Dagblaðið - 06.04.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 06.04.1979, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979. Arður til hluthafa Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Samvinnubanka íslands h.f. þann 24. marz s.l., greiðir bankinn 10% arð p.a. af innborguðu hlutafé fyrir árið 1978. Greiðsla arðs af nýjum hlutabréfum fer fram þegar þau eru að fullu greidd og hafa verið gefin út. Arðurinn er greiddur í aðalbankanum og útibúum hans gegn framvísun arðmiða ársins 1978. Athygli skal vakiri á því að réttur til arðs fellur niður, sé hans ekki vitjað innan þriggja ára frá gjalddaga. Reykjavík, 26. marz 1979. Samvinnubanki íslands h.f. Allar vörur til skíöaiðkana Atomic skíði Salomon bindingar Byrjendaskíði á kr. 7.620.- Skíðastafir — hanskar Gleraugu Opið frá kl. 10-12 og 1-6 Opiðá laugardögum til ki. 4. Sportmarkaðurmn Grensásvegi 50 — Sími 31290 —Breið snjódekk—i G-60-14 ásamt 165x13 BR. 78x13 B. 78x14 DR. 78x14 ER. 78x14 195/75R x 14 205/70RX 14 FR. 78x14 HR. 78x14 600 x 15 F. 78x15 FR. 78x15 GR. 78x15 HR. 78x15 LR. 78x15 Póstsendum Nýkomin amerísk dekk á mjög hagstæðu verði GÚMMÍViNNUSTOFAN SKiPHOL Ti 35 - SÍMI31055 Liðsmannafundur Baráttuein- ingar og samfylkingar 1. maí. á Hótel Esju 2.hæð í kvöld kl. 20:30. Fundarefni: 1. Af hverju samstarf? Ávörp 2. Starfið fyrir 1. maí 3. Skemmtiatriöi Fjölmennið Stj6rnin. Dagblað án ríkisstyrks DB Um frumvarp Þorvalds Garðars ERRETTAÐ ÞRENGJA FÓSTUREYÐ- INGALÖGIN? Nýlega mælti Þorvaldur Garðar Kristjánsson fyrir frumvarpi um þrengingu heimilda til fóstureyðinga, þ.e. að félagslegar aðstæður réttlæti ekki fóstureyðingu. Stjórnvöld eigi að mæta félagslegum vanda með öðrum ráðstöfunum en eyðingu lífs. Samkvæmt gildandi lögum er fóstur- eyðing heimiluð af þrenns konar ástæðum, þ.e. í fyrsta lagi af félagsleg- um ástæðum, í öðru lagi af læknis- fræðilegum ástæðum og í þriðja lagi ef. konu hefur verið nauðgað eða hún orðið þunguð sem afleiðing af öðru refsiverðu atferli. Með frumvarpi Þorvalds er lagt til að fella niður, að félagslegar ástæður geti heimilað fóstureyðingu. Dagblaðið hafði samband við nokkra aðUa sem ætla mætti að hefðu skoðun á þessu máli og spurði hvað þeim þætti um þá skoðun að félagslegar ástæður ættu ekki að réttlæta fóstureyðingu. -GAJ- Fjögurra og hálfs mánaðar gamalt fóstur sýgur fingur sinn. „Löggjöfin hefur verið misnotuð” — segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir ,,Ég get ekki annað séð en taka verði félagslegar ástæður til greina,” sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar. „En hins vegar er ég þeirrar skoð- unar að þessi löggjöf hafi verið mis- notuð og þá ekki sízt að ekki hafa verið notuð ákvæði um ráðgjöf og aðstoð sem voru i frumvarpinu. Ég trói þvi, að ef konur hefðu átt kost bæði á ráðgjöf og aðstoð þá hefðu þessi tilfelii orðið færri. Það duga ekki fallegar sam- þykktir á pappírnum ef þær koma aldrei til framkvæma,” sagði Aðal- heiður að lokum. -GAJ- Aðalheiður Bjamfreðsdóttir, formaður Sóknar. „Félagslegar ástæður rétt- læta aldrei fóstureyðingar” — segir sr. Þorvaldur Karl Helgason, æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar „Þaðeral taða guðfræðinga til þessa máls, að f lagslegar ástæður réttlæti aldrei fósti /eyðingu og meginástæðan er sú, að þarna sé verið að gripa inn i sköpunarverk Guðs og það sé verið að afþakka gjöf,” sagði sr. Þorvaldur Karl Helgason, æskulýðsfulltrúi Þjóð- kirkjunnar. „Það er líka fróðlegt að velta fyrir sér skilgreiningunni - á hugtakinu félagslegar ástæður. Þá eiga menn ýfir’- leitt við efnahagslegar ástæður, húsnæði eða e.t.v. nám móður, að þungunin komi óvænt og raski hennar áætlunum. Þá er spurningin hvort félagslegar ástæður séu ekki farnar að ráða ferðinni. Án þess að ég vilji ásaka einn eða neinn sem hefur gengið i gegnum þetta þá hlýtur að skipta miklu máli þegar talað er um rétt móðurinnar til þessa, að við höfum í huga að einstaklingurinn, þ.e. móðirin, er ekki einangraður einstaklingur. Þess vegna ber umhverfinu, þjóðfélaginu að hlaupa undir bagga með þessum einstaklingi og hjálpa honum á allan hátt til að geta eignazt þetta barn. Þess vegna legg ég mesta áherzlu á í sam- • bandi við þessa umræðu að kannað verði hverjar þessar félagslegu ástæður eru og menn beiti kröftum sínum að því að þær geti aldrei orðið ástæða fyrir fóstureyðingu,” sagði sr. Þorvaldur Karl aðlokum. -GAJ- Sr. Þorvaldur Karl Helgason.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.