenn” eruð búnir að
RYM1NGAR
SALA
10-50%
afsláttur af
byggingavörum
Kaupfélag
Byggingavöruverslun sími: 50292
Reykjavíkurvegi 64
fá ykkur svokallað skylduspamaðar-
skirteini, sem er gefið út m.a. hjá inn-
heimtudeild ríkisféhirðis, sýslumanni
eða hjá fógeta viðkomandi staðar, þá
getið þið fengið hann greiddan hjá
hvaða embætti sem er. Byrjað var að
taka skyldusparnað af „hátekjufólki”
árið 1975 og var innlausnardagur fyrir
það ár 1. febrúar 1978. Fyrir 1976
verður innlausnardagur 1. febrúar nk.
'Ekki vissi Sigurður hvort gefin hafa
verið fleiri skirteini út en fyrir 1975 og
1976.
GhP.
Guðjón H. Pálsson.
Fuji:
Engar filmur?
Nægar filmur!
Geir Þormar hringdi:
Nú eru auglýstar alls kyns mynda-
og kvikmyndavélar frá Fuji. En hvað
eiga menn með að kaupa þessar vélar
þegar ekki fást filmur í þær? Ég á kvik-
myndavél frá þessu fyrirtæki og hef
ekki fengið filmu i hana frá þvi i sumar
þrátt fyrir mikla eftirgrennslan.
Svan
DB hafði samband við Gísla Gests-
son kvikmyndagerðarmann sem er
umboðsmaður Fuji-fyrirtækisins á ís-
landi. Hann sagði að Geir færi þama
með rangt mál því að filmur i þessar
vélar hefðu alltaf verið til i þeim verzl-
unum sem verzla með Fuji-tæki. Lögð
hefur verið mikil áherzla á að eiga nóg
af filmum þessum vegna þess að
filmur úr öðrum tegundum passa ekki
i Fuji. Filmurnar fást i eftirtöldum
verzlunum: Gevafoto Austurstræti,
Fotohúsinu Þingholtsstræti, Amatör-
verzluninni Laugavegi, Prismu Hafn-
arfirði og Ljósmyndaþjónustunni við
Laugaveg. DB hringdi í þessar verzl-
anir og tjáðu þær okkur að filmur
væru til og hefðu alltaf verið.
„Leitið og þér munið finna ..
stendur einhvers staðar. Við vonum að
Geir ged tekið á kvikmyndavélina
sína, nú eftir að hafa fengið að vita
hvar filmurnar fást i hana.
wímm
fiQ timi 1 KRS(l
Laugavegi 69 sinn 16860
Mi^bæiarmarkadi simi 19494
Palmroth,
finnsk gœðavara,
mikið úrval.
FLYING DUTCH-
MAN HORFIÐ
AF MARKAÐINUM
Ætli maður verði ekki að fara að rckta tóbakið i pípuna sina sjálfur, eins og
maðurinn á myndinni sem bjó til pipu úr byssu. Maður deyr ekki ráðalaus.
Pipureykingamaður, sem er að leiðast
út f sigarettur vegna skorts á góðu
piputóbaki, spyr.
Hvar er hægt að fá píputóbakið Fly-
ing Dutchman? Er það rétt sem ég
held að það fáist hvergi nema í Fri-
höfninni á Keflavíkurflugvelli og ef
svoer, hvers vegna?
Svan
DB hafði samband við Svövu Bem-
höft innkaupastjóra hjá ÁTVR. Sagði
hún að það væri rétt að tiltekin tegund
af tóbaki fengist ekki í verzlunum.
ÁTVR flytur það ekki inn vegna þess
að af fenginni reynslu hefur tóbak frá
Holiandi ekki selzt vel. Frihöfnin á
Keflavíkurflugvelli er alveg sérfyrir-
tæki.