Dagblaðið - 29.06.1979, Page 27

Dagblaðið - 29.06.1979, Page 27
UAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1979. <§ Utvarp 31 Sjónvarp » Eddie Money er meöal þeirra sem koma fram i lokaþætti Skonrokks. SKONROK(K) - sjónvarp í kvöld kl. 21.25: EFTIRLEGU- KINDUR í SÍÐASTA ÞÆTTINUM í kvöld er þrettándi og síðasti Skonrokksþátturinn á dagskrá sjón- varpsins. Þorgeir Ástvaldsson umsjónarmaður þáttarins sagði í sam- tali við Dagblaðið, að þessi þáttur væri fullur af eftirlegukindum, lítið væri um nýtt efni. Engu að síður væri margt bitastætt í þættinum. í upphafi þátt- arins flytur bandaríski jazzistinn George Benson Ástarballöðuna. Þá er teiknimynd með Elvis Costello þar sem hann flytur lag sitt Slysin gerast. Því næst kemur Eddie Money og flytur sitt þekktasta lag, Baby Hold on. Kate Bush flytur það lag sem hún sló í gegn með, Wuthering Heights. Þá koma hin- V________________________________ í-------------------------------- ar gömlu kempur úr Rolling Stones og flytja tveggja ára gamalt lag, Miss you. Þeir félagar eru komnir fast að fertugu en láta enn engan bilbug á sér finna. Því næst kemur nýgræðingurinn Bobby Caldwell og spyr: Hvað gerir maður ekki fyrir ástina? Billy Joel bregður sér á barinn og flytur þar 6—7 ára gamalt lag, Piano Man. Þátturinn endar með því að hljómsveitin Foxy, sem nýtur mjög vaxandi vinsælda um þessar mundir, kemur og flytur lagið Hot Number. Lag þetta var á toppnum í Hollandi til skamms tíma, en hljóm- sveitin er bandarísk. -GAJ- ______________________________) ------------------------------^ Hér er Rakel þeirra Pruðu leikaranna i öruggum höndum eins af frumherjum mannkynsins i kvikmyndinni One Million YearsB.C. Þátturinn Græddur var geymdur eyrir er á dagskrá sjónvarpsins kl. 21.05 í kvöld. Umsjónarmenn eru Sig- rún Stefánsdóttir, fréttamaður, og Guðni Björn Kjærbo, ritstjórnar- fulltrúi á Alþýðublaðinu. í þættinum verður fjallað um gildi og framkvæmd verðkannana. Rætt verður við forsvarsmenn neyt- endasamtakanna í Borgarnesi og á Akranesi og Karl Steinar Guðnason, formann Verkalýðsfélagsins í Keflavik, en það gerist nú æ algengara, að verka- lýðsfélögin sinni neytendamálum, þ.á m. verðkönnunum. Rætt verður við fólk á förnum vegi og í verzlunum í Borgarnesi og það spurt um álit á gildi verðkannana. í lok þáttarins verður talað við Jónas Bjarnason, fulltrúa Neytenda- samtakanna og Magnús Finnsson framkvæmdastjóra Kaupmannasam- takanna. Hverju ætti að breyta og hvernig á að framkvæma verðkönnun, eru m.a. spurningar sem leitast verður við að svara, að sögn Guðna Kjærbo. -GM. \____________________________________ Karl Steinar Guðnason, alþingismaöur, er meðal þeirra sem koma fram i þættinum i kvöld. GRÆDDUR VAR GEYMDUR EYRIR —sjónvarp kl. 21.05: Verkalýðsfélög sinna verðkönnunum íturvaxinn gestur kemur í heimsókn tíl Prúðu leikaranna Horrenglumar og silakeppimir i Prúðu leikurunumfá aldeilis íturvaxinn gest til sín i þáttinn i kvöld. Þar verður á ferðinni kynbomban og -táknið Raquel Welch. Ætlar hún að spjalla (við) Prúðu leikarana ogleika listir sínar V______________________________ fyrir þá og sjónvarpsáhorfendur. Ekki er gott að vita í hverju listir Raquel Welch eru fólgnar, hingað til hefur hún leikið í kvikmyndum almennt, ekki sýnt af sér sérstaka hæfileika i t.d. söng eða látbragðsleik. Þó er ekki gott að segja hvað hún muni taka til bragðs þegar brúðustóðið verður í kringum hana í þættinum í kvöld og til alls víst. Þátturinn hefst klukkan 20.40 •’ kvöld og þýðandi er að vanda Þrándut Thoroddsen. -BH. ________________________________) GOLFTEPPI ^ fyrir y —stigahiís—skrifstofur AXMINSTER Grensásvegi 8—Sími 82499

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.