Dagblaðið - 08.01.1979, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1979.
Ástand og horfur í helztu atvinnuvegum þjóðarinnar:
„Ómögulegt að vera bjartsýnn”
—talsmenn helztu atvinnuveganna virðast sammála um það
Áramót eru tími uppgjörs og umhugsunar. Þá staldra menn við, og spurði þá um ástand og horfur í sinni atvinnugrein í upphafi nýs
líta yfir farinn veg og skyggnast fram á viö. Dagblaðið hafði af árs.
þessu tilefni sambandi við nokkra talsmenn islenzkra atvinnuvega ' GAJ
Endurnýjunarsjóður iðnfyrirtækja skattlagður:
„Mun bitna á þjóðinni allri”
—segir Davíð Sch. Thorsteinsson
„Eins og kunnugt er þá lækkuðu
tollar um áramótin skv. samningum
við EFTA og EBE. Þessi lækkun kom
til framkvæmda þrátt fyrir að í sam-
starfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna
stæði að henni skyldi frestað,” sagði
Davíð Scheving Thorsteinsson, for-
maður Félags islenzkra iðnrekenda.
„í stað þess að standa við stjórnar-
sáttmálann þá ákvað ríkisstjórnin í
október að fresta ekki tollalækkunum
en að iðnaðurinn skyldi fá ígildi tolla-
lækkananna þannig að samkeppnisað-
staðan skertist ekki. Við þetta hefur
ekki verið staðið. Ekkert slíkt ígildi
hefur séð dagsins Ijós. Þær hugmyndir
sem ríkisstjórnin hefur sett fram eru
óralangt frá þvi að geta talizt slikt
ígildi. Þar er um að ræða ráðstafanir
handa örfáum greinum iðnaðarins,
ráðstafanir sem ýmsum þeim er reka
fyrirtæki innan þessara greina er mjög
á móti skapi.
Mér er því ómögulegt að vera bjart-
sýnn um þessi áramót. Yfir okkur hafa
dunið látlausar skattahækkanir
undanfarið og jafnvel hefur verið
gengið svo langt að skattleggja endur-
nýjunarsjóð iðnfyrirtækja en sé á
þennan hátt komið í veg fyrir eðlilega
endurnýjun véla og tækja iðnaðarins
mun það bitna fyrst á starfsmönnum
iðnaðarins, 20 þúsund að tölu, og
síðan á þjóðinni allri,” sagði Davíð að
lokum.
- GAJ
Davfð Sch. Thorsteinsson, formaður
Félags fslenzkra iðnrekenda.
olíuverðhækkun.
Ég er í stórum efa um að margir
bátar komizt af stað vegna rekstrar-
erfiðleika. Fiskverðið hefur ekki
haldizt i nokkru samræmi við tilkostn-
aðinn og þegar við bætist aflasam-
dráttur þá er Ijóst að útlitið er mjög
dökkt.
Við gerðum könnun hér í Vest-
mannaeyjum og tókum úrtak 35 báta.
Aðeins fimm þeirra reyndust skila
hagnaði og honum mjög óverulegum.
Hinir voru með tap allt upp á annan
tugmilljóna.
Menn væru ekki að bjóða báta sína
til sölu nema þeir væru neyddir til. Ef
hingað kæmi oliufursti þá gæti hann
fengið keypta a.m.k. 20 báta á svip-
stundu. Hann gæti þess vegna komið
með vél kl. 10 að morgninu og farið
aftur kl. 3 eftir hádegi. Kaupin þyrftu
ekki að taka lengri tíma.”
Björn Guðmundsson, formaður (Jt-
vegsbændafélagsins I Vestmannaeyj-
Velkomin suður
Alþýfluleikhúsið:
VIÐ BORGUM EKKI
eftir Darío Fo.
Leikstjórí: Stefán Baldursson.
Þýflendur Ingibjörg Bríem, Guðrún Ægisdóttir,
Róska.
Leikmynd og búningar Messíana Tómasdóttir.
Alþýðuleikhúsið, sunnandeild þess
sem svo nefnir sig, byrjar með mesta
glæsibrag starfsemi sína i Lindarbæ.
Óhugsandi finnst mér annað en sýning
þeirra verði vinsæl og vel látin svo
bráðfyndin sem hún er, sannarleg
hressing í miðju sótsvörtu skamm-
deginu. Og þá er líklegt að um leið sýni
hún mörgum áhorfandanum fram á að
réttmætur sé málflutningur ungra
leikhúsmanna að undanförnu að
nauðsyn sé að skapa „frjálsum leikhóp-
um” skilyrði og svigrúm til starfa. Það
ber sem sé ekki á öðru. Alþýðuleikhúsið
hefur einnig í sinni nýju mynd nýjungar
fram að færa. Við borgum ekki er ekki
bara bráðskemmtilegur skrípaleikur.
Hann ber lika af hinum dáðlitlu svefn-
herbergis- og sakamálaförsum sem
„stóru leikhúsin” hafa takterað okkur á í
haust. 1 þetta sinn hefur skopið
merkingu og mið, en er ekki bara
hringlandaháttur með meir og minna
grinaktugar figúrur og kringumstæður.
Og það er að sjá að sunnandeild
Alþýðuleikhússins hafi staðið ansi
hyggindalega að verki i haust. Leikurinn
mun hafa verið sýndur nokkrum for-
sýningum nokkru fyrir jól sem annars
fór ekki hátt um. En þar hefur, vænti
ég, gefist kostur að prófa leikinn á áhorf-
endum. Og þegar til reglulegrar
frumsýningar kemur er sýningin
klöppuð og klár og hittir beint í mark.
Enda var leiknum tekið með miklum
fögnuðu í Lindarbæ í gærkvöldi. Og er
nú hægt að mæla eitt sinn með góðri
samvisku með ósviknum hlátursleik í
bænum.
Dario Fo held ég að megi kalla á-
trúnaðargoð og gott ef ekki spámann
svonefndra frjálsra leikhópa víða um
lönd, ekki síst á Norðurlöndum á undan-
förnum árum, ungs leikhúsfólks, sem
oftar en ekki leggur kapp og metnað I að
flytja frá vinstri gagnrýni og ádeilu á
gildandi þjóðfélagshætti. Leikir hans
flytja ótviræðan pólitískan boðskap. En
pólitíkin í leikjum Dario Fos á líf og gildi
sitt komið undir skopi og skrípalátum
þeirra, boðskapur þeirra misferst nema
hann sé fluttur með brosi á vör, sist af
öllu þolir hann að leikendur setji upp
skeifu af pólitískum alvöruþunga út af
efni þeirra. En í þessum leik og sýningu
er engin slík áhætta tekin: Við borgum
ekki er fyrst og síðast rakinn farsi.
Stefán Baldursson hefur áður sýnt sig
smekkvisan leiðbeinanda ungra og lítt
reyndra leikenda og virtist mér honum
takast einkar farsællega að hagnýta
nokkuð svo misvíga áhöfn — sýningin
er einföld og stilhrein og umfram allt
fjarska skopnæm með sínu látlausa
móti. Og hún virtist að öllu leyti einkar
haganlega á sviðið búin i Lindarbæ.lL r
hefur augljóslega verið unnið af ráðdeild
og fyrirhyggju og af því helgast sigur
Alþýðuleikhússins. Það er sannarlega
velkomið suður á land.
Við borgum ekki skilst mér að sé að
einhverju leyti sprottið af sönnum at-
vikum, gefnu pólitísku tilefni á ítaliu.
Það er að skilja að þar hafi verkafólk í
rauninni gripið til samskonar baráttu og
leikurinn lýsir: að ákveða sjálft „sann-
gjarnt verð” fyrir vöru og þjónustu á
tímum kreppu og atvinnuleysis og
hnekkja með þeim hætti pólitík bæði
ríkisvalds og atvinnurekenda og sinna
eigin stéttarfélaga. Af þessu tilefni
spinnst hin fáránlega atburðarás leiks-
ins, sem hér verður engin tilraun gerð til
að endursegja — réttskapaður farsa-
leikur þar sem atvik og persónur læsast í
óviðráðanlega skripakeðju. En allur mis-
skilningur, öfgar, skrípagangur leiksins
lýtur vaknandi skilningi, vitund,
boðskap um heiminn utan leiksins.
Hann lýsir sauðfrómum alþýðumanni,
Giovanni, sem í leiknum hægt og hægt
vaknar til vitundar um misrétti, arðrán,
kúgun, sem hann sætir, leikurinn hafnar
þjóðfélagi neyslu og gróða, lætur uppi
von eða draum um mannlegri félags- og
sambýlishætti. Þessa niðurstöðu eða
pólitíska boðskap leiksins fannst mér
Kjartani Ragnarssyni lánast að láta
mjög trúverðuglega uppi í lokaatriði
leiksins.
hlutverk Giovannis i Við borgum ekki.
Kjartan er líklega okkar leiknasti skrípa-
leikari af yngri kynslóð og þar fyrir utan
sjálfur eins og allir vita metnaðargjarn
farsahöfundur. Mér fannst Giovanni
hans fínlega útsmogin mannlýsing i
svipbrigðum og hreyfingum, gæfur og
hrekklaus hversdagsmaður sem aldrei
ætlar að skilja hvað að honum snýr.
Ásamt Kjartani kveður mest að Gísla
Rúnari Jónssyni i fjórum bráðkostu-
legum hlutverkum sem mikintl fögnuð
vekja. Gísli Rúnar er augljóslega rakinn
skopleikari. Aðrir þátttakendur eru
leikskólafólk sem muna má úr sýningum
Nemendaleikhússins: Lilja Guðrún Þor-
valdsdóttir, Hanna María Karlsdóttir,
Sigfús Már Pétursson og Ólafur Örn
Thoroddsen, allt efnisfólk að ég ætla,
ekki sist Lilja Guðrún. Þær stöllur,
Antonia og Margrét, Lilja Guðrún og
Hanna María, eiga raunar marga góða
stund saman í sýningunni, gervi þeirra
afbragðs gott. Það sýnir sig í þessari
sýningu eins og oftar að Messiana
Tómasdóttir er orðin einhver okkar besti
leikmynda-hönnuður.
Sem sagt: gott. Og voða gaman. Eftir
þessa blómlegu byrjun má vænta mikils
af starfi Alþýðuleikhússins i framtíðinni
í sinni nýju mynd.
Kjartan Ragnarsson leikur sem gestur
Sigfús Már Pétursson og Kjartan Kagnarsson i hlutverkum slnum. DB-mynd: Bj. Bj.