Dagblaðið - 23.06.1979, Side 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1979.
5
—skilaf restur til 2. júlí
680.000 án mótors. Um bátinn er það
helzt að segja að hann er með tvöföld-
um byrðingi og er ósökkvanlegur.
Hann er fyrir mest 5 farþega og er
ætlaður fyrir 15 til 25 hestafla utan-
borðsvél. Ganghraði hans er á bilinu 16
til 25 sjómílur á klukkustund eftir
vélarstærð. Lengd bátsins er eins og
fyrr sagði 4,30 m brcidd 1,90 m og
þyngdin 210 kíló. í bátnum er 105 litra
geymsluhólf í stefni.
2. verðlaun
Þessi Mariner utanborðsmótor frá
Barco báta- og vélaverzlun, Lyngási 6
Garðabæ, er önnur verðlaun i getraun-
inni um sigurvegara í Sjóralli ’79. Hann
er 3 og hálft hestafl og er þrátt fyrir
smæðina búinn mörgum kostum sér
stærri mótora. Hann er búinn áframgír
og hlutlausum, bensíngjöf í handfangi
og öryggisstöðvunarrofa. Hægt er að
snúa mótornum í 360 gráður. Bensín-
tankur er innbyggður og með bensín-
mæli. Þessi mótor er fyrst og fremst
hugsaður fyrir litla sportbáta og
gúmmíbáta og sem hjálparmótor á
seglskútur. Þessi mótor kostar um 200
þúsund krónur.
3. verðlaun
Öryggistæki um borð í bátum eru mörg
og í þriðju verðlaun í getrauninni er
þessi CB-talstöð frá Radíóvirkjanum
Týsgötu 1, af gerðinni Lafayette Micro
66, og kostar slík stöð 78.565 krónur.
CB-stöðvar hafa áþreifanlega sannað
notagildi sitt á undanförnum árum og i
sjórallinu I fyrra og einnig nú er sam-
band við keppnisbátana cinmitt með
slíkum stöðvum. Er það félag far-
stöðvaeigenda sem hefur veg og vanda
af undirbúningi og eru þeir búnir að
koma á þéttu neti af talstöðvum hring-
inn í kringum landið sem hafa munu
samband við keppnisbátana og á þann
hátt stuðla að öryggi þeirra.
4. verðlaun
Þegar á sjó er farið er eins gott að sigla
ekki i strand og ekki ætti að vera hætta
á því hjá þeim sem hlýtur þennan
dýptarmæli af Seafarer 3 gerð frá
Benco, Bolholti 4, i fjórðu verðlaun i
getrauninni. Þessi mælir hæfir vel i
sportbáta og mælir dýpi með mikilli
nákvæmni allt frá grynnstu klettum
niður á 60 faðma og jafnvel 100 faðma.
Hann cr gerður (il að þola hin ýmsu
skilyrði, allt frá sjávarhita 10 gráðum
fyrir neðan froslmark og upp í 60 stiga
hita. Þcssir mælar kosta 41 þúsund
krónur.
í tengslum við Sjórall Dagblaðsins
og Snarfara, sem hefst um næstu helgi,
efnir Dagblaðið nú til glæsilegrar verð-
launagetraunar. Fimm verðlaun verða
veitt — samtals að verðmæti 1.1
milljón króna.
Sá sem getur sagt fyrir um það
mánudaginn 2. júlí hver verður röð
keppendanna fimm í sjórallinu fær í
verðlaun sportbát. Önnur verðlaun eru
utanborðsmótor, þriðju talstöð, fjórðu
dýptarmæltir og fimmtu verðiaun sjón-
auki. Nánar er gerð grein fyrir þessum
stórglæsiiegu verðlaunum neðar á síð-
unni.
Getraunin er eins einföld og hugsazt
getur. í dag og næstu daga birtir DB
getraunaseðilinn sem birtur er neðst á
siðunni. Lesendum gefst kostur á að
spá um röð keppendanna og er síðasta
tækifæri til að skila seðlunum á mánu-
daginn 2. júlí. Þá verða bátarnir búnir
með fyrsta áfangann og komnir til
Vestmannaeyja . Berist seðlar utan af
landi síðar verða þeir því einungis taldir
með að póststimplun sé mánudagurinn
2. júlí.
Verði fleiri en einn með alla röðina
rétta verður dregið úr réttum lausnum.
Verðlaunin verða veitt sunnudags-
kvöldið 8. júlí, um leið og bátarnir
koma aftur til Reykjavíkur að lokinni
hringferðinni um landið.
Getraunaseðillinn skýrir sig sjálfur
— og þá er ekki annað eftir en að fylla
hann út, stinga í umslag og senda rit-
stjórn Dagblaðsins, Siðumúla 12,
merkt „Sjórall ’79”.
Góða skemmtun!
-ÓV.
Hann er frá Gísla Júnssyni og Co. hf.
Sundaborg 11 og kostar báturinn
‘1. verðlaun
Þessi 14 feta (4,30 m) bátur er fyrstu
verðlaun í þessari glæsilegu getraun.
5. verðlaun
Ekki er nógu gott, hvorki til sjós né
lands, að sjá ekki i kringum sig og 5.
verðlaunin i getrauninni eru þessi sjón-
auki af Konica-gerð frá Gevafótó hf.
Austurstræti 6. Sjónaukinn er með 8,3
gráðu sjónarhorni og stækkar 8x40
Hann kostar 36 þúsund krónur.
Glæsileg
verðlauna-
getraun
Dagblaðsins
ítilefni
Sjóralls 79:
SÁ SEM GETUR RÉn TIL
UM RÖÐ BÁTANNA FÆR
SPLUNKUNÝJAN SP0RTBÁT
MMBIAÐIB
SNAfífmw
Sendist merkt:
DAGBLAÐIÐ
SJÓRALL 79
Síðumúla 12
105 Reykjavík
Hvaða bátur verður fyrstur?
KEPPENDUR ERU:
03 — Bjarni Björgvinsson og Lára Magnúsdóttir
05 — Hafsteinn Sveinsson og Runólfur Guðjónsson
06 — Bjarni Sveinsson og Ólafur Skagvik
07 — Eirfkur Kolbeinsson, Hinrik Morthens
og Tryggvi Gunnarsson
08 — Gunnar Gunnarsson og Ásgcir Ásgeirsson
SKILAFRESTUR TIL MÁNUDAGSINS 2. JÚLÍ1979
PÓSTSKIL MÁNUDAGINN 2. JÚLÍ1979 í SÍÐASTA LAGI. Únnur svör gilda ekki
Sendandi:
Nafn:.....
Heimili: ...
Sími:.....