Dagblaðið - 08.01.1979, Qupperneq 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. JANUAR 1979.
Opnum í dag
bifreiðaþjónustu
t
„Afkoma smásöluverzlunar
ekki áður verið verri”
í norðurenda Bílasölunnar Skeifunnar,
Skeifunni 11. Björt og rúmgóð húsa-
kynni, mjög góð þvottaaðstaða. Opið
alla daga frá kl. 8—22. Verið velkomin.
Bifreiðaþjónustan,
Skeifunni 11.
Rafmagnsvehur ríkisins
auglýsa laust til umsóknar starf skrifstofu-
stjóra I að svæðisskrifstofu Rafmagnsveitn-
anna á Egilsstöðum.
Umsóknir með upplýsingum um menntun,
aldur og fyrri störf sendist rafveitustjóra á
Egilsstöðum eða starfsmannastjóra í Reykja-
vílc
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 116,
105 Reykjavík.
Amerísku stytturnar
frá tee Borten nýkomnar_
Ncag bllastcaBi a.nt.k. á kvöldin
moMíwixnu
HAFNARSTRÆTI Simi 12717
símiímími er mnnA
Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám I UUUn
Stígvél
í yfirvídd
í mörgum
stœrðum.
Verð
kr. 31.000.-
PÓSTSENDUM
SKÓSEL,
LAUGAVEGI60,
SlMI 21270.
—segir Hjalti Geir Kristjánsson, formaður
Verzlunarráðs íslands
„Endanlegar tölur liggja nú fyrir
um afkomu verzlunar á árinu 1976. Á
því ári nam hreinn hagnaður i verzlun
um 1,6% af heildartekjum, sem er
betri afkoma en á árunum 1974 og
1975. Á siðustu tveimur árum, 1977
og 1978, hefur afkoma verzlunar hins
vegar farið versnandi,” sagði Hjalti
Geir Kristjánsson, formaður
Verzlunarráðs íslands.
„Þrátt fyrir mikla veltuaukningu
versnaði afkoma verzlunar á árinu
1977. Orsakir þess má rekja til mikilla
kostnaðarhækkana. í almennri heild-
verzlun varð nokkur hagnaður á
árinu, en afkoman varð þó verri en
undanfarin ár, ef árið 1972 er undan-
skilið. Rekstur smásöluverzlunar stóð
hins vegar i járnum og sennilega varð
nokkurt tap á árinu. Hefur afkoma
smásöluverzlunar ekki áður verið
verri.
Afkoma verzlunar fór enn versn-
andi á árinu 1978. Helzta ástæðan er
sú, að verzlunarálagning var tvivegis
skert á árinu, fyrst I febrúar um 9% og
síðar í nóvember um 10.5%. Saman-
lagt var verzlunarálagning því skert
um 20% frá því, sem hún var i árs-
byrjun. Ef þessi skerðing kemur að
fullu fram í rekstri verzlunar, eins og
verðlagsyfirvöld hafa ætlazt til, verður
samanlagður halli smásöluverzlunar
og almennrar heildverzlunar nær 3000
millj. króna á árinu 1978.
Horfur um afkomu verzlunar í ár
eru ekki góðar. Á fjórða ársfjórðungi
1978 fór að gæta töluverðs samdráttar
i verzlun. Þá verður verðbólgan enn
svipuð á þessu ári og var i fyrra, sem
veldur verzluninni meiri skaða og
erfiðleikum en mörgum öðrum at-
vinnugreinum. Loks má nefna, að
skattar á verzlun voru auknir I árslok
umfram hina almennu skattahækkun.
Reykjavikurborg hækkaði aðstöðu-
gjald verzlunar um 590 millj. króna
umfram það sem eldri gjaldstigi hefði
skilað. Alþingi jók einnig sérstaklega
skatta á verzlun með nýjum 1,4%
skatti á verzlunar- og skrifstofuhús-
næði. Á sá skattur að skila 550 millj.
króna. Fasteignaskattar af þessari teg-
und húsnæðis, t.d. i Reykjavík, hækka
Hjalti Gelr Kristjánsson.
því um 350% milli ára, þar sem fast-
eignamatið og gjaldstigi fasteigna-
gjalda hækka einnig. Afkomuhorfur i
verzlun eru því slæmar, ef saman á að
fara samdráttur í veltu, skert álagning,
aukinn tilkostnaður og aukin skatt-
heimta. - GAJ
„Sala á umframfram-
leiðslunni er stærsta
vandamálið”
— segir Agnar Guönason, blaðaf ulltrúi
Stéttarsambands bænda
„Stærsta vandamál sem blasir við
landbúnaðinum um þessi áramót er
sala á umframframleiðslu búfjáraf-
urða vegna hins lága heimsmarkaðs-
verðs,” sagði Agnar Guðnason, blaða-
fulltrúi Stéttarsambands bænda.
„Það varð 4% aukning í mjólkur-
framleiðslunni á sl. ári miðað við
1977. Aldrei hefur verið eins mikil
framleiðsla á mjólk og nú. Heims-
markaðsverð á flestum mjólkuraf-
urðum er langt undir framleiðslu
kostnaðarverði, ekki aðeins hér á landi
heldur alls staðar þar sem selja verður
mjólkurafurðir til annarra landa. Ef
bændur eiga að komast hjá stórfelldri
kjaraskerðingu þyrftu þeir sem fyrst
að minnka mjólkurframleiðsluna um
10%. Aftur á móti mun 1 % aukning á
framleiðslunni þýða um 120 milljón
króna lækkun á nettótekjum mjólkur
framleiðenda.
Þrátt fyrir verulega umframfram-
leiðslu á kindakjöti þá er það allt ann-
ars eðlis en hvað varðar mjólkina.
Dilkakjöt er selt til annarra landa á
nokkuð hagstæðara verði en flestar
mjólkurafurðir. 900 þúsund gærur eru
flestar seldar úr landi hálf- eða full-
unnar á góðu verði og skapast mikil
vinna í landinu við vinnslu þeirra.
Sama er að segja um þau 14—1500
tonn af ull sem berast á markaðinn.
Þar skapast mörg atvinnutækifæri og
verulegar gjaldeyristekjur. Hitt er þó
ljóst að ekki dugar að auka framleiðsl-
una á kindakjöti. Ef ekki verður gripið
til harkalegra aðgerða til að draga úr
búvöruframleiðslunni og bændur ekki
látnir bera hallann einir þá er ekki
ástæða til svartsýni. Afkastageta land-
búnaðarins er meiri en nokkru sinni
fyrr. Hver starfsmaður í landbúnaðin-
um framleiðir nægilega fyrir 20 manns
ef þeir neyttu einskis annars en
íslenzks landbúnaðar. Það er með því
bezta sem gerist í heiminum í dag.
Bændur hafa fjárfest mikið á undan-
förnum árum í vélum og byggingum
svo nú geta þeir hægt á sér og
Agnar Guðnason, blaðafulltrúi
Stéttarsambands bænda.
minnkað bústofninn án þess að nettó-
tekjur skerðist ef það er gert skynsam-
lega. Bændum mun ekki fækka meira
en verið hefur á undanförnum árum.
Gera má ráð fyrir verulegum félags-
legum umbótum í landbúnaðinum á
árinu, s.s. afleysingum, forfallaþjón-
ustu og fæðingarorlofi í sveitum engu
síðuren í bæjum."
- GAJ
„Útlitið í sjá varútveg-
inum er mjög dökkt"
— segir Björn Guömundsson, f ormaður
r 1
UtvegsbændafélagsinsíVestmannaeyjum
„Útlitið í sjávarútveginum er mjög um í upphafi árs. mun verra en það var fyrir mánuði.
dökkt og hefur ekki dekkra verið i „Fyrir það fyrsta voru auglýstir 30 UndanfarinárhefuraflinnhérviðSV-
mörg ár,” sagði Björn Guðmundsson, bátar til sölu hér í Vestmannaeyjum í landið dregizt saman ár frá ári. Þessi
formaður Útvegsbændafélagsins í lok síðasta árs. Síðan hefur allt kaup- 11% fiskverðshækkun er svo langt frá
Vestmannaeyjum er DB spurði hann gjald hækkað gífurlega og allur til- því að vera nokkuð sem heitið getur
um ástand og horfur í sjávarútvegin- kostnaður þannig að ástandið nú er fullnægjandi nú þegar yfirvofandi er