Dagblaðið - 10.07.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 10.07.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR'lO. JÚLÍ1979. Herinn til Jan Mayen Nýstárieg hugmynd um lausn á vamarmálum íslendinga Nokkrir menn hafa haft samband við DB og vakið athygli á grein eftir Dag Þorleifsson blaðamann í Þjóðviljanum sl. sunnudag. Þar setur Dagur fram nýstárlega hugmynd um lausn á einu mesta deilumáli íslendinga: hermálinu. Hugmynd Dags er í stuttu máli sú að flytja beri bandaríska herinn í Keflavík til eyjarinnar Jan Mayen. Hann telur að lega Jan Mayen á haf- svæðinu milli Grænlands og Noregs sé þannig að herstöð þar ætti frá sjónarmiði Nató að geta komið að svipuðu — eða jafnvel meira — gagni en stöðin í Keflavík. Hernaðarlega séð ætti þetta beinlínis að vera hag- kvæmt fyrir Nato, ekki sízt þegar haft sé í huga að Sovétmenn hyggist á næstunni kalla kjarnorkukafbáta- flota sinn í skjól undir íshettu Norðurheimskautssvæðisins. Dagur segist viss um að þessi hug- mynd muni sæta andstöðu. Banda- ríkjamenn, Norðmenn og Sovétmenn verði t.d. á móti henni af ýmsum á- stæðum. En spurningin er, segir Dagur að lokum „hvort íslendingar þurfa endilega að halda áfram uppteknum hætti og beygja sig fyrir kröfum og hagsmunum annarra ríkja þegar um hernaðar- og öryggismál er að ræða.” Hvað segja lesendur DB? B"r«*éð f SS. fcrr'«diÍÍ?.ru,-u«ir L*'1* Eirílr. 1825 ,‘r5 ra«da iöSvWff* .0rarÞm,r V n,e,r» rétr U!l n SSfö-ssfr K'a‘’*ttZS£r"£í!t It&SÍ&iStSÍB .....- 1 Hermn k, . ^sssía'ftSS?®] 'ftsajTí* v., 0í -|§?j ) S=5p ssí5&--" —* av3S£fe — þjónati und.r erlend* v.ldjaf* Sn.*ug*HI|nu vw mJ«U«PP e.naur og t6nv«ðtng. u«gero*i s: ;s Nord.hl G''« « J „L .ild borgot 1}.. I H"'”'v, ' r.;.» „o Bör Börtson, hötou ra»»o -r—ffi engu Hkara en noraktr raoa Dagur f þorleifsson LJH skrífar IRHB „Herinn burt — til Jan Mayen” heitir hin athyglisverða grein Dags Þorleifssonar i sunnudagsblaði Þjóðviljans. Þéttingu byggdar í Reykjavík fagnað Vesturbæingur skrífar: Nú er mikið talað um að þétta byggðina í Reykjavík og mér skilst að Þróunarstofnun Reykjavíkur sé að vinna að tillögum um það mál. Ég hef séð menn hallmæla þessum hug- myndum á prenti, en hvergi fundið nein viðunandi rök í þeim skrifum. Hræddur er ég um að þeir sem standa gegn þéttingunni séu úr áróðursdeild Sjálfstæðisflokksins, og er það leitt að sá flokkur skuli ekkert þarfara hafa að gera en að standa fyrir æsing- um og moldviðri. Ég skil vd að íhalds- menn séu sárir yfir úrslitum síðustu kosninga, en það verður að hafa í huga að við búum í lýðræðisríki og menn verða að vera undir það búnir að taka svona skellum. Mér finnst að stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokks- ins sé á köflum móðgun við lýðræðið í þessu landi. Það á að gefa ríkisstjóm og borgarstjórn starfsfrið til að sýna hvað í þeim býr. Opinbera rannsókn áskreið- armút- En það var reyndar þétting byggðar sem ég vildi minnast á. Ég er henni algjörlega hlynntur og tel að þessi ægilega dreifing Reykjavíkur unanfarin ár hafi verið mjög misráðin. Til allrar hamingju hefur nú verið hætt við að þenja byggðina alla leið upp í Úlfarsfell. Það er fjöldinn allur af svæðum í Reykjavík sem er óbyggður, og ég fæ ekki séð að neinn geti haft á móti því að á þeim stöðum sé byggt. Jón Jónsson skrifar: Fréttir í Helgarpóstinum og Dag- blaðinu um mútuhneykslið i Nígeríu eru þess eðlis að mér finnst að stjórn- völd verði að fyrirskipa opinbera rannsókn. Það er svo margt óljóst enn í þessu máli, t.d. virðast menn ekki vita hvort einhverjir huldumenn hafi hirt hundruð milljóna af peningum íslenzkra skattgreiðenda, að það réttlætir alveg að nokkrir rannsóknarlögreglumenn verði settir til þessara sérstöku starfa. Þeir ættu að fá nokkra galvaska rannsóknar- blaðamenn til aðstoðar, því það virðast vera einu mennirnir, sem hafa þor og dug til að fletta ofan af svona hneykslismálum. Einhverjir óprúttnir kauðar í Nígeríu hafa haft af íslendingum hundruð milljóna. Ætli þeir séu ekki enn að skemmta sér fyrir þessa peninga? Og alltaf gengur jafnilla að selja skreið til Nígeríu. Hér þarf að grípa til róttækra aðgerða og það strax. Raddir lesenda Gólfdúkur Nú bjóðum við fjölbreytt úrval af gólfdúk- um frá DOMCO á ótrúlega hagstœðu verði. Einnig fjöldi annarra gólfdúka. Ótal litir og munstur - margir verðflokkar. Byggingavörudeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 Spurnmg dagsins Fylgist þú með tízkunni? Örlaugur Bjömsson kontrolmasien Nei, það eru sko hreinar línur að það geri ég ekki. Anthony Karl Gregory, 12 in: Nei, ekki mikið. Þó kemur það fyrir þegar ég sé eitthvað fallegt. Ámundi Ámundason umb Nei, alveg pottþétt. Ég er svo myndar- legur ungur maður að ég þarf þess dtld. Ragnhildur Skúladótlir sendBI: Svona stundum. Ég reyni það að minnsta kosti. Guðmundur Þórarinsson fóslrí: Já, auðvitað. Það geri ég. Ég fylgist með öUum nýjungum. Halla Björnsdóttir nemi: Já, það geri ég. Það er nú samt misjafnt hvað ég kaupi mikið að fötum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.