Dagblaðið - 14.03.1979, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979.
9
GUÐBJA RTSMÁ UÐ
AFTUR f GANG
Rannsókn Guðbjartsmálsins svo-
nefnda er um það bil að hefjast af
fullum krafti hjá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins, að sögn Erlu Jónsdótt-
ur deildarstjóra við RLR.
Rannsóknin mun beinast að til-
teknum atriðum, einkum samskipt-
um Guðbjarts heitins Pálssonar við;
þrjá „aðila” — öm Clausen hæsta-
réttarlögmann, Samvinnubankann
c/o Kristleifur Jónsson bankastjóri
og útibú Útvegsbankans í Kópavogi
Mörg fleiri atriði og tengsl verða
rannsökuð.
Þetta kemur fram í kröfugerð
ríkissaksóknara til sakadóms Reykja-
víkur um að málið yrði tekið til rann-
sóknar fyrir dómi í framhaldi af
þeirri rannsókn sem hófst með hand-
töku Guðbjarts Pálssonar o.fl. í
Vogum 6. desember 1976 og lauk
með láti hans um ári siðar.
Sakadómur synjaði um kröfuna og
var úrskurður Halldórs Þorbjörns-
sonar yfirsakadómara kærður til
Hæstaréttar. Hæstiréttur staðfesti
úrskurðinn með dómi 26. október í
haust. Þar var lögð fram upphafleg
rannsóknarkrafa rikissaksóknara og
úrskurður yfirsakadómara sem eru
opinber plögg og birt hér í heild. -ÓV.i
Úrskurður
sakadóms Reykjavikur
26. september 1978.
Ár 1978, þriðjudaginn 26. sept-
ember, er úrskurður þessi kveðinn
upp á dómþingi sakadóms Reykja-
víkur, sem háð er í Borgartúni 7 af
Halldóri Þorbjörnssyni yftrsakadóm-
ara.
Hinn 24. júlí sl. sendi ríkissaksókn-
ari dóminum endurrit af dómsrann-
sókn, sem fram hafði farið í saka-
dómi Reykjavíkur í lok árs 1976 og
janúar-mars 1977 á hendur Guðbjarti
Þórði Pálssyni, Bragagötu 38 A, en
Guðbjartur hafði látist 21. mars
1977. í bréfi ríkissaksóknara er gerð
krafa um, að dómsrannsókn fari
fram. Þykir verða að taka hér upp
orðrétt kröfugerð rikissaksóknara:
Saksóknari
krefst rannsóknar
„Embættið hefur nú lokið athug-
un sinni á fyrirliggjandi rannsóknar-
gögnum máls þessa og komist að
þeirri niðurstöðu, aö þrátt fyrir and-
iát hins kærða sé ástæða til aö halda
áfram rannsókn á vissum þáttum
málsins, einkum að því er varðar ætl-
aða hlutdeild annarra manna í ætluð-
um fjársvika- og fjárdráttarbrotum
kærða og e.t.v. þá sjálfstæðum refsi-
lagabrotum þessara sömu manna, og
verður nú gerð nánari grein fyrir
þeim þáttum málsins, sem óskaö er
jeftir, að framhaldsrannsóknin beinist
áð, svo og þeim mönnum, sem hugs-
anlega gætu tengst ætlaðri brota-
starfsemi kærða, Guöbjarts Þórðar,
|með refsiverðum hætti:
Guðbjartur leggur
inn á reikning
Arnar Clausen
i.
Rannsökuð verði nánar fjármála-
ileg samskipti Amar Clausen, hæsta-
réttarlögmanns hér í borg, og Guö-
bjarts Pálssonar, einkum á árinu
1973. Fyrir liggja í málinu gögn, sbr.
dskj. 21 og 34, um það, að Guðbjart-
ur Pálsson hafi á tímabilinu 17. apríl
— 2. ágúst 1973 lagt inn á hlaupa-
reikning Arnar Clausen nr. 164 við
Útvegsbanka tslands, Kópavogi,
samtals kr. 9.840.810.-, sem óupplýst
er, hvaöan var runnið. Guðbjartur
Pálsson hefur haldið þvi fram, að
örn Clausen hæstaréttariögmaður.
örn hafi átt þetta fé, en öm aftur
hinu gagnstæða, og hefur hann jafn-
framt fullyrt, að Útvegsbankinn i
Kópavogi hafi á þessum tima keypt
af Guðbjarti tðluvert magn af verð-
bréfum og hafi andvirði bréfanna
verið lagt inn á hlr. 164 samkvæmt
samkomulagi þeirra Guðbjarts. örn
hefur ennfremur haldið því fram, að
hann hafi greitt Guðbjarti út af
reikningunum allt þetta fé, sem er þó
ósennilegt, þar sem aðeins finnast 17
tékkar, samtals að fjárhæð kr.
2.949.000.-, sem tékkaöir hafa verið
út af reikningnum til Guðbjarts.
Þar sem hér er um að ræða veru-
Úr hæstaréttardómi:
TiHtekin viðskipti
Guðbjarts við lögmann
og tvo bankastjóra
— sem ríkissaksóknari vill láta rannsaka
legar fjárhæðir, sem engin viðhlít-
andi grein hefur verið gerð fyrir af
hálfu Arnar Clausen, þykir bera
nauðsyn til að halda áfram rannsókn
á þessum þætti málsins með eftir-
greindum hætti:
.. að örn
Clausen hafi aflað
sér fjárins með
sölu á innistæðu-
lausum tékkum...
og notið aðstoðar
Guðbjarts...
1. Aflaö verði upplýsinga frá Út-
vegsbanka islands i Kópavogi um
þaö, hvort bankinn hafi á fyrr-
Kristleifur Jónsson, bankastjóri
Samvinnubankans. Ljósm. Tíminn.
greindu tímabili keypt af Guðbjarti
Pálssyni veröbréf í einhverjum mæli,
og hafi svo verið, verði aflað hjá
bankanum ljósrita af þeim verðbréf-
um og af reikningum bankans vegna
kaupanna.
2. Teknar verði skýrslur af skuld-
urum (seljendum) verðbréfanna og
þeir inntir eftir þeim viðskiptum, er1
kunna að hafa legiö til grundvallar
afhendingar eða sölu á verðbréfum
til Guöbjarts eða e.t.v. Arnar.
3. Leiði rannsóknin í ljós, að öm
Clausen hafi í einhverjum mæli keypt
verðbréf með afföllum, skal kannað,
hvort og þá hvernig þau hafi verið
færð i bókhaldi eða á skattaframtali
Arnar.
4. Komi það hinsvegar 1 ljós, að
fjárinnlagnir Guðbjarts Pálssonar á
hlr. 164 verði ekki skýrðar með verð-
bréfakaupum af hálfu bankans, skal
rannsóknin beinast að þeim mögu-
leika, að öm Clausen hafi aflað sér
fjárins með sölu á innistæðulausum
tékkum, dagsettum fram i tímann, og
notið til þess aðstoðar Guðbjarts
Pálssonar, Hafi svo verið, verði
kannað, hvernig örn hafi þá tryggt
innstæöu fyrir tékkunum á skráðum
útgáfudegi þeirra. í þessum sam-
böndum er rétt að benda á, að víða
kemur það fram í rannsókninni, að
Guðbjartur hefur komið tékkum frá
Emi 1 „geymslu” hjá mönnum.
Kannað verði, hvort þetta þýði það,
jað þessir menn kaupi tékkana með
afföllum eða með öðmm hætti.
5. Nauðsyn kann að verða á því
að afia gagna úr bókhaldi Arnar
Clausen til upplýsinga og glöggvunar
um framangreind atriði, og skal þá
skorað á örn að leggja þau fram, en
ella að afla þeirra eftír réttarfarsleið-
um.
Felur fyrirgreiðsla
Samvinnubankans í
sér hlutdeild banka-
stjóra og banka-
ii.
Sá þáttur annar i máli þessu, sem
óskað er frekari rannsóknar á, er við-
skipti Guðbjarts Pálssonar við
Samvinnubankann i Reykjavík á ár-
unum 1969—1974. Skal rannsóknin
miöast að því að upplýsa, hvort fyrir-
greiðsla sú, sem Guðbjartur Pálsson
naut hjá bankanum á fyrrgreindum
ámm, einkum í formi verðbréfa-
kaupa af Guðbjarti, sem aflaði sér
veröbréfanna með affallakaupum, en
jbankinn keypti svo á nafnverði, og
|með yfirdráttarheimildum á hlaupa-
reikningi Guðbjarts við bankann nr.
3131, feli í sér hlutdeild af hálfu for-
ráðamanna bankans, þ.e. banka-
stjóra og bankastjóma á fyrrgreindu
timabili, í ætluðum auðgunarbrotum
og skattalagabrotum Guðbjarts Páls-
sonar eða sjálfstæðum refsilaga-
þrotum þessara sömu manna, sbr.
263. gr. almennra hegningarlaga,
með stórfelldum verðbréfakaupum
af manni, sem samkvæmt opinberum
gögnum hafði alllengi verið bæði
eignalaus og tekjulítUl. Rannsókn-
inni skal háttað með eftirgreindri
upplýsingaöflun:
Hver útfyllti
tékkana?
1. Aflað verði til framlagningar í
málinu ljósrita af skattaframtölum
;Og álagningarseðlum Guðbjarts fyrir
skattárin 1970—1975.
, 2. Teknar verði skýrslur af skuld-
urum (seljendum) verðbréfa þeirra,
sem Samvinnubankinn keypti af
Guðbjarti, sbr. dskj. 66, um það,
með hvaða hætti Guðbjartur komst
lyfir verðbréfin og á hvaða kjörum.
3. Tekin verði frekari skýrsla af
Kristleifi Jónssyni, bankastjóra Sam-
vinnubankans, og hann sérstaklega
inntur eftir tilkomu 11 tékka, sbr.
dskj. 30, sem allir eru útgefnir af
Erni Clausen á hlr. 164 við Útvegs-
bankann í Kópavogi á tímabilinu
apríl-júh' 1973, samtals að fjárhæð
kr. 1.894.000.-, en tékkar þessir eru
allir tekjufærðir á hlr. 3131, án fram-
sals, en áritaöir af einhverjum, að lík-
indum starfsmanni bankans, um að
þeir skuli leggjast inn á greindan
hlaupareikning. Ennfremur er aug-
ljóst, að meginmál tékkanna er ritað
af öðrum en útgefanda þeirra, og
skal Kristleifur inntur eftir því, hvort
hann búi yfir upplýsingum um það og
ástæðum þess, að svo var gert, enda
verði þær upplýsingar bornar undir
útgefanda tékkanna, örn Clausen,
og hann þá jafnframt inntur eftír því,
hvaða viðskipti hafi legið að baki af-
hendingar tékkanna.
„... að bankinn
fengi verðbréfin að
einhverju eða öllu
leyti til skulda-
jöfnunar á nafn-
verði við skuldir
Guðbjarts í
bankanum"
Rétt þykir, að Kristleifur Jónsson
verði sérstaklega yfirheyrður um
vitneskju hans sem bankastjóra um
efnahag og tekjumöguleika Guð-
bjarts Pálssonar á fyrrgreindu tíma-
bití sem viðskiptamanns bankans og
þá jafnframt hver hafi verið viðhorf
hans sem bankastjóra um getu Guð-
bjarts til svo umfangsmikilla verð-
bréfakaupa sem raunin varð á. Loks
verði Kristleifur beinlinis inntur eftír
því, hvort hinar stöðugu yfirdráttar-
heimildir bankans til Guðbjarts á hlr.
3131 á fyrrgreindu timaþili hafi verið
veittar af hálfu bankans í því skyni að
gera Guðbjarti kleift aö stunda af-
fallakaup á verðbréfum með þeim
skilyrðum, að bankinn fengi verð-
bréfin að einhverju eða öllu leyti til
skuldajöfnunar á nafnverði við
skuldir Guðbjarts i bankanum. Hafi
svo ekki verið, skal gengið eftir hjá
Kristleifi, hvaða sjónarmið hafi þá
ráðið þessum áframhaldandi yfir-
dráttarheimildum.
Hvað vissi
Samvinnubankinn
um tekjumöguleika
Guðbjarts?
4. Tekin skal skýrsla af formanni
(mönnum) bankaráðs Samvinnu-
bankans á fyrrgreindu timabili og
borinn undir hann framburður Krist-
leifs Jónssonar, bankastjóra, á bls.
46 i endurriti dómsrannsóknarinnar
um það, að viðskipti bankans við
Guðbjart Pálsson, hvort sem þar var
um að ræða veröbréfakaup af Guð-
bjarti eða hina sérstæðu framkvæmd
á yfirdráttarheimild á hlr. 3131, hafií.
einu og öllu verið framkvæmd að
vilja bankastjómarinnar í þessum
efnum. Borin skal undir bankaráös-
formanninn í þessum samböndum
dskj. 66, þ.e. kaupnótur bankans á
verðbréfum, og dskj. 67, þ.e. yfirlit
yfir tékkaútgáfu Guðbjarts á hlr.
3131, eftir að tékkhefti höfðu verið
tekin af honum að ákvörðun banka-
stjórnarinnar, en honum þess í stað
fengin í hendur tékkaeyöublöð, eitt
eða fleiri í einu, samtals 55 blöð á
tímabilinu, jafnframt því sem honum
var heimiluð, eftir því sem næst
verður komist, tékkaútgáfa á reikn-
inginn, sem nam samtals á tímabil-
inu kr. 10.131.879.-. Bankaráðsfor-
maðurinn skal, ef rétt reynist, að við-
skiptin við Guðbjart hafi verið með
vitund og vilja bankaráðs, inntur
eftir, með sama hætti og Kristleifur
Jónsson, viðhorfum bankaráðs til
efnahags og tekjuöflunarmöguleika
Guðbjarts á sínum tíma og hvaða
sjónarmið hafi ráðið framanlýstum
viðskiptaháttum við Guðbjart.
5. Komi inn I rannsóknarmyndina
einhverjir þeir aðrir, sem um þessa
þætti gætu borið, óskast teknar
skýrslur af þeim að því marki sem til-
efni kann að gefast til.
Áhersla er lögð á það, að allar
framangreindar yfirheyrslur fari
fram í dómi, en umbeðin gagnaöflun
og aðrar rannsóknaraðgerðir fari
samkvæmt 4. mgr. 12. gr. laga nr.
107/1976 um breyting á 74. gr. laga
nr. 74/1974 um meðferð opinberra
mála fram með aðstoð rannsóknar-
lögreglu rikisins eftir því sem rann-
isóknardómarinn telur nauðsyn bera
til.”
Kröfu þessari synjaði dómurinn
með bréfi tíl rikissaksóknara, dags.
I. ágúst.
Með bréfi, sem dagsett er 6. þ.m.,
en sent var sakadóminum 20. þ.m.,
krafðist ríkissaksóknari þess, að
formlegur úrskurður yrði felldur um
synjunina. Með bréfi þessu bárust
gögn þau, sem fylgt höfðu bréfinu
24. júlí, en eigi hafði í neinu verið
bætt úr vanköntum þeim á málatil-
búnaði, sem lýst hafði verið í bréfi
sakadóms 1. ágúst.
Sakadómur hafnar
kröfu um rannsókn
Krafa ríkissaksóknara um dóms-
rannsókn fullnægir ekki skilyrðum
74. gr. laga 74/1974,'sbr. 12. gr. laga
107/1976, svo sem nú skal skýrt nán-
ar:
1. Sakborningur er ekki til-
greindur svo ótvírætt sé, svo sem
boðiðerí 1. tl. 2. mgr. 74. gr.
2. Sakarefni er ekki tilgreint nægi-
lega skýrt, sbr. 2. tl. 2. mgr. 74. gr.
3. Samkvæmt upphafsákvæði 74.
gr. er ekki gert ráð fyrir, að dóms-
rannsóknar sé beiðst fyrr en frum-
rannsókn hefur farið fram. Um
sakarefni þau, sem helst verfur að
ætla, að rannsókn eigi að beinast að,
hefur ekki farið fram slik undirbún-
ingsrannsókn. Kemur það Ijóst fram í
einstökum liðum kröfugerðarinnar,
en þar er m.a. krafist öflunar ýmiss
konar skjala og könnunar á bókhaldi
og skattframtölum (I.I., 3. og 5.,
II. 1.). Slík gagnaöflun til undirbún-
ings dómsmeðferðar heyrir til frum-
rannsókn (sbr. 32. gr. laga um með-
'ferð opinberra mála, 3. mgr. i.f.) og
á að vera lokið áður en dómsrann-
sóknar er krafist.
4. Gögn, sem fylgdu beiðni ríkis-
saksóknara, þ.e. endurrit af dóms-
rannsókn ásamt 73. fskj. 4 skjala-
möppum með ýmiss konar gögnum,
kassi með tölvuútskriftum, enn
ifremur bréf rikissaksóknara 17. febr.
J977 ásamt 1 fskj., eru öll i einriti.
iSamkvæmt 3. mgr. 74. gr. skulu
gögn fylgja beiðni um dómsrannsókn
i nægilega mörgum eintökum, og
yerður hið fæsta komist af með eitt
éintak handa dóminum og afrit
handa hverjum sakborninga eða lög-
mönnum þeirra.
Krafa ríkissaksóknara verður sam-
kvæmt þvi, sem nú hefur verið rakið,
eigi tekin til greina.
Úrskurðarorð:
Framangreind krafa rikissaksókn-
ara um dómsrannsókn verður ekki
tekintilgreina.