Dagblaðið - 02.05.1979, Síða 18
18
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ1979.
Helmingi dýrara að tryggja bfl
með R-númeri en M-númeri
— Ráðherra synjaði tryggingafélögunum að ganga í átt til jöfnunar iðgjalda af bflatryggingum
'
Enn er gífurlegur munur á trygg-
ingaiðgjöldum af bilum eftir land-
svaeðum. Þó tryggingafélögin hafi
farið fram á að lægri gjöldin hækk-
uðu meira en þau hæstu fengu þau
synjun hjá ráðherra og íbúar á
Reykjanesi — aðrir en bandarískir
varnarliðsmenn — mega því enn
greiða miklu hærri gjöld af bílum
sínum en aðrir landsmenn og munar
þar tugum þúsunda.
Tryggingafélögin skipta landinu í
þrjú gjaldsvæði. Á dýrasta svæðinu
eru bílar með bókstafsnúmerin R, Y,
G, ö og J.
Á næst dýrasta svæði eru bílar með
bókstafsnúmerin A, X, L, E, F, Ó, N
og V.
Á ódýrasta svæðinu eru bílar sem
hafa bókstafsnúmerin M, P, D, B, í,
T, H, K, Þ, S, U, Zog JO.
Gjöld af miðlungsbíl, t.d. Cortina
eru i dýrasta flokki 139.080, 90.600 í
miðflokki og 68.640 í ódýrasta
flokki. Gjöld af amerískum bíl eru
hins vegar 161.200 í dýrasta flokki,
109.920 í miðflokki og 81.960 í ódýr-
asta flokki. Verðin eru hér tilgreind
með söluskatti en án bónus.
Sums staðar er því haldið á lofti að
þessi iðgjaldamismunur stafi af tíðni
tjóna á hinum ýmsu stöðum, en ef
verðflokkarnir eru skoðaðir sést að
það er þéttleiki byggðar og um leið
umferðar sem öllu ræður.
Ýmsum líðst að aka mánuðum og
árum saman á Reykjavíkursvæði á
bílum sem tryggðir eru i lægsta
flokki. Þykir ýmsum það hróplegt
ranglæti.
Ofan á hærra iðgjald, sem tugþús-
undum nemur, sjá nú ibúar Reykja-
ness fram á það að greiða stóran
hluta oliustyrks til húsahitunar út um
land í bensínverði.
-ASt.
Hann er á dýrasta svæðinu, þessi.
Samkvæmt skiptingu tryggingafélag-
anna eru dýrustu tryggingarnar á bila
með bókstafsnúmerin R, Y, G, Ö og
J.
DB-mynd: Sv. Þorm.
Það cr bæfli stolt or glcfli I svip Sigurieifs Gufljóns-
sonar þar scm hann heldur á nýiega bornu lambi á
sumardaginn fyrsta. Þessar styrku hendur héldu líka
á mömmunni fyrir nokkrum árum þá nýfæddri.
„Maflur á erfitt mefl afl hætta þessu, hvafl sem líður
öllum stefnum i landbúnafli,” segir Sigurleifur.
DH-mynd: Djarnleifur.
Viðbrögð við jöf nunargjaldinu
EFTA jákvætt,
EBE neikvætt
„Viðbrögðin við jöfnunargjaldinu
hafa verið jákvæð hjá EFTA en nei-
kvæð hjá Efnahagsbandalaginu,”
sagði Svavar Gestsson viðskiptaráð-
herra i viðtali við DB. Sumir
sendimanna Islands á fundi ráðherra
þessara landa eru komnir heim. ,,Ég
býst við mótmælum frá Efnahags-
bandalaginu en tel, að þaðláti þarvið
sitja,” sagði einn þeirra, Eiður Guðna-
son alþingismaður (A).
Tilgangur ferðarinnar var að leggja
fram pólitísk rök íslendinga fyrir tíma-
bundinni hækkun jöfnunargjalds á
innfluttar iðnaðarvörur úr 3% í 6% til
að styrkja íslenzkan iðnað. Eiður
sagði, að EFTA-ríki hefðu tekið þessu
vel og Norðurlöndin mjög vel. Hjá
Efnahagsbandalaginu hefði verið bent
á, að stjórnvöld hér þyrftu að ger,a
meira til styrktar iðnaði en þetta eitt,
þannig að aðgerðir yrðu víðtækar og
samræmdar.
-HH.
HÖGG-
-f-—1T\—V— DEYFAR
* ^ * Loftdemparar IUII íflestartegundir bifreiða á ótrúlega hagstæðu verði.
Stýrisdemparar • Póstsendum um allt land
Gasdemparar HÖGGDEYFIR Dugguvogi 7 — Sfmi 30154
SPENNANDISUMAR
EÐA
LÆRDÓMSRÍKT ÁR
Hefur fjölskylda þín áhuga á aö taka skiptínema frá
öðru landi í sumar tíl tveggja mánaða eða í eitt ár, frá
og með ágúst?
Hafðu samband og kannaðu málið.
SIMI: 91-25450
OPIÐ ALLA VIRKA DAGA15-18.
Á ÍSLANDI P.O.BOX 753
HVERFISGÖTU 39 121 REYKJAVÍK
AFS eru alþjóðlega viðurkennd samtök, sem
stunda nemendaskipti milli landa.
Steinhljóö!
Þversagnir eru eitt af okkar sér-
kennum og þær eru óspart notaðar í
landkynningu. Helst eru það þær
þversagnir móður náttúru, sem
hampað er og okkur verður tíðrætt
um. Hitt vill stundum fara fram hjá
okkur hversu þversagnakennt það er í
augum annarra þjóða manna, að við
skulum halda hér uppi sjálfstæðu
menningarlífi, með öllu sem þvi til-
heyrir, eða þykjumst gera það, að
minnsta kosti.
Skemmtileg
vitleysa
Steinhljóð er ein af þessum þver-
sögnum, ekki aðeins nafnið, samsett
úrSteinar ogHljóðriti, nöfnum fyrir-
tækjanna sem að því standa, heldur
framtakið og tilgangur þessa fyrir-
tækis. Það hlýtur mörgum mannin-
um að finnast skemmtileg vitleysa að
ætla að gefa út alvarlega tónlist á
íslenskum markaði. En það gerði
Steinhljóð sl. fimmtudag.
Músíkalskur
hvalreki
Á plötu 1001 leika þau Manuela
Wiesler og Julian Dawson-Lyell
Divertimento eftir Jean Francaix,
Intermezzo úr Dimmalimm eftir Atla
Heimi Sveinsson, Chant de Linos
eftir André Jolivet, Sonatine eftir
Pierre Boulez og Calais eftir Þorkel
Sigurbjörnsson. Með þessari plötu
leggur Manuela fram enn eitt
sönnunargagnið fyrir því að hún sé
snillingur. Það er að bera í bakkafutl-
an lækinn að hrósa Manuelu. Sjaldan
hefur okkur íslendingum fallið til
öllu stærri „músíkalskur hvalreki”
en þegar hún batt trúss við ungan
klarínettuleikara og fluttist með hon-
um heim til íslands. Julian Dawson
— Lyell er okkur orðinn að góðu
kunnur af hljómleikum hér heima.
Hann er skemmtilegur slaghörpuleik-'
ari, sem fylgir hinni glettnu túlkun
Manuelu vel eftir en tranar sér ekki
fram að óþörfu. Það er ekki öllum
gefið að leika undir flautuleik, svo
vel fari. Divertimento Francaix er vel
til upphafs fallið á plötunni. Mér var
skemmt og auðheyrt er að svo var um
Manuelu og Julian einnig. Litla milli-
þáttaspilið úr Dimmalimm þykir mér
ein af perlum íslenskra tónbók-
mennta. Sú trú mín styrktist við að
hlýða á það leikið á plötunni. Varð-
andi Sönginn um Linos, þennan
fyrsta píslarvott tónmenntakennar-
anna, er svolítið fyndið, að Jolivet
skuli nota veikbyggt hljóðfæri eins
og flautu til að tjá hugrenningar
sínar um barning Linosar við að
kenna Heraklesi hljóðfæraslátt. En
Tónlist
stundum er hið einfaldasta og veik-
asta sterkast. Sonatina Boulez þykir
mér þurr formúlutónsmíð og raunar
furðulegt hversu þeim tekst að gæða
hana lífi. Calais samdi Þorkell Sigur-
björnsson fyrir flautusnillinginn
Robert Aitken. Var það mál margra,
að það væri ekki á færi annarra en
Roberts eins að flytja þetta verk, svo
vel væri. Á þessari plötu er allt slíkt
hjal afsannað, og það rækilega.
Tækni er samt ekki allt og með leik
sínum tekst Manuelu að gæða verk-
ið þeirri seiðmögnun, sem nægir til
að lokka fisk úr sjó og kannski fleira.
Tamin
villimennska
Á plötu Steinhljóðs 1002 leika þeir
Gísli Magnússon og Halldór Haralds-
son á tvær slaghörpur verkin Til-
brigði um Stef Witolds Lutoslawskis
um stef eftir Paganini og Vorblót
Igors Stravinskis. Paganinitilbrigðin
eru afar skemmtilega unnin slag-
hörpuverk, hnitmiðuð og þeir félagar
leika það hressilega. Vorblót Strav-
inskis er hugleiðing um ákveðið
minni, alþekkta flökkusögu um
stúlkuna, sem dansaði sig i hel. Slíkir
viðburðir þekktust um allar álfur á
tímum dansæðisins mikla
„Tarantellunnar”, eftir að svarti
dauði hafði gengið yfir. Hér uppi á
okkar kalda landi eigum við svo eina
skýrustu mynd þessarar flökkusögu í
þjóðsögunni af „Dansinum í
Hruna”. — í Vorblóti notar Stra-
vinski hljómsveitina sem eitt alls-
herjar ásláttarhljóðfæri. Þess vegna
nýtur það sín ekki síður í útgáfunni
fyrir tvær slaghörpur. Þeir Gísli og
Halldór eru í leik sínum eins og sam-
vaxnir tvíburar. Með þeim er algjört
jafnræði. í túlkun þeirra á Vorblóti
finnst mér einmitt gæta þessarar
tömdu villimennsku sem þetta stór-
kostlega verk endurspeglar.
Til sóma
Útgáfuröð sú sem Steinhljóð hefur
nú með þessum tveimur hljómplöt-
um ætlar að fara vel af stað og
gaman verður að sjá hvernig fram-
haldið verður. Umsjónarmenn útgáf-
unnar, þeir Jón Þór Hannesson og
Karl Sighvatsson, og upptökumenn
þeir Máni Sigurjónsson og Sigþór
Marinósson á plötu 1002 og Gudrun
Gardsjord og Alan O. Lucas á plötu
1001, hafa unnið verk sitt vel. Þeim
og flytjendum óska ég til hamingju
með árangurinn.
EM.
I a jólfur Mclsled