Dagblaðið - 06.04.1979, Page 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979.
móti sjúklingum þarna á sama stað
einu sinni í mánuði héreftir.
Ýmsir læknar eru líka farnir að
senda suma af sjúklingum sinum til
huglækna, eða að minnsta kosti
leggja blessun sína yfir að þeir leiti
slíkra.
Og alltaf öðru hvoru koma fram
frásagnir af tilfellum, þar sem hug-
læknar hafa getað greint sjúkdóma,
þar sem hinum menntuðu læknum
missýndist eða gátu ekki komizt að
meininu.
Tímaritið Dulrænar fréttir flytur
oft slikar frásagnir. Nýlega birti það
langa grein um huglækni að nafni B.
Lilley, sem lézt fyrir nokkrum árum.
Hann haföi verið kvaddur til að
aðstoða mjög virtan brezkan lækni,
Dawson iávarð, við erfiða sjúkdóms-
greiningu. Dawson var einn af líf-
læknum brezku konungs-
fjölskyldunnar. Hann þurfti að
greina mjög sjaldgæfan hitabeltis-
sjúkdóm og leitaði sér aðstoðar hjá
stéttarbræðrum sínum. Einn af þeim
þekkti huglækninn B. Lilley, og
þannig fór að það varð hann sem
bjargaði lífi sjúkiingsins með því að
finna nákvæmlega hvað var að
honum og ráðleggja rétta
meðhöndlun.
Þessi huglæknir, Lilley, vann
upphaflega í verksmiðju og læknaði í
frístundum sinum. En þegar auðugur
iðnrekandi i sömu borg haföi séð
hann greina sjúkdóm með því einu að
halda á vasakiút sjúkUngsins beitti
hann sér fyrir því að Lilley fékk fjár-
stuðning til að snúa sér eingöngu að
lækningunum.
IDÍÓT ÓSKAST STRAX
NÆG VINNA
Kjallarinn
Þrátt fyrir aUt iðnþróunarfjasið í
fjölmiölum á undanfarandi árum sér
hvergi hylla undir neinar þær breyt-
ingar, sem nauðsynlegar eru til þess
að iðnaðaruppbygging megi eiga sér
stað á íslandi. Segja má með sanni aö
eini hemUlinn á iðnþróun og aukna
framleiðni á ísiandi sé ríkisvaldið —
sem sagt við sjálf. Það er við okkur
sjálf að sakast þar sem við erum
ríkið. Opinberir embættismenn, sem
eru á launum hjá okkur sem kaUast
almenningur í þessu landi, starfa eftir
úreltum reglum sem ekki eru í takt
við tímann. Ástæðan er sú að al-
menningur á fslandi hefur ekki
nægan áhuga á því að breyta til.
Stöðnun er okkur að kenna. Við
gerum lítið annað en að dragast á
kjörstað fjórða hvert ár og kjósa
okkur alþingismenn, síðan kemur
okkur ekkert við hvernig þeir haga
störfum sinum, við viljum bara að
þeir vinni fyrir kaupinu sínu og þar
með búið.
Við veitum þeim sáraiítinn
stuðning fyrir utan þann sem felst í
atkvæðinu, við vinnum ekki með
þeim að rteinum málum og það er
varla að viö nennum að skamma þá
nú orðið nema endrum og eins. Og
hvað höfum upp uppskorið? Leikhús
við Austurvöll? Opinbert stjómkerfi
þar sem viðbragösflýtur er reiknaður
í Ijósárum? Illa skipulagt atvinnulíf?
Opinbert kerfisbákn sem er okkur
andsnúið og óvinveitt? Fólksflótta af
landinu?
Skrýtið hugarfar
Mér hefur Iengi veriö minnistæð
saga um tvær amerískar túrista-
kellingar sem voru á skemmtiferða-
lagi i Paris. Þær lögðu lykkju á leið
sina til þess aö heimsækja bandaríska
sendiráðið i borginni og hitta sendi-
herrann. Erindiö var, eins og þær
sögðu sjálfar frá „ekki annað en það
aö sjá hvort hann værí ekki mættur
til vinnu og hvort hann væri ekki
örugglega edrú í vinnunni — því við
borgum.”
Hér á íslandi væri þetta með öllu
óhugsandi vegna þess að okkur
varðar ekkert um það sem rikið er að.
bardúsa, hvað þá utanríkisþjónustan
— viö komum ekki nálægt sendi-
ráðum okkar erlendis nema við séum
nýrændir og hálfrotaðir eða að
dauða komnir vegna sólstings. Við
lítum á allar okkar opinberu stofn-
anir sem eins konar tugthús og
þökkum okkar sæla fyrir ef við
sleppum við að fá bréf frá þeim með
stöðluðum hótunum um fjárhags-
legar pyntingar af öllum mögulegum
toga. Á sama tima og danska utan-
ríkisþjónustan er öll i þvi að afla
markaðar fyrir danskar iðnaðar-
vörur og ræður yfirleitt ekki til sín
nema sérfræðinga í markaðsmálum,
þá höfum við þann háttinn á að nota
utanríkisþjónustuna sem dag-
vistunarstofnun fyrir þreytta íslenska
stjórnmálamenn sem orðnir eru svo
ieiðir á okkur að þeir eiga ekki annars
úrkosta en að hafa sig úr landi — og
fara þá mikinn.
í Sendiráði Dana í Buenos Aires er
einn starfsmaður sem gerir ekkert
annað en að selja danska spægipylsu
í ríkjum Suður-Ameriku. Þetta köil-
um við að vera annað hvort danskur
eða vitlaus og brosum að. Okkar
vandamál er aö fá sendiráðin okkar
til þess aö kaupa íslenzk húsgögn og
gengur misjafnlega. Svo stöndum við
og glápurn á danska iðnþróun eins og
naut á nývirki.
Það vantar spýtu —
og það vantar sög..
Við gleymum þvi daglega að
siðferði í stjómmálum þjóðar verður
aidrei annað en þversnið af siðferði
meiríhluta kjósendanna. Og svo
segjum við, um leið og við ypptum
öxlum: ,.þetta er bara svona og það
þýðir ekkert að vera að argast l
þessu.” En við viljum hærra kaup,
bætt Iífskjör, betri menntun, dag-
vistunarstofnanir á hvert horn og
betri heiibrigðisþjónustu að
ógleymdum styttri vinnutíma og
lægrisköttum.
Eini möguleikinn sem við höfum
til þess að öðlast allt þetta felst í
uppbyggingu iðnaðar í landinu. En
viö höfum engan áhuga á iðnaöi.
Þess vegna hafa alþingismenn heldur
engan áhuga á iönaði og því síður
opinber apparöt, sem ekki gera ann-
að en að tefja okkur og gera lífið eins
bölvanlegt og kostur er hverju sinni.
Og nú er þar málum komið aö það
vantar idíót á lslandi til þess að fara
út í iðnað. Skortur á idíótum, sem
eru tilbúnir til að rýja sig inn að
skyrtunni svo að við fáum einhvem
iðnað í gagnið , er nú orðið það sem
allt strandar á. Þessi sárafáu idíót,
sem enn eru að tapa bæöi fé og glór-
unni fyrir okkur hin, sem lifum á
fasteignabraski og vaxtaaukum, týna
nú tölunni hvert af öðru og verður
ekki betur séð en að iðnaður leggist
af í Iandinu á næstu árum.
Ríkið, þessi tengdamamma okkar
Led M. Jónsson
allra og sem setið hefur á iönaðinum
og heft hann i hvívetna, er sjálft búið
að gefast upp á iðnaði — ef frá er
talin Þörungavinnslan á Reykhólum
sem nú mun ganga nokkuð vel — ef
tapið er ekki talið með. Það sem er
cinna skrýtnast í þessu makalausa
dæmi er að hvert sem manni verður
litið blasir viö iðnaðartækifæri i
einni eða annarri mynd. Möguleikar
virðast vera allt að því endalausir.
Við höfum orkuna, kunnáttuna,
dugnaðinn og landfræðilega stöðu
landsins mitt á milli stærstu markaða
heims og síðast en ekki síst eigum við
hraust börn sem bráðum vantar citt-
hvað að gera.
Það sem við skiljum ekki er að
jafnvel General Motors, sem er
stærsti bílaframleiðandi í heimi, færi
snarlega á hausinn ef rekstrarfé þess
væri i formi vaxtaaukaláns og
hagnaður bannaöur með lögum.
Leó M. Jónsson
tæknifræðingur.
X
I
I
B
g
lendi í dalbotninum, því að þar er
lítil hætta á að koma megi flóði af
stað. Gangiö ekki í brekkukverkinni,
þvi að skiöaslóöin getur skorið
sundur undirstöður snjóþekjunnar.
Þverskerið aldrei brekkur eða gil þar
sem snjór er mikill. Akið ekki
snjóbílum eða vélsleðum þvert eftir
löngum sléttum brekkum. Efnið ekki
til kappaksturs við snjóflóð.
Ef fara verður yfir varasama hlíð
ber að velja leiö efst i henni. Þvi ofar
sem farið er því minni líkur eru á að
snjórinn ofan við menn komist á
mikinn hraða og grafi þá djúpt í
flóði. Veljið þó alis ekki leiðir ofan
við kletta og gil. Forðist einnig á-
valar hlíðar því að þar eru spennur að
jafnaði miklar í snjóþekjunni. Farið
hvorki undir né ofan við hengjur og
sneiðið hjá sprungum í snjónum.
Ef skíðamaður þarf að hraða sér
niður viðsjárverða fjallshlíð ber
honum að fara beinar leiðir og
forðast óþarfa beygjur. Varist hins
vegar að falla á skíðum, takið frekar
skiðin af ykkur oggangið.
Hugið að styrk snjóþekjunnar
er þið feröist um fjöll. Varasamur
er þurr léttur snjór, sem skiðaslóð
markar ekki í heldur rennur jafn-
óðum í förin ykkar. Þegar slíkur
snjór nær upp á miðja kálfa er hætta
á kófhlaupum, einkum ef undir er
harðfenni. Kannið styrk
snjóþekjunnar með skíðastafnum.
Forðist skuggahliðar því að þar eru
mestar líkur á að harðfenni leynist
undir. Foksnjór myndar hengjur og
fleka, sem eru varhugaverðir, eink-
um ef undir er laus snjór eða
djúphrim. Varist svæði þar sem snjór
er orðinn svo votur, að hann skvettist
undan skiðunum. Krapahlaup getur
fallið úr allt aö 10 gráðu halla. Haflð
auga með merkjum um aö snjór sé
orðinn óstöðugur, drunur heyrast í
flekum, sprungur sjást, snjóboltar
eða spýjur veröa á vegi ykkar.
30 mikilvægar
mínútur
Ferðist aldrei ein um snjóþungt
fjalllendi. Látið vita um ferðir ykkar.
Hlustið á veðurfréttir. Verið viðbúin
því að flóö geti fallið. Hafið með
björgunarútbúnað (leitarstengur og
spaðao. fl.).
Þegar farið er yfir hættusvæði
skal aðeins einn maður fara í einu og
hinir fylgjast með honum. Klæðist
vel; bindið föt fast að ykkur svo að
snjór komist ekki inn milli klæöa.
Bindiö klút fyrir andlit, svo aö
snjóryk og sogist síður niður i lungun
og valdi köfnun. Losið skíðabinding-
ar, berið bakpoka á annarri öxlinni
og hafið lykkjurskiðastafanna ekki
brugðnar um úlnliðinn.
Ef flóð fellur á þig reyndu að losa
Kjallarinn
Helgi Bjömsson
þig við skíði, stafi og bakpoka eða
vélsleða. Mikilvægt er að þú getur
hreyft þig óþvingað. Taktu sund-
tökin. Reyndu að halda þér
uppréttum og láta þig berast að jaðri
flóðsins. Ef þú heldur meðvitund
settu hendur fyrir andlit og berðu frá
þér rétt áður en flóðið stöðvast og
snjórinn verður að storku. Þannig
myndast nokkurt holrými við vitin.
Verið róleg. Lítið stoðar að brjótast
um ef snjórinn hefur steypst utan um
þig. Það eyðir bara dýrmætri orku
þinni. Reyndu ekki að kalla þótt þú
heyrir í björgunarsveitum. Hljóð
berst oft auðveldlega niður í snjó en
afar illa út úr honum, Treystu því að
þér verðibjargað.
Þeir sem sleppa undan flóði verða
einnig að halda stjórn á sér. Líf
félaganna kunna að vera i þeirra
höndum næstu klukkustundirnar.
Merkið staðinn, þar sem síðast sást
til þeirra, með skíðastaf eða
einhverju sem fennir ekki í kaf. Sértu
einn verður þú sjálfur að leita
félaganna og sæktu ekki hjálp nema
hún sé mjög skammt undan. Ef
aðstoð er fjarri ert þú eina von þeirra
um björgun. Eftir 30 mínútur eru
aðeins helmingslikur á að hinir
gröfnu finnist á lifi. Ef nokkrir menn
sleppa undan flóðinu má senda einn
eða tvo eftir hjálp. Þeir þurfa að
ferðast með gát, foröast snjóflóð,
merkja leiðina og gæta þess að of-
reyna sig ekki því að þeir þurfa að
fylgja björgunarsveit á slysstað.
Hér mun ekki fjallað nánar um
björgunarstörf. Ingvar Valdimars-
son, formaður Flugbjörgunarsveitar-
innar, vinnur nú að því að skrifa itar-
legt rit um þau mál að frumkvæði Al-
mannavarna ríkisins.
Snjóflóð eru ein mesta hætta sem
ógnar þeim sem ferðast um fjöll að
vetrarlagi. í þessari grein hafa ferða-
mönnum verið gefin nokkur ráð um
hvernig þeir geta metið hvar og
hvenær hætta er á snjóflóðum og
rætt var um viðbrögð við hættunni.
Að lokum skal lögð áhersla á að
menn forðist snjóflóðahættu. Það
vcrður aldrei of oft brýnt fyrir
mönnum.
Menn taka oft áhættu, liugsa sem svo
að óvist sé að flóð falli. Þeir skulu
hins vegar minnast þess að fara má
nærri um hvað hendir þá ef flóðið
fellur. Það er oft erfið ákvörðun að
snúa við og fara aftur sömu leið og
menn komu. Það kann að kosta
erfiða göngu yfir fjallshryggi.
Jafnvel viljasterkustu ferðamenn
freistast til kæruleysis er þeir þreytast
á göngu i erfiðu landi og vondu veðri.
Ferðahópar ganga oft með meira
kappi en forsjá. Þegar menn ganga
saman í hópi skapast oft falskt öryggi
og einnig veigra allir sér við að hafa
orð á því hvort ekki sé ráðlegt að
snúa við. En svarið við spurningunni
um hvort snúa skuli við er afar
einfalt. Það felst i svari við annarri
spurningu. Hvað myndu þeir sem
lenda í snjóflóði vilja gefa á síðustu
sekúndum i lífinu fyrir að geta snúið
við? Hve oft hafa þeir sem lifðu af
snjóflóð sagt: Auðvitað hefðum við
átt aðsnúavið.
600 mannslát
Snjóflóð hafa valdið dauða fleiri
íslendinga en nokkur önnur tegund
náttúruhamfara. Um 600 mannslát af
völdum snjóflóða hafa verið skráð í
11 alda sögu þjóðarinnar. Eflaust
skipta hin óskráðu hundruðum. Það
sem af er þessari öld hafa farist
þannig um 120 manns. Þar við bætist
gífurlegteignatjón.
Eftir hið mannskæða snjóflóð í
Neskaupstað 1974 komst skriður á
starf að snjóflóðamálum hér á landi.
GrundvöU að því starfi lagði reyndar
Ólafur Jónsson fyrir rúmum tuttugu
árum með bók sinni. Skriðuföll og
snjóflóð. Sigurjón Rist hefur tekið
við starfi Ólafs við ritun snjóflóða-
annála og birt þá i Jökli.
Raunvisindastofnun Háskólans
hefur gefið út fræöslurit um
snjóflóð. Veðurstofan hefur hafið
snjóflóðaspár fyrir heila landshluta.
Væntanlegt er fræðslurit frá
Rannsóknastofnun byggingar-
iðnaðarins.
í vetur eru nokkur námskeið
haldin viöa um land á vegum
Almannavarna ríkisins. Veitt er
fræðsla um orsakir snjóflóða, mat á
hvar og hvenær hætta er yfir-
vofandi, rætt um eöli snjóflóða,
viðbrögð manna viö þeirri hættu,
vamaraðgerðir, gagnasöfnun en
síðast en ekki sist björgun úr
snjóflóðum. Slysavarnafélag íslands,
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og
Hjálparsveitir skáta hafa einnig
|haldið námskeiö um björgun úr snjó-
flóöum. Með þessum námskeiðum
hefur fræðsla borist til almanna-
vamaráða, lögreglu, björgunarsveita
og sveitarstjóma viða um land þar
sem fólk býr við snjóflóðahættu.
Þessari blaöagrein er hins vegar
ætlað að ná til almennings er
vorferðir hefjast um fjöll eftir óvenju
snjóþungan vetur sunnanlands.
Helgi Björnsson,
jarðeölisfræðingur.
Mörg mannslif hefðu sparast ef ferðamenn hefðu sneitt hjá hættusvæðum eða valið leiðir um fjalllendi með snjó-
flóðahættu i huga, hugað að veðri, iandslagi, snjómagni og dreifingu snjós, sneitt hjá hliðum, sem eru hlémegin við
meginvindáttir, einkum undir hengjum og giljum, og lagt frekar leið sina um óveðurshiiðar, hryggi eða flöt svæði.