Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.05.1979, Qupperneq 11

Dagblaðið - 02.05.1979, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR MAÍ 1979. 11 fjarvistir. Þykir nokkrum það skritið þó farmaður taki sér frí umfram sumarfrí, til að vera með fjölskyldu sinni, þar sem maður í landi vinnur ekki nema 7 1/2 mánuð á ári og kemur heim til sín á hverju kvöldi eftir vinnu? Tilfellið er að fjarvistir sjómannsins virðast einskis metnar sem og starf hans, nema á sjómanna- daginn. Gaspur Er nokkuðósanngjarnt, þótt beðið sé um, að Þorsteinn Pálsson og hans menn hætti nú þessu kjaftæði meðað jafna saman farmönnum og flug- mönnum, hætti að segja mér og starfsbræðrum mínum að við séum með 5—700 þúsund á mánuði fyrir eðlilega vinnu, því að það fáum við ekki. En það er eins með sjómenn og aðra vinnandi menn að með því að vinna um helgar og fram á nótt má hækka kaupið — með því að þræla Kjallarinn Birgir Bachmann STVRIMANNAFELAG fSLANDS Borgartúni 18 - Sfmi: 29933 K A U P No. 10 - Kaup stýrimanna ó forskipum samkv. kiorosamningi dogs. 25/7 1977 og lögum. Hœkkun ó kaupskró No. 9 = 6.9% Byrj.l. kr. E. 1 ór kr. E. 2 ór kr. E. 3 ór kr. E. 5 ór kr. Voktotill. kr. Yfirvinno A m. orlofi B 1 . flokkur 1. stýrimaBur 232.373 239.891 247.415 264.435 274.709 132.350 2.612 1.632 2. " 213.518 220.379 227.243 242.769 252.140 121.507 2.398 1.499 2. flokkur 1 . stýrimaður 239.465 247.236 255.002 272.585 283.197 132.350 2.612 1.632 2. " 219.987 227.074 234.162 250.203 259.880 121.507 2.398 1.499 3. flokkur 1 . stýrimoður 246.789 254.816 262.843 281.003 291.966 132.350 2.612 1.632 2. " 226.668 233.992 241.314 257.883 267.879 121.507 2.398 1.499 3. flokkur, olfuskip 1 . stýrimoSur 268.840 277.637 286.438 306.344 318.362 132.350 2.612 1.632 2. " 246.785 254.812 262.864 280.998 291.957 121.507 2.398 1.499 4. flokkur 1. stýrimoður 254.357 262.647 270.942 289.703 301.024 2.612 1.632 2. " 233.573 241.137 248.700 265.818 276.146 2.398 1.499 3. " 223.851 231.073 238.299 254.651 264.501 2.298 1.436 5. flokkur 1. stýrimoður 262.175 270.737 279.304 298.686 310.382 2.612 1.632 2. " 240.703 248.516 256.332 274.010 284.683 2.398 1.499 3. " 231.497 238.403 245.585 262.470 272.662 2.298 1.436 6. flokkur 1. stýrimaöur 270.249 279.098 287.944 307.964 320.046 2.612 1.632 2. " 248.067 256.140 264.211 282.478 293.498 2.398 1.499 3. " 237.696 245.402 253.112 270.554 281.080 2.298 1.436 FasSispeningar kr. 1.487 ó dog. Risno 1. stýrimonns kr. 3.750. Sjólfvirkniþóknun ó þrfskiptum Kaupskró þessi gildir fró vöktum kr. 441 og a tviskiptum vöktum kr. 538. Mistalningsfe kr. 43 skroningordog. ASstoSar- og me5 1. mors 1979. laun a m.s. Goðinn kr. 20.820 og kr. 10.407. T sérút! Ráðherrar hafa látið málið til sín taka og opinberað hug sinn í fjöl- miðlum. Þar dæma þeir Steingrímur Hermannsson og Magnús H. Magnússon yfirmenn hátekjumenn og brandarakarla, að því er virðist án þess að háfa kynnt sér málin á nokkurn hátt. Mér detta nú í hug nokkrar línur úr Hávamálum: „Ærna mælir, sás æva þegir, staðlausu stafi.” Ef önnur mál eru meðhöndluð á sama hátt hjá þessum ráðherrum, þá skal mig ekki undra þótt erfiðleikar steðji að í þjóðfélaginu. Birgir Bachmann stýrimaður. hvað þykjast vita um þá hluti. Þó býður mér í grun, að komi til heims- ófriðar enn á ný, myndi það þýða endalok alls lífs á jörðu. Ég vil gjarnan reyna að rökstyðja að nokkru þessar skoðanir, og tökum þá fyrst fyrir ummæli ráðherranna. Það er ekki hægt að verja nokkurt land, ef sú tækni í hernaði, sem nú er fyrir hendi, yrði öll notuð. Enda ekki að ófyrirsynju að menn tala um ger- eyðingarvopn. Hvað þýðir gereyð- ing? Það liggur því beint við að álykta, að ekkert land yrði varið, annars væri orðið gereyðingarvopn marklaust. „Við verzlum ekki með varnir landsins.” Það er nú einmitt það sem við gerum, þ.e.a.s. þetta sem kall- aðar eru varnir. „Hlutleysi er engin vernd,” segja þessir fjörulallar, og miða þá við þetta, sem sagt var um Frakkana, einu stríði á eftir tímanum. í síðasta ófriði voru hervarnir heldur engin vernd. Þýzka árásarríkið réðst fyrst á þá, sem þóttust hafa góðar varnir. Meira að segja réðust þeir á stærsta ríki Evrópu, sem hafði miklu stærri her og fleiri vopn. En sum ríki sluppu alveg við árás, þótt hlutlaus væru, svo sem Sviss, Svíþjóð og fleiri. Auð- vitað er hlutleysi skásta úrræðið sem fyrir hendi er. Þvi fleiri hlutlaus ríki þvi betra, og minni varnir myndu þýða, að spennan í alþjóðamálum minnkaði og friðarhorfur bötnuðu. Kjallarinn f Æmmmmw'-* \ Kristján Jónsson Eða hvers vegna skyldu þessi stór- veldi alltaf vera að tala um takmörk- un gereyðingarvopna, fækkun i herj- um og því um líkt, nema til að ná ein- hverjum árangri í átt til friðar. Þau vita sem er, að alheimsstríð þýddi út- rýmingu alls. Þess vegna virkar það óhugnanlega þegar þessir VL gaukar tala og skrifa um ágæti hervarna og hælast um þegar Ameríkanar eru komnir með fullkomnustu flugvélar, sem þeir eiga yfir að ráða, hingað til Keflavíkurflugvallar. Líklega af ofurást á okkur íslendingum, eða hvað? Þegar flett er dagblöðum frá fyrri tima, t.d. um Keflavíkursamninginn 1946, aðild að NATO 1949 og að- draganda þess, frá 1951 þegar banda- ríski herinn kom hingað í annað sinn verður maður undrandi á hversu miklu var logið að þjóðinni á ekki lengri tíma og hversu fólk var ginn- keypt fyrir áróðursmoldviðrinu. Ekki aðeins þá, heldur allar götur síðan hefur áróðurinn fyrir nauðsyn herverndar dunið í eyrum okkar svo að segja látlaust. Og keyrir um þver- bak þegar einhvers konar afmælis skal minnzt, nú síðast 30 ára af- mælis NATO. Það voru hörmuleg tíðindi þegar tugir þúsunda manna skrifuðu undir áskorun Varins lands 1974. Hvílíkt hneyksli. Manni datt í hug sú gamla setning: „íslands óhamingju verður allt aðvopni.” Ef þessir menn tryðu því raunveru- lega, sem þeir segja um nauðsyn á hervörnum fyrir landið, þá finnst mér lágmarkskrafa, að við greiddum sjálfir kostnaðinn við þær, a.m.k. að hálfu leyti. Við getum ekki verið þekktir fyrir að snikja. Það væri aftur á móti gaman að sjá, hversu margir myndu þá skrifa undir slik plögg aftur. Ég myndi taka ofan fyrir þeim hópi manna sem það gerði, því þeir vildu þá eitthvað á sig leggja fyrir þessa hugsjón sína. Það mætti skrifa um þetta langt mál, mjög langt, en ég læt þetta nægja. Á þessu vandamáli er ein- ungis ein lausn. Að segja þessum smánarsamningi upp strax, eða svo fljótt sem verða má. Láta herinn fara til síns heima. Við eigum ekki að vera neitt „fríholt” fyrir Bandarikjamenn til að taka af þeim fyrsta stuðið. Okkar hlutverk á að vera að stuðla að friði og sátt milli þjóða eftir beztu getu. Sýna öllum þjóðum vinsemd. Eitt er óyggjandi. Almenningur allra þjóða vill frið. Kristján Jónsson loftskeytamaður. „Viö eigum ekki ad vera neitt „fríholt” fyrir Bandaríkja- nenn.” Af hverju — Hvað er til úrbóta? Samhliða því sem þjóðfélagið allt verður flóknara í sniðum, sérhæfing eykst og heildaryfirsýn í stjórnmálum þjóðarinnar verður æ erfiðari þá kallar þessi þróun á aukið starf og meiri virkni á löggjafarþinginu. Segja verður eins og er, að Alþingi hefur ekki aðlagað sig breyttum aðstæðum. Þess ber að geta að margir þingmenn eru enn uppteknir af ýmsum hliðar- og aukastörfum sem þingstörfum eru óskyld. Þeir sækjast t.d. mjög gjarnan eftir sætum i stjórnum, ráðum og nefndum á vegum ríkisins, ef til vill í leit að nýju valdi sem ekki er fyrir á Alþingi. Þessu til rök- stuðnings má t.d. nefna Byggðasjóð. Byggðasjóður færá fjárlögum hverju sinni fast framlag sem nemur nokkrum milljörðum á ári, til útlána á lágum vöxtum, til framkvæmda víða um land. Það er ekki nóg með að framkvæmdastjóri Byggðasjóðs sé alþingismaður heldur er meirihluti sjö manna sjóðsstjórnar skipaður alþingismönnum þótt hvergi sé að finna í lögum að þar eigi að sitja alþingismenn fremur en aðrir. Sömu sögu má segja um bankaráð, ýmsar mikilvægar nefndir og stjórnir, sérstaklega fjárfestingar- sjóða sem útdeila styrkjum fremur en lánum. Þannig hafa margir þing- menn leitast eftir að komast í ýmsar hliðarvaldastofnanir til áhrifa í þjóð- félaginu. Þetta hlýtur að koma niður á hinum raunverulegu þingstörfum sem eiga að felast í löggjöf og almennri stjómun þjóðmála en ekki í því hvort Pétur eða Páll fær þetta eða hitt lánið úr hinum og þessum sjóðnum. Þetta ástand er slæmt og hlýtur þar með að leggja auknar stjórnunar- kröfur á sérfræðinga og embættis- menn á vegum hins opinbera. Sú hefur einnig orðið raunin enda er mikill meirihluti þeirra mála sem fram ná að ganga í þinginu og örugg- lega þau afdrifaríkustu embættis- mannafrumvörp sem oft fá sjálfvirka afgreiðslu án þess að einstökum þing- mönnum gefist svigrúm til meiri- háttar breytinga, oft vegna tíma- skorts. Önnur ástæða vegur einnig þungt en það er svifasein uppbygging þings- ins. Þingið starfar raunverulega í þremur deildum, þ.e. efri og neðri deild og sameinuðu þingi. Lagafrum- vörp verða að fara í gegnum þrjár umræður í hverri deild og breytingar- tillögur einnig, eigi málið að verða að lögum. Hugmyndir um að þingið verði ein deild er því bráðnauðsyn- legt mál sem hvort tveggja myndi spara tíma og efla virkni þingsins. Hitt er ekki síður mikilvægt að benda á, að þrátt fyrir að fjöldi góðra mála sé borinn fram i þinginu af þing- mönnum þá er seinvirkni starfs- nefnda þingsins slík að aðeins brot af málafjöldanum kemst til annarrar umræðu og atkvæðagreiðslu í þing- inu. Og þegar þinginu síðan lýkur um vorið þá falla öll hin óafgreiddu mál niður og verða að endurflytjast á næsta þingi, ef flutningsmenn hafa „Valdaafsal Alþingis tíl emb- ættísmanna eða forystumanna þrýstíhópa er tilræði við lýð- ræðið í landinu.” Kjallarinn Gunnlaugur Stefánsson áhuga á því að koma málinu fram. Það er ljóst af þessu að endurtekn- ingar af þessu tagi spilla tíma þings- ins þegar alltaf er verið að fjalla um sömu málin með sömu ræðunum, og oft án þess að málið komist nokkurn tima til atkvæðagreiðslu. Þetta mætti leysa einfaldlega með því að hvert kjörtímabil yrði eitt þing, þannig að þinginu yrði ekki slitið á vori þegar ekki eru kosningar, sem þýddi það að ekki þyrfti að endurflytja mál þótt það biði afgreiðslu yfir sumarið. Stefnan hlýtur að eiga að vera sú að hvert það mál sem fyrir þingið cr lagt komist til endanlegrar afgreiðslu með atkvæðagreiðslu, þannig að þjóðin fái tækifæri til að fylgjast með hver raunverulegur vilji þingsins er. Lýðræði annað en orðið tómt Kjósendur vilja hvorki láta hafa sig að fíflum eða láta gera grín að sér. Þegar kjósandi gengur að kjörborð- inu og kýs sér fulltrúa til þess að fara með stjórn þjóðmála þá ætlast hann til að þeir sem hann kýs stjórni, en ekki einhverjir sjálfskipaðir herrar úti í bæ. Valdaafsal Alþingis til embættismanna eða forystumanna þrýstihópa er tilræði við lýðræðið í landinu. Þvi ber brýna nauðsyn til þess að breytingar verði gerðar á skipan og starfsháttum Alþingis. Alþingi ber að setja lög og reglur sem það siðan felur embættismönnum að fram- kvæma. En að Alþingi setji lög sem alþingismenn ætla sér sjálfir að fram- kvæma í smáatriðum stefnir starfi og virkni Alþingis i voða. í þessu felst framtið lýðræðis og Alþingis, virðing þess og reisn. Gunnlaugur Stefánsson i alþingismaður.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.