Dagblaðið - 29.06.1979, Side 9

Dagblaðið - 29.06.1979, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1979. 9. Bandaríkin: Síamstvíburar létusttveim dögum eftir fæðingu Síamstvíburar, stúlkur samvaxnar á brjóstinu, létust á sjúkrahúsi í Pennsylvaniufylki í Bandaríkjunum i gær, aðeins tveim dögum eftir að þeir fæddust. Var verið að kanna möguleika á að þær yrðu aðskildar. OPEColíu- hækkunin 18% að meðaltali Niðurstaðan á ráðstefnu OPEC- ríkjanna í Genf varð sú að meðalverðhækkun á olíu frá olíusöluríkjunum verður um það bii átján af hundraði. Verðið verður þó mismunandi eða frá 18$ dollurum tunnan fyrir oliu frá Saudi Arabiu og upp i 23,5 dollara fyrir tunnuna af olíu frá Alsír, Nígeriu og Libýu. Spánn: Skæruliðar hóta að lama ferðaiðnaðinn — með þvíað sprengja uppþrjá stórferðamannastaði Skæruliðar aðskilnaðarhreyfmgar Baska á Spáni hafa hótað því að leggja ferðamannaiðnað landsins i rúst með þvi að sprengja sprengjur sinar á þrem tilteknum ferðamanna- stöðum nú um næstu helgi. Hafa þeir jafnvel tiltekið hvar sprengingarnar yrðu en skæruliðarnir segjast þegar hafa komið sprengjunum fyrir. Fyrsta sprengjan á að sögn tals- manna hinna öfgafullu Baska að springa á tilteknum stað á sólar- ströndinni Benidorm. Slíkar sprengihríðir á fjölsótta ferðamannastaði gætu haft mjög al- varlegar afleiðingar fyrir efnahag Spánar. Síðasta ár komu um það bil fjörutíu þúsund ferðamenn til Spánar og ferðaiðnaðurinn er ein meg- ingjaldeyristekjulind landsins. Ef svo færi að skæruliðum Baska tækist að hrekja stóran hluta þessara ferðamanna fra Spáni mundi það hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslíf landsins, sem fyrir er i heldur bágbornu ástandi. Sprengjur eru þegar farnar að springa á ferðamannastöðum. Var það á þriðjudaginn og miðvikudaginn síðastliðna að sprengjur sprungu á ferðasvæðunum góðkunnu Torremolinos og Fuengirola, sem báðir eru á Costa del Sol. Báðar sprengjurnar sprungu nærri fjölförnum gististöðum. Nokkrar skemmdir urðu en engir særðust. Skæruliðar hafa einnig krafizt þess að félagar þeirra sem eru nú í haldi í fangelsi nærri Madrid og eru um það bil hundrað að tölu verði samstundis fluttir aftur í fangelsi í Baskahéruðunum. HongKong: Slitu akkerísfesti og sigldu í strand —örþrífaráð skipst jómarmanna með 2600 víetnamska f lóttamenn um borð Flutningaskipi með tvö þúsund og sex hundruð flóttamenn frá Víetnam innanborðs var rennt upp í fjöru á eyju einni í höfninni í Hong Kong i gærkvöldi. Var ljóst að sögn sjónar- votta að skipsmenn höfðu áður slitið akkerisfestar og síðan látið reka að eynni. Hundrað flóttamenn stukku þegar frá borði og komust upp á eyna en voru skjótlega reknir um borð aftur af lögreglu Hong Kong borgar, sem sendi liðsauka á vettvang. Flutningaskip þetta hefur legið í höfninni í Hong Kong síðan 7. febrúar eða nærri fimm mánuði. Tókst skipstjórnarmönnum að laumast inn i skjóli myrkurs en annars eru hafðar miklar gætur á, að skip hlaðin flóttamönnum komist ekki inn á höfnina. Flóttamennirnir tvö þúsund og sex hundruð hafa ekki fengið heimild til að stíga á land í Hong Kong vegna þess að yfirvöid þar segjast ekki hafa neitt rými fyrir þá né húsaskjól. Þar eru nú fimmtíu og átta þúsund flóttamenn frá Víetnam. Yfirvöld í borginni segja að skipsmennirnir, sem eru að mestu frá Taiwan og lndónesíu hafi höggvið á akkeris- festarnar. Dráttarbátar eiga að reyna að draga skipið á flot. Fyrr í þessum mánuði syntu um það bil hundrað flóttamannanna frá skipinu í land. Við það drukknaði einn þeirra. Áður hafa þeir farið í hungurverkfall til að vekja athygli kjörum sínum. Fimmtán konur hafa verið fluttar í land til að ala börn. Staður hagstæðm stórinnkaupa AuaysNGAsrnMN Hf gg Kjöt, mjólk, brauð, pakkavörur og niðursuðuvörur. Pappírsvörur, kerti-leikföng og gjafavörur. STORMARKAÐURINN SKEMMUVEGI 4A KÓPAVOGI

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.