Dagblaðið - 24.03.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 24.03.1979, Blaðsíða 15
Guðmundur Steinsson, sá sem hefur skrifaö leikritið Stundarfrið, sem frumsýnt verður í Þjóðleikhús- inu á sunnudag, færist undan að segja á sér nokkur deiii. ,,Ef þú segir að ég sé uppalinn i fiskiplássi á kreppuárunum, þá segja allir: nú, hann er svona, já, og þess vegna skrifar hann svona. En ef þú segir, að ég sé af gjaldþrota kaup- mannaættum, en hafi unnið margvís- leg störf til að kynnast lífinu, þá segir fólk, nú, það er svona sem hann er. Það verður til einhver mynd af mér, sem festist i hausnum á þeim, sem lesa blaðið. Þeir halda líka, að Jón í næsta húsi sé svona og Gunna konan hans svona — en þetta er allt tóm ímyndun. Bæði ég og Jón og Gunna erum allt öðruvísi — miklu flóknari og marg- brotnari — fyrir utan það, að við erum alltaf að breytast.” Hann skoðar lífið Án þess við séum að reyna að negla mynd af Guðmundi Steinssyni fasta í höfuð nokkurs manns, þá getum við ekki stillt okkur um að segja, að hann er fremur óskáldlegur að því leyti, að hann fer hvorki á sálarendumærandi fylliri né heldur svífur hann um í draumórum. En hann hugsar mikið um lífið og það sem fyrir augun ber, og um gang- verkið í tilverunni. í leikritinu, sem frumsýnt verður á sunnudag, lyftir hann venjulegri nú- 'ímafjölskyldu upp á sviðið og gefur áhorfendunum kost á að skoöa hana i krók og kring. Þarna eru næg efni og allt til alls af vélum og þægindum, en er fólkið hamingjusamt? Lifir það í samræmi við sitt eigið innra eðli? Eða er lífsgæðakapphlaupið svo mikið, að ekki gefst stundarfriður til að vera manneskjur? Hvaöan kemur hamingjan? ,,Mér finnst uppbygging þessa þjóðfélags vera slík,” segir Guð- mundur, ,,að fólk verður eins og vél- menni. Allt er staðlað og sett í kerfi. Og svo er þvi talið trú um, að það geti keypt sér hamingjuna með alls konar dóti. En kemur hamingjan utan frá? Ég sá auglýsingu um daginn. Yfir- skriftin var: Fullkomin fjölskylda. Svo voru myndir af öllum hugsan- legum vélum. En engin lifandi mann- eskja. Nú, ég ætla ekki að fara að mór- alísera. En er ekki rétt að staldra við og gá, hvað manneskjan í raun og veru þarf til að vera hamingjusöm? Tvo bíla? Eða skó eftir nýjustu tísku? Já, hver verður hamingjusamur, þegar öll börn vilja fá briljantín í hár- ið? Framleiðandi briljantinsins, býst ég við. Ég hef svo sem enga kenningu fram að færa. En hamingjan — er það ekki gefandi tilfinning ástar — til alls umhverfisins? Já, til alls um- hverfisins, því það að elska eina konu og börn, af því maður á þau, er það ást? Og segja síðan: Ég hata þig, ef þú elskar mig ekki lengur.” Ég trúiá manneskjuna sjálfa „Allir þykjast vera að vernda manneskjuna. En í þessu lífsgæða- kapphlaupi er það einmitt hún sem verður undir — hún visnar innan í sér. Og hvað er í kollinum á henni? Alls Auglýsing frá Menntamálaráði íslands um styrkveitingar árið 1979 Samkvæmt fjárveitingu á fjárlögum 1979 verða á árinu veittir eftirfarandi styrkir úr Menningarsjóði íslands: Dvalarstyrkir listamanna Veittir verða 6 styrkir að upphæð kr, 275.000,- hver. Styrkir þessir eru ætlaðir lista- mönnum sem hyggjast dveljast erlendis um a.m.k. tveggja mánaða skeið og vinna þar að listgrein sinni. Umsóknum skulu fylgja sem nákvæmastar upplýsingar um fyrirhugaða dvöl. Þeir sem ekki hafa fengið samskonar styrk frá Menningarsjóði síðastliðin 5 ár ganga öðru jöfnu fyrir við úthlutun. Styrkir tii f ræðimanna Styrkir þessir eru til stuðnings þeim sem stunda fræðistörf og náttúrufræðirannsóknir. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um þau fræðiverkefni sem unnið er að. Umsóknir um framangreinda styrki skulu hafa borist Menntamálaráði, Skálholtsstíg 7 í Reykjavík fyrir 20. apríl næstkomandi. Nauð- synlegt er að nafnnúmer umsækjanda fylgi umsókninni. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Menningarsjóðs að Skálholtsstíg 7 í Reykja- vík. AÐ GEFA SÉR Það er margt furðulegt i kollinum á manneskjunni og gaman að skoða i hann og sjá hvað þar er inni, segir Guðmundur Steinsson. STUNDARFRIÐ —við megum ekki verða að vélmennum, segir Guðmundur Steinsson rithöf undur Þetta eru konurnar, sem best styðja Guðmund þessa dagana, til vinstri eiginkona hans, Kristbjörg Kjeld, sem fer með stórt hlutverk í nýja leik- ritinu og til hægri Þórunn Sigriður Þorgrimsdóttir, sem hannar svið og búninga af næmu hugmyndaflugi. DB-myndir Bjarnleifur. sem allt veit, að það geri ég ekki, hvorki andleg né veraldleg. Ég trúi á manneskjuna. Ég veit ekkert dásamlegra en hennar flókna lífsvef. Allir eru að reyna að drottna yfir öllum, niður í smæstu einingar, niður í hjónabandið meira að segja. En ef maður trúir því, að manneskjan sé einhvers virði, þá verður maður að treysta henni til að hafa vit fyrir sér sjálf. Ef menn létu heilbrigt brjóstvit sitt ráða í stað þess að trúa því sem stjórnendur og aðrir leiðtogar eru að halda að þeim, þá væri heimurinn annar ogbetri. Stöldrum við! Látum ekki troða okkur niður í þessu æði. Hvað getur verið mikilvægara en doka ögn og reyna að finna innan í sér hvað maður sjálfur raunverulega þarf og vill?” segir Guðmundur að lokum. IHH. konar staðlaðar myndir af guðum, þjóðhetjum, dýrlingum, sjónvarps- stjörnum — tilbúnar, falskar, með gervigyilingu, og eftir þeim eigum við að sitja og standa. Sumir trúa á þennan, aðrir á hinn. Merkur bóndi í Þingeyjarsýslu klökknaði ævinlega, þegar honum varð hugsað til þriggja mestu stór- menna veraldarsögunnar. Það voru þeir Jesús Kristur, Nansen og Jónas frá Hriflu! En þvi hefur maður einhverja heil- aga þrenningu sitjandi fasta i hausn- um á sér? Ég vil nota mín eigin augu. Eingöngu. Og skoða sjálfur manneskjumar og lífið í kringum mig. Því þarf ég Karl Marx til að segja mér hvernig þjóðfélagið er — eða þúsund aðrar persónur, alþingismanninn. bisk- upinn eða forsetann? Sé ég það ekki best sjálfur? Mér finnst skrýtið að horfa aftur og hafa geysilegan áhuga á sögu- legum persónum eins og til dæmis Bjarti í Sumarhúsum eða Hamlet. Eða tilbúningi eins og Travolta? Ég veit ekki hvað getur verið merkilegra en manneskjurnar, sem ég mæti ná- kvæmlega hér og nú. Trúi ég ekki á yfirvöldin? Nei, drottinn minn dýri, það veit sá

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.