Dagblaðið - 02.05.1979, Side 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 2. MAt 1979.
frfálst, úhád dagblað
«■ DaglMHð hf.
FtanHivwndastíóri: Svslnn R. EyjóHsson. Rttstjóri: Jónas Kristjónmson.
rittlsstjftrt- Jór. BtrgH Pétursson. Rttstjómsrfultrtjt: Haukur Hstgóson. Skrifstofustjóri ritstjómar
Ifthsnnss RsyfcdsL ijuóttlr. Halur Stmonarson. Aóstoðarfróttasfjórar Attl Statnarsson og 6mar Valdl-
marsaon. Marmkigannól: Aðaktslnn IngóHsaon. HsndrtC Asgrimur Pilsson.
Blsðamsnn: Anna Bjamason. Asgair Tómasson, Bragl Slgufðsson. D6rs Stsfónadóftlr, Gbsur Slgurðs-
son, Gurmlaugur A. Jónsson, HaHur Halbson, Halgl Pótumson, Jónas Hsrsldsson. Ólsfur Qslrsson,
Ólafur Jónsson. Hðnnun: Quðjón H. Pólsson.
gósmyndlr Aml Pó> Jóhannsson, BjamlsHur BjamlsHsaon, Hörður Vlhjólmsson, Ragnar Th. Stgurðs-
son, Svsinn Pormóðason.
Sfcrifstofustjóri: Ólsfur EyjóHsson. Gjaldkarl: Þrólnn PoriaHsson. Sökistjórt Ingvar Svalnsson. DrsHlng-
aratjóri: Mór E.M. Haðdórsson.
Rltst|óm Slóumúla 12. AfgrslSsla. óskriftadsld, sugtýslngar bg skrifstofur Þvsrtiotti 11.
Aðatsknl hlaðskis sr 27022 (10 inurl. Askrift 3000 kr. ó mónuðl Innanlands. I lausaaðki 150 kr. skHaklð.
Satnkig og umbroc Dagblaðlð hf. Stðumóla 12. Mynda- og plðtugarð: Hlmk hf. SMumVóa 12. Prsntun:
Arvakur hf. Skatfunnl 10.
Þeirgimast egg og öl
Egg og ölgerðarefni eiga það sam-
eiginlegt að vera nýjustu fórnardýr til-
rauna í ríkisstjórninni til að láta ríkisj
verzlun taka við af frjálsri verzlun. í
báðum tilvikum eru ráðherrar Fram-
sóknarflokksins að verki, enda hefur sá
flokkur jafnan verið veikur fyrir öflugu
miðstjórnarvaldi.
Hingað til hafa egg verið seld á frjálsum markaði.
Margir framleiðendur hafa selt utan sölusamlaga og
sumir hinna stærstu meira að segja í eigin umbúðum.
Verðþróun eggja hefur verið neytendum hagstæð og
möguleikar á góðum kaupum eru miklir.
Mörgum neytendum finnst hagræði að því að fá
eggin beint heim, án viðkomu í verzlun, auk þess sem
þau eru þá oft ferskari en ella. Öðrum finnst hag-
kvæmt að fylgjast með, hvar eggin eru ódýrust hverju
sinni, og geta í kjölfarið gert betri kaup en ella.
Hið frjálsa sölukerfi hefur verið neytendum og
framtakssömum framleiðendum til gagns. En Stein-
grímur Hermannsson landbúnaðarráðherra hefur ekki
áhuga á hagsmunum þessara stétta. Hann vill, að
Framleiðsluráð landbúnaðarins stjórni eggjasölu og
megi koma á fót einkasölu Sambands eggjaframleið-
enda. Steingrimur er að reyna að fá ríkisstjórnina til að
fallast á ýtarlegt frumvarp um stóraukna miðstýringu
sölu landbúnaðarafurða og stóraukna samfléttun ríkis
og hagsmunastofnana bænda. Samkvæmt frumvarp-
inu eiga alveg að hverfa hin litlu ítök, sem neytendur
hafa í verðlagningu landbúnaðarafurða.
Flokksbróðir Steingríms og sálufélagi í ríkisdýrkun-
inni, Tómas Árnason fjármálaráðherra, hefur fengið
ríkisstjórnina til að leggja fram frumvarp um, að
Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins fái einkaleyfi á inn-
flutningi tilbúinna bruggunarefna, þar á meðal lifandi
gerla.
Markmiðin eru sögð vera annars vegar að draga úr
drykkjuskap og hins vegar að bæta ríkinu tekjutap
Áfengisverzlunarinnar á undanförnum átta mánuðum.
Hið síðara er hin raunverulega ástæða og er eins konar
hefnd í garð neytenda fyrir að hafa ekki látið bjóða sér
síðustu okurhækkun á áfengi.
Enda er líka ánægjulegt að lesa í greinargerð frum-
varpsins, að áfengistekjur ríkisins hafi í fyrra orðið 1,5
milljörðum minni en átt hefði að vera og verði á þessu
ári 3 milljörðum minni en þær eigi að vera. Svoleiðis
eiga neytendur einmitt að svara okurkaupmönnum.
Ekki verður séð, að drykkjuskapur minnki í landinu,
þótt ríkið taki að sér sölu bruggunarefna. Hins vegar
má búast við, að framboðið versni, ef Áfengisverzlun-
in hagar sér eins fábjánalega í innkaupum bruggunar-
efna og hún hagar sér nú í innkaupum léttra vina.
Sum þeirra eru beinlínis hættuleg heilsu manna.
Tekjutapinu gat ríkið svo mætt á auðveldan hátt
með þvi að hækka innflutningsgjöld á bruggunarefn-
um til samræmis við innflutningsgjöld léttra vína. Til
slíks þurfti ekki ríkiseinkasölu. Leiðin, sem ríkis-
stjórnin valdi, sýnir bara ríkisdýrkun hennar og
Tómasar Árnasonar sérstaklega.
Framsóknarflokkurinn hefur aldrei skilið neytenda-
sjónarmið frjálsrar verzlunar. Steingrímur Hermanns-
son og Tómas Árnason eru að feta í fótspor Eysteins
Jónssonar. Spurningin er bara sú, hvort neytendur
áttunda áratugs aldarinnar láta ríkisdýrkendur komast
upp með þetta.
Hin spurningin er svo, í hvaða vörutegundum
arftakar Eysteins Jónssonar ætla næst að níðast á
neytendum.
r
Ekki ofsælir af
mánaðarkaupinu
x
Áróður vinnuveitenda og þeirra
manna á yfírmenn farskipa er í meira
lagi ósvifinn. Þeir kalla yfirmenn
hátekjumenn, nefna svimandi tölur
um tekjur, án þess að segja hvaða
vinna liggur að baki og virðast
vilja jafna okkur við flugmenn.
Áróðurinn beinist markvisst að því
að dæla lygum í almenning til að fá
fordæmingu hans á aðgerðum yfir-
manna.
Þó eru min laun, ég cr 2. stýri-
:maður á byrjunarlaunum 14. flokki,
233.573 kr. á mánuði fyrir 40 stunda
vinnuviku. Ég þykist viss um að
maður sem vinnur í landi 40 stundir á
viku þættist ekki ofsæll af þessum
mánaðarlaunum. Til að öðlast þessi
laun þarf lágmarksmenntun að vera
gagnfræðapróf og 3 vetur í Stýri-
mannaskólanum.
Um yfirvinnu þarf varla mikið að
fjasa því úr henni hefur verið dregið
markvisst. Hún er þó ekki hærra
greidd en það að heyrst hefur frá
útgerðarmönnum að æskilegt sé að
stýrimenn leysi ýmsa hásetavinnu af
höndum, þvi stýrimenn hafa jú lægra
kaup á yfirvinnutíma (lægri skali) en
háseti. Er þetta heilbrigt?
Yfirvinnutíminn er á 2.398 kr. hjá
mér á hærri taxta en 1499 á lægri
taxta. í flestöllum tilfellum er yfir-
vinnan þó unnin utan dagvinnutíma.
Undantekningar eru þegar stýri-
maður vinnur hásetavinnu og örfá
önnur tilfelli. Á lægri taxta er að
meðaltali hjá mér ca 40% og gerir
það meðaltalsyfirvinnutíma á 2.038
kr. Viða er þó hlutfall lægri taxta
mun hærra. Hverjum finnst það
mikið? Til hvers 2 taxtar? Þessu
hefur víðast’verið breytt í einn taxta.
Ósanngjarnt að þeir fái greitt vakta-
álag fyrir vaktavinnu?
Frídagar
Maður sem vinnur i landi, 40
stunda vinnuviku, vinnur ekki um
helgar og á svo auðvitað frí á öllum
tyllidögum fær út úr því alls 115
daga, svo hefur hann ca 24 daga orlof
„Áródurinn beinist markvisst
aö því að dæla lygum í al-
menning til að fá fordæmingu
hans á aðgerðum yfirmanna.”
Vaktaálag
Ein aðalkrafa yfirmanna í núver-
andi samningagerð — utan grunn-
kaupshækkunar — er að fá viður-
kennt vaktaálag. Slíkt er greitt í landi
og þykir sjálfsagt þar sem vaktavinna
er unnin. Stýrimenn og vélstjórar
vinna eingöngu vaktavinnu. Er
eða alls 139 daga frí á árinu 1979.
Hann vinnur ekki nema 225 daga á
árinu. Þá laugardaga, sunnudaga og
tyllidaga þegar farmaðurinn er fjarri
heimili sínu fær hann að sjálfsögðu
greidda sérstaklega. í staðinn tekur
hann því oft frí utan sumarfrís (Ath.:
kauplaust) til að bæta sér upp þessar
UMHERVERND
ÍSLANDS
V.
r
— leikmannsþankar, skrifaðir í tilefni 30 ára
afmælis NATO-aðildar
Það fer ekki á milli mála að hér er
um þau mál að ræða, sem snerta
hvern einasta íslending, bæði þau
okkar sem tilheyrum svonefndri eldri
kynslóð og ekki siður hina uppvax-
andi og þeirra börn, og reyndar ekki
sízt þau væntanlegu óbornu, sem erfa
eiga þetta land.
Hvernig framtíð erum við að búa
þessum tilvonandi íslendingum?
Einn ráðherra sagði: „Varnir
landsins eru tryggðar.” Annar: „Við
verzlum ekki með varnir landsins.”
Þriðji: „Við verðum að tryggja
öryggi landsins, það hefur sýnt sig að
hlutleysi er engin vernd,” og þar
fram eftir götunum endalaust. Vegna
þessara ummæla datt mér í hug það
sem ég las einhvers staðar: „Alltaf
eru blessaðir Frakkarnir einni styrj-
öld áeftir tímanum.”
Sem betur fer er ég ekki sér-
fræðingur í hernaði, og líklega er það
enginn, kannske allra sízt þeir er eitt-
Hverjir stjóma
málum þjóðar-
eru í þinginu eru unnin i ráðuneytum
og oftast gefst lítið svigrúm til breyt-
inga í meðförum þingsins. Hér er um
mjög hættulega þróun að ræða því
Alþingi á að vera grundvöllur
lýðræðisskipunar þjóðarinnar og
fólkið í landinu telur sig vera að
kjósa sér fulltrúa til þess að sitja á
Alþingi og stjórna málum þjóðar-
innar. Styrkur lýðræðisins felst í
virku og sjálfstæðu Alþingi sem er
fært um að taka ákvarðanir, en veik-
leiki lýðræðisins felst aftur á móti í
ósjálfstæði Alþingis sem einungis er
sjálfvirk afgreiðslustofnun fyrir
embættismenn og þrýstihópa.
innar?
Allmiklar umræður hafa átt sér
stað í fjölmiðlum t vetur um starfs-
skipan og virkni Alþingis. Fram hafa
,komiö á Alþingi nokkrar tillögur sem
miða að því að efla virkni þingsins og
sjálfstæði þess gagnvart embættis-
mannakerfinu og þrýstihópum i
þjóðfélaginu. Þeirri skoðun hefur
verið haldið á lofti að Alfiingi stjórni
raunverulega ekki málum þjóðar-
innar heldur sé þingið fyrst og fremst
afgreiðslustofnun fyrir embættis-
menn og ýmsir þrýstihópar hafi
úrslitaáhrif um það hvað gert sé t.d. í
efnahagsmálum. Undir þetta sjónar-
mið get ég tekið eftir að hafa kynnst
þingstörfum í vetur. Það er staðreynd
að mikilvægustu mál sem samþykkt