Dagblaðið - 29.06.1979, Blaðsíða 28
VandiFlugleiða:
Oska eftir niðurfell-
ingu lendingargjalda
á Keflavíkurflugvelli og í Luxemborg, sem gæti staðið undir20—25% af tapinu
einsogþaðvarífyrra
Flugleiðir hafa ekki farið fram á
neitt framlag frá íslenzka ríkinu
vegna þeirra erfiðleika, sem nú
steðja að fyrirtækinu. Hið eina i þá
átt er að sögn Sigurðar Helgasonar
forstjóra fyrirtækisins að farið hefur
verið fram á niðurfellingu lendingar-
gjalda bæði á Keflavíkurflugvelli og í
Luxemborg. Gætu þar hugsanlega
sparazt um það bil sjö hundruð
milljónir króna en þar er um það bil
fjórðungur þess rekstrartaps, sem
varð hjá Flugleiðum á liðnu ári.
Stjórnvöld landanna hafa ekki tekið
afstöðu til þessarar beiðni. Athygli
vekur í þessu sambandi að lendingar-
gjöld í Luxemborg eru aðeins
rúmlega 70% lendingargjalda á
Keflavíkurflugvelli.
Sigurður Helgason sagði á blaða-
mannafundi í gær, að til að endar
næðu saman i Atlantshafsflugi Flug-
leiða þyrftu fargjöld að hækka um
u.þ.b. tíu af hundraði. Það flug er
nú og hefur verið um nokkurt skeið
rekið með beinu tapi. Ekki væri þó’
ætlunin að hætta flugi á neinum
aðalflugleiðum félasins. Uppbygging
nýrra leiða í Bandaríkjunum svo sem
til Baltimore hefði tekið lengri tíma
en ráð var fyrir gert í byrjun.
Vegna þeirra illu tíðinda,
sem riðið hefðu yfir nú á siðustu
vikum um að olía væri síhækkandi
eru allar horfur á því að tap Flugleiða
verði jafnvel enn meira en í fyrra, að
sögn forráðamanna þess.
Vegna þessa erfíða ástands hefði
verið ákveðið að segja upp hluta
starfsfólks og ef uppsagnir tækju
gildi hinn 1. október næstkomandi
þá mundi starfsfólki fækka um tvö
hundruð manns samtals. Er það um
það bil 16% fækkun.
-ÓG.
Sjá frekari Flugleiðafréttir á
blaðsíðu 5.
Húsið stöðvaðist eftir 100 m
—og hef ur stöðvað alla umferð um götuna
Eins og DB greindi frá nýlega átti að
flytja elzta hús Húsavíkur, faktors-
húsið svonefnda um set. Flutningar
þessir hófust um kl. 9 í gærkvöldi. Var
búið að smíða heljarmikinn sleða undir
húsið, og síðan voru fengnir tveir veg-
heflar til að draga húsið á hinn nýja
áfangastað en vegalengdin sem húsið
átti að fara var um 250 metrar. Þegar
vegheflunum tókst ekki að koma
húsinu af stað var kölluð til heljar-
mikil jarðýta og kom hún húsinu tæpa
100 m en þar stöðvaðist það og vildi
ekki lengra. Stendur húsið nú á miðri
götu og bílaumferð um götuna því ekki
möguleg. í morgun var ekki vitað,
hvernig eða hvort hægt yrði að koma
húsinu ááfangastað. -GAJ-
DUNGAN0N 0G FJÖLSKYLDA
FAFELAGSSKAP
— fjórar bréfdúfur, sem tóku sérfar
með Fylki NK úr Norðursjónum,
fá nýtt heimili í Kópavogi
Hún varð heldur glöð í gær, hún
Hróðný litla Huldarsdóttir á Kópa-
vogsbraut 113 í Kópavogi, þegar
henni voru færðar fyrir milligöngu
DB — fjórar fallegar bréfdúfur í það
dúfnasafn, sem þegar er fyrir heima
hjá henni. Dúfurnar komu með
togaranum Fylki frá Neskaupstað,
sem var að koma úr sölutúr til Bret-
lands.
„Tvær þeirra settust á skipið hjá
okkur í Norðursjónum og tvær aðrar
á leiðinni milli Skotlands og
Íslands,” sagði Gísli Garðarsson,
skipstjóri á Fylki, þegar DB ræddi
við hann í gærkvöld. „Þær voru
heldur illa til reika og hraktar, svo
við tókum þær inn og höfðum í gang-
inum hjá okkur. Við gáfum þeim mat
og vatn og eftir um hálfan sólarhring
voru þær orðnar hinar sprækustu.”
Gísli sagðist ekki hafa „kunnað
við” að bana dúfunum og því hafði
hann samband við DB og óskaði eftir
hjálp til að koma þeim í fóstur. Með
aðstoð Ævars Petersen, fugla-
fræðings hjá Náttúrufræðistofnun-
inni, hafði blaðið upp á Huldari
Smára Ásmundssyni sálfræðingi,
sem er mikill áhugamaður um dúfna-
rækt og bauð honum dúfurnar.
Hann þáði boðið umsvifalaust og i
gegnum símann mátti finna brosið
breiðast út um andlit hans.
Dóttir hans, Hróðný, fór siðan
með DB-mönnum til Þorlákshafnar,
þar sem Fylkir lá í gær, og tók á móti
dúfunum. Líklega gleymir hún þeim
degi aldrei.
í fyrra náði Hróðný og bróðir
hennar bréfdúfu — sem líklega er
komin frá Skotlandi eins og getum er
leitt að um þessar fjórar — í gildru
heima á Kópavogsbrautinni. „Þaðer
kall.skozkurog gengur undir nafninu
Dunganon,” sagði Huldar Smári.
„Við fengum síðan kellingu hjá
kunningjafólki okkar og nú er
kominn ungi og allir dafna vel.”
Það ætti því að fara vel um bréf-
dúfurnar fjórar sem komu með Fylki
NKyfir Atlantshafið til (slands.
-ÓV.
Hróðný Huldarsdóttir tckur við bréfdúfunum frá Gisla Garðarssyni skipstjóra á FylkiNK.
frjálst, óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 29, JÚNl 1979
Vöknuðu
viðvondan
draum
— þegarmaðurstóðvið
höfðalagiðogstakk
af með peningana
Íbúar í tveim húsum innst við Soga-
veg vöknuðu upp við vondan draum í
nótt. í báðum tilvikum var ungur
maður kominn inn í svefnherbergi og í
báðum tilfellum komst hann undan
með peninga. Lögreglunni barst til-
kynning um þetta um kl. 3 í nótt og fór
þegar á staðinn og handtók fljótlega
mann í nágrenninu eftir lýsingu fólks-
ins. Var hér um að ræða ungan pilt
fæddan 1961 og var hann ölvaður. Á
honum fundust rúmlega 100 þúsund
krónur í peningum og 40 þúsund króna
ávísun sem var stíluð á eiganda annars
hússins. í fyrra tilfellinu hafði þjófur-
inn farið inn um stofuglugga og inn i
tsvefnherbergi og tekið þaðan veski á
náttborði. í veskinu voru um 100
þúsund í peningum og ávísun á um 40
'þúsund krónur. í síðara tilfellinu
vaknaði fólkið við, að. maðurinn var
kominn inn í svefnherbergið. Gat
fólkið þar gefið lýsingu á manninum,
sem síðan leiddi til handtöku hans. Þar
höfðu horfið um 20 þúsund krónur í
peningum og ullarjakki. Pilturinn var
færður í fangageymslur lögreglunnar.
-GAJ-
Andrés veitti
Hinrik stöðuna
Staða forstöðumanns lista og
skemmtideildar sjónvarpsins (LSD)
hefur verið veitt, að sögn Andrésar
Björnssonar útvarpsstjóra, og hlaut
hana Hinrik Bjarnason fram-
kvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykja-
víkur.
Losnar nú staða Hinriks Bjarna-
sonar hjá Æskulýðsráði og eru uppi
getgátur um hver verði þar ráðinn.
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, formaður
Æskulýðsráðs, sagði í samtali við DB
í morgun að sennilega yrði staða
framkvæmdastjórans auglýst laus til
umsóknar á mánudaginn. Um eftir-
mann Hinriks í starfi vildi hún ekkert
tjásig.
Heimildir DB telja ekki ólíklegt að
fulltrúi Hinriks hjá Æskulýðsráði,
Ómar Einarsson, hreppi hnossið.
Nafn Kristins Ágústs Friðfinnssonar,
fulltrúa Framsóknarflokksins i
ráðinu, hefur einnig heyrzt nefnt.
-BH/GM.
Bflveltur
íDölum
Mjólkurbíll frá Mjólkurbúinu í
Búðardal valt á miðvikudag skammt
frá Búðardal. Vegkantur gaf sig og fór
bíllinn heila veltu. Bíllinn var með
fullan tank af mjólk, um 7 þúsund lítra
og fóru um 2 þúsund lítrar niður. Hinu
tókst að bjarga.
Þá valt stór vörubíll frá Vegagerð-
inni ofan í þriggja metra djúpan skurð
í Svínadal. Þar var unnið við viðgerð á
ræsi. Bíllinn skemmdist en engin
meiðsliurðu. -JH/AF. Búðardal.