Dagblaðið - 02.05.1979, Qupperneq 12
12
VORNÁMSKEIÐ
HEFST2.MAÍ
Kennslugreinan pianó, harmónika, munnharpa, gitar, melódíka og
rafmagnsorgel. Hóptfmar, einkatfmar.
INNRITUN í SÍMA16239.
EMIL ADÓLFSSON
NÝLENDUGÖTU 41.
Laus staða
Staða tómstundarráðunautar er laus til
umsóknar. Umsóknum sé skilað á skrifstofu
Æskulýðsráðs að Fríkirkjuvegi 11 á eyðu-
blöðum sem þar fást fyrir 1. júní. Þar eru og
veittar allar nánari upplýsingar.
Æskulýðsráð Reykjavíkur
UMBOTSMENN
D.A.S.
í Reyfejavík
og nágrenni
Aöalumboö Vesturveri Aöalstræti 6
Verzl. Neskjör Nesvegi 33
Sjóbúöin Grandagaröi
Verzl. Roöi Hverfisgötu 98
Bókabúö Safamýrar Háaleitis-
braut 58—60
Hreyfill Fellsmúla 24
Paul Heide Glæsibæ
Verzl. Rafvörur Laugarnesvegi 52
Hrafnista, skrifstofa Laugarási
Verzl. Réttarholt Réttarholtsvegi 1
Bókaverzl. Jónasar Eggertssonar
Rofabæ 7
Arnarval Arnarbakka 2
Straumnes Vesturbergi 76
Képavogi
Litaskálinn Kópavogi
Borgarbúðin Hófgeröi 30
Garðabæ
Bókaverzl. Gríma Garöaflöt
16—18
Hafnarfirði
Hrafnista Hafnarfiröi
Kári og Sjómannafélagiö Strand-
götu 11 — 13
NÝTT HAPPDRÆTTISÁR 79-80
MARGIR
STÓRVINNINGAR
MIÐIER MÖGULEIKI
Sala á lausum miöum og endur-
nýjun flokksmiöa og ársmiöa
stendur yfir.
Dregiö í 1. flokki 3. maí.
^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^DAGBLAÐI&MIÐVIKUDAGUR£MAn97!L
BSRB-félagar
Styrkjum stöð-
una — fellum
samkomulagið
BSRB-félagar ganga til atkvæða-
greiðslu 3.—4. maí nk. um sam-
komulag forystu BSRB og ríkis-
stjórnarinnar. Veruleg andstaða
hefur skapast innan BSRB gegn þessu
samkomulagi og nokkrir BSRB-fé-
lagar tóku frumkvæði að Andófi '19
innan BSRB. Andóf '19 hefur aðeins
starfað frá því um páska og náð á
þeim tíma að gera andstöðuna
heyrinkunna vitt um landið, enda
þótt allir þeir sem þátt taka í starfi
Andófs '19 geri það i sínum frítíma.
Fylgjendur samkomulagsins með for-
ystu BSRB í fararbroddi þeysa um
landið þvert og endilangt til að kynna
samkomulagið einhliða út frá sinu
sjónarmiði í sínum vinnutíma.
Skortur á lýðræði
„Við leggjum samkomulagið í
dóm félagsmanna,” segir forysta
BSRB. ,,Um samkomulagið hefur
verið fjallað af fjölmennu forystuliði
innan bandalagsins og það samþykkt
af miklum meirihluta.” Er þetta ekki
til marks um lýðræðisleg vinnubrögð
og er gagnrýni Andófs '19 á vinnu-
brögð forystunnar ekki haldlaus?
Gagnrýni Andófs '19 á vinnubrögð
forystu BSRB beinist ekki að þessum
atriðum fyrst og fremst. Það skyldi
bara vanta að félagsmönnum BSRB
gæfist kostur á að greiða atkvæði um
það hvort halda beri gerða samninga
eða þeim breytt. Vonandi kemur
aldrei að því að réttur okkar til að
samþykkja eða fella samningstillögur
verði af okkur tekinn eða hann snið-
genginn af sjálfri forystunni.
Gagnrýni Andófs '19 beinist að
þeim vinnubrögðum að fela samn-
ingamakkið í lokuöum kjarna foryst-
unnar og að því að gera andstöðunni
við samkomulagið ekki jafn hátt
undir höfði og fylgjendum þess í
fundarherferð BSRB. I þeirri herferð
hefur forystan valið þá leið að kynna
málið algerlega út frá sínu sjónar-
miði, einhliða og án nokkurra mót-
röksemda. í þessum tveim atriðum
einkum felst gagnrýni Andófs '19. Sú
gagnrýni er mjög réttmæt. Það er
engin ástæða til þess að þakka BSRB-
forystunni fyrir einhliða fundarher-
ferð, né heldur ber að þakka svo
sjálfsagðan hlut sem atkvæðagreiðsla
um samkomulagið er. Minna gat for-
ystan ekki gert til að uppfylla skyldur
sínar við félagsmenn.
Fjárhagsvandi
sjónvarpsins
óþarfur?
-
Það hefur sennilega ekki farið
fram hjá neinum að fjárráð ríkisfjöl-
miðlanna á þessu ári munu vera
heldur lítil og hrökkva skammt mið-
að við óbreyttan rekstur. Sjónvarpið
mun hafa farið fram á 35% hækkun
afnotagjalda og var m.a. haft eftir
einum af forráðamönnum sjónvarps
að ef sú hækkun fengist ekki fram
yrðúeinu úrræðin að „þynna” dag-
skrána og/eða fækka útsendingar-
dögum. Síðan hefur komið á daginn
að aðeins fékkst samþykkt 15%
hækkun afnotagjalda af svarthvítum
sjónvarpstækjum, en 17% af litsjón-
varpstækjum (sbr. Alþingis-formúl-
an: fjárþörf—50% = fjárveiting).
Hvað verður nú gert? Verður staðið
við fyrrnefndar hótanir? í frétt í einu
dagblaðanna 25. apríl sl. staðfestir
Arni Gunnarsson varaformaður út-
varpsráðs að framundan væri „þynn-
ing” dagskrárinnar og yrði byrjað á
því að skera niður skemmtiþætti og
íslenskt efni almennt, en þetta er lík-
lega jafnframt vinsælasta efnið í
þessum fjölmiðli.
Þó að við gerðum ráð fyrir að allir
sem nú eiga sjónvarpstæki ákveði að
þrauka áfram og láti ekki innsigla
tæki sín þrátt fyrir „þynninguna”,
þá má áætla að ófáir ákveði að slá
þvi á frest að skipta úr svarthvítu yfir
í litsjónvarp og einnig að færri nýir
notendur muni bætast við heldur en
ella og þar af leiðandi færri ný tæki
verða keypt. Af þessu sjáum við að
notendum sjónvarps færi hlutfallslega
fækkandi og um leiö mundi gildi
sjónvarpsauglýsinga minnka og þar
með eftirspurn auglýsenda eftir þeim.
Einnig mundu tekjur ríkissjóðs af
tollum nýrra sjónvarpstækja dragast
saman (ca 1200 milljónir í fyrra) svo
og söluskattur af seldum tækjum,
auglýsingum og afnotagjöldum.
Þynning vatns
Segjum sem svo að sjónvarpinu
takist að „halda uppi útsendingum”
með fyrrnefndum aðgerðum, en þá
stöndum við bara frammi fyrir ná-
kvæmlega sama vandamáli næsta ár
og jafnvel stærra vegna aðgerða
þessa árs. Á þá að grípa til sömu ráða
(þynna meir o.s.frv.)? öll vitum við
að vatn er ekki hægt að þynna enda-
laust, né heldur sjónvarpsdagskrána
(af sömu ástæðu). Og þrátt fyrir lé-
legt verðskyn neytenda getur verð
(afnotagjald) ekki hækkað enda-
laust, eins og rikisstjórnin komst loks
að við síðustu verðhækkun áfengis.
Á endanum verðum við því að finna
varanlega lausn á þessum árlega,
sívaxandi vanda, og borgar sig að
hefjasthandastrax.
Rekstrarmarkmið fyrirtækis eins
og sjónvarpsins á ekki að vera há-
mark gróða, heldur öryggis- og
menningarsjónarmið. Þar með er
ekki sagt að tapið þurfi að vera sem
mest, eins og sumt bendir til að ráða-
menn sjónvarps haldi, og á ég þar við
aðgerðir þeirra til að draga úr auglýs-
ingargildi sjónvarpsauglýsinga, eða
réttara sagt, skortur á aðgerðum til
að auka auglýsingagildið.
Auglýsingatekjur eru helsta tekju-
lind sjónvarpsins auk afnotagjalda
og tolla, og hingað til hafa möguleik-
ar þeirrar tekjulindar verið langt frá
því fullnýttir. Þar hefur mestu ráðið
þröngsýni ráðamanna, eða áhuga-
leysi þeirra, og andstaða almennings
gegn þvi m.a. að rjúfa þætti með
auglýsingum. Nú er hins vegar svo
komið að almenningur verður að
gera upp hug sinn um það hvort hann
vilji heldur horfa á lélega dagskrá
„ótruflaður” eða góða dagskrá með
stuttum hléum. Þessar auglýsingar
mundu verða viðbót við auglýsingar
milli þátta og finnst mér ekki óeðli-
legt að þær séu dýrari, en þó læt ég
aðra um slíka útreikninga. Sjón-
varpsmenn hafa sagt að ástæðan
fyrir því að þeir hafi ekki notað þessa
tekjulind og þá möguleika sem hún
býður uppá sé sú að þeir vilji ekki að
sjónvarpið sé „háð” auglýsendum.
Þetta finnst mér vægast sagt léleg af-
sökun. Hvernig getur fyrirtæki verið
annað en háð viðskiptavinum sínum?
Þar að auki fara hagsmunir fyrir-
tækja i þessu tilfelli saman við hags-
muni neytenda og um leið sjónvarps-
ins og því lítil hætta á að sjónvarpið
missi sjálfstæði sitt, sjálfstæði sem
það öðlast ekki fyrr en það getur reitt
sig á eigin tekjustofna, sem það getur
stjórnað að nokkru sjálft.
Sjónvarpsauglýsingar og sölu
þeirra má nota til að tryggja að dag-
skráin sé í sem bestu samræmi við
óskir áhorfenda með þvi t.d. að láta
lista liggja frammi yfir það efni sem
sjónvarpinu stendur til boða hverju
sinni og auglýsendur gætu þá látið í
ljós í hvaða efni þeir myndu vilja
auglýsa og hve mikið og væri þannig
hægt að tryggja fyrirfram að tekjur
yrðu umfram kaupverð og beinan
kostnað. Þannig væri líka kominn
grundvöllur fyrir því að lengja dag-
skrána og ná meiri hagkvæmni í
rekstri, þ.e. betri nýtingu á vélum,
húsnæði o.s.frv. Áður en dagskráin
er lengd ber þó að taka tillit til félags-
legra atriða og hvort eftirspum eftir
auglýsingumsénæg.
30% menningarlegt?
Eins og áður sagði á rekstrarmark-
mið sjónvarps ekki að vera hámark
gróða heldur t.d. menningarsjónar-
mið. Til að fjarlægjast það markmið
ekki um of mætti setja reglur um að
menningarlegt efni skuli t.d. vera
a.m.k. 30% af útsendingartíma á