Dagblaðið - 13.02.1979, Síða 9

Dagblaðið - 13.02.1979, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979. 9 Hjörleifur Guttormsson iönaöarráöherra: „SUK AUTSGERÐ GETUR VER» TVfBEKT’ — án þess að fram komi álít viðkomandi stofnunar. — Bessastaðaárvirkjun fyrst og síðan hringtenging í áföngum Hjörleifur ráðherra. Guttormsson iðnaðar- „Ég fékk ekki greinargerð tvímenninganna fyrr en í morgun,” sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra. „Mér kom það á óvart að þessir menn skyldu ekki koma til min í iðnaðarráðuneytið áður en þeir sendu þessa greinargerð frá sér. Það getur verið tvíbent að menn leggi fram álitsgerð af þessu tagi án þess að stofnunin sjálf, þ.e. Orkustofnun, komi fram með sitt álit. Það eru auðvitað allir frjálsir að koma fram með álit sitt. En við lokum ekki á neinn hér í iðnaðar- ráðuneytinu. Ég hefði þvi viljað sjá framan í þessa menn fyrr. En aðalmálið er hvort hringtengingin ein sér er fullnægjandi til að leysa orkuvandræði Norðausturlands og Austurlands ef Krafla kemst ekki i gagnið. Það er því spurning hvort ekki eigi að reisa slíka minni virkjun á Austurlandi eins og Bessastaðaár- virkjun. Það er ekkert nýtt að stefnt sé að því að Ijúka hringtengingunni innan t.d. 5— 6 ára. Það er fyrir utan virkjun á Austurlandi. Fyrri hluti Bessastaða- virkjunar er 32 megawött. Sú orka yrði fullnýtt strax og virkjunin kæmist í notkun. Hringtengingin kæmi síðan í á- föngum. Strax og vesturlinu er lokið. þ.e. tenging Vestfjarða við byggðalinuna, kæmi hringtenging frá Skriðdal og siðan yrði haldið áfram í áföngum að Sigöldu. Þessi framkvæmd hefur verið á dag- skrá og það er t.d. i stefnumörkun Alþýðubandalagsins að Ijúka hring- tengingunni árið 1983. En það er sérfróðra manna að leggja mat á það hvaða þýðingu slik minni virkjun hefði fyrir Austfirði. Áherzla verður lögð á að halda áfram undirbún- ingi virkjunar á Austfjörðum oger þaðá áætlun þessa árs. Linulögnin er aftur á móti ekki verkefni sem horfir til þessa árs.” „Rétt er að geta þess.” sagði iðnaðar- ráðherra. „að hin mikla olíuhækkun undanfarið kallar á endurmat á raforku- og hitaveitumálum hérlendis. Slíku endurmati verður hraðað hér í iðnaðar- ráðuneytinu. Olíukreppan getur kallað á hraðari aðgerðir og e.t.v. breytingu á röðun verkefna.” JH. Sveitarstjóri Hafnarhrepps þar sem olía framleiðir allt rafmagn nú: Fegnir rafmagni hvaðan svo sem það erfengið — hlynntir virkjun í héraði af öryggisástæðum „Við erum hlynntir rafmagni hvaðan sem það kemur, en sveitarstjórnin hefur ekki tekið neina sérstaka afstöðu til lagningu hringlínu, annarsvegar, eða virkjun Bessastaðaár hinsvegar, enda stuðluðu bæði verkin að bættu ástandi í raforkumálum okkar," sagði Sigurður Hjaltason, sveitarstjóri á Höfn í Horna- firði í viðtali við DB i gær. Þar er lón Smyrlabjargárvirkjunar nú tómt og öll raforkuframleiðsla staðarins ferfram með olíu. Sigurður var hlynntur báðum ofan- greindum tiliögum, sagði hring- tenginguna eina ekki nægileg tryggingu, virkjun I héraði hlyti að skapa mun meira öryggi, en svo væri bara spurning um forgangsverkefni með tilliti til stöðunnar nú og að allar meiriháttar virkjanir landsins eru á virkum eld- svæðum. •GS. Vfirlitskort af virkjunarsvæðinu. Útlits- teikningar liggja ekki enn fyrir. 1. Vatnsmiðlarnir. 2. Stiflur er mynda uppistöðulón nokkru stærra en Ytra-Gilsárvatn er. 3. Bessastaðaá stifluð og vatninu beint niður með stiflunum miðað við myndina. 4. Vinnubúðir. 5. Þar myndast nokkurt inntakslón áður en vatnið fer inn I pipuna til stöðvarhúss. 6. Stöðvarhús. 7. Litlu neðar tekur Lagarfijót við af Jökuisá og svo sem 50 til 60 km neðar eru Egilsstaðir. Hönnun hf. gerði þetta kort. DB felidi inn tölur og samdi skýringar. -GS. Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri rikisins. DB-mynd: Hörður. Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri: Ber að meta áhrif olíuhækkana á orkumálin í heild — Meðmæli Rarik með virkjuninni enn óbreytt — kostnaður orðinn 700 til 800 milljónir nú þegar „Við gáfum umsögn um málið i des. 1977 að rétt væri að ráðast í þessa virkj- un og er hún enn óbreytt, en i ljósi fyrir- sjáanlegra stórfelldra hækkana olíuverðs, ber að meta áhrif þeirra á orkumálin í heild,” sagði Kristján Jóns- son, rafmagnsveitustjóri Rafmagns- veitna ríkisins í viðtali við DB í gær er hann var spurður hvort hann teldi ráðlegra á þessari stundu að ráðast i Bessastaðaárvirkjun á Austurlandi fremur en að ljúka lagningu hringlínu um landið. Tók hann jafnframt fram að eðlilegt væri að fyrr eða síðar yrði lokið lagningu hringlínu um landið. Meðal raka með virkjuninni mætti nefna dreifingu virkjana út fyrir eldvirk svæði, minna flutningstap, meira rekstrar- öryggi og loks að fyrri áfanga virkjunarinnar upp á 32 megawatta framleiðslu myndi nýtast strax. Vissulega sagðist hann ekki loka augunum fyrir kostum linunnar svo sem lausn raforkuvanda Skaftafellssýslna og á það mætti einnig líta að orkueining úr miðlungsvirkjun eins og Bessastaðaár- virkjun væri dýrari en úr stórvirkjunum eins og t.d. Hrauneyjarfoss- og Sigöldu- virkjunum. Kostnaður við undirbúningsvinnu við virkjunina svo sem hönnun er orðinn 700 til 800 milljónir króna síðan á árinu 1975 miðað við verðgildi krónunnar nú, skv. upplýsingum Kristjáns. -G.S. Erling Garðar Jónasson rafveitustjóri: Ráðist á grundvallar- hagsmuni Austfirðinga — alkunnur leikur Orkustof nunar gegn Austfirðingum — Suðausturlínan^ kostar 10 mi Ijarða en ekki sex „Þetta er alvarleg árás á grundvallar- hagsmuni fólks i Austfirðingafjórð- ungi,” sagði Erling Garðar Jónasson rafveitustjóri á Austfjörðum. „Það taka sig til einhverjir menn og senda alþingis- mönnum skýrslu sem er byggð ótraustum grunni og falsupplýsingum. Þessir menn, annar jarðfræðingur og hinn eðlisfræðingur og hagfræðingur hafa alls ekki nægilega yfirgripsmikla þekkingu til þess að geta slegið þessum fullyrðingum fram. Þeir reikna með að kostnaður við Suðausturlínu sé 6 miljarðar króna, þ.e. að línan sé 400 km löng og kostnaður á hvern km 15 miljónir kr. Þessar tölur eru frá þvi i október 1977. Verð á hvem km er nú komið yfir 210 miljónir kr. og þar bætast við tveir miljarðar kr. Auk þess vantar inn i útreikning þeirra úr- taksgengi og spennistöðvar og má álita að kostnaður við slikt nemi um tveimur miljörðum króna. Þá er kostnaðurinn við línulögnina kominn upp i 10 miljarða króna. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga Bessastaðaárvirkjunar er hins vegar 12 miljarðar. Fyrsti áfangi virkjunarinnar gefur 32 mw en línan flytur 50 mw. Vatnsleysisteorían rökleysa Bessastaðaárvirkjun eða Hólsvirkjun eins og hún kallast nú byggir á þvi að safna miklu vatni uppi á fjalli og þannig er byggð miðlunarvirkjun. Þetta verður nokkuð einstök virkjun hérlendis en er víða notað erlendis. Á leysingatímum er Erling Garðar Jönasson rafveitu- stjóri: „Það er skipulega unnið að þvi af mörgum aðilum að hindra virkjunar- framkvæmdir á Austfjörðum og með þvi að skaða sem mest málefni Aust- firðinga.” DB-mynd RagnarTh. vatni safnað og það síðan notað á álags- tímum. Sú vatnsleysissteoría sem hefur verið í gangi á alls ekki við rök að styðjast. Hönnun hf. hannaði virkjunina en til öryggis voru fengnar þrjár aðrar verkfræðiskrifstofur til þess að yfirfara hvort útreikningar væru réttir, þar sem umræðan um vatnsleysið gerði það nauðsynlegt. Þessir aðilar komust að þvi að um 50% meira vatn var fyrir hendi en Hönnun hf. hafði þorað að halda fram. Þessi virkjun er grundvallaratriði fyrir okkur Austfirðinga,” sagði Erling Garðar. „Umræðgn um hana hefur staðið frá árinu 1974 og jafnframt slag urinn um hana. Þessi virkjun er nauðsynleg til þess að tryggja Aust- firðingum næga raforku.” Bæði virkjunin og línan nauðsynleg Bæði virkjunin og línan þurfa að koma en það er spurning um forgang. Það er okkar mat að virkjunin sé heppilegri kostur fyrst. Það er nauðsyn legt að hafa virkjun i fjórðungnum. Hér hefur oft ríkt hörmungarástand i raf- magnsmálum. Virkjunin veitir okkur meira öryggi en línan. Þá verður og að geta þess að verði línan byggð í fyrsta áfanga frá Skriðdal til Hornafjarðar þá getum við ekki nýtt hana. Fyrsti áfangi yrði að vera frá Sig- öldu til Hafnar. Það tekur lengri tíma en bygging virkjunarinnar. Sami leikur Orkustofnunar Enn á ný leikur Orkustofnun sinn al- kunna leik gegn okkur Austfirðingum. Tveir ungir menn hjá stofnuninni setja fram tillögur sem eru ekki réttar. For- sendur þessarar línulagnar eru byggðar á jafn miklum loftköstulum og Laxárvirkj- un III. Sama baráttan átti sér stað gegn Lagarfljótsvirkjun að virkja vatnslausa á. Það er skipulega unnið að því af aiörgum aðilum að hindra virkjunar- framkvæmdir á Austfjörðum og með því að skaða sem mest málefni Austfirðinga. 'Viðbúumst þvi til varnar.” -JH.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.