Dagblaðið - 26.06.1979, Page 24

Dagblaðið - 26.06.1979, Page 24
2,6 mill jarðar til orkuspamaðar: Ríkisstjómin samþykkti ..orkupakka” Hjörleifs „Ríkisstjómin samþykkti í'gær áætlun um víðtækar aðgerðir til orkusparnaðar og hagkvæmrar nýtingar olíu,” sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra i viðtali við DB í morgun. Þarna er um að ræða þann „orkupakka”, sem iðnaðarráðherra hefur beitt sér fyrir að undanförnu. 2,6 milljarðar eiga að fara til að hraða hitaveitu- og öðrum orkufram- kvæmdum. Raflínuframkvæmdum verður hraðað til að draga úr olíueyðslu, dreifikerfi í sveitum verður bætt, jarðhitaleit efld. Þá eru almennar sparnaðaraðgerðir, leiðbeiningar og „áróður” stjórnvalda fyrir sparnaði. Kunnugir telja, að spara mætti milljarð strax á þessu ári með því að flýta hitaveituframkvæmdum. Steingrímur Hermannsson dóms- málaráðherra sagði í morgún, að eftir væri að vinna út mikið af þessum fyrirhuguðu aðgerðum. Þær mundu vafalaust birtast almenningi smátt og smátt. Bráðabirgðalög þyrftu almennt ekki til þessara aðgerða, en þó þyrfti bráðabirgðalög vegna erlendrar lántöku, sem nauðsynleg væri til hitaveituframkvæmda. -HH/GM. frjálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1979. Flugleiðir: Flugvirkjum einnigsagt uppstörfum Boðun uppsagna heldur áfram hjá Flugleiðum. í gær hélt Sigurður Helga- son forstjóri Flugleiða fund með flug- virkjum og á fundinum voru einnig framkvæmdastjórar deilda og blaða- fulltrúi. Á fundinum voru boðaðar uppsagnir bæði flugvirkja og vélstjóra Flugleiða en engar tölur nefndar um fjölda. Uppsagnirnar verða tilkynntar nú 1. júli, en koma til framkvæmda 1. október. Fjöldinn mun síðan ráðast af því hvernig tekst að afla Flugleiðum verkefna í leiguflugi og verða uppsagnir afturkallaðar ef vel tekst til. Flugvirkjar hyggjast svara þessu og benda m.a. á að um 80% af viðhaldi véla Flugleiða fer fram erlendis. -JH. Vlðskiptarádherra Noregs íheimsókn: Möguleg olíu- kaup rædd ámorgun „Við munum kanna á hvaða verði olían verður og hvenær möguleiki verður á að fá hana,” sagði Svavar Gestsson viðskiptaráðhera í samtali við DB í morgun. Viðskiptaráðherra Noregs, Hallvard Bakke er væntanlegur hingað til lands í dag til viðræðna við kollega sinn og ráðamenn hér á landi. Sagði Svavar að allar hliðar þessa máls yrðu kannaðar rækilega og reynt að fá það hagstæðasta sem völ væri á fyrir íslendinga í olíuviðskiptum. -BH. 3% kaup- hækkun til ASI- félaga 1 gær undirrituðu fulltrúar Alþýðu- sambands íslands annars vegar og f ulltrúar Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna hins vegar samning um 3% kauphækkun til félagsmanna ASÍ. Samningurinn gildir frá undirskrifmr- degi til áramóta og framlengist um þrjá mánuði í senn, ef hvorugur aðili segir honum upp með eins mánaðar fyrirvara. Miðstjórn ASÍ hafði frumkvæði að samningsgerðinni og sendi við- semjendum sínum bréfkom í lok síðustu viku, þar sem málin voru reifuð. Atvinnurekendur virðast ekki hafa þurft að velta hlutunum lengi fyrir sér og niðurstaðan varð stytzta gerð heildarkjarasamninga sem lengi hefur sézt. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasambandsiris, telur samningana mikilvæga og í samræmi við stefnu ASÍ. Þorsteinn Pálsson hjá Vinnuveitendasambandinu kallar samningana hins vegar „verð- bólguprósent og engar kjarabætur”. Stokkseyri: 2—3milljón kr. misferli með olíustyrk — fyrrverandi sveitar- stjóri ígæzluvarðhaldi Fyrrverandi sveitarstjóri á Stokkseyri var sl. föstudag úr- skurðaður í allt að sjö daga gæzluvarðhald hjá embætti sýslu- mannsins í Árnessýslu, vegna meints fjármálamisferlis i starfi. Eftir á- reiðanlegum heimildum Dagblaðsins mun kæruefnið vera misferli með olíustyrk, sem greiddur var til sveitar- stjóra úr ríkissjóði sem sveitarstjóri átti síðan að jafna niður á húseigendur. Eftir því sem Dagblaðið kemst næst mun sveitarstjórinn fyrrverandi hafa gefið upp fleiri olíustyrkþega en um var að ræða og stungið mismuninum und- an. Upphæðin mun nema á milli tveim- ur og þremur milljónum. Maður sá sem hér um ræðir var sveitarstjóri Stokks- eyrarhreppsá árunum 1975—78. -GAJ/GV, Stokkseyri. Steingrímur Hermannsson. HVER FER SVO SEM AÐ PANTA BÍL í SVONA VEÐRf? Nú, já, hvergi friöur — en skítt með það, hér ligg ég og get ekki annað. Sólin loksins farin að sýna sig og hver haldiði svo að fari að panta bil til að flytja I svona blíðu. DB-mynd Árni Páll. Lipur f undur um hvalveiðimál Stjómaríiðarglaðin „Vínnth friöur tryggður” „Ég er mjög ánægður yfir þessum samningum og tel, að afstaða láglauna- hópanna sé til fyrirmyndar. Bara að fleiri launþegahópar væru svo skynsamir að semja um þetta,” sagði Steingrimur Hermannsson dómsmála- ráðherra í morgun um samningana um 3% grunnkaupshækkun í gær. „Þessir samningar tryggja vinnufrið fram á byrjun næsta árs,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður (AB) i morgun. „Það er ánægjulegt, að Vinnuveitendasambandið og Vinnu- málasambandið skuli hafa séð, að þétta er bezta leiðin. Ríkisstjórnin hefur þannig að heita má tryggt vinnufrið í eitt og hálft ár alls. Eftir lausn verk- fallanna, sem hér voru fyrir skömmu, og þessa samninga hefur ríkisstjórnin treystst í sessi og möguleikar skapazt til að ráða við efnahagsvandann.” „Ég tel að vinnufriður sé tryggður nema hópar utan ASÍ ríði á vaðið,” sagði Karl Steinar Guðnason alþingis- maður (A) í morgun. „Það verður að teljast kostur fyrir ríkisstjórnina, að þetta skyldi leysast í samningum frekar en, að krafizt verði löggjafar um 3%.” -HH. Starfshópur Náttúruverndarfélags Suðvesturlands um hvalavernd gekkst fyrir fundi á Hótel Loftleiðum í gær- kvöldi um hvali og hvalavernd. Fram- söguræður héldu Erlendur Jónsson líf- fræðingur sem mælti fyrir friðun hvala og Þórður Ásgeirsson, formaður alþjóða hvalveiðiráðsins sem mælti fyrir áframhaldandi veiðum íslendinga á hvölum. Allmargar fyrirspumir komu frá fundargestum til frummælenda og gekk fundurinn lipurlega fyrir sig. Hluti af áhöfn Rainbow Warrior kom til fundarins frá skipi sínu sem nú liggurá ytri höfninni. -BH. Funa-ofnar reyndust ekki eftirlíkingar Runtals: „Áskiljum okkur rétt til skaðabóta” — segir forstjóri Ofnasmiðju Suðurlands Runtal-málið svonefnda var tekið fyrir hjá embætti sýslumannsins í Árnessýslu í gær. Að sögn Karls F. Jóhannssonar fulltrúa sýslumannsins en hann er dómari í málinu, þá óskaði Páll S. Pálsson lögmaður gerðarbeiðanda eftir því að málið yrði fellt niður þegar yfirmat lá fyrir. Eins og kunnugt er snerist mál þetta um hvort Ofnasmiðja Suður- lands (Funa-ofnar) hefði í fram- leiðslu sinni farið inn á einkaleyfis- vemdaðan rétt Runtal-ofna. Yfir- matið mun hins vegar hafa staðfest fullyrðingar gerðarþola um að ekki hafi verið um að ræöa eftirlíkingar Runtal-ofna en það hafði áður orðið niðurstaða undirmatsins. „Okkur finnst furðulegt ef hægt er að fara í svona lögbannsmál og þurfa síðan ekki að bera neina ábyrgð á því,” sagði Bjarni Kristinsson forstjóri Ofnasmiðju Suðurlands í samtali við Dagblaðið í morgun. „Við höfum lagt í mikinn kostnað í sambandi við þetta mál og við kröfðumst þess, að þeir greiddu málskostnað. Því var mótmælt af Páli. Dómari á eftir að úrskurða í því máli. Við áskiljum okkur einnig allan rétt til skaðabóta vegna óbeins kostnaðar,” sagði Bjarni að lokum. -GAJ

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.