Dagblaðið - 02.05.1979, Síða 14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MAl 1979.
14
Jafnvel Njála
er þrungin kven-
fyrirlitningu
Í— rætt við Helgu Kress sem undanf arin sex ár
hef ur kennt íslenzk f ræði og kvennabókmenntir
við háskólann í Björgvin
Helga Kress: „Jafnvel þótt kvæði séu greinilega ort af konum, eins og Völuspá,
kemur ekki til greina að játa það.” DB-mynd Ragnar.
Elzta prentuð bók eftir konu á
íslandi er „Einfalt matreiðslukver
fyrir heldri manna húsfreyjur” eftir
Mörtu Stephensen. Hún kom út árið
1800. En svo rótgróin er vantrú
manna (og kvenna) á.því, að persóna
af hinu svokallaða veikara kyni geti
skrifað bækur, að vísindamenn hafa
almennt talið að bókin hlyti að vera
annaðhvort eftir mann hennar eða
mág!
Menntaðir karlmenn, og það eru
þeir sem skrifa skólabaekurnar,
þangað sem við sækjum hugmynd-
irnar um hvernig hlutirnir séu og eigi
að vera, já, þessir menntamenn
nefna aldrei konur á nafn. Og ritverk
kvenna kalla þeir „kellingabækur”
eða reyna með öllum ráðum að
„feðra” þau.
En fyrir nokkrum árum gekk Ijós-
hærður og grannvaxinn kvenmaður,
Helga Kress, fram fyrir skjöldu og
kom miklu róti á hugina með því að
halda því fram að ýmis af dáðustu
skáldverkum þjóðarinnar, t.d. Njála,
væru gagnsýrð af kvenfyrirlitningu
Og til að mótmæla því að konur gæti
ekki skrifað gaf hún út bók meí
sögum um og eftir 23 íslenzkar
konur, ,,Draum um veruleika”
Formálinn ætti
að vera skyldulestur
vera skyldulestur í öllum skólum þar
sem saga er kennd. Þar rekur hún af
fyndni og rökfestu hvernig það hefur
ævinlega þótt lítil prýði á konum að
yrkja. Meira að segja hinn kostulegi
Grunnavíkur-Jón afsakaði að hann
skyldi telja konur með skáldum.
Þó var fyrsti Islendingurinn sem
freistaði þess að gera ritstörf að at-
vinnu kona, Torfhildur Hólm.
Barnlausekkja.
Helga Kress hefur undanfarin sex
ár kennt íslenzk fræði og kvennabók-
menntir við háskólann í Björgvin.
Hún ætlar að flytjast heim i sumar og
kom hingað í stutta ferð um páskana.
Við hittum hana á Landsbókasafninu
og hún benti okkur strax á að sú stað-
reynd að safnið er lokað á kvöldin
og um helgar sýni að það er hvorki
hugsað fyrir húsmæður né verka-
menn. Eiginlega ekki nema fyrir
skðlafólk og karlmenn sem eru á
launum við að grúska.
Karlmennirnir dæma um
hvað séu góðar og vondar
bókmenntir
„Það eru einmitt þeir karlmenn
sem dæma hvað séu vondar eða góð-
ar bókmenntir og þeir gera sér enga
grein fyrir að konur hafa sjaldan það
næði til að hugsa, sem nauðsynlegt er
til aðskapa miklar bókmenntir.
Bara það að þurfa sífellt að hugsa
um hvað á að vera í matinn er hræði-
lega truflandi!
Enda hafa margar konur helzt
skrifað á nóttunni. Og það er áber-
andi að þær eru oft komnar yfir
fertugt þegar þær senda frá sér fyrstu
bókina (eins og til dæmis Jakobína
Sigurðardóttir _og Guðrún frá
Lundi). Þáeru börnin uppkomin.”
Helga hlær. Hún er ekki alls kostar
laus við að vera sigurreif, því hún er
nýbúin að kveða Sigurð A. Magnús-
son i kútinn. Þannig var að árið 1%4
komu út 13 bækur eftir konur, flestar
yfir miðjan aldur. Sigurður skrifaði
þá grein þar sem hann lét að þvi
liggja að illa horfði fyrir íslenzkum
bókmenntum, þetta væru tómar
„kerlingabækur. Nafngiftin var
mikið notuð næstu árin.
Aldagömul hefð að ekki sé
tekið mark á konum
Helga benti á það í skörulegri
grein (tímarit Máls og menningar,
4—1978) að þetta skammaryrði sýndi
áþreifanlega þá aldagömlu hefð að
ekkert mark væri takandi á konum.
,,Og ég er búin að fá bréf frá Sig-
urði, þar sem hann fellst á að ég hafi
rétt að mæla! Mér varð mikið um,
því mér hafði aldrei tekizt að sann-
færa nokkurn mann fyrr — og datt
ekki í hug aðéggæti það!”
,,Ég áttaði mig heldur ekkert á því
sjálf hvað menning kvenna er bæld
niður,” sagði Helga,” fyrr en ég kom
til Björgvinjar. Þar er geysimikil
umræða um stöðu konunnar.
Reyndar eru kvennabókmenntir og
kvennasaga orðin kennslugrein við
háskóla á öllum Norðurlöndum
nema íslandi.
(Því má skjóta hér inn að Helga
hélt nýlega fyrirlestur við Hafnarhá-
skóla um kvenlýsingar i ísl. fornbók-
menntum og Svava Jakobsdóttir hélt
fyrirlestra við háskólana í Osló og
Björgvin um stöðu kvenrithöfundar.
Væri gaman, að Háskóli íslands byði
þeim einnig að tala hér).
„Mér datt sízt af öllu í hug að ég
gæti sjálf skrifað. En skömmu áður
en ég fór utan, ég man ekki hvaða ár,
ég man ekkert ártal ncma fæðingarár
mitt, þá urðu timamót i lifi ninu. Það
var á sumardaginn fyrsta, jafnkalt og
venjulega og ég stóð fyrir utan
Háskólabíó eins og allir aðrir með
barn við hönd og hor í nös, þegar
Ólafur Jónsson vatt sér að mér og
bað mig að skrifa um ljóðagerð
ársins á undan í Skírni. Ég á stuðn-
ingi hans heilmikið að þakka.”
Ætlar að skrifa bók-
menntasögu kvenna
Við spyrjum Helgu hvað hún ætli
að taka sér fyrir hendur þegar hún er
komin heim.
„Ég veit það alveg,” segir hún af
mikilli ákveðni. „Ég ætla að skrifa
bókmenntasögu kvenna.”
Við spyrjum hvernig hún ætli að
fjármagna það vafasama fyrirtæki.
„Það hef ég ekki hugmynd um,”
segir hún. „Ég ætla bara að gera það,
hvernig sem ég fer að því. Þegar einu
sinni er runnið upp fyrír manni
hvernig menning kvenna er þöguð i
hel þá verður ekki aftur snúið. Það
gjörbreytti lífi minu. Ég fór að skoða
bókmenntir í félagslegu samhengi og
í stað þess að skrifa um það sem mér
var sett fyrir þá vil ég nú nota alla
mína krafta til að draga hinar ósýni-
legu kvennabókmenntir fram í dags-
ljósið.”
Hún segir frá því hvernig skóla-
bækurnar eigi stóran þátt í að
viðhalda vantrú kvenna á sjálfum
sér. „Þar eru öll skáld frá alda öðli
karlkennd. Jafnvel þótt kvæði séu
greinilega ort af konum, eins og
Völuspá kemur ekki til greina að játa
það.
Þegar Sigurður Nordal fjallar um
þetta listaverk fornbókmenntanna
leitar hann með logandi ljósi þangað
til hann finnur einhvern Völustein,
sem átti völu fyrir móður. Síðan spyr
Sigurður: „Hverjum stóð það nær en
syni völvunnar að yrkja i orðastað
kvenna?”
Og nú skellihlær Helga: „Hvað
með konuna sjálfa? Stóð það ekki
henni næst að yrkja fyrir munn
sjálfrar sín?”
Við ræðum um einkenni
karlveldis, m.a. að þar eru rosknir
karlar dýrkaðir og hafa öll völd. En
rosknar konur sæta fyrirlitningu og
háði.
Mikilmenni eru einungis
karlmenn og eiginkonur þeirra fá
hraklega útreið, ekki sízt ef þær eru
eldrienhetjan.
Var Ingibjörg
kona Jóns forseta
hallærisgagn?
„Kona Jóns Sigurðssonar, Ingi-
björg, er ágætt dæmi,” segir Helga.
„Hún var sjö árum eldri en Jón og
mikið er búið að vorkenna veslings
manninum!
Sagnritarar telja Ingibjörgu munu -
hafa verið hallærisgagn og hinn
iC
Karlmenn skrifa bækur, meðan konur
bera þeim kaffi og kökur til að hressa
sig. En ekki verður það til að auka
virðingu karlmannanna fyrir þeim.
„Hugur minn er þér sem lokuð bók,”
er undirskrift þessarar háðsku myndar
eftir Svölu Sigurleifsdóttur.
mesta kross fyrir mann sinn. Hann
var svo fagur, samkvæmt hug-
myndum þeirra, að allar konur
horfðu eftir honum á götu.
Hún trúlofast honum 29 ára og
bíður í festum í tólf ár, þangað til
hún er komin úr barneign. En það sjá
þeir ekkert athugavert við!
Þegar Jón deyr liggur þessi gamla
eiginkona hans sjálf fyrir dauðanum
og er lítið spennandi. Þá finna sagn-
fræðingarnir upp dularfulla blæju-
konu, sem kemur og hágrætur við
kistuna. Slík kona hæfði betur
myndinni af hetjunni.
En veikindi Ingibjargar stöfuðu af
því að hún hafði ofgert sér við að
hjúkra Jóni. Hún var jörðuð fáum
vikum seinna.
Ekki birtist neinn harmi lostinn
blæjumaður þá.
Mig langar mikið að skrifa grein
sem héti ,,Á ártíð konu Jóns
Sigurðssonar. Það er búið að skrifa
meira en nóg um hann” (Þau hjón
dóubæðiárið 1879).
Það eru mörg fleiri dæmi um
þetta. Tyrkjagudda er ein. Hin
danska kona Árna Magnússonar
önnur. Handa Árna er búin til
Snæfríður íslandssól, en eiginkonan
gerð að hálfgerðum krypplingi (Hún
var þó nógu góð til að borga hand-
ritin, kerlingaranginn).
Og við jarðarför Hannesar Haf-
steins birtist enn ein blæjukonan og
grét oggrét.”
Formálinn fyrir þeirri bók ætti að
Fundarboð
Fundur til undirbúnings stofnunar Félags
tæknistarfsmanna verður haldinn fimmtu-
daginn 3. maí 1979 kl. 20.20 að Hótel Esju 2.
hæð.
DAGSKRÁ:
1. Ávarp.
2. Kosning fundarstjóra/fundarritara.
3. Umræður um stofnun félags, markmið þess og framtiðarhorfur.
4. Atkvæðagreiðslu um stofnun félags.
5. Önnurmál.
UNDIRBÚNINGSNEFNDIN.