Dagblaðið - 24.03.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 24.03.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. MARZ 1979. Jtgefandi: Dagblaflið hf. Framkvœmdastjjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fréttutjðri: Jön Blrglr Péturason. Rltstjðmarfultrúl: Haukur Halgason. Skrifstofustjóri ritstjómar JAhannes Reykdal. Iþrðttir: Hallur Sknonaraon. Aðstoðarfréttastjörar Adl Stalnarason og Ómar Valdi- marason. Mannlngarmél: Aðalstainn Ingótfsson. Handrit: Asgrfmur Pálsson. Blaðamonn: Anna Bjamason, Asgalr Tómaoson, Bragi Sktuiðsson, Dóra Stafénsdóttir, Gissur Sígurðs- son, Gunnlaugur A. Jónsson, HaHur Halsson, Helgl Péturason, Jónas Haraldsson, Ólafur Gairsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pélsson. Ljósmyndir Aml Péll Jóhannsson, Bjamlalfur Bjamlslfsson, Hörður Vllhjélmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Svoinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkari: Préinn PorieHsson. Sökistjóri: Ingvar Svalnsson. DraHlng- aratjóri: Mér E.M. HaUdórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgralðsla, éskriftadaild, auglýslngar og skrifstofur ÞvartioM 11. Aðalskni blaðsins ar 27022 (10 llnuri. Askrift 3000 kr. é ménuðl Innanlands. I lausasöki 150 kr. ekitakið. Satnkig og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugarð: Hllnik hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. SkeHunni 10. . Kynvilltur klerkur ver hegðun sína — Prestur í Bandaríkjunum vildi forðast dapurleg örlögeldri vinar Deilt um keisarans skegg Ágreiningur Alþýðubandalags og Alþýðuflokks, sem nærri veldur stjórn- arslitum, eru deilur um keisarans skegg. Svo litlu munar á tillögum þeirra í efna- hagsmálum, að vandalaust þætti að brúa bilið, ef um annars konar samn- inga væri að ræða. En deilurnar geta vissulega valdið stjórnarslitum, vegna þess að báðir aðilar þykjast þurfa andlitslyftingu og leggja ofurkapp á. Eðlilegt, er að stjórnmálaflokkarnir vilji vera við- búnir kosningum, er gætu orðið bráðlega. Samlyndið á ríkisstjórnarheimilinu mun framvegis verða róstur- samt eins og verið hefur, ef stjórnin lafir eitthvað. Þar má búast við yfirvofandi stjórnarkreppu annan hvern dag. Hvenær sem er getur slitnað upp úr, þótt efna- hagsdeilan leysist, sem nú stendur, og ráðherrar allra flokkanna vilji sitja sem lengst. Alþýðuflokksmenn telja sig illa búna undir kosning- ar. Þeir vilja fá andlitslyftingu. Margsinnis hefur at- hyglin beinzt að „úrslitakostum” alþýðuflokksmanna, sem hafa sagzt vera ,,farnir”, ef þetta eða hitt yrði ekki gert fyrir þennan eða hinn daginn. Þeir hafa alltaf orðið undan að láta. Skoðanakönnun Dagblaðsins benti til mikils fylgistaps Alþýðuflokksins. Þess vegna ákváðu alþýðuflokksmenn, að þeir yrðu nú einu sinni að sýna, að þeim væri alvara. Ráðherrar Alþýðubandalagsins höfðu í ríkisstjórn- inni fallizt á megnið af því, sem nú er hart deilt um í verðbótamálum. Flokksbræður þeirra veittu þeim ákúrur og höfnuðu samkomulagi. Við það komst Alþýðubandalagið í býsna vafasama stöðu gagnvart al- menningsálitinu. Óbreyttir kjósendur flokksins um land allt urðu að spyrja, hvort Alþýðubandalagið ætl- aði virkilega að brjóta hið mikilvæga „vinstra sam- starf” með slíkum hætti. Alþýðubandalagsmenn telja sig af þessum sökum þarfnast andlitslyftingar. Efnahagsfrumvarp forsætisráðherra, sem var all- nokkurs virði í fyrstu útgáfu, hafði orðið mjög þoku- kennt, þegar Ólafur hafði breytt því til málamiðlunar milli alþýðubandalags- og alþýðuflokksmanna. í þessu frumvarpi felst engin „viðreisn til vinstri”. Alþýðubandalagið er eins og hinir stjórnarflokkarn- ir reiðubúið til að samþykkja nokkra skerðingu á verð- bótum launþega. Munurinn á tillögum Framsóknar- og Alþýðuflokks og tillögum Alþýðubandalagsins, eins og þær komu út eftir rassskellingu ráðherranna á fundi framkvæmdastjórar, eru fáein prósent í krónum og líklega aðeins rúmt eitt prósent, mælt í kaupmætti launþega. Þetta mun engum þykja mikið. Ágreiningurinn um útreikning á hinum ýmsu þáttum verðbótavísitölunnar, tilliti til viðskiptakjara, meðferð áfengis- og tóbaksverðs, búvörufrádrætti, verðbóta- auka og olíustyrkjum, er allur með þeim hætti, að hann mætti leysa á nokkrum mínútum, ef menn vildu á annað borð semja. Þau prósentubrot, sem um ræðir, munu litlu skipta um verðbólguþróunina, til eða frá. En flestir þingmenn Alþýðuflokks hafa bitið í sig, að nú megi engu hvika í orðalagi frumvarpsins. Hins veg- ar megi koma ýmsum breytingum að, bara að þær verði ekki á frumvarpinu sjálfu. Alþýðubandalagsmenn hafa bitið í sig, að þeir verði að ,,halda andliti” með því að fá fram einhverjar, bara einhverjar breytingar, á orðalagi frumvarpsins. Innanflokkserjur í báðum flokkunum setja strik i reikninginn, þar sem nánast enginn hefur þorað að minnast á, svo að til heyrist, að það sé í rauninni nokkuð sama, hvernig farið er að því að brúa bilið. Rómversk-kaþólskum presti, séra- Robert F. Hummel, var vikið úr söfnuði sínum í Bandaríkjunum fyrir skömmu vegna þess að hann játaði opinberlega að hann væri kynvilltur. Að þvi er New York Times hermir var prestur þessi, sem nú er 33ja ára gamall, vígður árið 1972. Skömmu siðar sótti hann kirkjuþing í Balti- more. Þar komst hann að því að gamall klerkur, sem hann hafði lengi dáð af heilum hug, var ekki aðeins kynvilltur heldur einnig alkóhólisti. ,,Ég sá hvað hann hafði skemmt mikið i sjálfum sér með því að geta ekki sætt sig við kynvillu sína og mér leizt ekki á blikuna,” segir séra Hummel. ,,Mér var sem ég sæi sjálf- an mig eftir 40 ár.” En tilraunir hans til að taka kyn- villu sína sem óumflýjanlega stað- reynd kunna að kosta hann prests- starfið. Spurningin um hreinlífi Það var blaðagrein um séra Hummel sem varð til þess að honum var ýtt úr faðmi kirkjunnar. Það var gert á þeim forsendum að vafasamt væri hvort hann gæti talizt hreinlífur en ekki var hann ásakaður fyrir að hafa brotið gegn vígsluheiti sínu. Séra Hummel segist trúa á hreinlifi og reyna að lifa samkvæmt skilningi sínum á því, en kjarni málsins er sá að hann heldur því fram að kynvilla sé leyfileg Itaþólskum mönnum og ekki rangt að lifa samkvæmt því. 1 því felst ákæran gegn honum. Biskupinn hans, W.F. Sullivan i Richmond, hefur ritað sinum reikula sauði bréf þar sem hann bendir und- irmanni sínum á að ákvörðun hans um að leysa frá skjóðunni hafi „vakið reiði og skelfingu um allt biskupsdæmið”. Deilur um afstöðu kirkjunnar til kynvillu hafa annars legið niðri í Bandaríkjunum síðan séra John'J. McNeill gaf út bók um efnið. Hann er jesúíti. Yfirlýsing bishupastefnunnar Haustið sem bók hans kom út gáfu allir kaþólskir biskupar í Bandaríkj- unum — en þeir eru 170 — út sam- eiginlega yfirlýsingu þar sem þeir staðfestu rétt kynvillinga til að njóta almennra mannréttinda og ,,til að taka virkan þátt í kristnu samfélagi”. En hins vegar var tekið fram að þótt ekki væri rangt að vera kynvilltur i anda þá væru allir líkamlegir til- burðir í þessa átt „siðferðilega rang- ir”. Séra Hummel segist halda að hann eigi sér marga líka í hópi kaþólskra presta í Bandaríkjunum en þeir eru alls 58 þúsund. „Ég er ekki að halda því fram að kynvilla sé almennt rikjandi meðal kaþólskra presta," segir séra Hummel,” miðað við tölur Kinseys gætu þeir verið um 10% en það er auðvitað talsverður hópur”. Sem kunnugt er gaf dr. Alfred C. Kinsey árið 1948 út niðurstöður af rannsóknum sínum á kynhegðun bandarískra karlmanna en sam- kvæmt þeim virtist kynvilla mjög út- breidd meðal þeirra. Talsmaður kaþólsku biskupanna sagði að ekki væri vitað til þess að sams konar mál hefðu komið upp áður. Hann bætti við: ,,En þó vil ég ekki taka fyrir það að einhver prestur kunni að hafa rætt við biskup sinn um eitthvað þessu líkt í trúnaði.” Séra Hummel segist hafa vitað það siðan hann var 14 ára að hann væri kynvilltur. Og ein af ástæðunum til þess að hann gekk I þjónustu kirkj- unnar var einmitt sú að hann vildi losna við að taka afstöðu til þessa vanda. Árið 1976 innritaði hann sig í framhaldsnám í guðfræði í einni af virðulegustu útborgum Washington, Georgetow'n, og var jafnframt ráð- f — .... .... — Opinber rannsókn á rekstri Lands- símans er nauðsyn Mörgum mun ekki þykja það ofmælt þótt talin sé full þörf á þvi að Landssími íslands verði látinn sæta opinberri rannsókn. Rekstur þessarar stofnunar, eins og hann er nú, teflir öryggi fjölda fólks i hættu. Stofnunin er ekki fær um að halda uppi þeirri lágmarkssímaþjónustu víða um land, sem þörf er fyrir í at- vinnurekstri. Hún er heidur ekki fær um að tryggja að hægt sé að ná til lögreglu, sjúkraliðs eða slökkviliðs í gegnum síma svo klukkustundum skiptir víða um land. Stofnunin er ekki fær um að tryggja viðunandi hlustunarskilyrði útvarpssendinga i sumum landshlutum og hún er ekki heldur fær um að tryggja viðunandi móttökuskilyrði sjónvarps nema í vissum landshlutum og tæplega það. Engu að síður greiðir almenningur i landinu fullt gjald fyrir þá þjónustu sem þessari stofnun er ætlað að halda uppi og er það gjald meira að segja mun hærra en gengur og gerist í ná- grannalöndum. Nú væri það í sjálfu sér frágangssök þótt verðlag á símaþjónustu væri hærra á íslandi en viðast hvar annars staðar þar sem landið er strjálbýlt og erfitt yfir- ferðar fyrir vinnuflokka og tæki. Hins vegar nær þaðengri átt aðneyt- endur séu látnir greiða fullt gjald fyrir þjónustu, sem alls ekki uppfyllir þau skilyrði sem upp eru sett, neyt- endur eru látnir bera skaðann bóta- laust ár eftir ár og rukkaðir með harðfylgi og afarkostum fyrir þjónustu er engan veginn stenzt þær kröfur sem gerðar eru í nútíma- þjóðfélagi. Sem dæmi um rekstraröryggi símaþjónustunnar má benda á þá staðreynd að á Suðurnesjum er talað um það, án gamans, að oft og iðulega sé fljótlegra að aka til Reykjavíkur heldur en að reyna að ná simasam- bandi. Þeir sem þurfa að nota síma, vinnu sinnar vegna, t.d. á Suður- nesjum þurfa iðulega að eyða klukkustundum á degi hverjum einungis til þess að ná sambandi. Svo annað dæmi sé tekið, þá er t.d. suður í Höfnum á Reykjanesi þannig ástand á simanum, að þar getur verið ómögulegt tímunum saman að ná sambandi við Slökkviliðið i Keflavík og meira að segja getur verið töluverðum erfið- leikum háð að ná sambandi við önnur símanúmer í þorpinu. Hver og einn getur gert sér í hug- arlund hvaða öryggi felst í svona símakerfi, t.d. ef slys ber að höndum eða eldur kemur upp í húsi. Þegar þarf að ná símasambandi' frá Suðurnesjum t.d. til Akureyrar tekur nú steininn úr, — það getur tekið hálfan daginn að reyna að kom- ast i gegn og oftast tekst það ekki fyrr en undir kvöld. Ég hef hér tekið dæmi af Suður- nesjum vegna þess að ég þekki það mál af eigin raun. Því fer þó fjarri að ástandið á Suðurnesjum sé eitthvað einangrað undantekningartilfelli sem ekki gefi rétta mynd af þjónustu íslenzka símakerfisins. Ég hef sterkan

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.