Dagblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 4
! DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979.
Neytendasamtökin í Borgarnesi vara við ferðaskrifstofum:
GETA FERDASKRIFSTORJR HÆKKAÐ
FERDIR FYRIRVARALAUST?
— Grundvöllur ferðarinnar brostinn við hækkunina, segir lögfræðingur Borgarnessamtakanna
„Framkoma forstöðumanns þessar-
ar ferðaskrifstofu er með þeim ein-
dæmum að stjórn Borgarfjarðardeild-
ar Neytendasamtakanna getur ekki
mælt með viðskiptum við þessa ferða-
skrifstofu, nema þá aðeins að þessi
aðili sjái að.sér og sýni meiri sann-
girni,” segir í Fréttabréfi Borgarfjarð-
ardeildar Neytendasamtakanna sem
nýlegaer komiðút.
Er hér átt við Ferðamiðstöðina h.f. í
Reykjavík. Þar sem það er næsta
óvenjulegt að sjá á prenti aö fólki sé
ráðlagt að beina viðskiptum sínum frá
tilteknum fyrirtækjum, hringdum við í
Jóhannes Gunnarsson, formann Borg-
arfjarðardeildar Neytendasamtakanna
og spurðum um forsögu málsins.
„Fjölskylda ein héðan úr Borgar-
nesi var búin að greiða ferð með
Ferðamiðstöðinni að fullu 22. ágúst.
Ferðina átti að fara 4. september. Sex
dögum fyrir brottför, eða 29. ágúst, er
fólkinu tilkynnt skyndilega að það eigi
að greiða 20% til viðbótar. Þetta
treysti fólkið sér ekki til að gera og til-
kynnti að þau yrðu að hætta við ferð-
ina,” sagði Jóhannes.
„Að mati lögfræðings Neytenda-
samtakanna var grundvöllur ferðar-
innar brostinn. Liklegt er að fólk verði
að spenna bogann til hins ýtrasta til
þess að fara i svona ferð og því urðu
þessi 20% ofan á verðið þessari fjöl-
skyldu ofviða og hún treysti sér ekki til
að fara í ferðina. Haft var samband
við Guöjón Styrkársson, forstjóra
Ferðamiðstöðvarinnar. Fóru fram
ótal símtöl og gefin voru mörg loforð.
Fólkið hafði að hluta til greitt ferðina
með víxli, eða 105 þús. kr. af þeim 542
þúsundum sem ferðin kostaði.Meðal
annars lofaði Guðjón þvi að víxillinn
færi ekki í umferð. 25. október kemur
síðan víxilrukkun frá Samvinnubank-
anum og tilkynnt um gjalddaga. Hafði
fólkið þá strax samband við Ferðamið-
stöðina. Það var beðið um að senda
Smáauglýsingar
BIAÐSINS
Þverholti11 sími 2 70 22
Opið til kl.10 í kvöld
víxiltilkynninguna til Ferðamiðstöðv-
arinnar og vixillinn yrði þar með úr
leik. Þetta var gert. En 30. október
kemur aftur bréf frá Samvinnubank-
anum þar sem segir að víxillinn liggi
þar í vanskilum, þrátt fyrir loforð
Guðjóns.
Guðjón bauð fólkinu vissulega að
eiga ferð inni, eða að endurgreiða
50% af andvirði ferðarinnar, sam-
kvæmt skilmálum Félags isl. ferða-
skrifstofa. En það vildi fólkið ekki
sætta sig við.
Á þessu stigi kom þetta mál til kasta
Neytendasamtakanna. Égátti töluvert
af símtölum við Guðjón og einnig við
ýmsa aðila sem víxillinn hafði farið til.
Hann fór úr Samvinnubankanum til
Olíufélagsins og þaðan til Arnarflugs.
Að lokum hef ég fengið staðfest að ,
Guðjón hafi greitt þennan víxil hjá
Arnarflugi. Þetta gefur góða hugmynd
um þá hringferð sem víxlar geta lent í!
Síðan skrifaði ég Guðjóni bréf í
framhaldi af einu simtali okkar. Það
bréf var dagsett 4. desember. Þá hafði
Guðjón fallizt á að endurgreiða um-
ræddu fólki 80% af andvirði ferðar-
innar. I bréfinu tók ég fram að ég
vænti svars og uppgjörs fyrir 18.
desember sl.
Síðan er nú komið hátt i tvo mánuði
og ekki hefur heyrzt eitt orð frá
Guðjóni Styrkárssyni. Þvi er það sem
við höfum gripið til þess ráðs að lýsa
kröfu i þrotabú Ferðamiðstöðvarinn-
ar. Þar sem búið er að lýsa Ferðamið-
stöðina gjaldþrota hefur málið ekki
farið til lögfræðings,” sagði Jóhannes.
„I einu af þeim símtölum sem ég
átti við Guðjón viðurkenndi hann
fyrir mér að hann væri búinn að nota
hluta þeirra peninga sem viðskiptavin-
ir Ferðamiðstöðvarinnar höfðu greitt
þarna sex dögum fyrir brottför.
Þannig er verið að leggja aukalega á
neytendur — það er einfaldlega verið
að græða á þeim,” sagði Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neytenda-
samtakanna í Borgarnesi.
Loks þykir rétt að geta þess að um-
boðsmaður Ferðamiðstöðvarinnar
sem seldi umrædda ferð kaus að láta af
störfum og veitti góða aðstoð við mál
þetta. Hins vegar sagði Jóhannes að
hann hefði frétt eftir Guðjóni að
Ferðamiðstöðin hefði þegar ráðið sér
annan umboðsmann. Því þótti Neyt-
endasamtökunum rétt að vara félags-
menn sína 'við að eiga viðskipti við
fyrirtækið.
A.Bj.
EINFALT MAL
SEM VIÐ HÖFUM
REYNT AÐ LEYSA
segja talsmenn Ferðamiðstöðvarinnar
„Frá sjónarmiði Ferðamiðstöðvarinn-
ar hf„ þá er þetta mál mjög einfalt en því
miður virðast forráðamenn þessarar við-
komandi fjölskyldu frá Borgarnesi ekki
vera á sama máli,” sagði Sveinn
Gústavsson hjá ferðaskrifstofunni
þegaar DB bar undir hann þetta mál,
sem rætt er um hér að ofan.
„Upphaf málsins var að pöntuð var
ferð og hún síðan greidd. Áður en farið
var, var gengi íslenzku krónunnar fellt
sem oftar. Varð Ferðamiðstöðin þá að
leiðrétta verð sín eins og aðrar ferða-
skrifstofur. Töldu Borgnesingarnir sig þá
ekki geta farið og vildu fá ferðina endur-
greidda. Var þá komið það nærri fyrir-
hugaðri brottför og búið að ganga frá
öllum pöntunum á flugfari og gistingu
að það var ekki unnt enda ávallt ákvæði
um að slíkt sé ekki skylt svo skömmu
fyrir brottför í skilmálum ferðaskrif-
stofa.”
Fólkinu var aftur á móti boðið að
taka tveggja vikna ferð i stað þriggja
vikna eins og það hafði ætlað sér I upp-
hafi. Vildi það ekki fallast á það. Einnig
var því boðið að selja farmiðana öðrum.
Ekki var fallizt á það. Þá var af hálfu
ferðaskrifstofunnar boðið upp á að þeir
innborguðu peningar, sem það hafði
greitt yrðu notaðir sem greiðsla á ferð
sem það færi síðar. Stendur það tilboð
áfram,” sagði Sveinn Gústavsson.
„Við teljum að með þessu öllu séum
við búnir að gera mun meira heldur en
okkur er skylt samkvæmt skilmálum Fé-
lags íslenzkra ferðaskrifstofa. Ég vil
aftur ámóti ítreka það að síðasta tilboð
Ferðamiðstöðvarinnar stendur áfram.”
sagði Sveinn Gústavsson að lokum-ÓG..
BÍLAPARTASALAN
Höfum úrval notaöra varahluía íýmsar
tegundir bifreiöa, tildæmis:
Cortina '70 Fíat 125 '73
BMW 1600 árg.'68 Toyota Crown'66
Franskur Chrysler '71
Einnighöfum vid úrvalafkerruefni,
til dSemis undir vélsleda.
Sendum um allt land.
BÍLAPARTASALAN
Höföatúni 10 — Sími 11397