Dagblaðið - 06.04.1979, Síða 29
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979.
33
SITTLÍTIÐ
AFHVURJU
Kate Bush, söngkonan unga,
hefur ekkert gert að því að fara í
hljómleikaferðalög fyrr en nú,
þrátt fyrir miklar vinsældir. Nú er
hún nýlögð af stað um heimaland
sitt, England, með nýstofnaðri
hljómsveit. í henni er meðal ann-
ars bróðir Kötu, Paddy Bush,
sem leikur á mandólin og syngur.
Meðal annarra i hljómsveit
Kate Bush eru Preston Hayman
trommuleikari og gítaristinn Alan
Murphy. Þeir eru íslandi og ís-
lendingum ekki með öllu ókunn-
ir, því að þeir voru um nokkurt
skeið í slagtogi með Jakobi
Magnússyni. Þeir ferðuðust
meðal annars með honum um
landið í hljómsveitinni White
Bachman Trio og léku inn á
tveggja laga plötu sömu hljóm-
sveitar. Þá var Preston einnig i
Stuðmönnum frægu um nokk-
urt skeið.
Æfingar hjá Kate Bush og
hljómsveit hennar hafa staðið yfir
í nokkra mánuði. Aðeins verða
haldnir ellefu hljómleikar að
þessu sinni.
Hljómsveitin SMOKIE hefur
loksins látið verða af þvi að flýja
frá Englandi vegna skattpíningar.
Þetta hefur staðið til hjá piltun-
um fjórum undanfarín ár. Þeir
eru með vinsælustu tónlistar-
mönnum í Evrópu, sér i lagi i
Vestur-Þýzkalandi, og þiggja
laun samkvæmt þvi.
Smokie fer þó ekki i fótspor
Led Zeppelin og fleiri góðra
enskra hljómsveita og flýr til
Bandarikjanna, hvað þá heldur
að stinga af til Frakklands eins og
Rolling Stones gerðu á sínum
tíma. Hawaii eða Bahama? Nei,
ekki aldeilis. Maneyja á írlands-
hafi varð fyrir valinu.
Allir helztu popparar Kefía-
víkur saman á einni plötu
Keflavík í poppskurn nefnist
hljómpiata sem er að koma út þessa
stundina. Á henni leika og syngja
flestir þeir keflvískir tónlistarmenn
sem frægir hafa orðið á síðari árum.
Þeirra á meðal eru Gunnar Þórðar-
son, Rúnar Júlíusson, Jóhann G.
Jóhannsson, Magnús Sigmundsson,
Jóhann Eiríksson og margir fleiri.
„Við getum orðað það svo að þessi
plata komi út i tilefni þrjátíu ára af-
mælis Keflavíkurbæjar,” sagði
Rúnar Júlíusson útgefandi plötunnar
í samtali við DB. „Nú, og svo er
meðalaldur þeirra sem koma fram
þrjátíu ár, þrjátíu ár eru liðin frá því
að íslendingar gengu í NATO og
þannig mætti lengi telja,” bætti hann
við.
Óvenju hljótt hefur verið um
útgáfu plötunnar Keflavík í popp-
skurn. Þó er engin fljótaskrift á
Meðalaldur tónlistarmannanna sem koma fram á plötunni Keflavik i poppskurn er að sögn út
varð kaupstaður. — Hér eru nokkrir af þeim stóra hópi sem leikur, syngur og semur tónlistina á plötunni.
DB-myndir.
henni heldur hefur hún verið í vinnslu
síðustu mánuði. Tónlistin sem leikin
er er öll ný og hefur ekki verið gefin
út áður. Til dæmis er þar að finna iag
Gunnars Þórðarsonar, Strætin í
Keflavík, sem hann samdi fyrir
Stjörnumessu DB og Vikunnar og
frumflutti þar.
Keílavík í poppskurn er fyrsta
platan sem Geimsteinn, fyrirtæki
Rúnars Júljussonar, sendir frá sér á
þessu ári. Dreifingu annast Steinar
hf.
Erlendu vinsældalistamir
DOOBIE BROTHERS
A TOPPNUM
íBANDARÍKJUNUM
Gloria Gaynor heldur fyrsta sætinu
á enska vinsældalistanum eina vikuna
enn. Nokkur lög eru þó á hraðri
uppleið, sem kunna að ryðja því burtu
áður en langt um líður. Nýjasta
Village People-lagið In The Navy
virðist einna líklegast sem stendur.
Það er þegar komið í fyrsta sæti i
Hollandi og er í öðru sæti í Englandi.
Þá er Art gamli Garfunkel á hraðri
uppleið með lag af nýjustu plötunni
Gloria Gaynor situr enn sem fastast f
fyrsta sæti enska vinsældalistans.
sinni. Hann er nú í sjöunda sæti. Þá er
Sister Sledge til alls líkleg, — lagið
He’s The Greatest Dancer er nú i
tíunda sæti á hraðri uppleið.
Lag ensku nýbylgjuhljómsveitar-
innar Dire Straits, Sultans Of Swing,
heidur áfram að hækka sig á enska
vinsældalistanum jafnt . sem—þeinr
bandariska og kínverska. Skemmst er
þess að minnast þegar lagið var
bannað í enska útvarpinu, BBC, af því
að „of mörg orð eru í textanum” til að
það hefði getað náð vinsældum.
Soldánar svingsins urðu þvi fyrst að
slá i gegn í Bandaríkjunum áður en
þeir fóru að heyrast á öldum ljós-
vakans í Englandi.
í Bandaríkjunum hefur hljóm-
sveitin Doobie Brothers tekið við
toppsætinu af Bee Gees. Þar er í
þriðja sæti ákaflega merkilegt lag, sem
aldrei átti að verða vinsælt, lagið
Music Box Dancer.
Þetta lag var gefið út árið 1974 og
var aldrei ætlað til annars en að verða
leikið í bandariskum útvarpsstöðvum
sem sérhæfa sig i rólegri tónlist. Fyrir
mistök var það sent með nýjum lögum
til rokkstöðvar einnar bandarískrar.
Þar var lagið prófað með öðrum
nýjum og sjá. . . forráðamönnum
stöðvarinnar leizt ágætlega á laglin-
una. — Ævintýrin gerast svo sannar-
lega ennþá.
Þaö er sannkölluö tilbreyting aö sjá ekki Bee Gees I efsta sæti neins af erlendu
vinsældalistunum fimm öðru hvoru. Þessi gamla mynd er af þeim Barry og Robin
Gibb, þar sem þeir leiða hálfbróður sinn Brian á milli sin.
Vinsælustu litlu plöturnar
F ENGLAND
1. (1) 1WILL SURVIVE
2. (7) IN THE NAVY Village People
3. (3) SOMETHING ELSE Sid Vicious/Sex Pistols
4. (12) COOL FOR CATS
5. (5) 1 WANT YOUR LOVE Chic
6. (9) SULTANS OF SWING
7. (20) BRIGHT EYES
8. (14) TURN THE MUSIC UP .. Players Association
9.(2) LUCKY NUMBER
10. (23) HE'S THE GREATEST DANCER .. . Sister Sledge
BANDARÍKIN
1. (2) WHAT A FOOL BELIEVES
2. (1ITRAGEDY
3. (9) MUSIC BOX DANCER Frank Mills
4. (7) KNOCK ON WOOD
5. (6) SULTANS OF SWING
6. (3) DA YA THINK l'M SEXY
7. (4) 1 WILL SURVIVE
8. (8) EVERY TIME1THINK OF YOU
9. (12) HEART OF GLASS
10. (10) LADY
HOLLAND
1. (5) IN THE NAVY
2. (1) FIRE
3. (2) LAY YOUR LOVE ON ME
4. (3) SHAKE YOUR BODY
5. (7) LUCKY NUMBER
6. (4) CHIQUITITA ABBA
7. (6) TRAGEDY
8. (12) AMERICAN GENERATION
9. (11) RUTHLESS QUEEN
10. (10) MAMA LEONE
HONG KONG
1. (3) 1JUST FALLIN LOVE AGAIN
2. (1) TRAGEDY
3. (8) LOTTA LOVE Nicolette Larson
4. (5) SULTANS OF SWING
5. (14) MUSIC BOX DANCER
6. (2) MACHO
7. (4) Y.M.C.A
8. (9) 1 WILL SURVIVE
9. (6) A LITTLE MORE LOVE .. Olivia Newton-John
10. (7) ANAK (CHILD)
VESTUR — ÞÝZKALAND
1. (1) Y.M.C.A
2. (3) CHIQUITITA ABBA
3. (2) SANDY
4. (4) 1WAS MADE FOR DANCING
5.(11) BABY IT'S YOU
6. (7) TOO MUCH HEAVEN
7. (10) WE'LL HAVE A PARTY TONITE ....
8. (5) DA YA THINK l’M SEXY
9. (6) KISS YOU ALL OVER Exile
10. (9) ACCIDENT PRONE