Dagblaðið - 06.04.1979, Page 10
10
DAGBLADID. FÖSTUDAGUR 6. APRlL 1979.
MMBIAÐIÐ
frjálst, úháð dagblað
'ÍHgalsndfc DagblaðMI hf. f ■" 'I
Framkvamdafljöri: 8v«inn R. Eyjólfsson. Rttalfórt: Jónaa Kriatjánsson.
‘Fréttsstjóft: Jón Birglr Pétursson. Rttstjómarfuttrúi: Haukur Hsigason. Skrifstofustjóri rttstjómar
Jóhsrmss RsyftdaL Iþrótdr HsMur 8fmonarson. Aðstoóarfréttastjórar AtM Stainarsson og ómar Valdi-
maraaon. MannkigarmAi: Aóalstalnn Ingóifsson. Handrit Asgrimur PÉIsson.
Biaðamann: Arma Bjamason, Ásgsir Tómasson, Bragl Sigurðason, Dóra Stsfánsdóttk, Qissur 8igurös-
son, Gunniaugur A. Jónsson, Haður Halsson, Halgl Pétursson, Jórias Haraldsson, Ólafur Gairsson,
ólafur Jónsson. Httrgton: Guðjón H. Pálsson.
Ljósmyndlr Aml Pál Jóharmsson, Bjamlalfur Bjámlalfsson, Hörður Vlhjáknsson, Ragnar Th. Sigurðs
son, Svainn Þormóðsson. ___
Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkari: Prálnn Þorislfsson. Sðkistjóri: Ingvar Svalnsson. DraHlng-
arstjórt: Már E.M. Haldórsson.
Rhstjóm Sfðumúla 12. Afgralösla, áskriftadaid, auglýslngar og skrifstofur ÞvarhoM 11.
AðaMmi blaðslns ar 2^022 (10 Mnuri. Askrift 3000 kr. á mánuðl Innanlands.) lausasölu 150 kr. aintaklð.
Satning og umbrot D^gblaðið ht Slöumúla 12. Mynda- og plötugarð: Hlmlr hf. 8fðumúla 12. Prsntun:
Arvakurhf. Skalfunnl 10. # ,
Skattpíning tvöfölduð
Skattpíning hefur vaxið gífurlega hér
á landi síðustu árin. Svo hörmulega
hefur farið, að skattheimta hins
opinbera, ríkis og sveitarfélaga, hefur
nærri tvöfaldazt síðan 1955, þegar hún
er reiknuð sem hlutfall af þjóðartekjum _______
okkar. Við vorum áður langt fyrir neðan heimsmeta-
þjóðirnar á öðrum Norðurlöndum í skattheimtu en
erum nú komin á hæla þeirra í þeim samanburði.
Skattheimtur hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga,
námu árið 1950, rúmlega fjórðungi af brúttó þjóðar-'
tekjunum. Þetta hlutfall skauzt upp næstu árin og var
komið í rúman þriðjung þjóðarteknanna árið 1960. Þá
lækkaði það dálitið í upphafi viðreisnar.
Hlutfallið tók mjög að hækka 1964—1968. Við
bættist í lok þess tímabils, að þjóðartekjur minnkuðu í
efnahagskreppu, svo að skattheimtan varð enn hærra
hlutfall af tekjunum en ella. Síðan lækkaði hlutfallið
dálítið en tók fljótt enn á rás upp á við og var um
þrjátíu og sex af hundraði af þjóðartekjunum árið
1970. Árið 1975 var það orðið um fjörutíu og fjögur
prósent af þjóðartekjum, og nú keyrir um þverbak,
þegar hlutfallið nálgast að vera fjörutíu og sjö af
hundraði. Það hefur því nærri tvöfaldazt síðan 1950.
Með nær tvöföldun skattpiningar erum við að kom-
ast í raðir heimsmetaþjóðanna. Skattheimta hins
opinbera var 47 prósent í Finnlandi, einu þeirra ríkja,
árið 1976. Noregur og Danmörk höfðu þá 53 prósenta
skattpíningu og Svíþjóð 58 prósenta. Aftur á móti var
skattheimtan í Bandaríkjunum þá um 30 af hundraði
af þjóðartekjum eða ámóta og hér gerðist laust fyrir
1960.
í Bandaríkjunum er þó vaxandi andóf gegn mikilli
skattheimtu hins opinbera, og sumum tilvikum hafa
borgararnir snúið vörn í sókn. Svipað gildir um fleiri
lönd, eins og kunnugt er af fréttum af Norðurlöndum.
Fólk stynur undir þessu ægilega bákni. En við skulum
ennfremur líta á, að aðrar Norðurlandaþjóðir eru
betur búnar en við til að mæta mikilli skattheimtu.
Þjóðartekjur okkar hafa dregizt aftur úr í saman-
burði við önnur Norðurlönd á sama tíma og við þolum
svo gífurlega aukningu skattheimtu. Þjóðartekjur voru
nokkru hærri hér á landi en á öðrum Norðurlöndum
nema Svíþjóð á árunum upp úr 1960. Síðan hafa
Noregur og Danmörk farið talsvert framúr okkur.
Við höfum því minna eftir en þessar þjóðir, ef hið
opinbera tekur til sín svipað hlutfall, af því að okkar
tekjur eru minni í upphafi.
Talsmenn báknsins munu að venju svara því til, að
hið háa hlutfall réttlætist af mikilli þjónustu hins
opinbera við borgarana.og nefna til heilbrigðis- og
tryggingamál.
í reynd gætir mikillar óráðsíu, jafnvel í heilbrigðis-
og tryggingamálum, en miklu hættulegri er aukning
báknsins á öðrum sviðum. Gífurlegur hluti útgjalda
hins opinbera gengur til algerlega óarðbærra verkefna
í tengslum við undanlátssemi við þrýstihópa.
Algerlega að meinalausu mætti færa hlutfall skatt-
píningarinnar aftur á það stig, sem var fyrir einum
tuttugu árum, ef höggvið væri á hin óarðbæru og jafn-
vel beinlínis skaðlegu framlög svo sem til að keyra á-
fram offramleiðslu á búvörum og standa undir alltof
stórum fiskiskipaflota, hinum mörgu ,,kröflum” hins
opinbera og lánlausu starfsmannafargangi
Varist snjóf lóðin
t
Læknirinn notaði
miðil við sjúk-
dómsgreininguna
Óvíða í heiminum er áhugi á
dulrænum efnum meiri en i
Bretlandi. Huglækningar, oft tengd-
ar jurtalyfjum, hafa lengi verið
tiðkaðar þar. Fjöldi fólks hefur talið
sig fá hjá huglæknunum þá meinabót
sem hinir menntuðu læknar ekki gátu
veitt. En læknafélagið brezka leit
starfsemi huglæknanna lengi iUu
augu. Starfandi læknar sem bentu
sjúklingum á að leita til þeirra áttu á
hættu að vera reknir úr félaginu. Og
stundum réðst lögreglan inn til hug-
iæknanna og ákærði þá fyrir fals og
pretti.
Þetta virðist nú vera að breytast.
Síðastliðið haust hafði sú deild
brezka læknafélagsins sem starfar í
Manchester opið hús fyrir huglækna í
einn dag. Huglæknarnir, sem eru
margir þar í nágrenninu, tóku á móti
sjúklingum í húsakynnum hinna
opinberlega viðurkenndu stéttar-
bræðra sinna. Það var fullt allan
Huglækningar njóta vaxandi
virðingar hjá brezka læknafélaginu,
ef marka má vikuritið Psychic News
(Dulrænar fréttir). Það er eitt af út-
breiddustu blöðum sinnar tegundar
og kemur út í London í 100 þúsund
eintökum á viku.
Ritstjórinn er Morris Barbanell,
en hann er allkunnur hér á landi af
þýðingum sr. Sveins Víkings á
verkum hans.
daginn og 150 manns komu að leita
sér lækninga. Algengustu
sjúkdómarnir voru liðagigt, hvít-
blæði, mænusig, heyrnarleysi, blinda
og hjarta- og taugasjúkdómar.
Samkvæmt blaðinu Dulrænar
fréttir fannst sjúklingunum öllum
þeir hafa gott af meðferðinni. En
batinn var misjafnlega mikill. Ein
kona vottaði að hafa fengið heyrn
eftir fjórtán ára heyrnarleysi, sem
læknar gátu ekkert gert við. Og kona
sem var lömuð af slæmri liðagigt
neðst í hryggnum gat risið upp og
gengið um án sársauka, sjálfri sér til
mikillar undrunar.
Niðurstaðan af þessu varð sú að
huglæknunum var boðið að taka á
Daginn er tekið að lengja, páskar
nálgast og ferðamenn leita til fjalla.
Snjóflóð eru tvímælalaust ein mesta
hættan á vegi þeirra.
Fjallgöngumenn, skíðamenn og þeir
sem bruna um á vélsleðum þurfa því
að læra að varast snjóflóð.
Flest snjóflóð falla i mikilli
snjókomu eða stuttu síðar. Þá eru
hins vegar fáir á ferð um fjalllendi.
Þegar hríðinni slotar er oft freistandi
að fara á fjöU. En snjóþekjan getur
þá enn verið óstöðug og hætt við að
flóð falH. Þá getur umferð
ferðamanna komið af stað flóðum,
sem annars féllu ekki. Reynslan sýnir
að afarmörg slys a ferðamönnum
verða vegna þess að þeir koma sjálfir
snjóflóðum óvart af stað. Frekar
sjaldgæft er að flóð falH af sjálfu sér
á ferðamenn.
Orsakir snjóflóða eru flóknar og
ekki er auðvelt að spá nákvæmlega
um komu þeirra. Hins vegar má veita
mönnum ýmsar ráðleggingar um
hvenær hætta er á ferðum og um val
leiða í fjaUIendi. Snjóflóð eru tengd
iandslagi, snjóalögum og veðri.
Almenningsfræðsla um þessi tengsl
er nauðsynleg.
Mest hætta
3dögum
eftir snjókomu
Snjóflóð falla þegar spennur i
snjóþekju verða meiri en styrkur
hennar þoUr. Leggið því aldrei í
fjallaferðir þegar spáð er veðri, sem
getur valdið snöggum breytingum í
styrk eða spennum i snjóþekju. Mikil
snjókoma eykur spennur í þekjunni.
Snjóflóðahætta er venjulega mikil
þrjá daga eftir mikla snjókomu. Ef
kalt er í veðri getur hættan enst enn
lengur því að hinn nýfaUni snjór sest
hægt. Þótt flóð faUi ekki í hríðinni
getur farg skíðamanns ráðið úrsHtum
og hleypt þekjunni af stað. Hlýindi,
sólbráð eða regn á snjó draga úr styrk
snjóþekju. Varist mjög votan snjó,
t.d. undir klettum.
Flest snjóflóð falla úr brekkum,
sem haUast 30 til 45 gráður. (1.
mynd). Upptökin eru algengust í gilj-
um og sléttum reglulegum hlíðum.
Því dýpri sem snjórinn er þvi meiri
hætta er á flóðum. Forðist aUar
brekkur með yfir 30 gráða halla ef
grunur er á að snjór sé óstöðugur
öruggustu gönguleiðirnar eru á
hryggjum og áveðurs í hlíðum (2.
mynd). Þræðið svæði þar sem snjór
er grynnstur og þið sjáið nibbur
standa upp úr. Oft eru öruggustu
svæðin einnig auðveldustu
gönguleiðimar. Áið á þessum
stöðum. Líkur á að lenda í flóðum
vaxa því lengur sem menn eru á
hættusvæðum.
Ef ekki er unnt að fara um hryggi
er næst-öruggasta leiðin niður á flat-