Dagblaðið - 06.04.1979, Síða 13
DAOBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979.
13
_________Skúli Pálsson á Laxalóni segir:_
„IHÁUÐ ER HRYLUŒGT’
DISCO
Hillusamstæða fyrir hljómflutn-
ingstæki er nýjung í framleiðslu
okkar, hönnuð af P.B. Lúthers-
syni, húsgagnaarkitekt FHI'.
Hillusamstæðan er uppbyggð úr
einingum sem gefa mikla mögu-
leika í uppröðun, hver eining er
með rúmgóðum hirslum og er
fáanleg úr furu, hnotu eða lituðu
maghoni.
' &
Hillusamstæða sem passar fyrir
nær allar gerðir af hljómflutn-
ingstækjum.
DISCO hillusamstæðan er góð
fermingargjöf.
Komið og skoðið í sýningarsal
okkar að Bíldshöfða 18.
Simar 36501 - 36500
Gamla
Kompaníið
—og það er enginn botn kominn í framtíð f iskeldismála hér þó mitt mál sé
Mondale
til
íslands
Walter Mondale, varaforseti Banda-
ríkjanna, kemur til íslands á miðviku-
dagskvöld á leið til fleiri landa.
Mondale er væntanlegur klukkan 20.20
um kvöldið. Á skírdagsmorgun mun
hann ræða við forsætisráðherra klukk-
an níu og væntanlega fleiri fyrirmenn
og sitja veizlu forsætisráðherra þá um
kvöldið.
Hann heldur til Noregs klukkan níu
að morgni föstudagsins langa.
- HH
tekið upp með skilningi a Alþingi
,,Ég vil ekkert segja um mín mál
eða mál fiskeldisstöðvannnar á Laxa-
lóni á meðan þau mál eru til um-
ræðu hjá alþingismönnum,” sagði
Skúli Pálsson á Laxalóni í símtali við
DB. ,,Um mat á verðmæti stöðvar-
innar vil ég ekkert segja, en ég hef
mætt hjá þingnefndinni og lagt þar
fram brot af þeim skjölum sem varða
tilverubaráttu stöðvarinnar langt
aftur í tímann.”
Áður hefur það komið fram hér í
DB að þær bætur sem greiða átti
Skúla fyrir niðurskurð laxastofns
stöðvarinnar námu að mati rúmlega
30milljónum króna. Hefur Skúli sagt
að hann væri búinn að fá rúmlega
helming bótaupphæðarinnar og það
fé hafi hvergi nærri nægt til að halda
stöðinni gangandi eftir niðurskurð-
inn.
„Vekið þið heldur athygli á því,”
sagði Skúli, ,,að nú er mikið grobbað
af mikilli laxagengd í öllum ám, svo
að veiðimet eru sett á hverju ári.
Veiðin í ánum í fyrra byggðist á því
sem í þær var sett 1976. Frá Laxalóni
voru árið 1976 sett seiði í 46 ár lands-
ins og það er meirihluti þeirra áa sem
fiskrækt fer fram í. Meðal jteirra eru
Borgarfjarðarámar, til dæmis Þverá
þar sem sett var algert landsmet í
aflabrögðum á stöng. Og ég hef ekki
heyrt talað um neinn sjúkdóm í þeim
laxi sem fram til þessa hefur verið
dreginn á land á Islandi. Hver og einn
getur svo borið þennan árangur
saman við endurheimtur seiða úr
Kollafjarðarstöðinni,” sagði Skúli.
,,Það sem verst er að nú er svo
komið að ísland er komið á alþjóða-
skrár yfir það hvar ákveðnir fisksjúk-
dómar hafa fundizt, þó þeir hafi
aldrei verið til hér. Þetta er alvarlegt
mál og getur dregið dilk á eftir sér.
Það er t.d. bann við því að flytja inn
Ferðamönnum fækkar
— Bæði innlendum og erlendum
Ferðamannastraumur til landsins,
bæði íslendinga og útlendinga, er
heldur að dragast saman miðað við
sama tíma i fyrra, skv. skýrslum
Útlendingaeftirlitsins.
í marzmánuði nú komu 3355 íslend-
ingar til landsins og 3124 útlendingar,
eða samtals 6479 manns, á móti sam-
tals 7782 í marz í fyrra, þar af 4489
íslendingum og 3293 útlendingum.
TU marzloka nú hefur ferðamönnum
hingað fækkað um 2.241 miðað við
fyrstu 4 mánuði síðasta árs.
Að vanda voru Bandaríkjamenn
fjölmennastir aökomumanna í marz-
mánuði nú, 1.268, þá Bretar, Vestur-
Þjóðverjar og Norðurlandabúar. AUs
komu hingað ferðamenn frá 41 landi.
Aðeins einn ferðamaður kom frá
hverju eftirtaldra landa: Bolivíu, írak,
Líbíu, Marokkó, Panama, Sierra
Leone og einn var ríkisfangslaus.
- GS
silung frá Danmörku til Bandaríkj-
anna, vegna sjúkdóma sem í dönsk-
um sUungastofni hafa sannanlega
fundizt,” sagði Skúli.
Skúli sagði að nú þegar hefði
honum borizt pantanir á regnbogasil-
ungshrognum fyrir á 2. hundrað
milljónir króna og gæti hann selt alla
framleiðslu sína mörg ár fram í tím-
ann. ,,Ég hef enga möguleika til að
uppfylla nema lítið brot af þeim
óskum um regnbogasUungshrogn
sem borizt hafa. Pantanirnar eru frá
fyrirtækjum sem keypt hafa hér
hrogn undanfarin ár og vita því að
þeir eru að kaupa hrogn af alheil-
brigðum og hraustum stofni. Nýir
kaupendur bætast svo stöðugt í hóp-
inn eða vilja bætast í hópinn,” sagði
Skúli.
„Málið allt er hryllilegt. Þess
vegna fagna ég því að það skuli nú
upp tekið á Alþingi og eiga þar skUn-
ingi að mæta. En það er enginn botn
kominn í framtíð þessa máls hér á
landi. Það sem gert hefur verið hefur
skaðað þjóðfélagið um milljónatugi
svo vægt sé til tekið, sennUega millj-
ónahundruð.” -ASt.
Skúli Pálsson á Laxalóni með einum
starfsmanna sinna.
DB-mynd RagnarTh.
BLEIKJUSEIÐI
OLLISTÍFLUNNI
Þeir urðu heldur betur undrandi
starfsmenn Sigurplasts 1 Dugguvogi 10
þegar þeir komust fyrir stíflu sem orðið
hafði í kælivatni á einni af vélum verk-
smiðjunnar. Stiflan reyndist stafa af
bleikjuseiði sem hafði endað sitt ævi-
skeið þarna i leiðslunum og þá væntan-
lega eftir langt og strangt ferðalag i
gegnum vatnskerfi höfuðborgarinnar.
Hörður Ijósmyndarí festi seiöið á mynd
í hendi eins af starfsmönnum verk-
smiðjunnar.
-GAJ