Dagblaðið - 24.03.1979, Side 13

Dagblaðið - 24.03.1979, Side 13
13 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. MARZ 1979. N Að vera a moti Sigurjón Ólafsson — Leynivopnið, 1979. Það hefur lítið verið gert að því að setja upp listsýningar byggðar á ákveðnu stefi eða verkefni hér á landi. Þetta er miður, því slíkar sýningar geta verið bæði skemmtileg- ar og fræðandi og auk þess fara þær út fyrir það „egósentrí” sem einkennir venjulegar listsýningar. Opinberar stofnanir hér hafa ríghaldið í einka- og yfirlitssýningar- formið, að Listasafni alþýðu undan- skildu, sem m.a. hefur sett upp list- sýningar um „vinnuna” og „blóm í myndlist”. Herstöðvarmálið hefur verið eitt mesta hitamál og bitbein okkar íslendinga í þrjátíu ár og það er ekki nema eðlilegt að listamenn skuli hafa tekið þátt í þeirri umræðu. Listin er jú af þessum heimi og tekur mið af því andrúmslofti sem ríkir í þjóðfélaginu hverju sinni. Hún er ekki aðeins til ánægju heldur einnig til vakningar. Rýr afrakstur Hafi listamenn sterka andúð á hersetu hér, hljóta þeir að láta hana í ljós á einhvern hátt. Sú hugsun hefur verið ofarlega í huga þeirra sem „skipulögðu” listsýningu þá sem stendur nú yfir að Kjarvalsstöðum í tilefni af 30 ára veru ísland í NATO. En skelfing er afraksturinn rýr. Annaðhvort verður maður að álykta að íslenskum listamönnum sé flest annað tamara en að brúka list sína í þágu ákveðins málstaðar eða þá að aðstandendur hafa hreinlega ekki fundið þau verk sem máli skipta. Upphaflega skilst mér að sýningin hafi átt að fjalla um hersetuna en síðan var ákveðið að leyfa öðrum verk sem skilja eitthvað eftir hjá áhorfendum. Ástæðan er sú að lista- mennirnir kunna að halda á verk- færum sínum og þeir byggja verk sín ekki upp á hrópum, köllum og skír- skotunum í atburði sem gerðust í gær. („Who wants yesterday’s papers...”). Um stríðsfasisma yfirleitt í staðinn nota þeir óræði skáld- skaparins og tala í hálfkveðnum vísum — án þess að missa sjónar á takmarkinu — og þeir fjalla ekki eingöngu um hersetu á íslandi heldur allt henaðarbrölt og striðsfasisma í heiminum. Þar koma bæði Jón Reykdal og Ríkharður Valtingojer vel út og Tryggvi Ólafsson hefur til að bera nokkurn slagkraft i verkum sínum þótt þær myndir sem hér eru gefi ekki fullngæjandi mynd af skoðunum hans. Ragnheiður Jóns- dóttir virðist í grafik sinni hafa dottið niður á „tákn” sem hafa varanlegan áhrifamátt og „Sápuauglýsing” Hildar Hákonardóttur frá 1975 held- ur krafti sínum og húmor. Að sjálfsögðu eru hér traust verk eftir nokkra aðra listamenn en þau eru fæst ný og ekki beint innlegg í baráttuna . — Ágúst Petersen, Ás- gerður Búadóttir, Gunnar Örn, Magnús Tómasson.Magnús Pálsson og Örn Þorsteinsson. Það olli mér einnig nokkrum vonbrigðum hve fáir listamenn tóku á sig rögg og unnu sérstök verk fyrir þetta tækifæri. Þeir eru eiginlega Hildur Hákonardóttir — Sápuauglýsing 1975. Fyrir ofan dægurþras Hvað er það sem gerir ádeilu eða~ ádrepu áhrifamikla? Listamaðurinn Guðmundur Ármann — „Hafðu þetta strákur . . .” 1979. samferðamönnum, sem stunda hug- lægari listir, að fljóta með og „helga verk sín baráttunni” eins og segir í sýningarskrá. Þetta hefði sosum verið allt í lagi, hefði sýningunni verið skipt niður í bása eftir efni, afstöðu o. fl. Dánir vitna Eins og stendur ægir öllu saman: málverkum, litlum og stórum, skrípamyndum, klippimyndum, grafík o. fl. o. fl. eins og á herjans miklum basar. Einkennilegust finnst mér notkun á verkum dáinna lista- manna á sýningunni. Nú má kannski segja að menn eins og Scheving og Snorri Arinbjarnar hafi verið fylgjandi baráttu hins vinnandi manns fyrir bættum lífskjörum og þá baráttu mætti hugsanlega tengja andófi gegn hernum með einhvers konar röksemdafærslu. En er nokkur trygging fyrir því að þessir ágætu listamenn mundu kæra sig um að hanga innan um alls konar meðal- skussa á myndabasar? Heiðarlegast hefði verið að byggja sýninguna upp á núlifandi fólki einvörðungu. En þótt verk þessara látnu listamanna séu ekki mörg, yrði ansi lítið eftir af sýningunni væri þeim kippt í burtu. verður fyrst og fremst að hafa vald á miðli sinum. Allur klaufaskapur slævir broddinn með því að draga að sér athygli og spilla úrvinnslu inntaksins. í öðru lagi verður lista- maðurinn að hafa hugarflug til að lyfta ádrepum sínum upp úr dægur- Bjami Þörarinsson — Natohreiður 1979.. þrasi og hann verður að gera þær þannig úr garði að þær höfði ekki aðeins til samtímans heldur allra tíma. Því miður virðist þeim vera mest niðri fyrir um hersetuna sem minnst geta tjáð sig. Menn glutra niður skoðunum sinum í klaufalegri teikningu, málun eða prentun — út- þvældum hugmyndum er þvælt út aftur og aftur og á sumum stöðum er barnaskapurinn svo yfirgengilegur að ekki er nokkur leið að nálgast verkin nema með hláturrokur í hálsinum — eða kökk. Á hinn bóginn eru þarna nokkur ekki nema tveir: Bjarni Þórarinsson og Sigurjón Ólafsson. Hinn fyrri vann úr einfaldri hugmynd en nokkur glúrinni, í þessu samhengi, en Sigur- jón skar úr margslungið og varanlegt tákn úr tré. Að lokum rennur upp fyrir manni að flest af því sem þessir myndlistar- menn eru að segja hefur komið langt- um betur fram í bundnu máli og óbundnu. Kannski maður ætti að veðja á skáldavökurnar í staðinn. E.S. Hvað varð um allar ljós- myndirnar, sem áttu að vera á göngum Kjarvalsstaða? Myndlist AÐALSTEINN INGÓLF3SON

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.