Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.04.1979, Qupperneq 5

Dagblaðið - 10.04.1979, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979. 5 Seldu ísf irðingum ónýta olíumöl: „Yfir 40 millj- ónum var kastað á glæ” —segir f orseti bæjarst jórnar á ísafirði Bæjarsjóður Isafjarðar kastaði yfir fjörutíu milljónum á glæ í kaupum á olíumöl frá Olíumöl h.f. í fyrra, sagði Guðmundur H. Ingólfs- son, forseti bæjarstjórnar á Isafirði, í umræðum á bæjarstjórnarfundi þar fyrir skömmú. Fyrir fundinum lá að ræða niður- stöður rannsóknar Rannsóknarstofn- unar byggingariðnaðarins á olíumöl- inni, sem kaupstaðurinn hafði keypt til að binda með götur. Tvð sýni voru tekin til rannsóknar sl. haust og fjögur í febrúar sl. Niðurstaöan varð sú, að sögn Vestfirzka fréttablaðsins, að fimm sýni reyndust ónothæf í bundið slitlag og það sjötta var mjög slæmt. Viðloðunin var ekki nema um 20 gráður, en olíumöl er talin góð ef viðloðuner80—lOOgráður. Guðmundur H. Ingólfsson sagði á bæjarstjórnarfundi vestra fyrir skemmstu að þarna hefði yfir fjöru- tíu milljónum verið kastaö á glæ með olíumalarkaupunum og víst væri að bæjarfélagið þyldi ekki mörg áföll af þessutagi. -ÓV. Samvinnuskólinn: Fyrirtæki stof nuð og rekin — vandamál mannlegra sam- skipta leyst á námskeiðum Framleiðslufyrirtæki eru stofnsett og starfrækt af þátttakendum í nýjustu námskeiðum Samvinnuskólans í Bifröst. Við stofnun og rekstur slíkra fyrir- tækja koma fyrir margvísleg stjórn- unarvandamál, bæði á tæknilega sviðinu og í mannlegum samskiptum. Fyrsta námskeið af þessari gerð var haldið í ' marzmánuði síðasdiðnum undir handleiðslu tveggja kennara frá danska samvinnuskólanum. Heita þeir Jytte Hinerup og Helge Olesen. Tókst námskeiðið afbragðsvel, að sögn þátt- takenda og kennara Samvinnuskólans að Bifröst. Tuttugu og átta verzlunarstjórar kaup- félagsverzlana hvaðanæfa af landinu sóttu námskeið sem haldið var síðari hluta marzmánaðar. Var þá haldið öðru sinni hið nýstárlega stjórnunar- námskeið og þá af kennurum Sam- vinnuskólans í Bifröst. Á þessu verzl- unarstjórnarnámskeiði var einnig kennd skiltagerð og útstillingar, skipu- lagning verzlana, pantanir og birgða- hald, notkun innkaupasöluskýrslna, kassauppgjör, vinnuskipulag og fleira. Leiðbeinendur á síðastnefnda nám- skeiðinu voru þrír kennarar Samvinnu- skólans, þeir Sigurður Sigfússon, Þórir Þorvarðarson og Þórir Páll Guðjóns- son, sem' hefur umsjón meðn ám- Nokkrir þátttakendur á einu stjórnunarnámskeiði Samvinnuskólans i BifrösL skeiðahaldi skólans. Mynd: Sig. Sigfússon. -BS. Á síðastliðnu ári var tekin upp sú nýbreytni í starfsemi skólans að farið var að halda námskeið fyrir starfsfólk samvinnuhreyfingarinnar i landinu. Aðallega hafa verið haldin slík námskeið fyrir fólk sem starfar við verzlun. Einnig hafa verið haldin námskeið fyrir félagskjörna endur- skoðendur. ivláttur góðra auglýsinga er mikill. Það myndi sannast áþreifanlega ef vissar verzlanir hengdu upp auglýsingaskilti eins og það sem sjá má lengst til vinstri á myndinni af þátttakendum i gerð auglýsingaskilta i Samvinnuskólanum. Mynd: Sig. Sigfússon. Fjörutíu námskeið hafa verið haldin á undanförnum 11 mánuðum með um eitt þúsund þátttakendum. Bæði eru þetta kvöldnámskeið sem haldin hafa verið úti í félögunum og lengri nám- skeið sem haldin hafa verið í Bifröst. Skólanemar og kennarar nú í f iskvinnslu — því landburður er af fiski á Eskifirði Landburður af fiski er nú á Eski- firði og kemur sér vel að unglingar og kennarar eru komnir i langt páskafrí svo nóg er af fólki til móttöku í hrað- frystihúsinu. Allir unglingar sem fermdir voru í fyrra fá vinnu og eru þeir ánægðir með að losna úr skólan- um og vinna sér inn peninga. Hólmatindur kom í morgun með 130—140 tonn eða fullfermi. Voru um 100 tonn af þorski i því en hitt ufsi ogkarfi. Hólmanesið kemur á miðvikudag. Var það búið að fá 140 tonn í morgun. Minni bátarnir fiska einnig ágæt- lega, t.d. var Sæljónið búið að fá 500tonnfrá áramótum en fékk í fyrra 490 tonn á allri vertíðinni til 11. maí. Tvö mjölskip koma í dag og taka um 1100 tonn af mjöli. Blásari annarrar vélasamstæð- unnar í loðnubræðslunni bilaði á sunnudaginn. Gengur verksmiðjan nú með hálfum afköstum. Bræðsla er langt komin, en þó eftir að bræða öll bein sem safnazt hafa frá áramótum. Eskfirðingar mega því búa við vondu peningalyktina ennþá í hálfan mánuð. Stanzlaust hefur verið brætt frá 22. janúar í vetur. Regina/ASt. Járninganaglbítur stærð Járningahamar stærð: n- l= koparlásar hófhlífar Verzlið hagkvæmt Póstsendum Laugavegi 13 Sími13508

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.