Dagblaðið - 26.06.1979, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1979.
BÍLAMÁLARAR!
BÍLALÖKK í ÚRVALI:
SADOKRYL
— Akrylolía —
SADOLYN
— Olíulakk —
SADOLYN
— Herðir fyrir olíulökk —
dropinn
Hafnargötu 80, Keflavík, sími 2652
Wagoneer Custom
• árg. ’74, 8 cyl., sjálfskiptur með öllu,
skipti á nýlegum og góðum bíl koma til
greina.
Uppl. í síma 20339 eftir kl. 7 á kvöldin.
AUSTURVERI
Háaleitisbraut 68
Heimilis-eldavélin
frá Rafha er landsþekkt
islcnzk framleiðsla.
Frá stofnun fyrirtækisins
1936 hafa verið fram-
lciddar yfir 60.000 clda-
vélar. Um tvær gerðir af
sambyggðri vél er að ræða.
Gerð HE fyrir sökkul, og
gerð E frístandandi í 90 cm
borðhæð. Hægt cr að fá
vélina með klukkubaki.
Ennfremur cldavélasctt.
40
ÁRA
REYNSLA
2ja ára ábyrgð á eldavélum.
6 litir
Ennfremur seljum við:
RAFMAGNSHEIMILISTÆKI
frá heimsþekktum fyrirtækjum, svo sem frá Zanussi, kæli- og frysti-
skápa, frystikistur, uppþvottavélar, þvottavélar, þurrkara, gufu-
gleypa, ennfremur ryksugur, rakatæki, brauðristar, straujárn, hrað
suðukatla, háfjallasólir og m.m.fl.
K3L.fijL~Jní—i*g£_ viöisrkennH
varahluta- og viðgerðarþjónusta
£
/.
í Austurveri, Háaleitisbraut 68,
sími 84445 og 86035
Belgía:
Haigslappá
furðulegan hátt
við sprengjuna
—sem sprakk andartaki eftír að bifreið hans ók yf ir
hana og særði tvo lögreglumenn og einn lífvötð
Lögreglan í Casteau í Belgíu og
öryggisverðir eru furðu lostnir yfir
því hvernig tekizt hefur að koma fyrir
fjarstýrðri sprengju, sem Alexander
Haig fráfarandi yfirmaður herja
Atlantshafsbandalagsins í Evrópu
slapp naumlega við er hann fór um
borgina í gær. Þykir það ganga
kraftaverki næst að hershöfðinginn
skyldi sleppa.
Ekki fór þó svo að sprengjan skildi
ekki eftir sig nein sár og meiðsli enda
mun hún hafa verið af mjög vandaðri
gerð. Tveir belgískir lögreglumenn og
einn bandarískur öryggisvörður hers-
höfðingjans særðust nokkuð. Þeir
voru í bifreið, sem ók næst á eftir
bifreið hershöfðingjans.
Sprengjan, sem mun hafa verið
hlaðin um það bil 135 kílógrömmum
af sprengiefni sprakk aðeins
nokkrum andartökum eftir að bifreið
Haig ók yfir ræsið þar sem henni
hafði verið komið fyrir. Lögreglan
fann fljótlega sprengileiðslur, sem
lágu til staðar í um það bil hundrað
og fimmtíu metra fjarlægð en þar var
einnig fullkomin fjarstýriútbúnaður.
Lögreglan fann einnig i nálægð við
sprengistaðinn, öryggishjálm svip-
aðan eins og byggingaverkamenn
nota auk sendistöðvar.
Lögreglan telur líklegast að einn
tilræðismannanna hafi verið staðsett-
ur þar sem sást til bifreiðalestar hers-
höfðingjans og hann síðan gefið
merki um að kveikja á sprengjunni,
þegar bifreið hans var við ræsið þar
sem hún var.
Fréttamanninum Bill Stewart var skipað að leggjast á jörðina en þar var hann síðan umsvifalaust skotinn i höfuðið. Myndin
hér að ofan er fremur ðgreinileg en þð má sjá hvar Stewart liggur á jörðinni og þjóðvarðliðar Somoza einræðisherra beina að
honum byssum sinum.
Brussel:
Samkomulag um
aðstoðina nálgast
—í viðræðum Efnahagsbandalags- og þróunarríkja
Samningaviðræður um efnahags-
aðstoð ríkja Efnahagsbandalagsins
við fimmtiu og sjö af þróunarríkjun-
um næstu árin virðast hafa þokazt
nokkuð i samkomulagsátt. Fundir
um þetta mál standa nú yfir í Brussel.
Ríkin, sem njóta mundu þessarar
aðstoðar eru fyrrum nýlendur og
sambandsríki Evrópuríkjanna í
Afríku, Karabíska hafinu og á Kyrra-
hafssvæðinu. Viðræður voru teknar
aftur upp á milli aðila en þær fóru út
um þúfur í síðasta mánuði. Helzta
umræðuefnið hingað til hefur verið
upphæð þeirrar aðstoðar, sem
Evrópuríkin skyldu leggja fram til
ríkjanna fimmtíu og sjö næstu fimm
árin. Núgildandi aðstoðaráætlun
gekk í gildi 1975 og rennur út í april
næstkomandi.
Auk fjárupphæðarinnar er mikið
rætt um ákvæði um mannréttindi í
rikjunum, sem aðstoðarinnar skulu
njóta. Vilja Efnahagsbandalagsríkin
að viss trygging fáist fyrir mannrétt-
indum þar. Auk þess krefjast þau
vissra trygginga fyrir því, að fjárfest-
ingar evrópskra aðila í þróunarlönd-
unum fimmtíu og sjö fái að vera þar
áfram óáreittar.
Nokkur áherzla hefur verið lögð á
að ljúka mikilvægum liðum
samningaviðræðnanna áður en Jean
Francois Pnocet utanríkisráðherra
Frakka heldur til stórveldaráðstefn-
unnar í Tókíó. Þangað er áætlað að
hann fari i kvöld.