Dagblaðið - 24.03.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 24.03.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. MARZ 1979. 5 Fiskiðjuverin í Vestmannaeyjum hafa ekki lengur undan: SKIPIN VERDA AÐ FLÝJA LAND TIL LÖNDUNAR Svo mikill landburður er nú af fiski í Vestmannaeyjum að ekki hefst lengur undan að vinna aflann í fiskiðjuverun- um þar þrátt fyrir geysilangan vinnu- tíma nú undanfarið. Er svo komið að flýja verður með talsvert af aflanum á erlenda markaði óunninn, sjómönnum þvert um geð því þeir telja bagalegt að missa daga úr aflahrotunni á meðan á siglingu stendur. í fyrradag var verið að ísa 150 til 160 tonn ofan í loðnubátinn Hugin sem er nu að sigla með aflann til Englands. >á kom skuttogarinn Vestmannaey til Eyja í fyrradag með mikinn afla til þess að taka þar meiri ís um borð vegna fyrirhugaðrar siglingar þar sem hann losnar ekki við aflann heima. Mun tog- arinn væntanlega fara til Þýzkalands. f gærmorgun var svo byrjað að ísa 15 tonn ofan í alhliða veiðiskipið Breka •sem ætlar að sigla með þann afla til Bretlands. Einnig er reiknað með að Vestmannaey kom til hafnar 1 fyrradag með 15 tonn af þorski 1 trollinu aftur á dekki til að ná 1 fs og meiri kassa fyrir siglinguna. DB-mynd Ragnar Sigurjónsson. skuttogarinn Sindri, sem nú er í veiði- verið ýsa, sem er mun seinunnari en ferð, verði að halda utan með aflann. þorskur, og mun það vera aðalástæðan Mikill hluti aflans undanfarið hefur fyrir þessu óvenjulega ástandi. .gc Eskifjörður: Eskifjarðarbátarnir þrír hafa fengið loðnu sem hér segir: Sæberg 5750 tonn, Seley 7400 tonn og Jón Kjartansson 12300 tonn. Aðalsteinn Valdimarsson skipstjóri á Sæbergi sagði að hann hefði aldrei séð meiri loðnu en á þessari vertíð. Sæberg fer nú á þorskanet eftir nokkra daga. Ingvi Rafn, skipstjóri á Seley, sagði að sér þætti það einkenni- legt ráð hjá sjávarútvegsráðuneydnu að beina 30—40 loðnuskipum á þorsk- veiðar ef ekki megi veiða meira en 250 þúsund tonn. Sagðist hann reikna með góðu sumarfríi ef ekki mætti veiða meira en þetta. Loðnuskipið Jón Kjart- ansson fékk 12.300 tonn þrátt fyrir mikil óhöpp í byrjun en hann fékk allt- af fullfermi þegar allt var í lagi. Skrifstofumenn áðurnefndra báta eru ekki búnir að gera upp loðnuvertíð- ina og vita því ekki hver hásetahlutur- inn er og er það vegna þess að áður- greind skip hafa lagt upp víðs vegar um landið. Hólmanes kom í fyrradag með 120 tonn eftir vikuúþvist og vegna mikilla anna í frystihúsinu á Eskifirði varð að vísa því til Reyðarfjarðar og Djúpavogs með aflann. Að sögn Hauks verkstjóra í frystihúsinu hefur verið stanzlaus vinna þar sl. tvo mánuði og oft unnið á vöktum sólarhring eftir sólarhring. -GAJ-/Regína, Eskif. Góðgstínu pakkað I plast Tilhlökkunarbros eru þegar farin að leika á vörum þegar -hugsað er tíl að bragða á þessu sem kostaði svo mikið erfiði að framleiða. DB-myndir Ragnar. Varptími páskahænunnar er hafinn: 350 þúsund egg í ár Aldrei meiri loðna en f ár Starfskraftur hjá Nóa stelst þarna í örlftínn súkkulaðimola. Auðvitað þurfti Ragnar að festa athæfið á filmu. Nýbreytni íafgreiðslu farþega á innanlands- leiðum: Biðraðirn- arstyttar Flugleiðir eru nú að hefja tilraun með að losa farþega, er fara samdægurs til og frá stað innanlands, við ef til vill óþarfa bið við af- greiðsluborð þess staðar sem flogið er til og frá. Sé farþegi t.d. að skreppa frá Reykjavík til Akureyrar í dagsferð þarf hann aðeins að bíða efdr brottfarar- spjaldi við upphaf ferðar í Reykjavík, því þar fær hann samtímis spjöld fyrir báðar brottfarirnar. Þannig geta menn á slíkum ferðalögum, séu þeir ekki með farangur sem vigta þarf inn, mætt aðeins fimm mínútum fyrir brottför á síðari staðnum. Jafnframt ætti það að stytta biðtíma þeirra sem þaðan eru að hefja ferðalagið. Fyrst um sinn verður þessi nýbreytni reynd á leiðinni Reykjavík-Akureyri. -GS. Nú eru aðeins þrjár vikur í páskana og vélarsælgætísframleiðendafarnarað verpa volgum súkkulaðieggjum. Þó að fræðingar í þjóðlegum fræðum telji páskaeggin ekki íslenzkan sið, heldur aðfluttan og jafnvel leiðan, eykst samt framleiðslan ár frá ári. Núna verða um 350 þúsund páskaegg á markaðinum og kosta þau frá 72 krónum upp í 4300. Eggin hafa hækkað í verði um ein 30— 40% síðan í fyrra og verður vist að taka því í verðbólgunni. Víkingur er stærstí framleiðandinn í ár. Þar verða páskaeggin í kringum 230 þúsund og þá eru talin með örsmá egg sem flestir kaupa sem fyrirframglaðn- ing. Verðið á eggjunum er á milli 72 og 2500 króna. Einnig framleiðir Víkingur kaninur úr súkkulaði fyrir páskana, um 20 þúsund stykki. Kanínurnar eru af tveim stærðum og kosta 240 og 480 krónur. Nói er næststærstur. Þar eru fram- leidd um 100 þúsund egg sem kosta á milli 300 og 4300 krónur. Þá kemur Freyja með um 20 þúsund egg sem kosta á milli 650 og 2400 krónur og minnst er framleitt hjá Krystal, nokkur þúsund egg. Ragnar ljósmyndari brá sér i vik- unni til tveggja þeirra stærstu og festi góðgætíð á filmu. DS. Hitaveitustjóri Hitaveita Þorlákshafnar óskar eftir að ráða hitaveitustjóra. Starfsvið: verklegt eftirlit og umsjón með daglegum rekstri. Umsóknum á- samt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað til undirritaðs fyrir 31. marz nk. Sveitarstjóri ölfushrepps' Selvogsbraut 2, Þorlákshöf n. Prestsvígsla íDómkirkjunni á morgun: „SÁLGÆZLAN ER MIKILVÆGASTI HLUTI PRESTSTARFSINS” — segir Magnús B. Björnsson verðandi sóknarprestur á Seyðisfirði „Þetta er það starf sem ég hef verið að búa mig undir og vitanlega hlakka ég tíl þess. Nei, ég kvíði ekki fámenn- inu úti á landi. Ég hef unnið úti á landi og er fullur bjartsýni. Auðvitað verða þetta mikil viðbrigði en ég kvíði þvi ekki,” sagði Magnús Björn Björnsson, 26 ára gamall Reykvíkingur er á morgun verður vígður tíl prestsþjón- ustu í Seyðisfjarðarprestakalli. Magnús lauk guðfræðiprófi frá Há- skóla íslands í júní 1978 en hefur und- anfarið verið við framhaldsnám í Nor- egi í kennimannlegri guðfræði með sér- stakri áherzlu á sálgæzlu. Magnús sagði að sálgæzlan væri ef tíl vill sá hluti námsins sem væri veikastur hér i Háskólanum en það væri að sínu áliti mikilvægasti þáttur preststarfsins. Magnús hefur á námsárum sínum verið virkur í æskulýðsstarfi kirkjunnar og meðál annars verið stjórnandi sumar- búða þjóðkirkjunnar að Vestmanns- vatni í Aðaldal. Seyðisfjarðarprestakall er aðeins ein sókn eftír að byggð lagðist niður í Loð- mundarfirði. Prestslaust hefur verið á Seyðisfirði undanfarin ár og hafa ná- grannaprestar annazt þjónustu eftír því sem við varð komið vegna samgöngu- erfiðleika. Það er biskupinn yfir fslandi, herra Magnús B. Björnsson. Sigurbjörn Einarsson, sem vigir Magnús og meðal vígsluvotta er séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Er það i fyrsta sinn sem kona er vígsluvottur við prestsvígslu hérlendis. Prestsvígslan hefst í Dómkirkjunni kl. 11 í fyrra- málið. -GAJ- Lóðaúthlutun Reykjavíkurborg mun á næstunni uthluta lóð- um í Syðri-Mjóumýri. 75—90 íbúðir. Skipulagsskilmálar eru rúmir, enda reiknað með því að úthlutunaraðilar taki þátt í mótun skipulagsins. Þó er gert ráð fyrir að um „þétt- lága” byggð verði að ræða með tiltölulega háu hlutfalli sérbýlisíbúða (lítil einbýlishús, raðhús, gerðishús). Reiknað er með úthlutun til fárra aðila, sem stofna verða framkvæmdafélag er annast á eigin kostnað gerð gatna, holræsa og vatns- lagna inni á svæðinu, skv. nánari skilmálum, er settir verða. Gatnagerðargjald miðast við raðhúsataxta 1850 kr/m3 og verður notað sem meðalgjald fyrir allt svæðið. Borgarstjórinn í Reykjavík.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.