Dagblaðið - 02.05.1979, Síða 7

Dagblaðið - 02.05.1979, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MAl 1979. 7 einn innifund óvart i gær. Utifund- irnir fóru prýðilega fram, nema hvað einn anarkisti hrópaði skammaryrði í portinu í Miðbæjarskólanum og var auk þess áberandi ölvaður. Þeir seldu þar blað, baráttumálum sínum til stuðnings, en mér fannst þaðsvolítið skrýtið, að Coca-cola auglýsing prýddi baksíðu blaðsins. En ég verð lika að játa það, að ég er hvorki vel að mér i anarkistafræð um, néauglýsingapólitik Coca-cola. Pétur Pétursson var maður dagsins og sótti færri fundi en hann vildi. Pétur talaði á Hallærisplaninu yfir „Marxistum og Stalinistum”,sem ég kýs að hafa innan gæsalappa af þvi að ég veit ekki betur og sagði sögur af Rauðhettu og úlfinum og við Bjarn- leifur hlógum svo mikið að við vorum að drepast. Bjarnleifur hefur þann sið að slá menn á bakið ef honum finnst eitt- hvað fyndið og það hélt í inér lifinu í kuldanum í gær. „Hótel Borg..." . . . sagði Bjarnleifur og hortði ibygginn í allar áttir þegar mér hafði loksins tekizt að koma honum í skiln- ing um, að ég yrði að fá eitthvað heitt í magann. Þjónninn horfði þannig á okkur Bjarnleif að við „værum í lagi” og þess vegna fengum við afgreitt það sem við báðum um: „Kaffi og koniak á okkar reikning” og þeir eftirlits- menn sem lesa þessar linur verða bara að horfast i augu við þá stað- reynd, að við Bjarnleifur munum aldrei gefa það upp hvenær við vorum á Hótel Borg né heldur hver bar okkur þann forboðna drykk, sem er kaffi og koníak, i kulda og frosti i Reykjavík. Það verður bara að hafa það. Áður en ég vissi af, vorum \ið komnir i hörkuumræður um •ang lifsins og það sem fyrir lægi hjá mér, hlutur, sem er erfitt að tjá sig um \ n' mér eldri mann og miklu reyndari. Börn. Bjarnleifur hló bara og sló á bakið á mér. Ekki kvarta ég. Svo allt í einu hóf Einar Karl Haraldsson sem er „kommi” upp raust sína í hljóðnema og þar með vorum við lentir á einum fundinuni enn. Og ekki neinum smáræðisfundi. Hvorki nteira né minna en „árlegum fundi okkar sem stóðum i þessuni sporum í fyrra” — fundi og Bjarnleifur sagði alltaf af og lil: ,,Hann var góður þessi.” Höfði í Höfða höfðu borgarstjórnarfull- trúar boðið til sín verkamönnum og starfsmönnum Rcykjavikurborgar scm voru, búnir að \inna i 50 ár cða meira. Bjarnleifur var óskaplega hrifinn og ég lika. Þetta var I. mai. -Pólursson.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.