Dagblaðið - 13.02.1979, Page 15

Dagblaðið - 13.02.1979, Page 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979. 15 Dagblaðið heimsækir stærstu bfíasýningu íheimi Ferrari afhjúpaði nekt sína og sýndi hvorki meira né minna en tólf strokka mótor i vélarhósinu. Þeir fengu sumir fiðring, bilaáhugamennirnir islenzku, er þeir litu þennan mótor augum. reiða og reyndar annarra þjóða fram- leiðslu einnig, þá vekur það helzt at- hygli að dísiimótorar halda áfram að ryðja sér til rúms. Sú þróun sem Olds- mobile hóf með notkun hljóðlátra dísilmótora virðist ekki verða stöðvuð úr þessu. Meira að segja Volkswagen Golf var sýndur með dísilvél sem markaðsvara. Annað athyglisvert atriði.kom i Ijós, sem ætti að gleðja íbúa snjóþungra landa. Framhjóladrif er sifellt að verða algengara í bandariskum bílum, sér í lagi hinum smærri. Það er vitað mál að með árunum ASGEIR TÓMASSON LJÓSMYNDIR RAGNAR TH. SIGURÐSSON Flestir fólks- bfíar heimsins saman komnir undir einu þaki Fyrir þann sem hyggst kaupa sér nýjan bil á næstunni er bílasýning kjörið tækifæri til að bera saman úr- valið sem á boðstólum er Þegar sýn- ingin er á fjórum hæðum í risastóru sýningarhúsi með 5—600 bíla af bók- staflega öllum stærðum og gerðum, þá er hún hreinasta gullnáma. Sýningin Greater New York Auto Show, sem haldin var dagana 27. janúar til 4. febrúar, var af þeirri gerð- inni. Þar gaf að líta svotil allar — ef ekki allar — gerðir bandarískra fólks- bíla auk fjölda tegunda frá Evrópu og Japan. Slíkt var umfang þessarar sýn- ingar að einn dagur nægði engan veg- inn til að líta augum allt það sem aug- aðkynni aðgleðja. Aðstandendur Greater New York Auto Show fullyrða að sýning þeirra sé hin stærsta í heimi. Á þeim niu dögum sem hún stóð yfir var reiknað með að um það bil milljón manns heimsækti hana. Meðal þeirra sem litu inn voru 34 íslendingar, sem komnir voru í hópferð á vegum ferðaskrifstof- Pontiac Trans Am á tíu ára afmæli á þessu ári. Hann hefur tekiö dálitlum útlits- breytingum upp á síðkastið. Hvort það er til bóta eður ei greinir menn hins vegar nokkuð á um. unnar Olympo. Koma þessara eski- móa vakti að vonum mikla athygli innfæddra. Tæplega eru milljón manns á Stór- New York svæðinu í þeim hugleiðing- um að kaupa sér bíla þessa dagana. Vænn hópur hefur væntanlega lagt leið sína í Colloseum sýningarhöllina til að líta augum 1979 árgerðirnar og bera þær saman við framleiðsluna siðastliðið ár. Sé athuguð þróun bandarískra bif- 1 Flaggskipið frá SAAB er með túrbómótor og á nú orðið létt með að stinga margan ameriskan átta gata kaggann af. OLDSMOEi m Til að sýningargestir tækju enn frekar eftir bilunum fengu nokkur bandarfsk bflaumboð sýningarstúlkur til liðs við sig. Þær voru gestum slðan til augnayndis með frosið bros, milli þess sem þær kynntu bílana af áhuga og þekkingu. taka línur og lögun bifreiðanna breyt- ingum. Sönnum bílaáhugamönnum brá illilea í brún er þeir litu Dodge Challanger augum. Bíllinn, senj áður var stolt hvers töffara, leit nú orðið út eins og meðalmennskuleg Cortina. Og enn heldur Ford Mustangnum áfram að hraka i útliti. Vitað mál er að bíla- hönnuðir vilja láta framleiðslu sína eldast með aðdáendunum. Það hefur þó mistekizt í tveimur framannefnd- um dæmum. — En sem betur fór var á sýningunni fjöldi góðra gripa sem fékk sorgmæddar sálir fljótt til að gleyma sér. Auk glænýrra bifreiða og fjölda annarra, frá ýmsum timum, var einnig kynnt bón, hreinsiefni ýmiss konar, hjólbarðar og meira að segja Brezka alfræðiorðabókin, svo að nokkuð sé nefnt. Þá höfðu bandarísku samtökin til varnar bílaþjófum sinn stað á sýn- ingunni. Of langt mál yrði að fara að gera grein fyrir öllum sýningargripum Greater New York Auto Show allt frá Fíötum og Hondum upp í Rolls Royce og Stutz. Þess í stað skulum við láta myndirnar gefa okkur nokkra hug- mynd um hvað þarna var að sjá. — -ÁT

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.