Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.02.1979, Qupperneq 22

Dagblaðið - 13.02.1979, Qupperneq 22
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979. Dauðinn á Níl AGATHA CHRISTKS mom iraaMiL© , PIIIR USHHOV' UNf BIRKIH • 1015 CHIliS BUIt DiVK' Mli lARftOW ■ lOHHHCH 01IVU HllSStY • I.S.KHUB k GtOftOt KtHHtÐY ■ AHGtLA UHS6URY 1S1M0H MocCORKIHIUIt • DiVID NIVEN MAGGIt SMITH • UCK NUDtN .iunucwsKs DUlHONTHt NILf Frábær ný ensk stórmynd, byggð á sögu eftir Agatha Christiv. Sýnd við metað- sókn víða um heim núna. Leikstjóri: John Guillcrmin íslenzkur texti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 3,6 og 9. Hækkað verð. • salur Convoy Spennandi og skemmtileg ný ensk- bandarísk Panavision-litmynd, með Kris Kristofferson, Ali MacGraw — I.cik- stjóri: Sam Peckinpah. íslenzkur texti. Sýndkl. 3.05,5.40, 8.30 og 10.50. •salur ökuþórinn ^ mr Hörkuspennandi og fjörug ný litmynd. íslenzkur texti. Bönnuð innan 14 ára. Sýndkl. 3.10, 5.05, 7.05,9.05 og 11.05. — ■ salur Liðhlaupinn D- Spennandi og afar vel gerð ensk litmynd með Glcnda Jackson og Oliver Rccd. Leikstjóri Michcl Apdet. Bönnuð bömum. Sýnd kl. 3'.10,5.05,7.05,9.05 og 11.05. I GAMLA BÍO D Ótemjan J®ml.U476 Skemmtileg og spennandi ný Disney- mynd, tekin í Ástralíu. íslenzkur texti. Sýndkl. 5,7og9. Folinn UMFERÐARRÁÐ SUB Bráðskemmtileg og djörf ný ensk lit- mynd. Ein af fimm mest sóttu kvik- myndum í Englandi sl. ár. — í myndinni er úrvals diskómúsík, flutt af m.a. SMOKIE — 10 CC — BACCARA — ROXY MUSIC - HOT CHOCO- LATE — THE REAK THING — TINACHARLESo.rn.fi. Aðalhlutverk: JOAN COLLINS — OLIVER TOBIAS Íslenzkur texti. Bönnuðinnan 16ára. Sýndkl. 5, 7,9og 11. A181IKB I J \RBÍÓ: Seven Beauties. Aöalhlut- verk: Giancarlo Gianni, Fernandi Rey, leikstjóri: Lina Wertmuller. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5,7 og 9. BÆJARBÍÓ:Sjö menn við sólarupprás kl. 9. Bönnuð börnum. GAMLA BÍÓ: Sjá auglýsingu. HAFNARBÍÓ: Sjá auglýsingu. HÁSKÓLABÍÓ: Grease, aðalhlutverk Olivia New- ton-John og John Travolta kl. 5 og 9, íslenzkur texti. Hækkað verð. HAFNARFJARÐARBÍÓ: Close Encounters kl. 5 og 9. LAUGARÁSBÍÓ: Derzu Uzala kl. 9. íslenzkur texti. Rauði sjóræninginn kl. 5 og 7. Bönnuð börnum. íslenzkur texti. NÝJA BlÓ: Silent Movie kl. 5,7 og 9. REGNBOGINN: Sjá auglýsingu. STJÖRNUBÍÓ: Muhamed Ali sá mesti kl. 5,7, 9 og 11. íslenzkur texti. TÓNABÍÓ: Lenny, aðalhlutverk Dustin Hoffmann og Valerie Perrine. Sýnd kl. 5,7.20 og 9.30. ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA umferðarrAð Lltvarp Sjónvarp MÍN SKOÐUN Ánna Bjarnason blaðamaður segirskoðun sfna áútvarpiogsjónvarpi^^ Sjónvarpið aðeins í þrjú kvöld en hafið þá ..dúndur-dagskrá” Það er jafnan með nokkurri eftir- væntingu sem ég les dagskrá sjón : varpsins fyrir næstu viku I föstudags- blaðinu. Hvað skyldi nú verða boðið upp á? Stundum veldur dagskráin von- brigðum, en oftar en ekki eru ýmsir dagskrárliðir á skjánum sem falla öllu heimilisfólkinu í geð. Það er dálítið „breiður" sjónvarpsáhorfendahópur, því aldurinn er allt frá 15 upp I 78 ár! Því miður verður að viðurkennast að við verðum oft öll fyrir von- brigðum. Við erum orðin hundleið á að horfa á dularfullar verur á hafs botni. Sjávarlífsmyndirnar eru allar hver annarri líkar. Hins vegar vakti eyðimerkurmyndin mikla athygli okkar. Sennilega yrðum við lika leið á eyðimörkinni eftir samsvarandi skammt og við höfum nú fengið af sjávarlífsmyndunum! Hinn almenni sjónvarpsáhorfandi getur sennilega bent forráðamönnum sjónvarpsdagskrárinnar á eitt og ann- að sem betur færi á öðrum stað í dag- skránni. Dettur mér þá fyrst í hug „poppdagskrárnar” sem undanfarið hafa oft verið á föstudagskvöldum. Þættir þessir eru sennilega fyrst og fremst ætlaðir unglingum, en ekki full- orðnu fólki. Ætla mætti að einmitt á föstudagskvöldum séu unglingarnir ekki heima hjá sér. Þeir eiga frí í skól- anum daginn eftir og eru þetta þvi ein- mitt kvöldin sem þeir geta farið út að skemmta sér með góðri samvizku. Önnur kvöld vikunnar hentuðu miklu betur fyrir svona poppþætti. Þá eru meiri líkur til þess að áhorfendahópur- inn sé meira við hæfi. Það væri gaman að fá upplýst hvaða sjónarmið það eru sem ráða vali bíómyndanna sem vaidar eru til sýn- inga í sjónvarpinu. Er það peninga- sjónarmið (sparnaöarsjónarmið), smekkur einhvers eins ákveðins. manns eða er farið eftir auglýsingum •og umsögn „sérfræðinga”? Þessari spurningu og öðrum ámóta hefur oft verið varpað fram á prenti en forráðamenn sjónvarpsins láta ekki svo lítið aðsvara þeim. Gera þessir menn sér ekki grein fyrir að sjónvarpið og dagskrá þess á að vera fyrir áhorfendur en ekki aðeins til þess að skapa starfsmönnun- um starfsvettvang? Sennilega ekki. Nýlega rakst ég á greinarkorn í bandarísku blaði þar sem sagt var frá könnun sem gerð var á sjónvarpsglápi í því mikla sjónvarpslandi, Bandarikj- unum. 1 Ijós kom að ótrúlega stór hópur fólks horfir á sjónvarp nærri því allan daginn. Nokkrar fjölskyldur voru fengnar til þess að búa við sjón- varpsleysi í nokkrar vikur. Svo undarlega brá við að þær fjöl- skyldurnar sem mest höfðu verið háðar sjónvarpinu komust að raun um að vel var hægt að vera án þess. Flest- um kom að visu saman um að þeir söknuðu imbakassans, en allir voru á sama máli að gaman hefði verið að kynnast fjölskyldunni á ný, menn lásu bækur, sinntu börnunum sínum, komu ýmsum hlutum i verk eða hrcin lega fóru snemma í háttinn. Þetta þekkjum við frá hinu sjón varpslausa fimmtudagskvöldi okkar. nema við höfum það fram yfir banda- rísku fjölskyldurnar, að við getum heimsótt vini og kunningja þetta kvöld. Sjónvarpsfrí er hreinasta blessun. Þó má ekki skiija orð min sem svo að ég vilji loka alveg fyrir sjónvarpið. Alls ekki. Þvert á móti kysi ég að dagskráin yrði bæði bætt og lengd. Hins vegar ættum við að koma okkur upp fleiri sjónvarpslausum kvöldum í vikunni — og því fyrr því betra. Tilvalið væri að bæta mánu- degi, þriðjudegi og miðvikudegi við hinn sjónvarpslausa fimmtudag, en hafa svo dúndur-dagskrá föstudaga, laugardaga og sunnudaga! Vel mætti hugsa sér að „varpið" byrjaði klukkan 5 á föstudögum með teiknimyndum fyrir þá yngstu (og elztu), fréttirnar geta áfram verið á sínum tíma, skemmti- og fræðsluþætt- ir yrðu á dagskránni eftir fréttir, þáttur eins og Kastljós á skilyrðislaust að vera á sínum tíma og síðan að minnsta kosti tvær bíómyndir. Laugardagsdagskrána má vel hugsa sér svipaða, nema þá ætti sjónvarp að byrja kl. 2 með fréttum, síðan skiptust teiknimyndir og iþróttir á fram að kvöldfréttum. Sunnudagurinn yrði prýðilegur með svipaðri dagskrárlengd, sem gjarna mætti þá kannski vera örlitið „þyngri" eða með meiri menningarbrag en hina tvodagana! Með þessu móti hefðu starfsmenn sjónvarpsins betri tíma til dagskrár- gerðar heldur en nú er. Árangurinn yrði algjör „drauma-dagskrá” og við gengjum á undan öðrum jarðarbúum með góðu fordæmi með þvi að efla heimilis- og fjölskyldulíf í landinu! Ég hef nú aðeins fjallað um sjón- varpið, en ekki útvarpið eins og segir í fyrirsögn þessa pistils. Því miður er min útvarpshlustun i það niiklu lágmarki aðég getckkí fjall- að um hana. Ég hlusta nú orðið á lítið meira en leikritin á fimmtudagskvöld- um, þvi miður. Áður og fyrr meir var oft margt skemmtilegt í útvarpinu. Jú, auðvitað hlustaði ég á Halldór Laxness lesa söguna sína um daginn og það var alveg óborganlegt. Mér fannst sá lestur hins vegar varla nægi- lega vel auglýstur hjá þeim sem skrifa um dagskrá útvarps og sjónvarps i dagblöðunum. Það ætti að vera fastur liður í vetrardagskrá útvarpsins að fá Halldór Laxness til þess að lesa úr verkum sín- um. Rétt eins og lestur úr Islendinga- sögunum ætti að vera fastur liður i út- varpinu. - A.Bj. HÆTTULEG ATVINNA - sjónvarp í kvöld kl. 21.40: Verður Helmer á undan Sommer? Sakamálamyndaflokkurinn norski, Hættuleg atvinna, reynist þegar á er horft bæði vel gerður og spennandi. 1 kvöld sjáum við síðasta þáttinn sem nefnist Þriðja fórnarlambið. Þegar hafa tvær ungar og fagrar stúlkur horfið og síðar fundizt myrtar. Þegar slðasti þáttur endaði var athygli áhorfandans beint mjög að einni enn ungri og fagurri og læðist að manni sá grunur um að hún verði þriðja fórnar- lambið. Helmer lögga og Sommer rannsóknarblaðamaður keppast um að finna út hver valdur geti veriö að þessum óhugnanlegu morðum. Það verður að segjast eins og er að samúðin er öll með Helmer en Sommer gerður að hálfógeðslegri manngerð. Sem betur fer eru íslenzkir rannsóknarblaðamenn ‘ ekki alveg svona slæmir. Bruun vinnuveitandi Benediktu, fyrri stúlkunnar sem hvarf, er eins og Sommer, gerður hálfógeðsleg'ur. Ekki bætir úr skák að hann hefur grætt of fjár á dreifingu klámrita. Grunur um morð Benediktu fellur i fyrstu á hann en lítill strákur getur gefið honum fjar- vistarsönnun á meðan morðið var framið. Ekki er enn Ijóst hvaða þáttur það verður sem kemur í staðinn fyrir Hættulega atvinnu á þriðjudagskvöldum. -DS.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.