Dagblaðið - 06.07.1979, Qupperneq 12

Dagblaðið - 06.07.1979, Qupperneq 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1979. SUMARBÚSTAÐUR á einum bezta stað við Þingvallavatn er til söiu. Stærð um 65 fermetrar, auk báta- skýlis. Rafmagn til ljósa og upphitunar. Vel girt og ræktuð lóð. Tilboð sendist auglýsingadeild Dagblaðsins fyrir 13. júlí merkt „Sumarbústaður við Þingvalla- vatn.” Skrifstofuhúsnæði tii leigu 4 herbergi nálægt Hlemmtorgi. Tilboð óskast og sendist auglýsingadeild Dagblaðsins merkt „Skrifstofuhúsnæði 4500”. ROADSTAR RS 2150 SKYNDUNYNDIR Vandaðar litmyndir i öll skirteini. barna&f jölsky Idu - Ijósmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SIMI 12644 í bílinn þegar á reynir BHaveggir raðaðir uppaftir óskumkaupenda • \ Verðtilboð Sími 84630 Mikið úrval af bílloftnetum og hátölurum. ísetn- ing samdægurs. Verð 75.947.- kr. Beztu kaup landsins. SKIPHOLT119 SÍMI 29800. UngviAifl á Bíldudal i leik i fnrláta leikgrind, sem varfl eftir vegna bryggjusmiðar. DB-myndir JH r m ; i 1] V ! . i í . j Sveitarstjórínn Bfldudal: Togari væntan- leguríhaust „Hcr á Bildudal het'ur íbúafjöldi sveiflazt í takl við atvinnulífið,” sagði Theódór Bjarnason, sveitarstjóri á Bildudal. ,,Nú búa hér um 400 manns og hefur fjölgað upp á siðkastið. Mikið afvinnuleysi var hér árin 1976 og '77 og þá fór allt í mola. Fólki fækkaði um 17% á staðnum áeinu ári. En þegar frystihúsið fór i gang og keypti tvo vertíðarbáta fóru hjólin að snúast aftur og við höfttm náð ttpp fyrri ibúafjölda á hálfu öðru ári. Það scnt skipti mestu máli var að at- vinnumálin voru brotin til mergjar. Frystihúsið var alveg endurbyggt. Það náðist svo góður árangur að framleiðn- in er með því bezta sem gerist á land- inu. Nú er verið að vinna að því að fá tog- ara til Bildudals. Raunar hefur verið unnið að þvi allt frá árinu 1975. Við höfum þó ekki fengið hljómgrunn hjá ráðuneytinu. Nú er útlitið hins vegar þannig að allar líkur eru á því að hingað komi togari í haust eða um ára- mót. Útgerðarmaður á Tálknafirði, Ársæll Egilsson, sem á togara í smiðum á Akranesi hefur gert athugun á því að Theódór Bjarnason, sveitarsljóri Bíldudal. gera skipið út frá Btldudal og allar líkur eru á þvi að svo verði. Þetta yrði lausn á hráefnisvanda okkar og lausn sem stjórnvöld hafa lagt blessun sína á. Tekjuleysi hjá sveitarsjóði undan- farið, vegna slæms atvinnuástands, — kemurtil með að hafamikiloggóð áhrrf á atvinnuiíf staðarins hefur valdið því að ekki hefur verið hægt að ráðast í dýrar framkvæmdir. Olíumöl hefur t.d. ekki verið lögð á götur. En þetta kemur til með að breyt- ast fljótt, ef hráefni verður nægt og þar með nóg atvinna. Þá ætti jafnvel að vera hægt að ráðast í slíkar fram- kvæmdir á næsta ári. Höfnin hér er sæmileg, en ekki hefur verið lokið við fyrirhugaðar fram- kvæmdir. M.a. þarf að dýpka höfnina. Gert er ráð fyrir að það verði gert á næsta ári. Þá hefur verið byggl fjölbýlishús á vegum sveitarfélaganna. í húsinu eru sjö íbúðir og verða fimm þeirra seldar, en tvær leigðar. Búið er að byggja geysimikið á Bíldudal frá árinu 1974. Húsnæði á staðnum hefur verið endur- nýjað um þriðjung á þessu tímabili. Nóg landrými er fyrir ný hús hér. í sumar verður síðan unnið við seinni áfanga fjölbýlishússins. Það eru því allt aðrar horfur en verið hafa og bjart fram undan. Annar stóri báturinn hefur verið seldur og í staðinn endurnýjaðar vélar í frystihúsinu og þannig undirbúin koma togarans.” - JH Stemma hin nýja er glæsilegt hús sem byggt er úr steyptum einingum. Litla myndin er af Kristjáni Gústafssyni verk- stjóra. DB-myndirTrausti Ný stemma risin úr rústum í nóveaber brann til káldra kola „Það er tómt mál að tala um það að við heföum þurft lengri tíma. Við verflum að koma húsinu upp áður en vertíðin byrjar,” sagði Krtstján Gústafsson framkvæmdastjóri sildar- söltunarinnar Stemmu á Höfn i Horna- firði. Hús stöðvarinnar brann til kaldra kola i nóvember i vetur. En i stað þess að leggja upp laupana hófu menn að byggja á nýjan leik. Byggt var á grunni gömlu Stemmu og er nú risið upp nýtt 18 hundruð fermetra hús. Inni er hins vegar margt eftir. Þar er verið að leggja síðustu hönd á loftið, leggja rafmagn og verið er að innrétta skrifstofur og matsali. Við húsið vinna núna 12 manns, þar af 3 rafvirkjar. . Talið var, þegar Stemma brann, að tjónið næmi hundruðum milljóna. En húsið var það vel tryggt að skaðinn kemur litið niður á þeim 30—40 hlut- höfum sem eru i fyrirtækinu. Verst var útkoman hvað varðar tækin. Þau voru tryggð fyrir 15 milljóniren taliðer að allt að 80 milljónir muni kosta að endurnýja þau. Úti á hlaði við Stemmu stóð mikið af síld i tunnum þegar brann en tókst að bjarga henni allri. Við brunann sáu menn að nauðsynlegt væri að byggja yftr sildina. Þvi er áætlað að byggja 2 þúsund fermetra vöruskemmu þegar framleiðsluhúsið er búið. Búið er að út- hluta lóð undir skemmuna rétt hjá framleiðsluhúsinu. Þegar Stemma er í fullum gangi hafa um 90 manns vinnu við söltun sildar auk þess sem örlítið er saltað af þorski. -DS.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.