Dagblaðið - 02.05.1979, Síða 1
5. ÁRG. - MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ1979- 98. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÍJLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 1 l.-AÐALSÍMI 27022.
SEX ESKFIRDINGAR
DRUKKNUÐUIFYRRINÓTT
— bátur þeirra, Hrönn SH149, sökk skyndilega innan Vattarness í Reyðarfirði
Sex menn frá Eskifirði fórust
fyrrinótt er skip þeirra Hrönn SH
149, 41 lestar eikarbátur smiðaður
1956, fórst þá er það var komið
nokkuð inn fyrir Vattarnes í Reyðar-
firði á leið frá Breiðdalsvík heim til
Eskifjarðar. Sendu skipverjar út
neyðarkal! kl. 22.55 á mánudags-
kvöldið og beindu kallinu til annars
báts, m.b. Magnúsar frá Neskaup-
stað, sem var skammt undan.
Skipverjar á Magnúsi og Sigurður
Úlfarsson bóndi í Vattarnesi höfðu
séð bátinn og liðu ekki nema 15—20
mínútur þar til Magnús var kominn á
þann stað er Hrönn sökk. Fannst þar
þegar margs konar brak út bátnum
en ekkert lífsmark.
Félagar i SVFÍ deildinni Brimrún á
Eskifirði voru mjög fljótir á vett-
vang, 15—20 menn komnir til starfa
10 mínútum eftir að neyðarkallið
barst.
Fimm bátar frá Neskaupstað og
tveir frá Reyðarfirði hófu leit ásamt
Magnúsi og síðar kom varðskipið Týr
til leitar og gæzluvélin í birtingu.
SVFÍ menn frá Eskifirði hófu leit
með norðanverðri strönd Reyðar-
fjarðar en Reyðfirðingar leituðu
sunnanmegin.
Eftir að skip höfðu komið á slys-
staðinn og fundið brakið, lestarlúg-
ur, lunningabrot, brak úr lúkar, neta-
hringi, belgi, bjarghringi o.fl. þótti
ljóst að óþarft væri að leita á stóru
svæði með ströndinni að einhverju er
úr bátnum ræki. Var aðstaðan og
erfið, um eða yfir 8 vindstig, sjógang-
ur talsverður og ísing mikil bæði út á
sjó og í fjörum.. Yfirumsjón með
leitinni hafði Skúli Magnússon for-
maður Brimrúnar.
Um hádegi í gær fannst lík eins
skipverjanna, Stefáns V. Guðmunds-
sonar stýrimanns. Það var mb. Vota-
berg sem fann líkið um hálfa mílu SV
af Skrúð. Á sömu slóðum og jafnvel
talsvert sunnar fundust netaflot-
hringir og þykja straumar hafa haft
mjög mikil áhrif árek þessara hluta.
í nött voru björgunarsveitarmenn
til skiptis meðfram allri strandlengj-
unni frá Vattarnesi til Stöðvarfjarð-
ar.
í morgun var varðskip og fjórir
bátar við leit strax í birtingu en þegar
mest var voru 14 skip og fiugvél við
leit í gær.
Ekkert er með vissu vitað um hver
orsök slyssing er. Á það er bent að is-
ing var þarna mjög mikil og þegar inn
fyrir Vattarnes er komið breytist
stefna skipsins gagnvart vindátt og ís-
ingarátt.
—ASt/Regína, Eskifirði.
íslendingar í átökum
vjð danska ,raggara’:
Ábatavegi
eftir hníf-
stungu íkvið
„Þetta hefur ekkert komið til kasta
sendiráðsins nema hvað við lásum urn
árásina og batahorfur piltsins í blöðum
hér,” sagði ritari í íslenzka sendiráðinu
í Kaupmannahöfn, er hann var inntur
nánar eftir árás danskra ,,r.iggara”
(óróa- og árásarseggja) á hóp íslcnd-
inga á skemmtistað i Höfn sl. laugar-
dag.
Lyktaði átökunum með því að einn
íslendinganna var stunginn í kvið með
hnífi, en er nú úr lífshættu og á góðum
batavegi á sjúkrahúsi.
Upptökin urðu á dansleik og
forðuðu landarnir sér fljótt þaðan.
Sátu þá ' rggararnir fyrir þeim með
fyrrnefndum afleiðingum. F.r á slysa-
varðstofu.ia kom, réðust rjgg.irarnir
enn til atlögu, en lög-eglun skarst í
leik-nn ogstuggaði þeim á brott án þc^s
að I undtaka nokkurn þeirra. í viNur-
eigninni handleggsbrotnaði einn
r iggaranna og fékk að auki heilahrist-
ing. -GS.
Olíustyrkur
tvöfaldaður
Rikisstjórnin hefur ákveðið að tvö-
falda olíustyrk vegna húshitunar, að
sögn Svavars Gestssonar viðskiptaráð-
herra í morgun.
Auknar skatttekjur rikisins vegna
hækkunar verðs á bensini og olíu munu
ganga til þess meðal annars. Þá verður
felldur niður söluskattur af gasolíu,
sem kostar ríkið 250 milljónir.
Nokkurri fjárhæð verður einnig varið
til orkusparandi ráðstafana. Svavar
sagði, að alls mundu fara um 1200
milljónir í framangreinda þætti.
Bensinverðið hefði enn ekki verið
nákvæmlega ákveðið en yrði liklega um
260krónurá lítra. -HH.
Albert slær loks framboðinu föstu
,,Ég hefákveðið aðgefa kost ámér
í framboði til formanns á landsfundi
flokksins,” sagði Albert Guðmunds-
son í viðtali við DB í morgun.
,,Ég tel að það sé lýðræöislegum
vinnubrögðum hættulegt að hefta
flokkinn i viðjar gamalla hefða,”
sagði Albert. „Slíkar viðjar seinka
eðlilegri þróun, sem samrýmist kröf-
um nýrra tima hverju sinni,” bætti
hann við.
Með framboði sínu hyggst Albert
losa um þessar viðjar, ef hann nær
kjöri.
Þetta framboð Alberts á sér
nokkurn aðdraganda eins og DB
hefur greint frá. Siðast i gær mun
Ingólfur Jónsson á Hellu, hafa verið
hvatamaður að tilraunum til sam-
komulags í fiokknum á milli
stuðningsmanna Geirs Hallgrims-
sonar og Alberts Guðmundssonar.
Þær tilraunir báru ekki árangur.
Hefur Albert nú lýst því yfir, að hann
bjóði sig fram i stöðu flokksfor-
manns á landsfundinum. Verða þá að
minnsta kosti tveir menn í kjöri, þeir
Albert og Geir.
Þá er vitað um tvö framboð i stöðu
varaformanns, þeirra dr. Gunnars
Thoroddsen og Daviðs Oddssonar og
scnnilega býður Matthias Bjarnason
sig fram að auki.
-BS.
l.maí:
Fámenn hátíðahöld í
^ kuldastrekkingi
Þeirsemfórust
Þeir sem fórust með Hrönn SH
149, allir frá Eskifirði:
— Jóhannes Steinsson skip-
stjóri, Túngötu 6, fæddur 16.9.
1935. Hann átli konu og tvö
börn, 21 og 15 ára.
— Eiríkur Bjarnason, vélstjóri,
Bakkastíg 5, fæddur 28.2. 1942.
Hann átli konu og tvö börn, 18
og lOára.
— Stefán V. Guðmundsson,
stýrimaður, Bakkastig 9A, fædd-
ur 9.6. 1927. Ókvæntur en sá
fyrir fatlaöri aldraðri móður.
— Kjartan Ólafsson, háseti,
Túngötu 5, fæddur 5.12. 1947.
Ókvæntur og bjó hjá foreldrum.
— Sveinn Eiriksson, háseti,
Fossgötu 3, fæddur 6.8. 1942.
Bjó i foreldrahúsum.
— Gunnar Hafdal lngvarsson,
háseti, Dölum í Hjaltastaðaþing-
há, fæddur 18.3. 1929. Hefur bú-
ið á Eskifirði s.l. 2 ár. Ókvæntur
og barnlaus.
Sjöundi skipverjinn fórafskip-
inu á Breiðdalsvík er það hætti
róðrum þar nú. Hafði hann keypt
sér bíl og ók suður til Reykjavikur
þar sem hann býr.
—ASt/Regina, Eskifirði.
Menn voru sammála um, að aldrei
hefðu færri tekið þátt í kröfugöngum
og útifundum í Reykjavik í gær, 1.
maí. Enda hafði einhver það á orði,
að það væri bara ekki hægt að standa
í verkalýðsbaráttu i svona kulda!
Einstaka harðir baráttumenn létu
þó ekkert bíta á sig og hér er Pétur
Pétursson að halda ræðu i hífandi
roki á Hallærisplaninu á fundi
„Sameiningar 1. maí”. Pétur álti svo
að tala á fundi Rauðrar verkalýðs-
einingar, en þegar hann kom í
Miðbæjarskólaportið voru allir
farnir heim til sín.
-HP/DB-mynd Bjarnleifur.
sjá „Fram þjáðir menn á þremur stöðum” á bls. 6-7
I