Dagblaðið - 08.01.1979, Side 11
x/
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1979.
ATVINNUVEGIR í ÓGðNGUM
11
Sagt er að iðnaðurinn sé vaxtar-
broddur íslensks atvinnulifs. Iðnaður-
inn á að taka við miklum hluta þess
mannafla sem kemur út á vinnumark-
aðinn á næstu árum. t iðnaðinum er
mest gróska og hann skilar mestum
arði allra atvinnuvega á fjárfesta
krónu og einnig á vinnueiningu.
Aðeins fiskiðnaöur, sem einnig er
vissulega ein tegund iðnaðar, er hærri,
þ.e. skilar meiri arði.
Hvernig stöndum við íslendingar að
þvi að nýta vaxtargetu iðnaðarins
okkur til framdráttar og þjóðinni til
hagsældar?
Er rétta leiðin sú að þjarma að
honum með tollalækkunum á sam-
keppnisvörum sem hann, þ.e. iðnaður-
inn, hefur verið svikinn um aðstoð til
að laga sig að?
Er rökrétt að leggja á hann nýja
skatta og auknar álögur, og er það
skynsamlegt að leggja sérstakan skatt
á byggingarframkvæmdir þess sama
iðnaðar sem ætlað er að vera vaxtar-
broddur atvinnulífsins? Fjárfestingar-
skattur getur einungis verið settur á í.
því skyni að hindra vöxt fyrirtækj-
anna.
Forsvarsmenn iðnaðarins hafa
raunar árum saman haldið þvi fram,
bæði leynt og Ijóst, að hið opinbera
umhverfi sé beinlínis fjandsamlegt iðn-
aði, og það virðist nú ætla að sannast
einn ganginn til.
Hið nýja ár lofar ekki sérlega góðu
um farsælan framgang íslenskra at-
vinnuvega. Þeir sem til þykjast þekkja
eru vanir að hafa við orð að á Islandi
skorti það sem kailað er „iðnaðar-
mentalitet”, þ.e. andrúmsloft og hugs-
anagang sem er hliðhollur iðnaði,
skilur þarfir iðnaðarins og reynir að
greiða fyrir honum sem kostur er.
„lðnaðarmentaliteti” má þannig líkja
við hugarfarsástand þar sem sá skiln-
ingur ríkir m.a. að velgengni og blóm-
legur hagur atvinnufyrirtækis jafngildi
nægri atvinnu og aukinni hagsæld
starfsfólksins, einnig jafngildi nákvæm
og vönduð vinnubrögð starfsfólksins
háu verði og öruggum markaði fyrir
framleiðsluvörur fyrirtækisins og þar
með atvinnuöryggi fyrir starfsfólkið.
Hugarfarsbreyting i þessa veru
gerist ekki með heilli þjóð í einni
svipan, ekki að heldur þótt við og við
sé haldið eitt iðnkynningarskrautsýn-
ingaár. Við verðum að bíta í það súra
epli að viðurkenna að við séum enn á
veiðimanna- og hjarðmannastiginu og
að við skiljum ekki nema takmarkað
þarfir nútima iðnaðar, þvi miður.
Ljósasti votturinn um okkar veiði-
mennsku- og hjarðmennskuþroska-
stig, er sá hve vel við búum að frum-
framleiðslugreinunum landbúnaði og
fiskveiðum en tiltölulega illa að úr-
vinnslugreinunum, iðnaði og fisk-
afti.”
Við veröum aft vifturkenaa aft vift erum enn a
veiMmanna- og hjarftmennskustiginu.
bundnum leiðum, jafnvel þótt vitað sé
að hver nýr skuttogari sem keyptur er
og hver viðbótarlamhsskrokkur sem
framleiddur er baki þjóðinni stórtjón.
Atvinnugreinarnar þar sem vaxtar-
broddurinn liggur verða gróflega út-
undan i samkeppninni um fjármagnið
í þjóðfélaginu, þótt allar skýrslur og
allir hagspekingar, sem um fjárfest-
ingamál atvinnuveganna fjalla, ráð-
leggi eindregið að fjármagninu sé beint
inn til iðnaðar og fiskvinnslu, því þar
sé ekki einungis vaxtargetan mest
heldur arðsemisvonin áberandi lang-
mest.
Ef við höldum áfram á þessari
braut, þ.e. að búa svona illa að og arð-
ræna iðnað og fiskvinnslu, verður það
til þess í besta falli að atvinnutækifær-
um fækkar fremur en hitt og þeir sem
koma nýir út á vinnumarkaðinn, um
2000 manns á ári, geta ekki leitað ann-
að um atvinnu en í þjónustugrein-
vinnslu. Þetta gerist þrátt fyrir það að
löngu sé orðið Ijóst að vaxtarmögu-
leikar í landbúnaði og fiskveiðum séu
nánast engir. Haldið er áfram að dæla
fjármagni i þessar greinar eftir hefð-
arnar, þvi um ný atvinnutækifæri í
landbúnaði og fiskveiðum er að'sjálf-
sögðu ekki að ræða. í versta falli hefur
aftur á móti hinn slæmi aðbúnaður i
för með sér stórfellt atvinnuleysi og
hörmungar. Heilar atvinnugreinar
ReynirHugason
geta hrunið eins og spilaborgir, svo
sem húsgagna- og innréttingaiðnaður,
svodæmi séu nefnd.
Tuttugu og fimm þúsund manns
hafa atvinnu sína af iðnaði í landinu
og er þá fiskiðnaður meðtalinn. Að-
staða iðnaðarins til að hafa áhrif á
jStjómvöld og þar með eigin aðbún-
aðarmál er samt mun lakari en að-
, staða landbúnaðar, þar sem starfa ein-
ungis 4419 bændur, eða innan við 5%
laf vinnuafli landsmanna.
Þrýstiaðstaða bændastéttarinnar,
þótt fámenn sé, er nánast óhugnan-
lega og einkennilega sterk. Ef sú staða
kæmi upp í iðnaði, segjum sápuiðnaði,
að framleitt væri meira en þörf væri
fyrir til innanlandsneyslu af handsápu
myndu stjórnvöld seint gripa til þess
ráðs að greiða niður sápuna til útflutn-
ings, til þess eins að halda uppi at-
vinnu I iðngreininni. — 1 landbúnaði
aftur á móti þykir sjálfsagt að fram-
leitt sé meira en sem svarar til innan-
landsneyslu. Umframframleiðslan sé
síðan niðurgreidd af stjórnvöldum til
útflutnings til þess að halda uppi at-
vinnu i landbúnaði! I mínu ungdæmi
var unnt að telja almenningi trú um
að svona vinnubrögð væru forsvaran-
leg, en nú gengur það ekki lengur.
Almenningur í þessu landi óttast
um sinn hag. Það gengur ekki lengur
að fara troðnar slóðir í stuðningi við
atvinnulif okkar og gagnvart atvinnu
uppbyggingu i landinu. Það verður að
fara inn á nýjar brautir. Kosningarnar
i vor sýna að almenningur gerir sér
þessar staðreyndir ljósar. Fyrir dyrum
standa róttækar breytingar á atvinnu-
háttum i landinu. Merkin um það
blasa við hvarvetna. Þjóðin á um það
að velja að fylgja kröfum timans og
aðlaga sig nútimalegum atvinnuhátt-
um markvisst og skipulega, en þvi gæti
fylgt fjölbreyttara og tryggara og
tæknivæddara atvinnulif. betri lifskjör
og aukinn fritimi þegar til lengri tíma
er litið, eða að streitast á móti og reyna
að halda uppi háu atvinnustigi með
fjármálakúnstum, halda i gamla og
gróna atvinnuvegi af hreinni íhalds-
semi og lappa upp á þá, jafnvel þótt
grundvöllurinn fyrir þeim sé löngu
hruninn, með því meðal annars að
jafna fjármagni frá arðsamari atvinnu-
greinum yfir á þær sem hafa minni
arösemi. Þessu fylgja óhjákvæmilega
lægri lífskjör, minni tækniframfarir og
dulið atvinnuleysi. Almenningur
hefur þegar valið en stjórnvöld hafa
ekkiskilið!
Reynir Hugason
verkfræðingur.
Óróleikinn f Alþýðuf lokknum
Atburðir þeir, sem gerðust um og
eftir miðjan desember i sambandi við
afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, hljóta
enn að vera mönnum talsvert ihug-
unarefni. Harðvitug andstaða Alþýðu-
flokksins gegn afgreiðslu óbreytts fjár-
lagafrumvarps og kröfur hans um, að
samtímis umtalsverðri breytingu á því
i átt til verðbólguhjöðnunar kæmu
viðtækar og samræmdar alvöruráð-
stafanir á sama sviði, er næðu til
tveggja ára, vakti að sjálfsögðu mikla
athygli eftir það, sem á undan var
gengið pr. 1. desember og olli því, að
ríkisstjórnin sveif nánast I lausu lofti
um vikuskeið, þ.e. frá 14. til 22. des-
ember.
Þessi óvæntu viðbrögð Alþýðu-
flokksins, svo hörð og eindregin sem
þau voru, ollu því að verðbólgusigur-
vegararnir úr 1. desember-slagnum,
Alþýðubandalagið og Framsóknar-
flokkurinn, vissu ekki hvaðan á þá
stóð veðrið og stóðu nánast uppi eins
og þvörur. Framsóknarflokkurinn
varð þó fyrri til að taka við sér og réði
jákvæðri afstöðu beggja flokkanna til
þeirra úrslitakrafna, sem Alþýðuflokk-
urinn setti fram. Þótt frestun á af-
greiðslu lánsfjáráætlunar fjárfest-
ingarlánasjóðanna fram i febrúar eða
ákvörðunin um stofnsetningu ráð-
herranefndar hafi út af fyrir sig ekki
haft ýkja mikla efnislega þýðingu i
þriðju viku desember, hafði hún tals-
vert táknrænt gildi. Með afstöðu sinni
í þessum tveim málum sýndu þeir já-
kvæðan vilja sem Alþýðuflokknum
þótti rétt að taka gildan. Til viðbótar
kom svo niðurskurður fjárlaga um
tæpan milljarð króna og er það strax
spor í áttina, varð enda til þess, að fjár-
lögin eru innan þess ramma, sem Al-
þýðuflokkurinn gat sætt sig við.
Þingmenn í
sandkassaleik?
Allt þetta viðnámsstarf þingflokks
Alþýðuflokksins í hjöðnunarátt fékk
sannarlega misjafnar undirtektir
hinna stjórnarflokkanna og stjórnar-
andstöðunnar. Geir Hallgrímsson, for-
maður Sjálfstæðisflokks, lýsti óánægju
sinni með það að mótspyrna Alþýðu-
flokksins í verðbólgumálunum skyldu
valda töfum á Alþingi. Viðskiptaráð-
herrann ungi, Svavar Gestsson, virtist
skyndilega svo gamlaður orðinn, eftir
aðeins 3 mánaða þingsetu, að hann
var fullur hneykslunar á hamagangin-
um í hinu unga þingliði Alþýðuflokks-
ins: „Þingmenn Alþýðuflokksins eru
eins og krakkar í sandkassaleik”. Og
Stefán blessaður Valgeirsson, fram-
sóknarþingmaðurinn góðkunni, hristi
sinn gráa koll, undrandi á óstýrilætinu
og æskufjörinu i þingflokki Alþýðu-
flokksins: „Óróleikinn í Alþýðuflokkn-
um er innbyrðis vandamál,” sagði
hann í viðtali við Timann. Sýnilega
Kjallarinn
Sigurður E.
Guðmundsson
vildi hann sverja af sér alla ábyrgð á
þátttöku í viðnámsróstum ungkrat-
anna. Lestina rak svo annar grákollur:
Lúðvík Jósepsson taldi ekki unnt að
láta unga fólkið á Alþingi komast upp
með svona lagað háttalag. Yrði það
ekki til friðs skyldi það fá kosningar i
hausinn og eftir þær myndi unga
fólkið í landinu eiga sér færri fulltrúa á
Alþingi, enda yrði þingið þá væntan-
lega spakara og leiðitamara við for-
ingjana, jafnt innan stjórnar sem utan.
Glöggskyggni
Stefáns
Valgeirssonar
Þótt gömlu mennirnir á Alþingi,
sem hér hafa verið nefndir, séu ekki
par ánægðir með háttsemi hins unga
þingflokks Alþýðuflokksins eru vand-
ræði þeirra enn ekki að baki: Ijóst er,
að hann hyggst ekki fella niður „sand-
kassaleik” sinn, heldur snúa bakinu í
vegginn og berjast með hnúum og
hnefum, með fullu atfylgi flokks-
stjórnarinnar, fyrir gerbreyttri stefnu I
efnahagsmálum. Þeir fá því ekki að
hvílast í friði. Eins og fyrri daginn
hefur Stefán Valgeirsson rétt fyrir sér:
það er óróleiki i Alþýðuflokknum,
jafnt i þingflokki sem flokksstjórn. Og
hann fer því meir vaxandi sem lengur
dregst að sinna kröfum hans um ger-
breytta stefnu i efnahagsmálunum.
Hins vegar er það misskilningur hjá
Stefáni að hann sé „innbyrðis vanda-
mál”. Þvert á móti ríkir algjör ein-
hugur innan þingflokks og flokks-
stjómar. Hitt er annað mál að óróleik-
inn í Alþýðuflokknum kann að leiða
til þess að upp komi innbyrðis vanda-
mál í öðrum flokkum. Óróleikinn í Al-
þýðuflokknum verður ekki læknaður
nema á einn veg, þ.e. með þvi að snú-
izt verði gegn verðbólgunni af fullri al-
vöru til langs tíma.
Alþingi
götunnar?
Það fer ekkert milli rnála að Al-
þýðuflokknum er mikil alvara um það
að ná verulegum árangri á þessu sviði.
Ekki er ætlunin að bíða sofandi eftir
að 1. febrúar — úrslitadagurinn mikli
— renni upp, heldur verður kappsam-
lega unnið í stjórnarstofnunum flokks-
ins að nánari athugun og umræðum
um efnahagsmálafrumvarp flokksins,
sem flokksstjórnin hefur til þessa fyrst
og fremst samþykkt sem stefnu en ekki
farið frekar niður í saumana á, sakir
tímaskorts fyrir jól. Jafnt i ráðherra-
nefndinni sem á þingi, er það kemur
saman, mun flokkurinn heyja harða
úrslitabaráttu fyrir framgangi and-
spymustefnu sinnar gegn verðbólgu.
En þangað til, a.m.k., mun flokkurinn
heyja þessa baráttu utan þingsins með
ýmsum nýjum ráðum. þannig, að
fólkið sjálft fái i raun úrslitaáhrif á
það, sem síðan mun gerast I þinginu.
Magnús Kjartansson mun á sinum
tima hafa kallað slika málshöfðun Al-
þingi götunnar, kann þó að vera að
hann hafi þá hugsað sér að hafa gjör-
samlega endaskipti á hlutunum. Hvað
sem því liður hafa þingmenn Alþýðu-
flokksins og flokksstjórnarmenn hans
ekki slíðrað vopnin og verður því litill
friður fyrir flokksforingjana gömlu á
næstunni til að hvílast eða makka i
þröngum klíkum um framgang mála.
Og ef nauðsyn krefur mun flokkurinn
síðan ganga glaður og vígreifur til
nýrra kosninga á komandi vori á
grundvelli sigurstefnu sinnar í síðustu
kosningum um gerbreyttá efnahags-
stefnu.
Sigurður E. Guðmundsson
framkvæmdastjóri.
kinn í Alþýöuflokknum veröur ekki lækn-
u einn veg, M er aft snúizt verft, gegn
nni af fullri alvöru til langs tima.
friftur verftur fyrir nokksforingjana gftmlo
• 99
11 • • •
ösyn krefur mun flokkurinn ganga glaöur
fur til kosninga á komandi vori...