Dagblaðið - 10.04.1979, Síða 7

Dagblaðið - 10.04.1979, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979. 7 Óskarsverdlaunin voru afhent ínótt Coming Home og The Deer Hunter hlutu flest verölaun Mótmæli fyrirutan leikhúsiö vegna The Deer Hunter Kvikmyndin The Deer Hunter með leikarann Robert De Niro í aðalhlut- verki hlaut óskarsverðlaunin í ár. At- höfnin fór fram í Los Angeles í nótt og hófst klukkan tvö að íslenzkum tíma. Það var gamla kúrekahetjan John Wayne, sem afhenti verðlaunin og hlaut frábærar viðtökur er hann gekk fram. Leikkonan Jane Fonda hlaut óskars- verðlaunin sem bezta leikkona í aðal- hlutverki,' fyrir. hlutverk sitt í kvik- myndinni Coming Home. Hún flutti ræðu sína á fingramáli og sagði meðal annars að hún væri mjög glöð að fá þessi verðlaun. Hún kvað myndina Coming Home vera sér ákaflega hug- leikna, bæði vegna efnisins og ekki síður vegna þess að hún hefði kynnzt svo stórkosdegu fólki við gerð myndar- innar. — Þar átti leikkonan við þann hóp fólks, sem slasaðist í Vietnam- stríðinu og hlaut örkuml af. Óskarsverðlaunin fyrir aðalhlutverk karla féllu Jon Voight í skaut. Hann lék sömuleiðis í kvikmyndinni Coming Home — hetju, sem kemur heim úr striðinu í hjólastól. Kvikmyndin Coming Home hlaut sömuleiðis óskarsverðlaunin fyrir bezta handrit ársins. The Deer Hunter hlaut ekki síður mörg verðlaun en Coming Home. Auk þess að vera verðlaunuð sem bezta kvikmynd ársins, hlaut Michael Cimino leikstjóri óskar fyrir sitt fram- lag. Þetta er aðeins önnur kvikmyndin sem hann leikstýrir. The Deer Hunter hlaut einnig verð- laun fyrir beztu klippingu og beztu hljóðupptöku. Kvikmyndalag ársins varð lagið Last Dance úr kvikmyndinni Thank God It’s Friday, sem Stjörnubíó tekur ein- mitt til sýninga nú um páskana. Bezta kvikmyndatónlistin var að dómi bandariku kvikmyndaakademíunnar í myndinni Midnight Express. Hún er eftir Giorgio Moroder. Bezta endurútsetning á kvikmynda- tónlist er í kvikmyndinni Buddy Holly Story. Leikarinn, sem fer með hlutverk Hollys í myndinni, hlaut tilnefningu til óskarsverðlauna sem leikari í aðalhlut- verki, en varð ekki heppinn að þessu sinni. Leikarinn og leikkonan, sem hlutu verðlaun fyrir bezta leik í aukahlut- verki voru þau Christopher Walken (The Deer Hunter) og Maggie Smith (California Suite). Kvikmyndin The Deer Hunter er af mörgum talin full af kynþáttafordóm- um. Hún gerist að hluta í Vietnam og eru framleiðendurnir taldir mála full svarta mynd af íbúum þess lands. Nokkur mótmæli urðu fyrir utan leik- húsið þar sem verðlaunin voru afhent og voru meðal annars þrettán manns handteknir. Kvikmyndaleikkona ársins, Jane Fonda, var spurð álits á The Deer Hunter. Hún sagðist ekki hafa séð myndina sjálf, en einmitt á þeirri , stundu væru margir vinir sínir fyrir utan að mótmæla myndinni. Þeir teldu | The Deer Hunter ómannlega og draga i upp ranga mynd af Vietnam og íbúum | þess lands. 1 Myndin Death On The Nile — jóla- mynd Regnbogans — hlaut ein verð- laun; fyrir beztu leikbúninga. Deer Hunter hlaut fern óskarsverðlaun, meðal annars sem bezta kvik- myndin og fyrir beztu leikstjórnina. Sir Laurence Olivier og Gregory Peck i hlutverkum sinum f myndinni Boys From Brazil. Olivier hlaut sérstök heiðursverð laun fyrir framlag sitt til kvikmynda undanfarna tjöra áratugi. Superman fékk aðeins ein verðlaun; fyrir tæknibrellur. fyrir leik Að sögn heimildarmanns Dag- blaðsins í Los Angeles fór verðlaunaaf- hendingin vel fram, án nokkurra óvæntra atburða. Stærsta stund kvöldsins var þegar Sir Laurence Olivier tók við sérstökum heiðursóskar fyrir framlag sitt til kvikmynda á síð- ustu árum. Hann vann óskar fyrir bezta leik í kvikmynd árið 1948, og var tilnefndur til verðlauna að þessu sinni. Hann varð að láta í minni pokann fyrir Jon Voight, en fékk þó heiðursverð- launin. Þá var John Wayne sérstaklega vel fagnað er hann steig fram til að af- henda óskarinn Ul beztu kvikmyndar ársins. Hann var nýlega skorinn upp við krabbameini og tekinn burtu hluti af maga hans. - ÁT / Sigurjón Sighvatsson ásamt Peter Austin í Los Angeles Coming Home — Jane Fonda og Jon sinn f myndinni. TILNEFNINGAR TIL SJÖ VEIGAMESTU VERDLAUNA Bezta kvikmyndin Eftirtaldar fimm kvikmyndir voru útnefndar til óskarsverðlauna i ár: Coming Home The Deer Hunter Heaven Can Wait Midnight Express An Unmarried Woman Bezta leikkona Leikkonurnar, sem komu til álita sem óskarsverðlaunahafar að þessu sinni, voru þessar: Ingrid Bergman (Autumn Sonata) Ellen Burstyn (Same Time Next Year) Jill Clayburgh (An Unmarried Woman) Jane Fonda (Coming Home) Geraldine Page (Interiors) Bezti leikari Þessir leikarar þóttu standa sig bezt í hlutveikum sínum frá því er siðustu óskarsverðlaun voru afhent: Warren Beatty (Heaven Can Wait) Gary Busey (The Buddy Holly Story) Robert De Niro (The Deer Hunter) Laurence Olivier (The Boys From Brazil) Jon Voight (Coming Home) Bezta leikkona í aukahlutverki Leikkonurnar í aukahlutverkum, sem helzt komu til álita fyrir verð- launaafhendinguna í nótt: Dyan Cannon (Heaven Can Wait) Penelope Milford (Coming Home) Maggie Smith (California Suite) Maureen Stapleton (Interiors) Meryl Streep (The Deer Hunter) Eftirtaldir leikarar í aukahlutverk- um voru útnefndir til verðlauna: Bruce Dern (Coming Homc) Richard Farnsworth (Comes A Horseman) John Hurt (Midnight Express) Christopher Walken (The Deer Hunter) Jack Warden (Heaven Can Wait) Bezti leikstjóri Þessir fimm leikstjórar bitust um óskarsverðlaunin í nótt: Hal Ashby (Coming Home) Michael Cimino (The Deer Hunter) Warren Beatty & Buck Henry . (Heaven Can Wait) Woody Allen (Interiors) Alan Parker (Midnight Express) Bezta lag í kvikmynd Eftirtalin fimm lög hlutu útnefningu til óskarsverðlaunanna í ár: Hopelessly Devoted To You — Grease Last Dance — Thank God It’s Friday Thc Last Time I Felt Like This — Same Time Next Year Ready To Take A Chancc Again — Foul Play When You’re Loved — The Magic Of Lassie Bezti leikari í aukahlutverki

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.