Dagblaðið - 02.05.1979, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 02.05.1979, Blaðsíða 31
31 DAGBLAÐIÐ: MIÐVIKUDAGUR 2. MAt 1979. Ct Utvarp Sjónvarp i LIFIBENOVSKÝ—sjénvarp íkvöld kl. 21.40: 'k Irskur landnemi Benovský ístað f Benovský vinur okkar frá Slóvakíu og Ungverjalandi kveður i kvöld áhorf- endur sjónvarps. í stað hans kemur á dagskrá myndaflokkur í 8 þáttum sem nefnist Kaptain and the Kings. Flokk- urinn er byggður á skáldsögu eftir Taylor Caldwell. K Á leiðarenda nefnist síðasti þátturinn um Benovský i sjónvarpinu i kvöld. Raunir Benovskys virðast engan enda taka. Eftir giftusamlegan flótta frá Siberiu kemst hann til Parísar og Maria Teresa, drottning Austurríkis- Ungverjalands, ákveður að náða hann af fyrri sökum við sig. Hún sendir honum náðunarbréf en það var einmitt það sem Omachel hafði beðið eftir. Hann brennir bréfið svo Benovský er enn landlaus. Hann verður því enn á ný að yfirgefa konu sína og son, sem hann hafði aldrei séð fyrren þá í París. Nýi flokkurinn sem kemur í stað Benovskýs segir frá íra nokkrum sem kemur til Bandaríkjanna á unglings- aldri. Honum tekst með frábærum dugnaði að hefja sig upp til valda og auðs. Aðrar fréttir af framhaldsflokkum sjónvarpsins eru að Húsið á sléttunni er að verða búið. í stað þess kemur ekkert og byrja því útsendingar í sjónvarpinu frá og með miðjum maí klukkan sex á sunnudögum. Björn Baldursson, dag- skrárstjóri sjónvarpsins, sagði að sér væri ekki kunnugt um hvort búið væri að panta framhald af Húsinu á slétt- unni en til er annar flokkur þeirra mynda. -I)S ________________________________) MAMMA MÍN VINNUR í BÚÐ - útvarp í dag kl. 17.20: HVAÐ VITA BÖRNIN UM STÖRF FORELDRANNA? Litli barnatíminn verður á dagskrá útvarpsins klukkan 17.20 i dag. Búið er að breyta útsendingartima hans frá þvi rétt eftir hádegið því um sumartímann þykir sýnt að börn verði þá úti að leika sér. Þátturinn í dag er í umsjón Val- dísar Óskarsdóttur og nefnist Mamma min vinnur i búð. Rætt er við Gunn- laug örn og móður hans, Sigurbjörgu Hoffritz. Valdís sagði að í vetur hefðu verið á dagskrá ýmsir þættir þar sem börnin lýsa því hvað foreldrar þeirra gera, ef þau þá vita það. Flest þau börn sem spurð hafa verið um vinnu foreldra sinna vita hvað vinnan heitir en ekki í K Valdis Óskarsdóttir, umsjónarmaður Litla barnatímans. DB-mynd Árni Páll. hverju hún felst. Einn vissi að pabbi hans hélt ræður, annar að pabbi las bækur og litil stúlka vissi að mamma vann á saumastofu. En hvaða ræður pabbi hélt, hvaða bækur pabbi las og hvað mamma var að sauma vissu þau ekki. Foreldrarnir voru síðan kvaddir í þáttinn og látnir lýsa þvi fyrir börnun- um. Þættirnir voru bæði hugsaðir sem nokkurs konar starfskynning og eins til þess að forvitnast um hvernig hinar ýmsu stéttir eyða tíma sinum, bæði vinnutíma og frítíma. Valdís sagði að áður hefði það ekki verið óalgengt að börn fengu að koma dag og dag með foreldrum sínum til vinnu en nú væri það, eftir því sem hún bezt vissi, að hverfa nær alveg. Bæði væri að ekki væri hægt að koma með börn á hvernig vinnustað sem væri og gæzla barna er orðin önnur en var. . DS l J MORGUNTÓNLEIKAR - útvarp ífyrramálið kl. 11.15: ' Schumann fór í mál til að fá Clöru í morguntónleikum útvarpsins i fyrramálið er fyrsta verkið Andante og tilbrigði fyrir tvö píanó, tvö selló og horn eftir Robert Schumann. Vladimir Ashkenazy, Malcolm Frager, Barry Tuckwell. Amaryllis Fleming og Terence Weill leika. Róbert Schumann var uppi á árunum 1810—56. Hann tilheyrir flokki róman- tískra höfunda í tónlistarsögunni þó rómantikin hafi verið að syngja sitt síð- asta er hann var uppi og hann hafi þótt nokkuð gamaldags. Sérlega hafði sam- tímamaður hans, Wagner, lítið álit á Schumann. Schumann var Þjóðverji og hann setti mikið mark á þýzka tónlistarsögu og má segja að hann hafi verið frum- kvöðull að tónlistargagnrýni. Þegar V hann sá að ekkert blað var til sem fjall- aði um tónlist stofnaði hann^sjálfur blaðið Neue Zeitschrift fúr Musik og var ritstjóri þess í 10 ár. Hann skrifaði þar gagnrýni á tónlist undir dulnefnum og kynnti jafnframt nýja tónlistarmenn. Fjölskylda Schumanns var ekki mikið fyrir tónlist. Eftir að faðir hans dó mátti móðir hans ekki heyra á það minnzt að Schumann legði stund á tón- list, en krafðist þess að hann lærði lög- fræði. Lengi lét hann að vilja hennar og las lög bæði í Leipzig og Heidelberg en lærði jafnframt að leika á píanó. Kennari hans í Leipzig var Friedrich Wiech sem var mikill og vel metinn píanókennari. Wiech átti dóttur sem einnig var góður píanóleikari. Hún hét Clara og vildi Schumann fá hana fyrir konu. Wiech gamli þvertók fyrir að það kæmi til mála. En Schumann gerði sér lítið fyrir og fór í mál við hann og vann það og fékk Clöru. Hæfni Clöru til að leika á píanó kom honum vel því sjálfur hafði hann laskazt á fingri við að reyna einhvern kínalífselexir sem átti að gera hann að betri píanista. Eftir það gat hann ekki leikið opinberlega. Þau Clara fóru um allt, jafnvel alla leið til Rússlands og virtist það ekki draga úr þeim kjark að þau áttu átta börn. Schumann vann eins og forkur en að lokum fór svo að hann biluði á sönsum af of miklu álagi og eyddi hann tveim síðustu æviárum sínum á geðveikra- hæli. - DS _____________________________________) I í Sjönvarp Miðvikudagur 2. maí 18.00 Barbapapa. Endursýndur þáttur úr Stund- inni okkar frá síðastliðnum sunnudegi. 18.05 Búrnin teikna. Kynnir Sigríöur Ragna Sigurðardóttir. 18.15 Hláturleikar. Bandarískur teiknimynda flokkur. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.40 Knattleikni. 1 þriðja þætti lýsir Colin Todd hlutverki vamarleikmanna. Þýðandi og þulur Guðni Kolbeinsson. 19.05 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Nýjasta tækni og visindi. Umsjónarmaður Ornólfur Thorlaciuls. 21.00 jþifi Benovský. Lokaþáttur. Að leiðarlok- um. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 22.05 Fjallabjörninn. Þýsk mynd um bjamdýrs- veiðar i Himalajafjöllum. Þýðandi Jón Hilmar Jónsson. 22.50 Dagskrárlok. ^ Útvarp Miðvikudagur 2. maí 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Vlð vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Só nótt gleymist aldrei’’ eftir Walter Lord Gísli Jónsson les þýðingu sína (9). 15.00 Miðdegistónleikar: Margaret Ritchie söngkona og Halléhljómsveitin ílytja „ Suöurskautshljómkviðuna” (Sinfonia antarctica) cftir Vaughan Williams; Sir John Barbiolli stj. 15.40 tslenzkt mál. Endurtekinn þáttur Jóns Aöalsteins Jónssonar frá 28. f.m. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregn- ir). 16.20 Popphorn: Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Litli barnatiminn. Stjórnandi: Valdis Óskarsdóttir. „Mamma mín vinnur i búð": Rætt við Gunnlaug örn og móður hans, Sigurbjörgu Hoffritz verzlunarstúlku. 17.40 Tónlistartimi barnanna. Stjórnandi: Hgí)! Friðleifsson. 17.55 Tónlcikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöklsin. 19.00 Fréttir. Fréttaauld. Tilkynningar. 19.35 Einsöngur I útvarpssal: Siegiinde Kahm- ann syngur tvö tónverk eftir Schubert, „Salve Regina’* og „Hjarðsveininn á hamrinum”. Hijóðfæraundirieik annast Ásdis Þorsteins- dóttir, Helga Hauksdóttir, Helga Þórarinsdótt ir, Viktoria Parr, Siguröur I. Snorrason og Guðrún Kristinsdóttir. 20.00 (Jr skólalífinu. Kristján E. Guðmundsson stjórnar þaettinum. 20.30 CJtvarpssagan: „Fórnarlambió" eftir Hermann Hesse Hlynur Ámason les þýðingu sina (4). 21.00 Hljómskálamúsik Guðmundur Gilsson kynnir. 21.30 „F.inn sit ég yfir drykkju" Sigriður Eyþórsdóttir og Gils Guðmundsson lesa Ijðð cftir Jóhann Sigur ónsson. 21.50 Sónata I F-dúr op. 5 eftir Ludnig van Beethnven. Lynn Harrell og Christoph Eschenbach leika saman á selló og píanó (Hljóðritun frá Hailartónleikum í Ludwigs borg). 22.10 Loft og láð. Pétur Einarsson sér um flug málaþátt, þar scm talað verður við Lárus Gunnarsson framkvæmdastjóra Iscargos um vöruflutninga innanlands og utan. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun dagsins. 22.50 (Jr tónlistarlifinu. Knútur R. Magnússon sér um þáttinn. 23.05 Svört 'önlist. Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Afgreiðslustarf Stúlka óskast hálfan daginn (kl. 1 —6) í silfur- búð, æskilegur aldur 25—40 ár. Tilboð merkt „FramtíðarstarF’ sendist auglýsindadeild Dag- blaðsins fyrir 5. maí. Vinsælustu _ herrablöðin MmhCjsio Laugavegi 178 - Sími86780 n

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.