Dagblaðið - 02.05.1979, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MAl 1979.
0
Iþróttir
Iþróttir
15
Iþróttir
Iþróttir
D
— Víkingur sigraði Val 1-0 á
Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu
Það var ekki beint vorlegt um að
litast á Melavellinum i gær þegar Valur
og Víkingur mættust þar í Reykja-
víkurmótinu í knattspyrnu. Hífandi
rok og brunakuldi. Víkingarnir höfðu
betur í viðureigninni við rokið og
Valsmenn og unnu með eina markinu,
sem skorað var í leiknum
Gunnar örn Kristjánsson skoraði
eina mark leiksins úr vitaspyrnu á 64.
mínútu eftir að Vilhjálmur Kjartansson
hafði brotið klaufalega á Heimi
Guðmundssyni í vítateignum. Víta-
spyrna var umsvifalaust dæmd og úr
henni skoraði Gunnar Örn af öryggi á
móti vindinum.
Víkingar léku undan vindinum í fyrri
hálfleiknum en tókst ekki að skapa sér
umtalsverð tækifæri frekar en Vals-
mönnum. Valsmenn voru mun
atkvæðameiri í seinni hálfleiknum en
tókst ekki að skapa sér nein verulega
hættuleg tækifæri. Valsmenn hefðu
unnið mótið með sigri í leiknum en nú
geta Framarar krækt í titilinn með sigri
yfir Val en liðin mætast á sunnudaginn
kl. 14.
Staðan í Reykjavíkurmótinu er nú
þessi:
Valur 5 4 0 1 10—3 9
Fram 5 3 2 0 9—5 8
KR 6 3 12 10—6 8
Fylkir 5 2 12 6—6 5
Þróttur 5 113 6—7 4
Víkingur 5 12 2 4—8 4
Ármann 5 0 1 4 2—11 1
Bflasala Eggerts,
Borgartúni 24
Enginn ergóður ekill án
bíls frá Bílasölu Eggerts
HK stendur
vel að vígi
— með að halda sæti sínu í 1. deild eftir
Verðlaunahafar og nokkrir aðrir þátttakendur taka á móti verðlaunum sinum i verzluninni Sportvali — lengst til hægri er
Jón Aðalsteinn Jónasson, formaður Vikings, sem gaf verðlaunagripina. DB-mynd Bjarnleifur.
Keppendur 57 f hópgöngu
Skíðafélags Reykjavíkur
— og keppt um sjö verðlaunagripi, sem
Jón Aðalsteinn í Sportval gaf
18-15 sigur í Vestmannaeyjum
Hópganga Skíðafélags Reykjavíkur
haldin i Bláfjöllum laugardaginn 21.
apríl. Gengnir voru 5 km í kvenna- og
karlaflokkum.
Kvennaflokkar voru tveir, 40 ára og
yngri og 41 árs og eldri. Karlaflokkar
voru fimm, 40 ára og yngri, 41—45,
46—50, 51—55 og 56 og eldri.
Keppnin fór fram á flötunum vestan
og ofan við Borgarskálann. Þátttaka
var mjög mikil eða 57 samtals, 23
konur og 34 karlar. Veður var eins gott
og bezt varð á kosið, logn og sólskin,
hiti var 2—5 gráður, færi mjög gott.
Formaðurinn, Matthías Sveinsson setti
mótið með hvatningarræðu og síðan
voru allir ræstir i einu.
Göngubrautin var mjög góð og vel
lögð af þeim Guðmundi Sveinssyni og
Ingólfi Jónssyni.
Það var mjög mikil ánægja með
þessa fjölmennustu skíðagöngu sem
haldin hefur verið sunnanlands. Keppt
var um mjög fallega verðlaunabikara í
7 flokkum sem gefnir voru af Jóni
Aðalsteini Jónassyni, eiganda verzlun-
arinnar Sportvals.
Verðlaunaafhending var á mótsstað,
ennfremur var þar páskaeggjahapp-
drætti.
Framkvæmd mótsins var í höndum
Skiðafélags Reykjavíkur.
Konur 40 ára og yngri tími
1. Guðbjörg Haraldsdóttir 16.37
2. Lilja Þorleifsdóttir 18.05
3. Unnur B. Guðmundsdóttir 19.28
4. Þyri Laxdal 20.45
5. Elín J. Jónsdóttir 23.52
Konur 41 árs og eldri tími
1. Inga Árnadóttir 20.33
2. Jarmila Hermannsdóttir 21.12
3. Guðrún Andrésdóttir 22.40
4. Sigriður Pétursdóttir 22.43
5. Anna H. Sveinsdóttir 23.26
Karlar40 ára og yngri tími
1. Heiðar Árnason 14.37
2. Kristján Snorrason 14.57
3. TraustiSveinbjörnsson 15.57
4. Ólafur Pálmason 16.05
5. Gunnar Gunnarsson 18.14
6. Jón Friðriksson 21.50
7. Einar Þórðarson 25.51
Karlar 41—45 ára tími
1. Matthias Sveinsson 13.11
2. SveinnKristinsson 15.43
3. Pétur Pétursson 16.08
5. Elías Hergeirsson 17.30
6. Þorsteinn Hjaltason 18.28
7. Úlfar Sigurmundsson 20.42
Karlar46—50ára timi
1. Bjarni Einarsson 17.38
2. Haukur Hergeirsson 18.41
3. Sigurkarl Magnússon 19.03
4. Magnús Hallfreðsson 19.53
5. Páll Samúelsson 23.47
6. Kristófer Jóhannesson 24.19
7. Brynleifur Steingrímsson 24.54
Karlar51—55ára tími
1. Haráldur Pálsson 14.08
2. Hörður Hafliðason 17.16
3. Þorsteinn Bjarnar 18.44
4. Stefán Kristjánsson 19.26
5. Magnús Eyjólfsson 22.44
6. Þór Þorsteinsson 24.00
Karlar56 og eldri tími
1. Tryggvi Halldórsson 16.38
2. EinarÓlafsson 17.25
3. Árni Kjartansson 20.04
4. Ingólfur Guðjónsson 23.25
5. Gunnlaugur Björnsson 23.51
6. Jón Arason 26.20
7. Þórður Árnason 28.40
Fyrri leikur Þórs, Vestmannaeyjum,
og HK um sæti í 1. deild karla í hand-
knattleiknum, fór fram í Eyjum á
mánudagskvöld. Leikurinn var afar
skemmtilegur og spennandi og
stemmning mikil með 500 áhorf-
endum, sem þó sneru vonsviknir heim
eftir að Þór hafði tapað 3ja marka for-
skoti í síðari hálfleik niður í 3ja marka
lap. Leiknum lauk með sigri HK 18—
15.
Eftirleikurinn ætti því að vera auð-
veldur fyrir HK i síðari leik liðanna að
Varmá nk. laugardag. Þórarar byrjuðu
strax með miklum krafti — komust í
4—1 í byrjun og höfðu yfir í hálfleik.
Þeir komust í 13—10 í s.h. en HK náði
að jafna í 13 —13 og komst síðan yfir í
fyrjsta sinn á 50. mín., 14—13. Leik-
menn HK voru síðan heppnari á enda-
sprettinum og sigruðu 18—15.
HK-menn geta án nokkurs vafa
þakkað markverði sínum, Einari Þor-
varðarsyni, sigurinn í leiknum. Hann
varði frábærlega lokakaflann á sama
tíma og vörnin og markvarzlan brást
hjá Þór.
Bezti maður vallarins í leiknum var
Böðvar Bergþórsson — mjög vaxandi
leikmaður i liði Þórs. Hann barðist eins
og ljón allan timann og skoraði góð
mörk úr hornunum. Aðrir leikmenn
Þórs áttu flestir góðan dag en liðið gaf
nokkuð eftir í lokin. Beztu menn HK
auk markvarðarins voru gamla kempan
Karl Jóhannsson, sem skoraði mjög
mikilvæg mörk. Þá voru Hilmar Sigur-
gíslason og Stefán Halldórsson friskir.
Mörk Þórs skoruðu Böðvar 5,
Hannes Leifsson 5, Andrés Bridde 2,
Þórarinn Ingi 2 og Ragnar Hilmarsson
1. Mörk HK Stefán 9, Karl 4, Kristinn
Ólafsson 2, Hilmar, Jón Einarsson og
Ragnar Ólafsson eitt hver.
Gunnlaugur Hjálmarsson og Rögn-
vald Erlingsson dæmdu leikinn og voru
þeir HK-mönnum hagstæðir. Eyja-
menn voru hissa á þvi að Gunnlaugur
skyldi dæma þennan leik. HK fékk
fimm víti i leiknum — Þór eitt.
Tveimur leikmönnum HK var vikið af
velli i fjórar mínútur — tveimur leik-
mönnum Þórs, einum tvívégis, í sex
minúmr._____________FÓV'.
Tékkarunnu
íLuxemborg
Tékkar hafa nú örugga forystu 1 5.
riðli Evrópukeppni landsliða i knatt-
spyrnu eftir öruggan sigur á Luxem-
burg i gærdag.
Luxemborgarar vörðust vel í leikn-
um en eftir að Masny hafði skorað á
21. mínútu var aldrei neinn vafi um sig-
urvegara i leiknum. Meunier bætti
öðru marki Tékka við á 67. mín. og
minútu síðar fullkomnaði Stambacher
sigurinn. Leikurinn fór fram i Luxem-
borg.
Staðan i riðlinum er nú þessi:
Tékkóslóvakía 3 3 0 0 8-16
Frakkland 4 2 118-55
Svíþjóð 2 0 113-51
Luxemburg 3 0 0 3 1-9 0
Þá kom að því
að Valur féll