Dagblaðið - 08.02.1979, Side 15

Dagblaðið - 08.02.1979, Side 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979. 15 annarri í bænum, þá held ég að við komum vel út úr þeim samanburði hvað verðið snertir. En fólk er jú að greiða meira fyrir hrein gæði. Góð vara kostar ávallt meira. Það er ekki verið að setja einhverja uppsprengda prisa a þessa vöru af mannvonsku eða gróðafikn. Það kostar hreinlega meira að framleiöa hana, vegna þess að hún er gjaman handunnin, gerð af alúð, af þekkingu og af listrænum metnaði. Fyrir þetta þarf hönnuðurinn að fá borgað. Listgildi og notagildi Við spurðum hvort ekki bæri á ein- hverju snobbi í kringum þessa sér- hönnuðu vöru þeirra. „Sjálfsagt er eitthvað um það,” sagði Lúðvík, „að sumt fólk kaupi þessa hluti vegna þess að þeir eru kannski tiltölulega dýrir og því er sagt að þeir þyki „fínir”. En við verðum fremur vör við að fólk sé að gleðja augað og skapa sér manneskjulegt um- hverfi með þeim. Það virðist velja þá mjög vandlega og yfirvegað. Það er þetta fólk sem við viljum aðstoða. Það er að vísu ýmislegt sem okkur finnst að við hefðum átt að fram- kvæma á annan hátt. Við höfum kannski lagt of mikla áherslu á listgildi þeirrar vöru sem við höfum á boðstól- um, í auglýsingum okkar. Þetta hefur fælt frá fólk sem heldur að hér fáist bara listaverk, — en þetta eru allt brúkshlutir fyrst og fremst. Það er ætlast til þess að á þeim sé setið — þeir séu í stöðugri notkun. Við erum að visu með stöku hlut sem er nálægt þvi að vera skúlptúr, t.d. stóla eftir Rietveld og Mackintosh, — en þeir heyra til undantekninga. Við erum þjónusta og í framtíðinni munum við hugsanlega reyna að koma til móts við almenning enn frekar með því að bjóða upp á einhvers konar leiðbein- ingaþjónustu. Við búum ekki í sér- hönnuðum fílabeinsturni.” AÐALSTEINN INGÓLFSSON t' Sérhönnun fyrir almenning SóB eftir Piero de Martini. „Martini er einn af efnilegustu hönnuðum ttala af yngri kynsióðinni. Þessi mubla er stfihrein, látlaus og siðan ótrúlega hagkvæm. Það má breyta henni á alla mögulega vegu.” Heimsókn í Casa þessar vörur voru dýrari en það átti að venjast. En það er líka greinilegt að það þarf talsverða sjónmennt og þroska til að kunna að meta margt af því sem við erum með og þá mennt skortir íslendinga tilfinnanlega. Vöntun ó sjónmennt Þetta á ekki aðeins við um þetta at- riði, heldur um afstöðu þeirra til myndlista almennt. Það má kannski fyrst og fremst kenna skólakerfinu um þessa ávöntun. Þó er ég hissa á mörgu fólki sem ætti að hafa þessa sjón- mennt, t.d. arkitektum. Mér finnst þeir ekki gefa nægan gaum að því sem við erum að gera og ég hef orðið var við að þeir kannast kannski ekki við mann eins og Rietveld, sem þó er tíma- mótamaður bæði í byggingalist og húsgagnahönnun. Arkitektar virðast stundum ekki leita út fyrir það áhrifa- svæði sem þeir þekkja. Ef þeir eru menntaðir í Danmörku, þá virðast þeir •sumir lokaðir fyrir möguleikum 'italskra húsgagna, svo dæmi sé tekið. Arkitektar gætu einnig gert meira að því að auglýsa þjónustu sína og leið- beina fólki um það hvernig hús gæti litið út að innan. Svo eru reist vönduð, steypt hús og fyllt af alls kyns gervi- antík og fleiru í þá veru. Gervi-antík Islenskir húsgagnaframleiðendur eiga einnig hluta af sökinni. Þeir hafa forðast það I lengstu lög að gera nýja og hagkvæma hluti, þar sem nota mætti íslensk séreinkenni. t staðinn framleiða þeir þessa gervi-antik eða þunglamaleg, stöðluð stykki sem eru algjörlega úr takti við samtimann. Við eigum að visu ekki marga húsgagna- hönnuði, en samt nokkra, og þeim eru varla gefin tækifæri til að spreyta sig. Það mætti gjarnan ihuga það að fara sömu leið og Finnar í þessum málum. Þeir eiga frábæra hönnuði á öllum sviðum, en þeir leita líka út fyrir land- steinana, til dæmis til ítalskra hönn- uða. Endanlega ættu húsgagnafram- leiðendur hér að stefna á útflutning. Mér finnst afstaða þeirra stundum af- ar skrýtin. Þeir koma hingað og skoða það sem við höfum upp á að bjóða og segja: Við getum jú framleitt þetta en við yrðum að koma með það hingað til að geta selt það. Ég skil þetta ekki. Ef góðri vöru er haldið að fólki í nógu ríkum mæli, þá lærir það að meta hana. Gæöin kosta meira Það tekur sinn tíma. Þaö tók okkur langan tíma að læra að meta góða hönnun. Það sem mér sjálfum fannst mest spennandi í því „námi”, var að rekja hugmyndir hönnuða, hvernig þær þróast, breytast og sjá á hverju í hugmyndirnar eru byggðar.” Við minntumst á það að margt fólk setti fyrir sig verðið á hlutum eins og þeim sem Casa verslaði með. „Jú,” sagði Lúðvík, „við verðum varir við þetta lika. Fólk kom hingað í fyrstu sérstaklega til þess að hneyksl- ast á verðinu. Én ég held samt að ef við berum t.d. saman stærri mublur hér og I einhverri húsgagnaverslun Legubekkur eftir Le Corbusier. „Mönnum hætti lengi til að Ifta á þennan hlut sem skúlptúr, en þetta er íyrst og fremst afar þægileg mubla.” ítalskur stóll eftir Mario Bellini. „Hugmyndin að þessum stól er sáraeinföld, eins og flestar bestu hugmyndirnar eru. Grindin er úr járni, en kiæðningin úr leðri og endist mjög vel. Ef maður á annan „alklæðnað” fyrir stólana, er hægt að breyta útliti Ibúða með stuttum fyrirvara.” Það er óvenjulegt að hér um slóðir, þar sem brask og skjótur gróði er tak- mark flestra, skuli ungt fólk fara út í viðskiptalífið fyrst og fremst af hug- sjónaástæðum, en þannig varð verzl- unin Casa til snemma árs 1977. Tvenn hjón Einar Magnússon, Ingibjörg Bjarnadóttir, Lúðvík Bjamason og Sigrún Böðvarsdóttir, höfðu lengi haft áhuga á fögrum hlutum, sérstaklega því sem prýtt gat hibýli. Þessi áhugi varð til þess að þau fóru I æ rikara mæli að skoða það sem erlendir hönn- uðir höfðu upp á að bjóða. „Þetta var algjör upplifun,” sagði Lúðvik, er DB hafði samband við hann í tilefni þess að Casa er brátt tveggja ára. „Við sáum smátt og smátt hvað það hafði mikið að scgja að hafa fagra hluti í kringum sig og sömuleiðis fórum við að skilja það að þessir frægu erlendu hönnuðir voru ekki að höfða til snobb- ara eða peningafólks. Fyllsta tillit til mannlegra þarfa Frægð þeirra byggist á því að þeir hanna allt sitt með fyllsta tilliti til þarfa mannsins líkamlegra sem and- legra, — en setja samt mark sitt á grip- ina. Þeir eru sannfærðir um að um- hverfið hafi úrslitaáhrif á þroska mannsins. Hafi hann allt i kringum sig, fagra og hagkvæma hluti, þá hlýtur það að hafa áhrif á líf hans til hins betra. Þessu trúum við statt og stöðugt.” Við spurðum hvemig reksturinn hefði gengið fram til þessa. „Alveg þokkalega,” sagði Lúðvik. „Það hefur komið í Ijós að hér er fjöldi fólks sem hefur fundið hjá sér sömu þörf og við. Hins vegar var erfitt að selja þessa vöru í byrjun, vegna þess að margt fólk skildi ekki hvers vegna Lúðvik Bjarnason i Casa.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.