Dagblaðið - 20.06.1979, Side 5

Dagblaðið - 20.06.1979, Side 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ1979. Reglugerð um sjúkratryggingar breytt: Sjúkrasamlög borga minna sjúklingar meira Sérfræðingafélag hekna mötmælir □ Sérfræðingafélag lækna hefur nýlega mótmælt því að hækkaður greiðslu- hluti sjúklinga úr 600 kr. í 2000 kr. fyrir sérfræðilæknishjálp og rannsókn- ir utan spítala sé látinn taka til örorku- bótaþega, ellilífeyrisþega og fólks með mjög langvarandi sjúkdóma og skerta starfsorku af þeim sökum. Telur félagið nauðsynlegt að létta þessari greiðslubyrði af ofannefndum sjúkl- ingahópum. 1 fréttatilkynningu frá Sérfræðinga- félaginu segir að hér sé um tilfærslu á greiðslum að ræða, þannig aðgreiðslur frá sjúkratryggingum lækki, en hjá sjúklingum hækki greiðslur að sama skapi. Þessar hækkanir lendi með mestum þunga á þeim sjúklingum sem einkum þurfi á sérfræðiþjónustu að halda og minnsta greiðslugetu hafi. Geti þetta leitt til óbærilegrar greiðslur byrði fyrir öryrkja, aldraða og aðra sem hafa skerta starfsgetu vegna sjúk- dóma. Sérfræðingafélagið telur að af þessu geti m.a. hlotizt eftirtalin vandkvæði: a) Efnalitlir sjúklingar geti þurft að neita sér um nauðsynlega sérfræðiþjón- ustu oglyf. b) Óhjákvæmilega geti orðið að leggja sjúklinga inn á sjúkrahús ekki eingöngu af heilsufarsástæðum heldur að nokkru Ieyti vegna efnahags ein- staklingsins. Slíkar ráðstafanir kosti meira fyrir sjúkratryggingarnar en nemi þeim „sparnaði” sem fáist með því að flytja greiðslur frá sjúkratrygg- ingum yfir til sjúklinga utan sjúkra- húsa. „Leiðrétting getur t.d. verið með þeim hætti að fella þessar greiðslur niður hjá þeim samfélagshópum, sem að ofan getur, eða tryggja þeim endur- greiðslu frá sjúkrasamlögum,” segir í fréttatilkynningunni. Einnig telja sér- fræðingar að til greina komi að sjúkra- tryggingar greiði að fullu sérfræði- læknishjálp og rannsóknir fyrir efsta stig öryrkja, þ.e. þá sem eru 75% ör- yrkjar eða meira, og einnig fyrir ellilíf- eyrisþega, sem ekki njóta annarra tekna en frá tryggingabótakerfinu. Loks vilja sérfræðingar taka það fram, að gjaldbreyting sú, sem hér er um að ræða, hafi engin áhrif á heildar- greiðslu fyrir störf lækna, hvorki til hækkunar né lækkunar. -GM 50—60% kjarauppbót í bénuskerfinu í Garðinum „Fiskvimsluhúsin eru minn menntaskóli” sagði níu bama móðir við eitt pökkunarborðið Kaup kvenfólksins sem vinnur við hreinsun, vigtun og pökkun fisks í Ís- stöðinni í Gerðum í Garði hækkaði um 50—60% að meðaltali þegar bónus- kerfi var tekið upp í húsinu. Tíma- kaupið í fiskvinnu fyrir fullorðna er nú 1128 krónur. Þær sem vanar eru orðnar ná því töluvert oft að fá aðra eins upphæð í bónus á klukkutímann, sem sagt tvöfalda tímakaupið. Eitt dæmi sáum við þar sem þrælvön pökkunarkona hafði eina klukkustund krækt sér í 1553 krónur á klukkustund í bónuskerfisvinnunni auk tíma- kaupsins. Bræðurnir Theodór verkstjóri í hús- inu og Þórarinn framkvæmdastjóri sögðu að vinnugæðin í bónuskerfinu væru miklum mun betri en meðan tímavinna var þar unnin. Bónuskerfið er algert frumskilyrði fyrir afkomu frystihúsanna en mikil nauðsyn er jafnframt á því að húsin séu vel vélvædd. Magnþóra Þórarínsdóttir (t.h.) við sitt vinnuborð. Til vinstri er 12 óra sonardóttir hennar Guðbjörg við sömu vinnu. DB-myndir Ragnar Th. Sig. DB-menn staðnæmdust við eitt vinnslu- og vigtunarborðið. Þar stóð móðir þeirra bræðra við hlið sonar- dóttur sinnar 12 ára. Móðir bræðr- anna, Magnþóra Þórarinsdóttir er níu barna móðir og eiga börnin, sjö bræður og tvær systur, ísstöðina með foreldrum sínum. Faðir þeirra Guð- bergur Ingólfsson rekur svo einnig salt- fiskverkun í Garðinum. „Fiskvinnsluhúsin eru nú eiginlega minn menntaskóli,” sagði Magnþóra og brosti, „en ég kann ósköp vel við mig hér.” Sonardóttir hennar, dóttir Theodórs verkstjóra, Guðbjörg 12 ára, var hálffeimin við blaðamenn og sökkti sér niður i fisksnyrtinguna. -ASt. 1» Hann heilsar þeim fjörlega þessi á hverjum morgni er þær ganga I pökkunarsalinn I Isstöðinni. jÆrm 1R 1 | | Vr*f M J l 1 i KgS m \ • 1 ÆM Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands styður Greenpeace Greenpeace-menn hafa hlotið óvæntan stuðning „innan frá” and- stæðingunum með því að starfshópur á vegum Náttúruvemdarfélags Suð- vesturlands hefur lýst yfir stuðningi við þá. Segir í yfirlýsingu frá starfshópnum að þeir telji það furðulegt að til þurfi útlendinga til að opna augu íslendinga fyrir því að friða þurfi hvalastofninn. Hvalir séu einn sérstæðasti hópur dýra jarðarinnar og yfir þeim vofir bein út- rýmingarhætta. Finnst þeim náttúruvemdarmönnum fara illa á því að íslendingar „sem gömul menningarþjóð eigi hlut að slíku athæfi” sem hvaladrápið er. - BH Djúpivogur: Hátíðahöldunum frestað Rannsóknar- 1 Send aftur f I Ofeigsfjörð Efnt var til vissra hátíðahalda á Djúpavogi 17. júní en fresta varð úti- skemmtun vegna veðurs, en sú skemmtun verður haldin við fyrsta tækifæri-þegar er sólskinssunnudagur. Síðdegis varhaldin kvikmyndasýning og var hún tvítekin. Síðan var kaffisala og úti á Sandi var sandspyrna bíla sem mun vera sú fyrsta sinnar tegundar á Austfjörðum. Á laugardagskvöld var dansleikur með hljómsveit Árna ísleifs- sonar frá Egilsstöðum og gerði hún stormandi lukku. Endurvakið kvenfélag staðarins hefur starfað í ein tvö ár og hefur það nú keypt leiktæki á barnaleikvöllinn sem það ætlar að setja upp alveg á næstunni. Aflabrögð eru takmörkuð en Jón Guðmundsson kom hér á laugardag með 17 tonn en Mánatindur er á veið- um fyrir erlendan markað. Rækju- veiðar eru byrjaðar aftur eftir nokkurt hlé, en þær höfðu genigð illa vegna veðurs og slæmra aðstæðna. Enn munu vera eftir 30 tonn af kvótanum. Á Djúpavog er nú komin lögregla og gegnir því starfi Sigurður Bjarni Gísla- son verzlunarmaður og hefur sér til að- stoðar Guðjón Gunnlaugsson bif- reiðarstjóra. -GAJ Hún er heldur tætingsleg á að líta, refurinn Lísa, þar sem hún er að fara úr vetrarfeldinum hvíta yfir í sumarfeld- inn sinn brúna. Var hún stödd í bílskúr í Mosfellssveitinni en þaðan var hug- myndin að fara með hana á íslenzka dýrasafnið, þegar boð kom um að senda hana aftur til sins heima, norður i Ófeigsfjörð á Ströndum. Lisa er nefnilega rannsóknarrefur sem Páll Hersteinsson refafræðingur hefur verið að rannsaka ásamt fleiri refum norður á Ströndum. f vetur urðu ábúendur á bæ nokkrum á Ströndum varir við hvítan ref sem kom af og til að bæjarhúsunum. Endaði þetta síðan með því að refurinn (sem síðar hlaut nafnið Lísa) varð svo hændur að heimilisfólkinu að hann þáði af því mat og hélt sig við bæinn að mestu. Síðan var ákveðið að koma með Lísu suður i þeim tilgangi að setja hana lif- andi á safn, en frá því horfið, eins og fyrr greindi, svo halda mætti áfram að rannsaka atferli hennar á heimaslóðun- umfyrir norðan. -BH

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.