Dagblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979. Dauðinn á Níl AGATHA CHRISTKS !®ca , PfTHl USTIHOV • UHIBIRKIN • LOB CHIIB BOTlDiVK - MUfittOW ' JONflNCH OUVLA HUSSfY • LS KHUli I GtOftGt KfNNftY - ÁHGfLi LANS6URY 1SIMON MocCOtfKINDllf • DAVID NIYfN MAGGKSMITH' UCKIttRDfH .nmtmu DfAIHONIHfNIII ftásnl Frábær ný ensk stórmynd, byggð á sögu eftir Agatha Christie. Sýnd við metað- sókn Víða um heim núna. Leikstjóri: John Guillermin íslenzkur texti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 3,6 og 9. Hækkað verð. Spennandi og skemmtileg ný ensk bandarísk Panavision-litmynd, með Kris Kristofferson, Ali MacGraw — Leik- stjóri: Sam Peckinpah. íslenzkur texti. __ Sýndkl. 3.05,5.4Ö, 8.30 og 10.50. 1 ■salur ökuþórinn Hörkuspennandi og fjörug ný litmynd íslenzkur texti. Bönnuðinnan 14 ára. , Sýnd kl. 3.10, 5.05,7.05,9.05 og 11.05. " salur Liðhlaupinn m D. Spennandi og afar vel gerð ensk litmynd með Glenda Jackson og Oliver Reed. Leikstjóri Michel Apdet. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 3.10, 5.05,7.05,9.05 og 11.05. A Aukin tillitssemi bætir umferðina UMFERÐARRÁÐ I GAMIA BÍÓ Ótemjan wí- jfetusov K Wull Disney PnMliH'tlitnn' Skemmtileg og spennandi ný Disney- mynd, tekin í Ástralíu. íslenzkur texti. Sýndkl. 5,7 og9. i > ii iíi ' ~ — HAFNARBÍÓ Með hreinan skjöld Endalokin I Sérlega spennandi og vel gerð ný banda- risk litmynd, byggð á sönnum atburðum úr ævi lögreglumanns. Beint framhald af myndinni „Með hreinan skjöld’’ sem sýnd var hér fyrir nokkrd. Bo Svenson Margaret Blye. Íslenzkur texti. ’ Bönnuðinnan lóára. Sýndkl. 5,7,9 og 11.15. Kvikmyndir AUSTURBÆJARBlÓ: Seven Beauties. Aöalhlut- verk: Giancarlo Gianni, Fernandi Rey, leikstjóri: Lina Wertmuller. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5,7 og 9. BÆJARBÍÓ: Sjö menn við sólarupprás. Sýnd kl. 9. Bönnuðbörnum. GAMLA Bló: Sjá auglýsingu. H AFNARBlÓ: Sjá auglýsingu. HÁSKÓLABlÓ: Grease, aðalhlutverk Olivia New- ton-John og John Travolta kl. 5 og 9. Islenzkur texti. Hækkað verð. LAUGARÁSBÍÓ: Derzu \Jta\a sýnd kl. 9,Kanonball sýnd kl. 7. Ein meðöllu sýnd kl. 5. NÝJÁ BÍÓ: Silent Movie kl. 5,7 og 9. RF.GNBOGINN: Sjá auglýsingu. .TÓNABÍÓ: Loppur, Klær og Gin (Paws, Claws and •Jaws). Sýnd kl. 5,7 og 9. STJÖRNUBlÓ: Street Fightcr. kL 5, 9 og 11. Liðhlauparnir kl. 7. HAFNARFJARÐARBÍÓ: Bleiki pardusinn leggur til atlögu. Aðalhlutverk Peter Sellers. Sýnd kl. 9. Dagblað án rikisstyrks O /CS • • ENDURSKINS- MÉRKIERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA umferðarrAð ð Útvarp D Halldór Haraldsson og Gisli Magnússon hafa leikið mikið saman á tvö píanó. Léku þeir meðal annars á listahátfðinni I sumar og voru tónleikar þeirra hinir fyrstu i Þjóðleikhúsinu I langan tima. DB-mynd Ari GÍSLIMAGNUSSON — útvarp íkvöld kl. 22.20: SÓNATÍNA OG MARS TIL HEIÐURS RAGNARI í SMÁRA „Þessi verk Jóns eru bæði gömul. Sónatinuna samdi hann árið 1945 þegar hann var, að'ég held, enn við nám i Bandaríkjunum. Marsinn er síðan sam- inn árið 1954 til heiðurs Ragnari i Smára sem þá var fimmtugur. Verkið var gefið út í sérstöku afmælis- blaði sem þá kom út,” sagði Gísli Magnússon pianóleikari um tvö verk sem hann leikur í útvarpi í kvöld. Verkin sem heita Sónatina og Alla Marcia eru bæði eftir Jón Þórarinsson. „Þessi verk eru létt og skemmtileg,” sagði Gísli. V______________________________________ Aðspurður um það hvað hann væri sjálfur að gera um þessar mundir, sagði hann: „Ég kenni nú aðallega og þá í Tónlist- arskóla Garöabæjar. Ég er þar með nemendur á öllum aldri, jafnt byrjendur sem langt komna. Ég lék í haust einleik með Sinfóníu- hljómsveitinni konsert eftir Jón Nordal og i april stendur til að ég leiki á kammertónleikum i Félagsstofnun stúdenta. Þar leikum við Sigurður Snorrason klarinettuleikari og Mark Reedman fiðluleikari saman verk eftir Bartok og að öllum likindum nýtt verk eftir Leif Þórarinsson.” Gísli hefur undanfarin ár leikið mikið með öðrum, hann var spurður hvort slíkur samleikur væri á enda. „Við höfum leikið mjög mikið saman við Halldór Haraldsson en nú er hann að gera aðra hluti. Hann er að æfa konsert sem hann leikur með sinfóníunni í marz. Hvað eftir það verður er óvíst,” sagði Gísli. -DS. NEYTENDAMÁL—útvarp í dag kl. 15.45: BEIN LÍNA í BRÉFA- FORMI „Þessi þáttur er hugsaður þannig að neytendur geti haft samband við stjórn- endur bréflega og borið upp sin vanda- mál sem neytendur og við reynum síðan að svara þeim. Þetta er því eins konar bein lína í bréfaformi,” sagði Árni Berg- ur Eiriksson stjórnarmaður í Neytenda- samtökunum. Árni hefur í dag umsjón með þætti um neytendam^l í útvarpi. Þátturinn verður hálfsmánaðarlega, klukkan 15.45 á fimmtudögum og munu Árni og Rafn Jónsson kennari, sem einnig er í stjórn Neytendasamtakanna, sjá um hann til skiptis. „Við reynum einnig að taka fyrir það sem helzt er að gerast i neytendamálum erlendis því miðað við allt starfið víða í útlöndum er bókstaflega ekkert að ger- ast hér. Nú, í fyrsta þættinum í dag fer aðal- lega fram kynning á þvi sem við ætlum að gera. En einnig verður rætt við Gísla Jónsson prófessor, sem er einnig í stjórn Neytendasamtakanna, og Svavar Gests- son viðskiptaráðherra, en undir hann heyra neytendamál. Eftir þennan fyrsta þátt vonumst við svo eftir stafla af bréfum frá hlustendum til að vinna úr i framtlðinni,” sagði Árni. -DS. n Árni Bergur Eiriksson sér um hinn nýja neytendaþátt útvarpsins til að byrja með.' Til stendur einnig, að sögn Svavars Gestssonar, að taka upp neytendaþátt I sjónvarpi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.