Dagblaðið - 07.02.1979, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979.
r
UPPLÝSINGA- OG
FRÆÐSLUSKORTUR
— er eitt stærsta mein „kerfisins”
>. ■■■ ■ ...... , .*
Að undanförnu hafa margir legið
yfir skattframtölum sínum, og ýmsir
hafa örugglega bölvað í hljóði.
Menn hafa bölvað sjálfum sér fyrir
að hafa ekki í fyrra gert ráðstafanir til
að létta væntanlega skattbyrði sína
eða auðvelda framtalsvinnuna, en
ekki hafa þeir síður bölvað stjórnvöld-
um fyrir flóknar reglur, ónógar upp-
lýsingar og ný skattalög, sem sett hafa
veriðeftirá.
Þeir sem hafa brennt sig á fyrir-
hyggjuleysi áður vilja helst ekki lenda
aftur i því sama, því brennt barn forð-
ast eldinn. En það er auðveldara um
að tala en í að komast.
Skattskylda
— eða ekki
Kunningi minn byrjaði að byggja í
fyrra. Hann lagði 10 milljónir króna í
bygginguna, sem nú er rúmlega fok-
held.
Eftir síðustu áramót komst hann
hins vegar að þeirri niðurstöðu, að
húsið yrði öf dýrt fyrir hann, því ef
hann ætti að klára húsið myndi það
kosta hann svo mikla aukavinnu, að
fjölskyldulíf yrði harla fábrotið og
hann einungis næturgestur á heimili
sinu.
Hann fór því á fund nokkurra fast-
eignasala, sem urðu sammála um að
verðgildi hússins væri nú nálægt 13
milljónum króna.
Fasteignasalarnir voru sammála um
söluverð hússins, en um annað atriði
voru þeir ekki sammála. Þeir voru ekki
sammála um hina skattalegu hlið
málsins.
Maðurinn hafði í fyrra lagt 10
milljónir í bygginguna, en ætlaði nú
að selja fyrir 13 milljónir, eins og
áður sagði. Mismunurinn er eins og
sjá má 3 milljónir, sem stundum hefur
verið kallað „gróði”, en er í rauninni
aðeins sú hækkun krónutölu sem eðli-
leg verður að teljast, því að 1 dag væri
byggingarkostnaðurinn 13 milljónir.
Fengi maðurinn 13 milljónir i dag
gæti hann t.d. keypt sömu hluti og
kostuðu 10 milljónir í fyrra, og hefur
hann því ekkert „grætt” á bygging-
unni. Það er þvi augljóst, að skattlagn-
ing væri ósanngjörn.
Skortur á
upplýsingum
Fasteignasalarnir gáfu kunningja
mínum tvenns konar ráð. Sumir
sögðu, að hann mætti aðeins gefa upp
10 milljóna söluverð en „stela” 3 millj-
ónum undan skatti. Ef hann gerði það
ekki, fengi hann allt að 2 milljónir í
skatt af „gróðanum”.
Aðrir sögðu, að nú um áramótin
hefðu tekið gildi ný lög, sem gerðu það
óþarft að „stela undan” þeirri hækk-
un, sem samsvaraði hækkun bygg-
ingavísitölu milli ára, og skipti þá
aðeins máli, að hann hefði átt húsið
yfir áramót, því að skattleysið væri við
það miðað, að eignin hefði verið skráð
á hans nafn um ein eða fleiri áramót.
Þessir fasteignasalar bættu því við,
að „gróðinn” væri aðeins 30%, en það
væri mikið minna en verðbólgan, og
manninum því óhætt að gefa upp allt
söluverðið, án þess að þurfa að óttast
skattlagningu á næsta ári.
Kunningi minn var í vanda. Hann
var nánast alveg ruglaður og vissi ekki
hverjum hann ætti að trúa, en fannst
undarlegt, að mennimir gætu ekki
verið sammála.
Fasteignasalamir höfðu ekki í
höndunum neinar leiðbeiningar um
þessi mál — bara Iögin sjálf — en
engar nánari' skýringar. Ekki höfðu
heldur birst neinar auglýsingar, sem
leiðbeindu i þessum efnum, svo vitað
væri.
morgun! Allt þetta leiddi til þess, að
kunningi minn hætti við að selja i bili,
en ætlar sér að fá betri upplýsingar, ef
þær er einhvers staðar að finna.
Fjárhags-
skipulagning er
ómöguleg
Kjallarinn
Leó E. Löve
hvernig þeir fara skattalega út úr við-
skiptum eins og t.d. bilaviðskiptum og
húsakaupum.
Slíkt er hins vegar illmögulegt að
skipuleggja á tslandi, þar sem skatta-
í vetur hefur verið mikið um það
„Sumir sögðu, afl hann mætti aðeins gefa upp
10 milljóna söluverð en „stela" 3 milljónum und-
an skatti. Ef hann gerfli það ekki, fengi hann allt
að tveimur milljónum í skatt af „gróðanum"."
„Það var ekki hægt að staðfesta, afl maðurinn
fengi enga skatta, þrátt fyrir aiit. Það vantaði
einhverja reglugerð eða aflrar upplýsingar — og
svo gætu lögin sem gilda í dag verið breytt á
morgun."
. Aífsr íæfstuf í
i bákina jkulj yiUasríar 09 kvittaéar a? aiaWkera-
KVtTTÚS
Z7WW
rtm*K
m
iem‘®
•i&Mtö’fS
nmrn
* *»*'■* 'ZZ
-nm'n $
2jmiu
Zmi’U
-’&wm
28ÁSÍF7Í
-30ái; Vs
ISÍF'78
n&mw
-26 M'n
SKi
SK^f
s^-orní
S!T
O. ■ J •
1 c 0 3 0 ■
2 Cl 9 3 j -
U i t': í! > i -í la
5 \ ' ' >
5.0 0 0
^TTEKID iknvast IKWSTÆDA
1 5 '1 3 rv # * * * 1.2 2 4
1 7 0.0 0 0 * * 1 7 1i.2 2 *
1 3. D 0 0: * *\5 4 2 2 4
3.3 4 4
* * í 1 •;>. t 2 4
* * 1 0 1.1 2 A
Ji -k j J ' /<
* # * * 3. ■< 6
# * % * 3. 5 -6
Tilkynmð íponsjóðnum toforbusí, ef bókin glatost. Bústofioskipti óskast tílfeyrsní.
• SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS
Skattstofan á gati
Kunningi minn hringdi í skattstof-
una, því að þar taldi hann augljóst að
hann fengi réttar upplýsingar.
Jú, það var staðfest, að sú hækkun á
verðmæti hússins, sem mætti rekja til
eðlilegrar hækkunar byggingarkostn-
aðar væri skattfrjáls samkvæmt nýleg-
um lögum, enda ekki um „gróða” að
ræða, ef litið er til rýrnandi verðgildis
krónunnar.
Skattstofan hafði þó fyrirvara á:
Það var ekki hægt að staðfesta að
maðurinn fengi enga skatta, þrátt fyrir
allt. Það vantaði einhverja reglugerð
eða aðrar upplýsingar — og svo gætu
lögin sem gilda i dag verið breytt á
deilt, hvort heimilt sé að leggja á
skatta með því að setja lög, sem virki
langt afturfyrir sig.
Lögfræðilega er slíkt vist heimilt, og
vissulega kann það að reynast nauð-
synlegt i neyðartilfellum. En gagnvart
hinum almenna borgara er slík aftur-
virk lagasetning afleit, stefna stjórn-
valda og löggjafa ætti þvert á móti að
vera sú, að setja lög með gildistöku
fram í timann, svo að menn geti áttað
sigá hlutunum.
Sumir menn — eins og kunningi
minn — vilja nefnilega haga fjár-
málum sínum að einhverju leyti eftir
því hvernig skattalega hliðin kemur
út. Þeir vilja með öðrurn orðum vita
lögin breytast næstum jafnoft og
veðrið — og það er hreint ekki sjaldan.
Svo oft breytast reglumar, og svo
óljósar eru þær fyrir almenningi, að
óafsakanlegt er. Jafnvel starfsfólk
skattstofu virðist ekki þekkja reglurn-
ar út i æsar, eða vanta upplýsingar.
Auðvitað eiga stjórnvöld að beita
sér fyrir þvi að út verði gefnar skatta-
handbækur með dæmum úr daglega
lífinu, svo að menn geti lesið sér til um
hin ýmsu atriði og líka fundið dæmi,
sem eru hliðstæð þeirra eigin og hagað
sérsamkvæmt því.
Eins gætu framtakssamir bókaút-
gefendur — sem eru svo sprækir fyrir
jólin — gefið út handhægar skattaleið-
beiningar fyrir almenning.
Jákvæð stjórnvöld
... í Danmörku
Ég hef oft áður bent á, að almenn-
ingi sé of lítill skilningur sýndur á
íslandi, að ekki sé nú talað um alúð-
legt viðmót frá hinum ýmsu opinberu
aðilum.
Almenningur er ekki „fræðingar”
upp til hópa og þarf að fá skýringar
umfram það sem segir í flóknum
lögum og reglum. Auk þess þarf al-
menningur alltaf töluverðan tíma til
að átta sig á hlutunum. Hinn vinnandi
maður hefur ekki tök á að setja sig inn
lallahluti samstundis.
Ég ætla til gamans að greina frá af-
stöðu danskra yfirvalda til almenn-
ings, þegar „bankabókaleyndin” eða
„nafnlausar bankabækur” voru af-
numdar í Danmörku fyrir tæpum
tveimur árum, en að undanförnu
hefur mikið verið rætt um slík mál á
tslandi.
Það var i ársbyrjun 1977 að
ákvörðun var tekin um það, að allar
danskar bankabækur skyldu þannig
skráðar, að nafnnúmer eigandans
kæmi fram. Það var þannig tryggt, að
ekki yrðu notuð fölsk nöfn, því að auð-
velt er að rekja nafnnúmer. Bankarnir
voru auk þess skyldaðir til að gefa
skattyfirvöldum upplýsingar um allar
innstæður.
Auðvitað áttu Danir háar fjárhæðir
á nafnlausum bókum.
Það vissu allir, bæði löggjafi og
skattyfirvöld. Jafnframt var vitað, að
sumt það fé, sem á nafnlausum bókum
væri, þyldi ekki að koma fram í dags-
ljósið, þar sem um væri að ræða svo-
kallaða „svarta peninga” eða skatt-
svikafé. En það var lika til fé á nafn-
lausum bókum, sem ekkert var ólög-
legt við nema nafnleysið.
Yfirvöld ákváðu því, að 1. október
1977 skyldi verða gildistökudagur
nýju reglnanna um afnám nafnlausra
bankabóka. Ákvörðunin var sem sagt
tekin í ársbyrjun, en gildistakan var 1.
október.
Frestur þessi veitti mönnum svig-
rúm til að taka féð út úr hinum nafn-
lausu bókum.
En yfirvöldin gerðu meira. Þau létu
mánuðum saman birta heilsíðuauglýs-
ingar í blöðum, þar sem menn voru
minntir á að eftir 1. október yrðu allir
bankareikningar að vera skráðir á
nafn og nafnnúmer.
Þarna stóðu yfirvöld sig vel —
dönsk, vel að merkja.
Þau voru ekki að hugsa um að ná
nokkrum krónum af þeim sem banka-
bækurnar ættu. Þau voru heldur ekki
að reyna að koma eigendum bókanna
á kaldan klaka með öðrum hætti. Nei,
sjónarmiðið var að koma á nýrri reglu,
reglu, sem gilda á um ókomna framtíð.
Þegar svo er, skiptir litlu að hengja
einstaklinga, sem hafa misstigið sig
lítillega. Hin „föðurlega forsjá”
danskra yfirvalda er aðdáunarverð.
Það verður gaman að lifa þann dag,
sem íslensk stjórnvöld sýna borgurun-
um jafnmikinn velvilja og að ofan
greinir.
Leó E. Löve
lögfræðingur.