Dagblaðið - 02.05.1979, Qupperneq 8
8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MAl 1979.
Leonid Brésnef mataðist aðeins með skeið i veizlu sem haldin var f siðustu viku til
heiðurs Frakklandsforseta.
TEFIA VEIKINDI
BRÉSNEFS LOK
SALTSAMNINGA?
Versnandi heilsufar Leonid
■Brésnefs forseta Sovétríkjanna hefur
að undanförnu valdið æðstu
mönnum í Washington nokkrum
óróa og ótta um að sjúkleiki hans
gaeti valdið töfum á frágangi hinna
svonefndu Saltsamninga. Þeir fjalla
um takmörkun kjarnorkuvopna í
heiminum.
Áður var hugmyndin að bíða með
lokafrágang Salt II þar til á fundi
forsetanna Leonid Brésnefs og
Jimmy Carters. Bandaríkjamenn
hafa nú farið fram á að gengið verði
frá öllum atriðum samninganna áður
en þjóðarleiðtogarnir hittast. Munu
Sovétmenn hafa fallizt á þá beiðni,
sem mun fram komin vegna lélegs
heilsufars Brésnefs forseta.
Hann mun hafa gengið óstuddur
upp á grafhýsi Lenins við 1. maí-
hátiðahöldin í Moskvu í gær. Þó mun
forsetinn hafa farið sér mjög hægt.
Að sögn franskra fréttamanna, sem
sáu Brésnef við heimsókn Valery
Giscard d’Estaing forseta Frakklands
til Moskvu í fyrri viku, er Brésnef
jorðinn mjög hrumur líkamlega.
Sögðu þeir hann hafa látið mikið á
,sjá siðustu tvö árin. Notaði hann
aðeins skeið við matborðið í veizlu
sem haldin var Frakklandsforseta til
heiðurs.
Indónesía:
ÁTTATÍU FAR-
AST í ELDGOSI
—auk þess tugir slasaðir í öðru
eldgosinu sem ríður yf ir Indónesíu
f rá áramótum
Að minnsta kosti áttatiu manns
fórust í eldgosi á Vestur-Sumatra í gær.
Vitað er auk þess um nokkra tugi sem
slösuðust og óttazt er að tala látinna
eigi eftir að hækka. í eldgosinu, sem
varð í fjallinu Merapi sem ekki hefur
látið á sér bæra um langa hríð, brast
'ifln sent var af náttúrurunnar
hetuii. Flóði þá vatn sem verið hafði i
^ignurn niður fjallshlíðina og bar með
sérbjörg ogjarðveg.
Hundruð heimila eyddust og vatns-
flóðið tók með sér sjö þorp, auk þess
sautján brýr og vegi. Fundizt höfðu
sextíu og fimm lík í morgun, auk þess
sem talið var víst að fjórtán aðrir hefðu
farizt, að sögn opinberra aðila. Mörg
líkanna sem fundust voru illa farin.
Höfðu þau grafizt undir aurskriðunum
og vantaði bæði útlimi og höfuð á
mörg líkanna. Lík eins fórnardýranna
barst þrjátíu og fimm kílómetra frá
heimili sínu.
í febrúar síðastliðnum fórust eitt
hundrað og fjörutíu manns af gas-
eitrun, sem barst frá svonefndu Sinila
eldfjalli á Mið-Jövu eftir að þar hafði
gosið. Jarðfræðingar í Indónesiu
benda á að þeir sem fórust í gær hafi
ekki orðið fórnardýr sjálfs eldgossins,
heldur flóðsins sem á eftir kom.
Heimastjórn
Margrét Danadrottning var viðstödd
er Grænlendingar fengu heimastjórn
við hátíðlega athöfn i gær. Danir
hafa ráðið Grænlandi síðan 1721, er
trúboðinn Hans Egede kom þar til
að endurkristna landsbúa.
Finlux
Litsjónvörp
\m
FISHER
Hljómtæki
^____
MallorY
Rafhlöður
ZENITH
ZORKI - KIEV
MYNDAVÉLAR
TEC
STEREO - FERÐAKASS-
ETTUTÆKI MEÐ ÚTVARPI
LW - MW - FM - SW.
MED 4 HÁTÖLURUM
AÐEINS KR. 102.000.-
SJÓNVARPSBÚMN
BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SÍMI27099
SEKONIC
Ljósmælar
W audio
technica
Pickup
Heyrnartól
Astra Music
Útvarpsklukkur
Kvikmyndatöku
Ijós og
Sýningartjöld
Þrifætur
GINO
Ljósmynda
töskur
SPECTRUM
Sjónvarps
leiktæki
SUPER ZENITH
Sjónaukar
Danmörk:
Mikil fækkun
fóstureyðinga
Fóstureyðingar í Danmörku voru
færri í fyrra en nokkru sinni áður síðan
hinn 1. október 1972, þegar þær voru
gefnar frjálsar þar í landi. Fóstur-
eyðingar í fyrra vöru framkvæmdar hjá
19,8 af hverjum eitt þúsund dönskum
konum á aldrinum 15 ára til 49 ára.
. Árið áður var samsvarandi tala 21,7.
Danskir sérfræðingar telja, að jafn-
vægi hafi aftur komizt á fæðingartölur
eftir mikla fækkun á árunum 1975 til
.1977.
Flestar fóstureyðingar voru fram-
kvæmdar í Danmörku árið 1975. Þá
voru slíkar aðgerðir tæplega tuttugu og
átta þúsund en fæðingar tæplega sjötiu
og sex þúsund. í fyrra fæddust um það
bil sextíu og tvö þúsund börn en fóstur-
eyðingar voru rétt tæplega tuttugu og
fjögur þúsund. Er það í fyrsta skipti
síðan árið 1975, að fæðingum fækkar
ekki fráárinu á undan.
1. maí, hátíðisdagur verkalýðsins:
HERMENN í M0SKVU,
VERKALÝÐSFÉLÖG
BÖNNUÐ f M0SAMBIK
Hermenn voru í fyrsta skipti í
hátíðargöngunni á Rauða torginu í
Moskvu á 1. maí hátíðahöldunum í
gær. í Mosambik fyrrum portúgalskri
nýlendu var hins vegar tilkynnt að hér
eftir væri öll starfsemi verkalýðsfélaga
bönnuð. Vinstri menn voru handteknir
í.Istanbul í Tyrklandi, er þeir ætluðu að
hafa bann við kröfugöngum að engu.
Kurt Waldheim aðalritari Sam-
einuðu þjóðanna tók þátt í göngu í
Peking en þar er hann í opinberri heim-
sókn. í Albaníu bar mest á for-
dæmingarspjöldum. gegn Sovétríkjun-
um, Kína og Bandaríkjunum. Hundruð
þúsunda gengu í íran í tilefni dagsins.
Auk þess var einn helzti trúarleiðtogi
landsins drepinn á götu í Teheran í
gærkvöldi. Þykir það bein ógnun við
Khomeini trúarleiðtoga.
Kröfur um meiri atvinnu settu
mikinn svip á kröfugöngur í vestræn-
um ríkjum. Talilð er að ein milljón
manna hafi tekið þátt í fyrstu hátíða-
höldum, sem haldin eru 1. maí á Spáni
síðan hin nýja stjórnarskrá gekk í gildi.
Þar var krafan um rétt verkamanna og
fulla atvinnu efst á blaði.