Dagblaðið - 10.05.1979, Page 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. MAl 1979.
7
Erlendar
fréttir
ÖLAFUR !
GEIRSSON.
Ökumaður bifreiðarínnar blindaðist af
sólinni og ók yfir á brautarteinana i veg
fyrir lestina. Þetta var í Danmörku
fyrir nokkrum dögum. Allir sem í
bifreiðinni voru, ökumaðurinn og tvö
ung börn hans, létust 1 slysinu. Meira
en tvær klukkustundir iiðu þar til tókst
að ná iíkunum úr flakinu.
Washington:
Tilkynnt um
Saltsamkomu-
lagið fgær
Talið er víst að harðar umræður
verði í öldungadeild bandaríska þings-
ins um hið svonefnda Saltsamkomulag.
Tilkynnt var um að niðurstöðu væri
náð í áralöngum umræðum sovézkra
og bandarískra embættis- og stjórn-
málamanna um takmörkun kjarnorku-
vigbúnaðarkapphlaupsins. Var þetta
tilkynnt í Washington í gær en ekkert
hefur heyrzt um málið opinberlega í
Moskvu.
Margir öldungadeildarþingmenn eru
sagðir andvígir samkomulaginu og telja
að Sovétmenn hafi snúið á samninga-
menn Jimmy Carters. Til að
samningurinn verði fullgildur verða
tveir þriðju hinna eitt hundrað
öldungadeildarþingmanna að sam-
þykkja hann. Þykir nokkur vafi á að
Carter Bandarikjaforseta og aðstoðar-
mönnum hans takist að fá nógu marga
þingmenn til samþykktar.
Ætlunin er að formlega verði gengið
frá samningunum á fundi þeirra forset-
anna Brésnefs og Carters í júní næst-
komandi. Líklegast er talið að sá fund-
ur verði í Stokkhólmi, Genf eða Vín.
Menn hafa nokkrar áhyggjur af heilsu-
fari Brésnefs forseta Sovétríkjanna og
er jafnvel óttazt að hann geti ekki
komið til fundar við starfsbróður sinn
vestra.
Kínverjar hafa lýst yfir vanþóknun
sinni á Saltsamkomulaginu. Segja þeir
að þarna sé enn eitt dæmið um laumu-
spil stórveldanna, sem beinist gegn
öðrum þjóðum heimsins.
Öldungadeild sam-
þykkir skömmtun
Heimild til forseta Bandaríkjanna
um að taka upp skömmtun á bensíni í
neyðartilvikum var samþykkt í
öldungadeild þingsins í Washington í
gær. Yfirvöld í Kaliforníu höfðu þó
ekki séð sér fært að bíða eftir sam-
þykktum opinberra ráðamanna alríkis-
stjórnarinnar en þar var tekin upp
bensinskömmtun i gærmorgun.
Málið fer nú til fulltrúadeildarinnar
en þar er búizt við hörðum umræðum.
Ekki eru allir sannfærðir um nauðsyn
slíkrar heimildar til handa forsetanum.
Ekki hefur fyrr verið gripið til
bensínskömmtunar síðan árið 1973,
þegar hin svonefnda orkukreppa stóð
sem hæst.
Bandarísk olíufélög telja sig hafa
orðið fyrir miklum skakkaföllum, er
olía frá íran hætti að berast. Aðrir
benda á að slíkt geti tæpast staðizt þar
sem aldrei hafi borizt meira en 7% af
heildaroliunotkuninni þar vestra frá
íran.
ísraelsher
í Líbanon
Herlið ísraelsmanna hertók í gær
þorp eitt innan við landamæri
Líbanon. Fór lið fimm hundruð
ísraelskra hermanna inn fyrir landa-
mærin á hæla hóps skæruliða, að
eigin sögn. Eru skæruliðarnir sagðir
hafa ráðizt inn í ísrael og unnið þar
skemmdarverk.
Hópar þjóðvarðliða hinna svo-
nefndu kristnu hægri manna í
Líbanon, sem ráða mestu i suður-
hluta landsins, aðstoðuðu ísraelsku
hermennina. Tóku þeir þorp eitt og
höfðu það á sinu valdi i nokkrar
klukkustundir. ísraelskir hermenn
hafa ekki ráðizt inn í Líbanon síðan i
marz í fyrra. Þá fór tuttugu þúsund
manna herlið yfir landamærin og tók
stóran hluta landsins á sitt vald.
Þessi vandaði danski pylsuvagn er til
sölu vegna breytinga. Söluleyfi á
Lækjartorgi fylgir ekki. Vagninn er
rafdrifinn, með allar lagnir og teng-
ingar, töflu og mæli. Fjórir pylsu-
pottar, tveir vaskar ásamt vatnshit-
ara og hlifðarskildir fyrir fjórar sölu-
lúgur. Loftræstivifta, fataskápur og
fjórar útiluktir. Stærö 2X3 metrar
og 2,50 m lofthæð. Hjólabúnaður
fylgir. Hentar vel sem alhliða sölu-
vagn meðfram þjóðvegum jafnt sem í
þéttbýli.
Upplýsngar í síma 74575 og hjá aug-
lýsingaþjónustu DB, sími 27022.
Nýtt á markaðinum!
Innkaupastjórar athugiö!
Mjög hagstætt verð á
Olivia Shampoo frá
mSYCAT
JÚLÍUS SVEINBJÖRIMSSON HEILDVERZLUN
LAUGAVEGI26 - SÍMI20480