Dagblaðið - 08.01.1979, Qupperneq 17
16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1979.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. JANUAR 1979.
17
[c íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Sþróttir íþróttir HBJ
ÆVINTYRI GERAST ENN
— íslenzka landsliðið vann upp sex marka forustu Pólverja í gærkvöld.
37 sek. fyrir leikslok varði Óli Ben. vfti og tvö íslenzk rnörk fylgdu. Jafntefli 23-23
Ísland —Ísland — Ísland sungu 1500
áhorfendur 1 Laugardalshöll eftir að
Islenzka landsliðið hafði unnið upp sex
marka forustu Pólverja — sjötta bezta
liðs 1 heiminum i dag. Bjarni Guðmunds-
son brunaði upp á siðustu sekúndum
leiksins og jafnáði, 23—23. Ævintýri
gerast enn — islenzka liandsliðinu hafði
tekizt hið ómögulega. Unnið upp sex
marka forskot Pólverja. Leikmenn
fögnuðu innilega, og áhorfendur ekki
síður. Enn einu sinni hafði islenzka
landsliðið sannað að það getur mætt
sterkustu þjóðum heims kinnroðalaust.
Við getum sigrað þá beztu, þó það verði
ef til vill æ erfiðara. Við verðum að ná
toppleik og jafnvel gott betur. En við
höfum burði á við þá beztu. Jafnteflið við
Pólverja var móralskur sigur
landsliðsins eftir heldur daufa leiki und-
anfarið og slæm töp.
En allt virtist [dó svo vonlaust um
tíma gegn Pólverjum. Íslenzka liðið
byrjar siðari hálfleik afleitlega. Eftir á-
gætan fyrri hálfleik, framan af þar sem
Ísland hafði forustu 8—6 kom hinn
„óhjákvæmilega slæmi kafli” og
Pólverjar skoruðu fimm mörk í röð,
komust í 11—8. Staðan í leikhléi var
12—10. Og fyrstu tíu mínútur siðari
Slæm ferð
Eyja-Þórs
Þór i Vestmannaeyjum gerði slæma
ferð til Reykjavikur i handknattleiknum
um helgina. Á laugardag lék Þór við
Þrótt i 2. deild karla og tapaði 29—19. t
gær lék liðið við Ármann og aftur varð
tiu marka tap. Ármann 27, Þór 17.
Þá lék Þór tvo leiki i 2. deild kvenna.
Á laugardag vann ÍR Þór 15—11 og í
gær vann Þróttur Þór 12— 10.
íslandí4-5
sæti á Spáni
— spáir þjálfari pólska
landsliðsins
„Íslenzka liðið er sterkt, góðir leik-
menn, og ég tel að i B-keppninni á Spáni
muni liðið lenda i 4.—5. sæti. Þar eru
ákaflega sterkar þjóðir, er væntanlega
munu skipa sér i efstu sætin, Ungverjar,
Tékkar og Svíar,” sagði Jacek Zylin-
icki, þjálfari pólska landsliðsins eftir
jafntefli íslands og Póllands i Laugar-
dalshöll.
„Jón Pétur Jónsson er mjög góður
leikmaður, bezti maður íslenzka liðsins
að mínu mati,” sagði Jacek ennfremur
Og hann bætti við — „í nútíma hand-
knattleik hefur það sýnt sig að mjög erf-
itt er að halda góðu forskoti. Dómgæzl-
an hefur þróazt þannig að dómarar líða
engar tafir. Því geta leikir snúizt mjög
snögglega og það gerðist einmitt. Að
vísu vorum við ekki með okkar sterkasta
pólska lið en hin raunverulega geta lið-
anna kemur í ljós í Danmörku er þau
mætast á hlutlausum velli — þá verður
að marka úrslitin," sagði Jacek enn-
fremur.
hálfleiks voru martröð. Pólska liðið virt-
ist stefna í stórsigur, komst sex mörkum
yfir, 17— 11. Leikur íslenzka liðsins var í
rúst. Það virtist enn stefna í stórt tap. En
leikur íslands breyttist á dramatiskan
hátt. Jón Pétur Jónsson kom þá inná, og
hann átti sinn bezta landsleik til þessa.
Jón Pétur skoraði á síðustu 20 mínútum
leiksins 7 mörk úr átta skottilraunum.
Frábært. Með krafti sínum og áræðni
dreif hann íslenzka liðið áfram og óðum
saxaðist á forskot Pólverja.
Jón Pétur skoraði 12. mark íslands,
12—17. Skömmu síðar skoraði Bjarni
Guðmundsson, sá eldfljóti Valsmaður
13. mark íslands og áhorfendur voru
þegar á bak við íslenzka liðið. Pólverjar
juku muninn i 5 mörk, 13—18, en Jón
Pétur svaraði fyrir lsland. íslendingar
brugðu þá á það ráð að taka tvo af mátt-
arstólpum pólska liðsins úr umferð — þá
Katalinski og Klempel, er hafði skorað
11 stórglæsileg mörk. Og þetta bragð
hins unga landsliðsþjálfara, Jóhanns
Inga, heppnaðist fullkomlega. Er 15
mínútur voru eftir var munurinn að vísu
enn 5 mörk, 19—14. Ólafur Einarsson
minnkaði muninn i fjögur mörk, 19—
15, og þeir félagar Jón Pétur og Bjarni
voru enn á ferðinni. Bættu við tveimur
mörkum, 17—19 og 10 mínútur eftir.
Pólverjar náðu að svara en leikur þeirra
var fálmkenndur og lcikgleði Íslendinga
kom þeim greinilega í opna skjöldu. Þrjú
stórkostleg mörk Jóns Péturs, fylgdu i
kjölfarið, og íslandi tókst að jafna, 20—
20, fimm mínútur eftir. Stemmningin í
Höllinni með ólíkindum. Klempel náði
að rífa sig lausan og koma Pólverjum
aftur yfir, en Þorbjörn Guðmundsson
jafnaði, 21—21. Aftur svöruðu
Pólverjar og hamingjudísirnar virtust
yfirgefa íslenzka liðið því Þorbjörn
Guðmundsson átti hörkuskot í stöng og
Pólverjar juku muninn i tvö mörk, 23—
21. Sekúndurnar tifuðu hver af annarri
og er tæpar tvær mínútur voru eftir
virtist öll von úti. Páll Björgvinsson
skaut framhjá og Pólverjar með
knöttinn. Þegar 37 sek. voru eftir
fengu Pólverjar víti. Stórskyttan
Klempel tók vítið. Hafði ekki brugðizt
áður en Óli Ben. gerði sér lítið fyrir og
varði með tilþrifum. íslendingar
brunuðu upp og minnkuðu muninn enn
ieitt mark, 22—23, —hverannarenjú,
Jón Pétur. 26 sekúndur eftir. Pólverjar
léku upp á að halda knettinum. Þegar
átta sekúndur voru eftir komust þeir
fríir inn á línu, en skot i stöng,
knötturinn barst til Árna lndriðasonar,
sem sendi umsvifalaust fram og þar, eins
og oftar, var fyrir Bjarni Guðmundsson,
sem kastaði sér inn og jafnaði — 23—
23, sekúndu síðar gall flautan.
Jafntefli, og það kærkomið, var því
staðreynd. Enn er leikur íslenzka liðsins
þó of sveiflukenndur. Liðiö getur leikið
stórvel, þæði í vörn og sókn, en þess á
milli dettur allur botn úr leik þess. Vissu-
lega vandamál, er ráða verður bót á.
Með meiri festu í leik liðsins þá virðist
Jóhann Ingi vera, á réttri leið, þó enn
megi að sjálfsögðu deila um einstaka
leikmenn, hvort þeir eigi heima í lands-
liðshópnum eða ekki. En Jóhann Ingi
hefur kjarna og því má heldur ekki
gleyma að íslenzka liðið var án þeirra
Axels Axelssonar og Ólafs H. Jóns-
sonar. Með þeim skapa sterkan sterkan
kjarna, fyrirliðinn Árni Indriðason, Þor-
björn Guðmundsson, Ólafur Jónsson,
Bjarni Guðmundsson, Ólafur Einarsson,
Ólafur Benediktsson og Páll Björgvins-
son. Og nái Jón Pétur að sýna jafngóða
leiki í náinni framtíð hefur hann burði til
að gera stóra hluti. Páll Björgvinsson
var að visu alveg heillum horfinn í gær,
en samt er mikill munur á öllu spili
islenzka liðsins, þegar hann er inná. En
það er með Pál eins og ýmsa snjalla
leikmenn okkar. Það er gífurlegt álag á
honum i vinnu, og því bitnar það á
handknattleiknum. Þarna liggureinmitt
eitt stærsta vandamál okkar í dag,
vinnuálag leikmanna, peningar. Þetta
þurfa hinar ríkari þjóðir ekki að glíma
við.
Kjarninn er fyrir hendi, aðeins
spurning hvernig tekst að vinna úr.
ísland hefur aldrei átt betri hornamenn
en einmitt í dag. Ólafur Jónsson hefur'
sannað með stórgóðum landsleikjum i
vetur hve snjall leikmaður hann er.
Bjarni Guðmundsson hefur yftr að ráða
gifurlegum hraða, og léttleika. Þarf
•aðeins að ná meiri ógnun inn úr
horninu. Árni Indriðason og Ólafur H.
Jónsson eru kjölfesta í vörn. Axel Axels-
son í sókn, ásamt þeim Ólaft Einarssyni
og Þorbirni Guðmundssyni er vex með
hverjum leik.
Kröfur um góð úrslit eru óendanlegar
hér heima en íslenzkir áhorfendur styðja
lika vel við bakið á liðinu, óskabarni
þjóðarinnar, eins og svo oft hefur verið
sagt. Nú taka við erfiðir landsleikir í
Danmörku er verulega reyna á karakter
islenzka liðsins og síðan Spánn.
Hinir dönsku dómarar sögðu eftir
leikinn að islenzka liðið yrði að vara sig
WBA keypti
David Mills
WBA hefur keypt David Mills frá
Middlesbrough fyrir 500 þúsund
sterlingspund. Jafnaði þar með Bret-
landsmetið — en Man. Utd. keypti
Gordon McQueen frá Leeds fyrir sömu
upphæð.
Hertha Berlln hefur selt Karl-Heinz
Granitza til Chicago Stings, USA, og
fékk 200 þúsund dollara fyrir
leikmanninn.
'Jón Pétur — skoraði sjö mörk á 20
minútum.
Samstilltari hópur nú
en var fyrir HM
— sagði Jón Pétur Jónsson, hetja íslenzka liðsins í gær
„Ég vona að þessi góður leikur minn
komi mér til góða f þeirri erfiðu raun er
framundan er. Ef við komumst klakk-
laust i gegnum hina crfiðu leiki i Dan-
mörku þá tel ég að við höfum sett stefn-
un á góða frammistöðu á Spáni. Lands-
liðshópurinn nú er samstæðari en fyrir
HM i vor, engin spurning um þjálfara.
tslenzka liðið á að geta náð ágætum
árangri á Spáni,” sagði Jón Pétur Jóns-
son, hetja fslenzka liðsins eftir jafntefli
gegn Pólverjum i Höllinni.
Jón Pétur lék sinn bezta landsleik frá
upphafi, skoraði 7 mörk á 20 minúi um
og dreif íslenzka liðið áfram með krafti
sínum. „í sannleika kom mér þetta
nokkuð á óvart þar sem ég byrjaði fyrri
hálfleik heldur illa, var þá ónákvæmur
og hikaði. Hins vegar gengu hlutirnir
upp í síðari hálfleik en mest kom mér þó
á óvart hvað Pólverjamir riðluðst við að
taka tvo menn úr umferð,” sagði Jón
Pétur ennfremur.
H.Halls.
á sífelldum hrindingum — annars kæmi
það liðinu i koll i Danmörku. Þeir bættu
við hve erfiðir leikirnir hefðu verið að
dæma. Hraðinn mikill, darraðardans.
Þetta er vissulega rétt. Við missum út af
allt of marga menn í leikjum. En þetta
vandamál nær alveg að sjálfum rótum
meinsins. Það er greinilegt hve íslenzku
leikmennirnir eiga í vök að verjast i
einvígi. Snerpa austantjaldsþjóðanna
veitir þeim ávallt vinninginn.
Mörk lslands skoruðu, Jón Pétur
Jónsson 7, Ólafur Einarsson 5, Þorbjörn
Guðmundsson 4, Bjarni Guðmundsson
3, Páll Björgvinsson 2, Árni Indriðason
og Ólafur Jónsson 1 mark hvor. En yfir-
burðamaðurinn á vellinum var Jerzy
Klempel — með 12 mörk, þrumuskot
hans sungu hvað eftir annað i net-
möskvum islenzka liðsins, stórkostlegur
leikmaður.
-H. Halls.
tslenzku leikmennirnir fagna jafnteflinu i leikslok. DB-mynd Bjamleifur.
„Ég sætti mig aldrei
við ósigur í leikjum''
—sagðí Jóhann Ingi landsliðsþjálfari eftir jafnteflið
„Ég sætti mig aldrei við ósigur i leikj-
um þó annað hafi verði gefið i skyn i
sumum blöðum. Við tókum áhættu er
Pólverjar voru sex mörkum yfir, tókum
tvo leikmenn úr umferð og það heppn-
aðist — við náðum kærkomnu jafhtefli.
Á síðustu 37 sekúndum leiksins tókst
okkur að vinna upp tveggja marka for-
ustu Pólverja,” sagði Jóhann Ingi Gunn-
arsson, landsliðsþjálfarí eftir jafntefli ts-
lands og Pólverja, 23—23.
„Leikurinn var ákaflega skemmti-
legur fyrir áhorfendur. Mikill hraði og
harka og úrslitin eru ánægjuleg, sér í
lagi ef mið er tekið af þvi að við vorum
án tveggja máttarstólpa landsliðsins,
Axels Axelssonar og Ólafs H. Jónsson-
ar. Jón Pétur sýndi snilldarleik og i sann-
leika sagt kom hann mér á óvart eftir að
hafa byrjað fremur illa. Okkur vantar
enn meiri festu í leikinn, ég held einna
helzt að um taugaveiklun sé að ræða. Þá
er það afdrifarikt, að Páll Björgvinsson
er fjarri sínu bezta nú. Þar kenni ég um
erfiðri vinnu, sem hann er i. Þar munar
miklu. En mér finnst síður en svo að
gæta þurfi svartsýni — liðið er enn í
mótun og þó flestir leikmenn komi frá
tveimur félögum, Val og Viking, þá eiga
þeir enn eftir að stilla saman strengi
sína,” sagði Jóhann ennfremur.
H.Halls.
SORGLEGT AÐ TAPA
FYRIR SVÍUM Á NM
— Svíar jöf nuðu á síðasta andartaki og náðu 3ja sæti með að
sigra ísland íframlengingu.
Flosi Sigurðsson valinn í úrvalslið á NM unglinga í körfu
„Það var sorglegt að horfa upp á tap
Islenzku strákanna gegn Svlþjóð þvl sá
leikur átti að vinnast,” sagði Jón Otti
Jónsson i viðtali við DB i gærkvöldi. t
æsispennandi leik tókst Sviunum að
jafna á siðustu andartökum leiksins I
Norðurlandakeppni unglinga i körfu-
bolta og leikurínn var framlengdur. Þá
var staðan 66 stig gegn 66.
Norðurlandamótið fór fram nú um
helgina í Lanti í Finnlandi við hinar
beztu aðstæður, að sögn Jóns Otta. Leik-
urinn við Svia virtist ætla að verða sigur.
fyrir ísland því þegar fimm mínútur
voru til leiksloka var forusta hinna síðar-
nefndu oröin ellefu stig. Þá kom góður
kafli hjá Svíum og þeir náðu eins stigs
forustu, 61—62. Þegar aðeins 45
sekúndur voru til leiksloks — tæp ein
mínúta — var Island með eins stigs for-
ustu 66—65 og hafði knöttinn en missti
hann undir körfu Svianna — þeir bruna
upp, fá þrjú vítaskot en hitta ekki úr
neinu þeirra!
ísland var aftur með knöttinn — og
sekúndurnar voru ekki orðnar nema
fimm. Þeir reyna körfuskot en ekki vildi
knötturinn ofan í. Svíar bruna upp og fá
víti — tvö skot —. Þeir hittu úr öðru
þeirra og þar með var jafnteflið orðið
staðreynd. 66—66 og leikurinn fram-
lengdur um einu sinni fimm mínútur.
Svíarnir höfðu til þess að gera yfir-
burði i framlengingunni og lokatölurnar
urðu 72-77.
íslenzkaliðið tapaði fyrir Finnum með
57 stigum gegn 99. Finnar höfðu algjöra
yfirburði á mótinu og unnu lið hinna
þjóðanna allra með yfirburðum. I úr-
slitaleiknum gegn Dönum unnu þeir
með 99 stigum gegn 63.
Danir komu skemmtiiega á óvart að
þessu sinni og náðu 2. sæti og sigruðu
erkifjendurna Svia. Þeir sigruðu Island
með 86 stigum gegn 56 í ieik þar sem
hinir síðarnefndu áttu aldrei möguleika
á vinningi.
Leikur íslands við Norðmenn var jafn
lengi vel þó íslendingar heföu yfirleitt
forustuna. Það var ekki fyrr en fimm
mínútur voru til leiksloka að hinir sið-
arnefndu tóku málin í sínar hendur og
lokatölurnar urðu 85—76 íslandi í vil.
Fjórða sætið var komið i höfn.
í leiknum við Finna var Einar Ó.
SteinsSon langbeztur og gerði 13 stig,
Guðjón M. Þorsteinsson 10, Kristján
Arason og Guðmundur Guðmundsson
voru með 8 stig. Flosi Sigurðsson var
stigahæstur i leiknum gegn Svíum gerði
20 stig, Sveinn Sigurbergsson 14,
Guðjón og Einar 12. Flosi gerði 23 stig
gegn Danmörku, Guðjón 10, og Jón H.
Steingrímsson 8. Flosi var enn stiga-
hæstur íslendinganna i leiknum gegn
Norðmönnum, 35 stig, Guðjón 14, Jón
12 og Kristján Arason með 10.
Að mótinu loknu var valið í úrvalslið
keppninnar, nokkurs konar Norður-
landalið. Þar lentu þrír Finnar, einn
Dani og einn lslendingur, Flosi Sigurðs-
son.
Jón Otti Jónsson alþjóðlegur dómari
dæmdi fimm leiki á mótinu. Þar á meðal
úrslitaleikinn Finnland gegn Danmörku.
ÓG.
Skotinn vann meistarana
Skozki spretthlauparínn Alan Wells
sigraði 1 100 og 200 m hlaupum á
alþjóðlegu frjálsiþróttamóti i Ástraliu i
gær. Sigraði ólympiumeistarana
Haseley Crawford, Trinidad, og Don
Quarrie, Jamaika. Wells hljóp á 10.40
sek. i 100 m. Quarrie annar á 10.44 sek.
og Crawford 3. á 10.60 sek. í 200 m
vann Wells á 20.63 sek. Annar varð Paul
Narracott, Ástraliu, á 21.27 sek.
Norska stúlkan Grete Waitz sigraði
með yfirburðum i 2000 m hlaupi á
5:47.17 min. — meira en hálfri mín. á
undan i mark. Dennis Norris, N-Sjá-
landi, sigraði i 800 m á 1:49.76 mín.
Marcuc Russel, Sviss, i 1500 m ái
3:49.19 min. og David Moorcroft,
Bretlandi, f 3000 m á 8:07.18 mín.
Malcolm Allison er kominn á ný til
Man. City. Hefur veríð ráðinn liðsstjórí.
„Það verður pláss fyrir okkur báða —
Tony Book, núverandi stjóra City, og
mig,” sagði Allison á laugardag.
Ótrúlegir yf ir-
burðir
Stenmark
— var næstum f jórum sekúndum
á undan öðrum manni fstórsvigi
heimsbikarsins í gær
Ingemar Stenmark, Sviþjóð, vann frábært afrek i
stórsvigi heimsbikarsins f Courcheval i Frakklandi.
Var næstum 4 sekúndum — fjórum sekúnduml! — á
undan öðrum manni f mark. „Þetta er ótrúlegt —
vissulega urðu mér á mistök, en að ég yrði þetta langt
á eftir Ingimar datt mér aldrei i hug,” sagði Peter
t Luscher, sem varð i öðru sæti á eftir Svianum. „Snjór-
inn var harður án þess að vera isaður og krafðist
tækni. Ég fann bezta rythmann strax og hröðustu linu
brautarinnar,” var allt og sumt sem hinn látlausi Svii
sagði eftir sigurínn. Aldrei hefur slikur yfirburðamað-
ur rennt sér á skiðum fyrr — og yfirburðir hans verða
stöðugt meiri.
Þrátt fyrir fjóra sigra af fimm mögulegum í þeim
greinum heimsbikarins, sem Stenmark hefur keppt í í
vetur, er hann enn fimm stigum á eftir Liischer, sem
enn hefur ekki sigrað á móti, í stigakeppni heims-
bikarins. Stenmark hefur lýst því yfir að hann muni
einhvem tímann í vetur keppa í bruni heimsbikarins
— en hefur nú neitað að fyrsta keppni hans verði
næsta laugardag í Crans-Montana í Sviss eins og gefið
hafði veriðískyn.
Úrslit í stórsviginu í gær urðu þessi:
1. Ingemar Stenmark, Svíþjóð,
2. Peter Liischer, Sviss,
3. Bojan Krizaj, Júgóslavíu,
4. Jean-Luc Fournier, Frakkl.
5. Heini Hemmi, Sviss,
2:54.33
2:58.06
2:58.13
2:59.88
2:59.96
1 stigakeppninni hefur Liischer nú 105 stig. Sten-
mark 100 stig. Ken Read, Kanada, sem sigraði i bruni
á laugardag, 65 stig. Bojan Krizaj er fjórði með 49 stig
og Peter Miiller, Sviss, fimmti með 41 stig.
I stórsvigi kvenna í Les Gets i Frakklandi í gær
sigraði hin 17 ára vestur-þýzka stúlka Christa Kin-
shofer á 2:12.77 mín. Það er annar sigur hennar í
keppni heimsbikarsins. Hanni Wenzel, Lichtenstein,
varð önnur á 2:14.72 mín. Regina Sackel, Austurríki,
þriðja á 3:15.05 María-Theresa Nadig, Sviss, fjórða á
3:15.67 mín. Anna María Moser sleppti hliði undir
lokin og var dæmd úr leik.
í stigakeppninni er Maria-Theresa Nadig efst með
90 stig. Hanni Wenzel er í öðru sæti með 80 stig og
Anna María Moser þriðja með 75 stig. í fjórða sæti er
Christa Kinshofer með 50 stig. Þessar fjórar eru lang-
efstar.
Finnski skíða-
stökkvarinn var
í sérf lokki
Finnski skfðastökkvarínn Pentti Kokkonen vann
mikinn yfirburðasigur á stökkmótinu árlega f Mið-
Evrópu. í fjórðu og sfðustu keppninni á laugardag
varð Kokkonen enn fyrstur. Stökk 99 og 106.5 metra i
brautinni í Bischofshofen í Austurríki — og siðara
stökk hans var aðeins hálfum metra styttra en lengsta
stökk áður af pallinum i Bischofshofen. Kokkonen
hlaut 237.5 stig. Johan Sætre, Noregi, varð annar
með 236.9 stig. Pólverjinn Fijas þriðji með 236 stig og
Sumi, Sviss, fjórði með 235.8 stig. Sumi stökk 105.5
m. Samanlagt hlaut Kokkonen 815.6 stig úr mótunum
fjórum. Sumi varð annar með 782.6 stig og Jocken
Danneberg, A-Þýzkaland, þriðji með 780.8 stig.
Raketta sprakk
— og tveir leikmenn Lazio fluttir
á spítala
Tveir italskir knattspyrnumenn frá Rómar-liðinu
Lazio voru fluttir á spftala f gær eftir að raketta
sprakk i gangi leikmanna áður en leikur Lazio og
Napoli hófst f 1. deild f Napoli. Lazio setti tvo
varamenn inn á og náði jafntefli 1—1.
AC Milano vann Catanzaro 4—0 og er nú efst með
21 stig eftir 13 umferðir. Perugia, sem gerði jafntefli á
heimavelli við Verona, 1—1, er í öðru sæti með 19
stig. Siðan koma Inter Milano og Juventus og Torino
með 16 stig.
RITSTJORN:
HALLUR
SiMONARSON
Fyrstir á íslandi með eftirtaldar nýjungar:
□ OBC In Line myndlampinn frá Hitachi er nýjung sem
gefur bjartari og skarpari mynd.
O Sjálfvirkur stöðvaleitari, með minni fyrir 16 rásir.
□ Straumtaka í lágmarki, 75 wött á 20 tommur, 95 wött
á 22 og 26 tommur, sem gerir FINLUX kerfið það
kaldasta á markaðnum.
□ Samskonar einingarverk er í öllum stærðum, sem
auðveldar alla þjónustu.
□ Hægt er að fá þráðlausa (Infra Red) fjarstýringu fyrir
allar gerðir (einnig eftir á).
Öll FINLUX litsjónvarpstækin hafa verið reynd í 24 tíma í verksm.
og eru eingöngu í viðarkassa (Palisander, Hnotu eða hvítu).
20" kr. 398.000.-
22" kr. 480.000.-
26" kr. 525.000.-
SJONVARPSBUÐIN
BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SÍMI27099
.
AOR1R ÚTSÖUSTAOIR:
Reykjavík: Radió & Sjónvarpsverkst. Laugav.147
Grindavik: Versl, Báran
Selfoss: Höln h/f.
Vestmannaeyjan Kjarni s/l.
Höln Hornafirði: K.A.S.K
Stöövarfjörður: Kauplélag Slöðfirðinga
Eskifjörður: Versl. Ellsar Guðnas.
Egllstaðir: Rafeind
Vopnafjörður: Versl.
Húsavik: Kaupfél. Þingeyinga
Akureyri: Vðruhús K.E.A.
Dalvík: Ú.K.E
Ólafstjörður Valberg h/f.
Ólafsfjörður Kaupfélagið
Siglufjörður: Ú.K.E.
Sauðárkrókur Kaupfél. Skagfirt
Blönduós: Kaupfél. Húnvelning
Hvammsfangi: Kaupfél. V-Húnvetnir
Hólmavik: Risverslunin
Bolungarvik: Radióv. Jóns B. Hauk
Tálknarfjörður Kaupfél. Tálknalja
Ólafsvik:Tómas Guðmundsson
: Stálbúðin