Dagblaðið - 29.06.1979, Page 25

Dagblaðið - 29.06.1979, Page 25
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1979. „Togarinn gerbreytir atvinnuástandinu hér” íbúar Tálknafjarðarhepps eru 306 og hefur þeim fjölgað um 14 frá síðustu talningu. Búast má við áframhaldandi fjölgun, því atvinnuhorfur eru bærileg- ar og Tálknfirðingar fengu í vor skut- togara, Tálknfirðing, sem aflað hefur vel frá byrjun og er mikil búbót. DB var á ferð á Tálknafirði nýlega og var Björgvin Sigurbjörnsson oddviti tekinn tali og rætt um ástand og horfur. Björgvin sagði að mikið hefði verið um byggingar á Tálknafirði und- anfarin ár, þótt ekki hefði verið byrjað á mörgum húsum nú í ár. ,,En togarinn kemur til með að ger- breyta atvinnuástandinu hér,” sagði Björgvin. Öll vinna verður mun jafnari en áður. Þá er báturinn Frigg og gerður út héðan, en báturinn hefur verið á útilegu. Hlutafélagið Tálkni gerir Frigg út, en nú er verið að byggja nýtt skip fyrir Tálkna á Akranesi. Þá eru hér og smábátar og gert út á grá- sleppu. Höfnin hér er góð, en okkur vantar viðlegupláss. Það hefur verið á áætlun í 6—8 ár, en alltaf verið frestað. Þjónustu verða Tálknfirðingar að sækja að mestu til Patreksfjarðar. Sveitarfélagið er fámennt og því ekki úr miklu fé að spila. En helztu framkvæmdir hafa verið hefðbundnar, gatnagerð, holræsi og undirbúningur félagsheimilis og íþróttahúss. Olíumöl ágötur kauptúnsins hefur ekki komist á dagskrá enn, en til greina kemur að byrja á slíkum framkvæmdum árið 1981.” ,,En það er óhætt að segja að hljóðið er gott í mönnum,” sagði Björgvin. ,,Þótt alltaf séu sveiflur í at- vinnulífi staðar, sem byggir nær eingöngu á sjávarútvegi og þjónustu í —segiroddviti Tálkna- fjarðarhrepps kringum hann, þá eru horfur nú góðar.” -JH. <c Björgvin Sigurbjörnsson, oddviti Tálknafjarðarhrepps. DB-mynd JH. Fullkomin heilsugæzlustöð rísin íBúðardal: KOSTAÐI130 MILUÓNIR KRÓNA Risin er i Búðardal fullkomin heilsugæzlustöð sem kostar upp komin um 130 milljónir. DB-menn skoðuðu stöðina á ferð sinni um Vesturland fyrir skömmu og ræddu við Sigurbjörn Sveinsson, heilsugæzlulækni í Búðardal. Heilsugæzlustöð þessi var opnuð 1. nóvember sl. Hún er byggt samkvæmt nýjustu og ströngustu kröfum heil- brigðisyfirvalda. Stöðin á að þjóna allri Dalasýslu og þrem hreppum í A- Barðastrandarsýslu líka. Þetta er þvi eitt víðáttumesta læknishérað landsins og er það oft erfitt yfirferðar á vetrum. Tveir læknar eiga að þjóna þessari stöð og sitja þeir báðir í Búðar- dal. Auk Sigurbjörns var þarna starf- andi Eirikur Þorgeirsson, læknanemi er DB var þarna á ferð. Að sögn Sigur- björns er í stöðinni aðstaða til að gera minniháttar aðgerðir og framkvæmá röntgenrannsóknir. Einnig er verið að setja þarna upp fullkomin tann- lækningatæki en ekki er neinn tannlæknir í Búðardal enn sem komið er. Öll er stöðin hin glæsilegasta, tækjabúnaður hinn fullkomnasti og ekkert virðist til sparað. Læknarnir í Búðardal eru með læknamóttöku á Reykhólum í Barðastrandarsýslu einu sinni i viku. Komið hefur fyrir, að sú móttaka hafi farið fram eftir miðnætti þar sem farartálmar eru oft, miklir frá Búðardal og að Reykhólum að vetrinum. íbúum Búðardals varð fljótlega ljós þörfin á sjúkrabíl í svo viðáttumiklu læknishéraði og í vetur gaf hvert heimili að meðaltali um 5 þúsund krónur til bílsins. Bifreiðin hefur nú verið keypt ög á Heilsugæzlustöðin 6/10 hluta hennar en Rauði krossinn 4/10. „Aðstaðan hér er orðin eins og stefnt var að. Nú er það starfsfólksins að notfæra sér hana,” sagði Sigurbjörn. -GAJ- Krakkarnir eru þátttakendur i öllu sem gerist þegar brúðubillinn kemur I heimsókn á „Gxzló” og er ekki annað að sjá á þessari mynd en þau fylgist með af athygli. DB-mynd: Árni Páll. Brúðubíllinn aftur á „gæztó" ísumar Starfsemi íslenzka brúðuleikhússins er að hefjast á nýjan leik og er það þriðja sumarið sem leikhúsið ferðast um gæzluvelli borgarinnar. Að þessu sinni eru brúðurnar frá Leikbrúðulandi og eru stjórnendur þær Sigríður Hannesdóttir og Bryndís Gunnars- dóttir. Sýningarnar verða með sama sniði og áður og eru börnin þátttakendur í öllu sem gerist. Brúðuleikhúsið mun konta fimm sinnum á hvern völl í sumar og hefur dagskránni verið dreift á vellina. -ELA. Hópur áhugafólks um útiveru á Akureyri hélt yfir Sprengisand um síðustu helgi. Lögðu ferðalangarnir upp frá Akureyri suður sandinn og um Sprengisand fóru alla leið að Tungnafellsskála. orðin fær öllum jeppabifreiðum, en Var þar dvalið um nóttina, áður en hins vegar má búast við þvi eftir haldið var til baka sömu leið til Akur- e.t.v. tvær til þrjár vikur. eyrar. Enn er Sprengisandsleið ekki -BH. Hin nýja og glæsilega heilsugæzlustöð I Búðardal. Á smærri myndinni er Eirikur Þorsteinsson, læknanemi við rann- sóknarstörf i stöðinni. DB-myndir Árni Páll. SANDSPYRNA KYARTMÍLUKLÚBBSINS Kvartmíluklúbburinn heldur sandspyrnukeppni sína sunnu- daginn i. júlí á söndunum við ósa Ölfusár í landi Hrauns. Keppnin hefst kl. 2. og verður keppt í 6. jeppaflokkum 4. fólksbílaflokkum og mótorhjólaflokk. Keppendur eiga að mæta kl. 11 f.h. Komið og sjáið hressilega bifreiðaríþróttakeppni. stjórnin. IK

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.