Dagblaðið - 24.03.1979, Blaðsíða 28
Enn breytist staðan í ríkisstjórninni:
Framsókn getur sam
þykkt láglaunabætur
„Að ýmsu leyti væri sanngjarnt, að
lægri launin yrðu skoðuð sérstaklega.
Ég get hugsað mér breytingu í þá átt,
að verðbætur verði minna skertar á
þeim. Hugsanlega veröa fluttar
breytingartiilögur í þá átt, og það
væri ágætt, ef samstaða næst þá,"
sagði Steingrímur Hermannsson
dómsmálaráðherra í viðtaii við DB
gær.
,,Ég bind vonir við fund Verka-
mannasambandsins,” sagði Stein-
grímur, en sá fundur verður siðdegis í
dag.
„Þakinu á launum var lyft í trássi
við okkur, og fengu hinir hærra laun-
uðu þvi kauphækkun. ”
,,Ég bind mig ekki fastan við, að
verðbótakaflinn verði alveg óbreytt-
ur,” sagði Tómas Árnason fjármála-
ráðherra. „Til greina kæmi, að lág-
launafólkið fengi meiri bætur en
aðrir, þótt það kostaði breytingar á
verðbótakaflanum,” sagði Tómas og
kvað slikt mundu verða í samræmi
við fyrri stefnu Framsóknar gagnvart
láglaunafóiki. Aðalatriðið væri, að
breytingar heföu ekki mikil áhrif á
áhrif frumvarpsins sem heildar. Ekki
mætti ór þeim áhrifum draga í viður-
eigninni við verðbólguna. Menn
skyldu hugsa um kaupmátt launa en
ekki krónutölur.
-HH.
LAUGARDAGUR 24. MARZ 1979.
Hinn kunni íslandsvinur Mark Wat-
son lézt 12. marz sl. í Englandi. Hann
var 72 ára að aldri. ísland var hans
stóra áhugamál og lét hann fjölmargt
gott af sér leiða hérlendis. M.a. má
nefna að hann gaf dýraspítalann hing-
að til lands og einnig verðmætt mynda-
'safn Collingwoods, sem ferðaðist hér
um land og teiknaði. Þá má nefna það
að hann gaf fé til uppbyggingar Glaum-
bæjar í Skagafirði. -JH.
Nöfn þeirra
sem létust
Konan sem lézt í bílslysinu á Vestur-
landsvegi í gær hét Nanna Egils Björns-
son. Hún var 64 ára gömul og lætur
eftir sig eiginmann. Pilturinn sem
drukknaði í Dalvíkurhöfn i fyrradag
hét Jóhannes Helgi Þóroddsson og var
hann 18 ára gamall. Pilturinn sem lézt í
vinnuslysinu í Hrísey í fyrradag hét
Vilhjálmur Guðjónsson. Hann var
þrettán ára. -GAJ-
Mikill fjöldi
árekstra
— í góða veðrinu í gær
Óhemjumikið var um árekstra í góða
veðrinu í Reykjavík í gær. Frá því á
hádegiog fram til klukkan 18 urðu alls
30 árekstrar í borginni. Lögreglan
kunni engar skýringar á þessari skyndi-
legu fjölgun áreksu.a nema þá að góða
veðrið hefði dregið úr varfærni manna.
í einhverjum tilfellum mætti þó sjálf-
sagt kenna því um, að ökumenn hefðu
blindazt af sólinni. Þá var um miðjan
dag í gær ekið á pilt á skellinöðru í
Bankastræti en hann slasaðist lítið.
Loks var ekið á barn á móts við Klepps-
veg 106 um kl. 18 og var það flutt á
slysadeild en virtist ekki alvarlega slas-
að að sögn lögreglunnar. -GAJ-
^Kaupió\
,3 TÖLVUR í
I* QG TÖLVUUI
B AN K ASTRÆTI8
I27§^
Uppstokkun
í Framsókn
—Ólafur vill hætta formennsku
hálf blaðstjóm Tímans hættir
„Ég er alveg óþreyttur,” sagði
Ólafur Jóhannesson forsætisráð-
herra í byrjun fundar i framkvæmda-
stjórp Framsóknarflokksins 1 gær.
Hann vildi ekkert segja um áform
sín, cn aðrir stjórnarmenn voru á því,
að Ólafur mundi nú hætta flokksfor-
mennsku og væri Steingrímur Her-
mannsson líklegastur eftirmaður.
Ólafur yrði áfram forsætisráðherra,
meðan stjórnin sæti. Var taliö, að
ólafur lýsti þessu yfir á miðstjórnar-
fundi eftir nokkra daga.
Blaðstjórn Tímáns verður einnig
stokkuð upp. Rætt er um, að helm-
ingur fulltrúa muni fara úr henni,
þeir Erlendur Einarsson, Eysteinn
Jónsson, Jón Kjartansson, og senni-
lega bæði Einar Ágústsson og Ólafur
Jóhannesson. Mundu yngri menn
koma í þeirra stað, líklega einhverjir
úr flokksbroti Eiríks Tómassonar.
-HH.
„£g er óþreyttur,” sagði Ólafur.
Steingrimur Hermannsson, sem að
öllum lfkindum verður næsti formaður
Framsóknar.
DB-myndir Ragnar Th.
frjálst, úháð riaghlað
Flugfreyjustarfið
vinsælt:
Umsóknar-
eyðublöðin
kláruðust
Nýlega auglýstu Flugleiðir eftir flug-
freyjum — og þjónum — á DC-10 og
DC-8 vélar sínar. Dagblaðinu hefur
borizt til eyrna að gífurleg ásókn sé í
þessi störf, svo mikil að umsóknar-
eyðublöðin hefðu klárazt.
Sveinn Sæmundsson, blaðafuUtrúi
Flugleiða, sagði í samtali við Dagblaðið
að umsóknir væru ekki ennþá farnar
að berast þannig að ekki væri hægt að
segja hve mikU eftirspurnin væri núna.
En eftirspumin hefði aukizt mjög veru-
lega í þessi störf og bærust jafnan
margfalt fleiri umsóknir en hægt væri
að sinna. Sveinn sagði að ekki þyrfd að
ráða á Boeing 727 eða Friendship vél-
arnar. Þar kemur sumarafleysingafólk
sem hefur starfað áður hjá fyrirtækinu.
Hann sagði að námskeiðin fyrir þessi
störfhæfust fljótlega eftir páska.
-GAJ-
íslandsvinur
inn Mark Wat-
látinn
„Hafísinn stækkar landið”
— Norðlendingar hinir rólegustu með landsins forna f janda inni á sér
„Flytja burt? Nei, það gerum við
ekki. Þetta bara stækkar landið?”
sagði VUborg Sigurðardóttir
fréttaritari DB í Grimsey um hafísinn
sem þar er allt um kring. „ísinn er
heldur utar að sjá í dag en í gær,” sagði
Vilborg seint í gærdag.
„Sjórinn er hreinni við eyjuna, en
aftur samfelldari ísbreiða lengra úti.
Inn á höfninni er aðeins jaki og jaki en
núna er einmitt flugvél á leiðinni með
vir sem á að strengja fyrir höfnina til að
koma í veg fyrir myiri ís.
Bátarnir eru auðvitað allir þar sem
þeir hafa verið undanfarna viku,
komast hvorki til né frá en ennþá er vel
hægt að fljúga. Við emm núbúin að fá
olíu þannig að allt það sem okkur
vantar er hægt að fá með flugi meðan
veður leyfir. Presturinn ætlar meira að
segja að koma á sunnudaginn til að
messa,” sagði Vilborg.
„Við höfum nú áður séð liafísoghann
meiri en núna,” sagði Ari Aðalbjörns-
son á Þórshöfn.” Lónafjörðurinn er
alveg fullur af ís núna en bryggjurnar
okkar eru alveg óhultar. Ég held að
ísinn sé hættur að reka inn núna þvi
mjög lítillvindurer.
Von er á Esjunni í dag með fóður-
bæti og fleira, við erum alveg orðin
fóðurbætislaus. En ég tel hæpið að hún
komist inn vegna íss. Ætli vörunum
verði þá ekki landað á Vopnafirði og
ekið hingað. Ég veit ekki hvort
vegurinn er fær en hann hlýtur að
minnsta kosti að verða opnaður.
Bátarnir liggja allir inni nema hvað
einn slapp út á miðvikudag og ætlar
hann að gera út austan af fjörðum þar
til ísinn hverfur,” sagði Ari.
Lítil breyting hafði orðið á ísnum
vestan við land síðla dags í gær. Flug-
vél Landhelgisgæzlunnar var þá í
ískönnunarflugi. Leið var alls saðar
greiðfær í björtú.
-DS.
Siglingaleið fyrir norðan land er fær i björtu
Jf